Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 21
helgarblað 4. júní 2010 föstudagur 21
Ali reykt medisterpylsa: 397 kr
Ali malakoff: 360 kr
Ávaxtasafi í fernum 9 stk: 717 kr
eða 79 kr stk
Brauð: 198 kr
Kaffi: 279 kr
Mjólk: 102 kr
Tvíbökur: 265 kr
Pasta sósa: 239 kr
Stjörnu hrásalat: 238 kr
Sólberjasaft: 470 kr
Súrmjólk: 148 kr
2 appelsínur: 198 kr kg
Samtals: 3.611 kr
( ath. verð er miðað við verð í Krónunni
3.6.2010. Ef varan var ekki til þá var miðað
við sambærilega vöru)
42 ára tveggja barna móðir. Hún er öryrki og
á tvo stráka, 21 árs og 17 ára.
Þeir búa báðir hjá henni. Yngri
strákurinn hefur ekki getað tekið
bílpróf því þau hafa ekki efni á
því. Strákarnir hennar eru báðir
atvinnulausir, sá yngri er í skóla
en fékk enga vinnu í sumar. Sá
eldri missti nýverið vinnuna. Hún
er á örorkubótum sem hún segir
þó engan veginn duga þeim.
Hún fær úthlutað mat vikulega
hjá Mæðrastyrksnefnd. Maturinn
dugar þó ekki út vikuna fyrir þau
öll en hún segir það þó hjálpa
töluvert. Hún leyfir sér ekkert
aukalega og segir lífið oft á tíðum
vera mikið basl. Það bjargar
þeim að fá þá hjálp sem þau
fá hjá Mæðrastyrksnefnd. Hún
segist einnig hafa fengið úthlutað
fötum hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir
sig og son sinn. Hún segir mikla
skömm fylgja því að geta ekki séð
almennilega fyrir fjölskyldu sinni.
Sonur hennar veit ekki hvert hún
fer að ná í mat og hún vill ekki
segja honum það. Hann veit samt
að hún fer alltaf á miðvikudögum
og nær í mat en hann veit ekki
hvaðan hann kemur.
23 ára tveggja barna móðir. Er í sambandi
en kærastinn hennar er með
óstöðugar tekjur. Hún á tvö
börn, eitt tveggja ára og eitt
mánaðar gamalt. Hún tók sér árs
fæðingarorlof með fyrsta barnið
og og varð ólétt stuttu seinna.
Hún hefur því verið án atvinnu í
ákveðinn tíma og á því einungis
rétt á fæðingarstyrk í fæðingar-
orlofinu sem hún er í núna. Það
eru í kringum 50 þúsund krónur
á mánuði. Hún kemur vikulega í
Mæðrastyrksnefnd og fer yfirleitt
samferða móður sinni sem
þiggur líka aðstoð frá nefndinni.
Hún segir að þar sem hún og
kærasti hennar fái samtals um
200 þúsund krónur í tekjur á
mánuði fái hún ekki bætur frá
félagsþjónustunni. Þess vegna
sjái hún sér þann eina kost í stöð-
unni að þiggja mataraðstoð. Hún
segir þó matinn engan veginn
duga en hann hjálpi þeim áleiðis.
Þau borga um hundrað þúsund
krónur í leigu á mánuði og eiga
því lítið afgangs þegar búið er
að ganga frá öllum reikningum.
Hún hefur að mestu fengið gefins
föt fyrir börnin hjá ættingjum
og er þakklát fyrir þá hjálp sem
hún fær. Bleiur fyrir börnin séu
þó dýrar en það er eitthvað sem
þau verði að kaupa og verði því
að láta annað sitja á hakanum á
meðan.
Matarpokinn
sem var úthlutað
Henni var bent á að leita til Mæðra-
styrksnefndar en fannst ansi erfitt
að stíga það skref. „Ég var lengi að
koma mér hingað fyrst. Mér fannst
eitthvað leiðinlegt við það að þurfa
að koma hingað. En svo endaði með
því að ég lét til leiðast, af því að ég
neyddist til þess. Og mér finnst þetta
alveg ómetanleg hjálp.“
Upplifði höfnun
Hafdís er öryrki og tekjur hennar
rétt duga til þess að endar nái sam-
an, svo lengi sem hún þiggur þessa
aðstoð. „Þetta hjálpar mér að halda
bílnum og bjargar mér fjárhagslega.
