Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 42
Edith og FrEddyEdith Jesse Thompson og Frederick Edward Francis Bywaters voru breskt par sem tekið var af lífi á Englandi í janúar árið 1923. Skötuhjúin höfðu sér það til saka unnið að hafa fyrirkomið eiginmanni Edith, Percy. Fyrir misskilning talaði Edith sig nánast í snöruna. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Lesið um Edith og Frederick í næsta helgarblaði DV. Morðinginn Frederick Bailey Deeming var Breti sem framdi morð sín í Ástralíu. Hann var uppi á síðari hluta nítjándu aldar. Sextán ára að aldri strauk Frederick á sjóinn og í kjölfarið hófst langur glæpaferill. Talið var að Frederick Bailey Deeming, sem fæddist árið 1842 á Englandi, hefði átt í einstaklega sterku sambandi við móður sína því eftir lát hennar 1874 var hann niðurbrotinn og vart mönnum sinnandi í nokkuð langan tíma. Sextán ára að aldri strauk Deeming á sjóinn og í einni sjó- ferðinni fékk hann alvarlega heilahimnubólgu og var það mat margra að hann hefði aldrei náð sér að fullu eftir það. Haft var á orði að Deeming ætti til að hegða sér fáránlega og segja að sú hegðun hefði verið samkvæmt fyrirmælum móður hans sálugu.  Þrátt fyrir andlegan óstöðug- leika tókst Deeming að ná sér í konu, „dæmigerða velska stúlku“, Marie, en þau gengu í hjónaband á Englandi í febrúar 1881. Ári síðar fluttu hjónakornin til Ástralíu. Óljós ferill Deemings Margt er á huldu um athafnir Frede ricks Bailey Deeming hin næstu ár. Hann starfaði víða í Ástr- alíu, meðal annarra staða í Mel- bourne og Sydney. Í Sydney var hann ákærður og sakfelldur fyr- ir þjófnað á vinnustað sínum og dæmdur til sex vikna fangelsisvist- ar. Árið 1887 var hann ákærður fyr- ir svik en lét sig hverfa áður en til réttarhalda kom. Allan tímann hafði Marie stað- ið við hlið hans og árið 1886 höfðu þau eignast tvær dætur. Þess má geta að Alfred, bróðir Fredericks, hafði kvænst systur Marie, og 1888 fréttu Alfred og þriðji bróðirinn, Walter, að Frederick og fjölskylda hans væru á leið heim til Englands „með álitlegan auð“ í farteskinu. En áður en til Englands kom drap fjölskyldan niður fæti í Höfða- borg í Suður-Afríku þar sem þau sennilega dvöldu í um eitt ár og eignuðust sitt þriðja barn. Áður en langt um leið hafði Frederick get- ið sér orð sem hinn versti svika- hrappur og hann sá sitt óvænna og sendi fjölskylduna til Englands. Innan tíðar fylgdi hann í kjölfarið. En Frederick fór ekki til fjölskyldu sinnar heldur leigði sér húsnæði í bænum Beverley skammt frá Hull undir nafninu Harry Lawson. Tvíkvæni Fredericks Í Beverley gerði „Harry“ hosur sín- ar grænar fyrir Helenu Matheson, 21 árs dóttur konunnar sem leigði honum, og gengu þau í hjónaband í febrúar 1890. Eftir eins mánaðar hveitibrauðsdaga hvarf Frederick á braut og hafði með sér allar gjafir sem hann hafði gefið Helenu. Talið var að fjölskylda Fredericks hefði komist á snoðir um tvíkvænið. Vitað er að hann var í einhverju sambandi við Marie og börn sín, sem þá voru orðin fjögur, eftir að hann hvarf úr faðmi Helenar.  Hann lét Marie fá nokkur hundruð pund og tilkynnti henni að hann væri á förum til Suður- Ameríku. En áður hugðist hann svindla á skartgripasala einum í Hull. Við komuna til Montevideo í Úrúgvæ var Frederick handtekinn og framseldur til Englands þar sem hann var ákærður fyrir svik. Hann fékk þá níu mánaða dóm. Þegar Frederick losnaði úr grjótinu kom hann sér fyrir á hóteli í Rainhill á Merseysvæðinu undir nafninu Albert Williams. Morð um jól Dularfull kona sem heimsótti „Al- bert“ á hótelið var að öllum líkind- um Marie, en gaf sig út fyrir að vera systir hans. Deeming tók á leigu Dinham-villuna, hús í Rainhill, og oft og tíðum mátti sjá þar konu og börn á stjái sem talið var að væru systir hans og börn hennar í heim- sókn. Vart var Frederick fluttur inn í Dinham-villuna fyrr en hann kvartaði yfir lekum vatnsleiðslum og sagði að endurnýja þyrfti eld- húsgólfin. Á meðan