Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 44
44 föstudagur 4. júní 2010 NafN og aldur? „Þórunn Erna Clausen, 34 ára.“  atviNNa? „Leikkona.“ Hjúskaparstaða? „Gift Sigurjóni Brink tónlistar- manni.“ fjöldi barNa? „Fjögur í heildina, Róbert Hrafn 2 ára, Haukur Örn 5 ára, Kristín María 9 ára og Aron 15 ára.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, ég á hest og svo á ég svolítið mikið í hundinum hennar mömmu, henni Krummu. Annars er ég nefnilega með ofnæmi bæði fyrir hundum og köttum, frekar óheppilegt þar sem ég er mikill dýravinur.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Ég fór síð- ast á „kveðjutónleikana“ hennar Selmu Björns á Rósenberg þar sem fullt af frábæru tónlistarfólki kom fram.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Bara pínu.“  Hver er uppáHaldsflíkiN þíN? „Ég er ekki mikið fyrir að taka ástfóstri við hluti, frekar fólk.“  Hefur þú farið í megruN? „Já, allt of oft, svo gengur það yfirleitt ekkert langt hjá mér því ég er bara frekar ánægð með mig eins og ég er.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Nei, ég held bara ekki.“ trúir þú á framHaldslíf? „Já.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Ég hélt einu sinni mikið upp á Blame It On The Rain með Milli Vanilli, það var spilað í bakgrunninnum þegar ég átti fyrsta koss- inn minn. Mjög fyndið! Ég hélt auðvitað lengi upp á það og hlustaði á það í tíma og ótíma, en það var áður en maður vissi að þeir voru að mæma. En ég skammast mín samt ekkert fyrir það, mér finnst þetta ennþá mjög fyndið lag.“  Hvaða lag kveikir í þér? „Cry To Me með Solo- mon Burke og svo er auðvitað You Can Leave Your Hat On með Joe Cocker alltaf klassískt!“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Ég hlakka til að eyða tíma með börnunum mínum eftir vinnutörn vetrarins. Var að frumsýna einleikinn Ferðasaga Guðríðar um borð í víkingaskipinu Íslendingi í Reykjanesbæ og er að sýna það þessa dagana, hlakka líka til þess.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aft- ur? „Margar, t.d. gamlar söng- eða dansmyndir eins og Hair, The Sound Of Music og Dirty Dancing. Nýlega horfði ég aftur á My Best Friends Wedding og komst að því að ég kann hana utan að, kannski frekar sorglegt!“  afrek vikuNNar? „Að hafa kennt 5 ára syni mín- um að hjóla á tvíhjóli, ég er svo stolt af honum!“  Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, já, þó nokkr- um sinnum. Finnst það alltaf jafn skemmtilegt.“  viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Nei.“  Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Ég veit bara einfaldlega ekki hvort ég myndi nenna því! En ef ég yrði að velja einhvern þá myndi það kannski helst vera Jón Gnarr.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Það eru nú margir, t.d. Bono úr U2, hef alltaf dýrkað hann og væri til í að hitta hann og spjalla um tónlist, leiklist og hjálpar- störf. Svo væri ég alveg til í að fá hann til að syngja fyrir mig eina, það væri algjör draumur!“  Hefur þú ort ljóð? „Já, oft. Finnst ferlega gam- an að yrkja ljóð og líka að þýða söngtexta yfir á ís- lensku, elska það.“  Nýlegt prakkarastrik? „Nýlegt? Úpps, þarf greinilega að fara að fremja fleiri prakkarastrik, man ekki eftir neinu nýlegu í augnablikinu.“      Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Bridget Jones, svo var mér nýlega líkt við Angelu Bassett sem lék Tinu Turner í What’s Love Got To Do With It, veit ekki hvort það er eitthvað til í því.“   ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Er með fáránlega langa tungu! Nei, það telst nú kannski ekki sem hæfileiki. Ég er góð í sviðsbardög- um og öllum spilum, t.d. Trivial Pursuit, enda er ég brjálæðislega mikil keppnismanneskja.“  á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Nei.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Erlendis verð ég að segja bærinn Montreux í Sviss. Á Íslandi á ég marga uppáhaldsstaði, t.d. Landmannalaugar og Stakkholtsgjá.“  Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú ferð að sofa? „Klæða mig úr og bursta tennurn- ar.“  Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Ja, ef ég vissi það þá væri ég nú örugglega í stjórnmálum! En það þarf að koma atvinnulífinu aftur í gang, t.d. með því að auka verkefni, skapa góða fjárfestinga- kosti og gera fyrirtækjum kleift að halda starfsemi áfram. Með núverandi aðgerðarleysi og auknum álögum á einstaklinga og fyrirtæki gerist róðurinn enn erfiðari. Einn helsti óvinur okkar er atvinnu- leysið. Hvernig á fólk að geta staðið í skilum ef það hefur ekki vinnu?“ Þórunn Erna Clausen leikur þessa dagana í einleiknum Ferða- sögu Guðríðar sem sýndur er í Víkingaheimum í Reykjanes- bæ. Hún segist hafa komist pínu í kast við lögin auk þess að vera með fáránlega langa tungu. milli vaNilli í bakgruNNi www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - Jónsmessuhátíð Útivistar í spennandi umhverfi Nánari upplýsingar á utivist.is Laugavegi 178 - Sími 582 1000 - utivist.is komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.