Maturinn sem ég fæ hér er mjög
góður og af því að ég er ein er hann
ansi drjúgur. Ég þarf alltaf að kaupa
einhverja smá viðbót en þetta dug-
ir mér ótrúlega vel. Það eina sem
fer illa með mig er bensínið og því
reyni ég að taka strætó þegar ég get
til þess að spara það.“
Níu ár eru liðin frá því Hafdís
fór fyrst á örorkubætur í kjölfarið
á ýmsum áföllum. Hún fékk blóð-
tappa í litla heila sem truflar jafn-
vægisskynið, blóðtappa í bæði lung-
un og hjartalokurnar biluðu. „Þetta
er svona sitt lítið af hverju sem hrjá-
ir mig. En ég upplifði mikla höfnun
þegar ég hætti að vinna af því að ég
er lærður sjúkraliði.“
Bíllinn verstur
Síðan Hafdís hætti að vinna hafa
fjármálin alltaf staðið tæpt. „En þeg-
ar krónan veiktist hækkaði bílalán-
ið svakalega og ég sem skuldaði ekki
nema rétt um hálfa miljón í bílnum
sit nú uppi með lán sem slagar hátt
upp í tvær miljónir. Ég fékk styrk hjá
Tryggingastofnun til þess að kaupa
bílinn en nú er allt farið í vaskinn.
Bíllinn er það sem hefur farið verst
með mig.
Ég fer ekki mikið en ég er kom-
in með göngugrind og er orðin vön
þannig að ég get farið stundum í
strætó. Ég reyni líka að gera það til
þess að hreyfa mig aðeins. Ég gæti
samt ekki komið hingað með strætó,
því ég get ekki haldið á svona þung-
um vörum.“
Lætur hvern dag líða
Yfirleitt er það að koma í matarút-
hlutun hjá Mæðrastyrksnefnd eini
fasti punkturinn í hverri viku. „Það
er mjög gott að koma hingað. Ég er
svo þakklát af því að þær leggja sitt
af mörkum til þess að láta manni
líða vel. Þær eru svo hlýjar og ynd-
islegar að maður alveg dýrkar þær.“
Hún hefur líka kynnst þessum
konum aðeins. „Einu sinni kom í
ljós að ein sem vinnur hér er hjúkr-
unarfræðingur og var að vinna á
Landakoti á sama tíma og ég. Ég er
náttúrlega sjúkraliði.“
Nú styttist í að Mæðrastyrks-
nefnd fari í sumarfrí og þá þarf Haf-
dís að bjarga sér með öðrum leiðum.
„Ég fer þá kannski í Fjölskylduhjálp.
Ég geri það allajafna ekki heldur læt
þetta duga. En ég geri það örugglega
þegar það lokar hér. Annars á ég
eitthvað í frysti sem ég geymi þar til
ég þarf á því að halda. Annars reyni
ég að horfa ekki fram í tímann held-
ur láta hvern dag líða. Þannig líður
mér ágætlega.“
Hún vill ekki að við birtum mynd af
henni, þar sem hún er enn svolítið
viðkvæm fyrir því að þurfa aðstoð.