Frederick bjó í Rain- hill gekk hann með grasið í skón- um á eftir Emily Lydiu Mather, dóttur ekkju í nágrenninu. Emily og Frederick, undir nafninu Al- bert Williams, gengu í það heilaga í september 1891. Tveimur mánuðum síðar fóru Emily og Frederick til Ástralíu með skipinu Keiser Wilhelm II og stigu á land í Melbourne 15. desem- ber 1891. Frederick leigði hús við Andrewstræti í Windsor, úthverfi Melbourne. Um jólaleytið myrti Frede- rick Emily og gróf lík hennar und- ir steinhellunum fyrir framan ar- ininn í einu svefnherbergjanna. Síðan greiddi hann eins mánaðar leigu fyrir fram og hvarf á braut. Lögreglan finnur slóð Í mars 1892 kvartaði væntanleg- ur leigjandi hússins í Windsor yfir megnum óþef í einu svefn- herbergjanna og þegar eigand- inn athugaði málið og lyfti upp hellunum við arininn mætti hon- um bæði ófögur sjón og yfirgengi- leg rotnunarlykt. Lík Emily Math- er var fundið og hafði hún verið skorin á háls. Vísbendingar í húsinu leiddu lögregluna að Keiser Wilhelm II og aðrir farþegar mundu vel eftir „herra Williams“ enda var Freder- ick ekki þekktur fyrir að láta lítið fyrir sér fara og höfðu margir far- þegar fundið til ógeðs í návist hans þótt hann hefði sýnt eiginkonu sinni ástúð. Emily hafði einnig orðið tíðrætt um fjölskyldu sína í Rainhill á Englandi og lögreglan var búin að finna slóð sem hægt var að rekja. Lýsingu á „Williams“ var nú dreift um Ástralíu. Í upphafi rannsóknar kom í ljós að maður sem svaraði til lýsingar- innar hafði selt ýmsa muni, senni- lega brúðkaupsgjafir, í janúar 1892. þá bjó hann á hóteli í Mel- bourne undir nafninu Duncan.  Swanston barón í Sydney Einnig kom í ljós að hann hafði sent móður Emily hjartnæmt bréf eftir að hann myrti Emily. Frede- rick hafði aukinheldur sett sig í samband við hjónabandsmiðlun með það fyrir augum að kynnast konum með hjónaband í huga, og svindlað á skartgripasala í borg- inni. En Frederick dvaldi ekki lengi í Melbourne eftir morðið heldur fór til Sydney og kallaði sig Swanston barón. Á leiðinni til Sydney og þang- að kominn kynntist hann Kate Rounsfell og sagði við hana að hún myndi aldrei iðrast þess að ganga í hjónaband með honum. Til að hnykkja á orðum sínum gaf hann Kate fallega gripi sem hann hafði stolið frá skartgripasala í Melbourne. Kate lét undan þrýstingi Frede- ricks og eftir að hún hafði sam- þykkt að koma í kjölfar hans til Vestur-Ástralíu skildi leiðir þeirra. En net lögreglunnar var að þrengjast og þann 12. mars 1892 var Frederick handtekinn í South- ern Cross. Í fyrstu neitaði hann að hann væri Frederick Deeming, en í fórum hans fundust nokkrar eig- ur Emily. Um svipað leyti var tíð- inda að vænta af morðum í Rain- hill á Englandi. Fimm lík undir eldhúsgólfi Vegna umfjöllunar um morðið á Emily Mather í Ástralíu ákvað lög- reglan á Englandi að kíkja nán- ar á Dinham-villuna í Rainhill. Lögreglan fann fimm lík undir nýuppteknu eldhúsgólfinu. Marie Deeming, Marie yngri, 7 ára, Sid- ney, 5 ára, og Leala, átján mánaða, höfðu allar verið skornar á háls, en Bertha, 9 ára, hafði verið kyrkt. Morðin höfðu að öllum líkind- um verið framin í kringum 26. júlí 1891, eða á sama tíma og Frede- rick, sem Albert Williams, hafði gert hosur sínar grænar fyrir Emily Mather. Frederick Bailey Deeming reyndi að bera við geðveiki og sagði meðal annars að heimsókn- ir látinnar móður hans hefðu verið hvatinn að ódæðum hans. Frede- rick hafði ekki erindi sem erfiði og það tók kviðdóm rétt rúman klukkutíma að komast að niður- stöðu. Frederick var sakfelldur fyrir morðið á Emily Mather og dæmd- ur til dauða. Hann var hengdur þann 23. maí 1892. UMSJón: koLBEinn þorSTEinSSon, kolbeinn@dv.is 42 Föstudagur 4. júní 2010 sakamál Um jólaleytið myrti Frede- rick Emily og gróf lík hennar undir stein- hellunum fyrir framan arininn í einu svefn- herbergjanna. Frederick Bailey Deeming Gekk undir mörgum nöfnum um ævina. með mörgu nöfnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.