„Ennþá. En ég er samt að lagast með
það. Ég var lengi svo sjálfstæð og
ætlaði að bjarga mér sjálf. Svo ég tók
þetta mjög inn á mig.“
Sneri við fyrir utan
„Í fyrsta skipti sem ég ætlaði að
koma gekk ég að húsinu og sneri svo
við. Labbaði í burtu.“ Þá var Mæðra-
styrksnefnd á Sólvallagötu. Hún fór
aldrei þangað. Það var ekki fyrr en
Mæðrastyrksnefnd var flutt í Há-
túnið sem hún treysti sér til þess að
þiggja aðstoð þeirra. „Það hjálpar
mér.“
Sigríður á fjögur börn og tíu
barnabörn. Hér fær hún Svala fyr-
ir barnabörnin og brauð. „Ég get
skrimt af því sem ég hef en ég þoli
engin aukaútgjöld, eins og trygging-
ar af bílnum. Ég er mjög blönk. Bæt-
urnar duga rétt fyrir leigu og spar-
semi, og það sleppur af því að ég
borga lága leigu í Hátúninu. Svo lifi
ég ódýrt, ég fer aldrei út að skemmta
mér, ég kaupi aldrei bjór eða neitt
svoleiðis. En ég passa mig á því að
einangrast ekki með því að heim-
sækja börnin mín.“
Skilningurinn eykst
Hún finnur líka fyrir því að þetta er
ekki eins mikið feimnismál í þjóðfé-
laginu. „Það eru svo margir að lenda
í einhverju. Núna er hægt að tala um
þetta og það er ekki litið eins mikið
niður á mann. Fólk skilur þetta bet-
ur, skilur náungann betur.“
Í Mæðrastyrksnefnd er líka tek-
ið vel á móti henni. „Þetta eru góð-
ar konur. Svo reyni ég líka að spara
svolítið. Ég leyfi mér ekki neitt af því
að ég er að reyna að koma mér upp
varasjóði svo ég eigi fyrir því ef eitt-
hvað kemur upp á, ísskápurinn bil-
ar eða eitthvað. En ég tek alltaf eitt-
hvað af honum, ég þoli ekki mikið.
Bensín og matur hafa hækkað svo
svakalega. En ég vona að vöruverð
fari að lækka þegar evran lækkar.“
Játaði sig sigraða
Þrjú ár eru liðin frá því að Sigríður
fór að venja komur sínar til Mæðra-
styrksnefndar, og þá eftir skilnað. Á
meðan hún var í sambúð var hún
ekki eins illa stödd fjárhagslega. En
hún er búin að vera öryrki í tíu ár,
eftir að hryggurinn gaf sig. Þá var
hún 49 ára, bjó í einbýlishúsi og var
búin að starfa í Búnaðarbankan-
um í 30 ár. Hún var löngu farin að
finna fyrir óþægindum en reyndi að
hunsa þau. „Svo varð ég að játa mig
sigraða. Ég versnaði alltaf og þegar
ekkert er hægt að gera verður maður
að játa sig sigraðan.“
Sært stolt
Sigríður Guðmundsdóttir varð öryrki fyrir tíu árum eftir að hafa starfað í þrjátíu ár
fyrir Búnaðarbankann. Hún sótti fyrst aðstoð til Mæðrastyrksnefndar fyrir þremur
árum eftir að hún skildi við manninn sinn. Þótt það hafi bjargað henni er stoltið
samt sært.
Í fyrsta skipti sem ég ætlaði
að koma gekk ég að
húsinu og sneri svo við.
Labbaði í burtu.
Hafdís Hafsteinsdóttir hefur komið vikulega til Mæðrastyrksnefndar í tvö ár. Hún er
menntaður sjúkraliði en varð öryrki eftir blóðtappa.
Reynir að hugsa ekki fram í tímann
Það er mjög gott að koma
hingað. Ég er svo þakk-
lát af því að þær leggja
sitt af mörkum til þess
að láta manni líða vel.
Þær eru svo hlýjar og
yndislegar að maður
alveg dýrkar þær.
Hafdís Hafsteinsdóttir Ég upplifði mikla höfnun þegar ég hætti að vinna af því að ég er lærður sjúkraliði.
Skjól fátækra Mæðrastyrksnefnd hjálpar þeim
sem þurfa á aðstoð að halda. Þangað geta allir
komið, líka þeir sem Félagsþjónustan telur að séu
ekki hjálparþurfi en sendir í matarúthlutun.
Fyrir úthlutun Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndarinnar
sést hér lengst til hægri að ræða við stöllur sínar. Þær hjálpa allt að 550 einstakling-
um á viku.