Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 50
Hjólið Hleður símann Yfir sumartímann verður reiðhjólið fyrir marga aðal fararskjótinn og þá er vert að benda á þessa sjálfbæru leið til að hlaða farsímann meðan pedalarnir eru stignir. Nokia-fyrirtækið mun setja á markað þetta skemmtilega hleðslutæki seinna á árinu en með 10 mínútna hjólreiðartúr fær síminn hleðslu sem samsvarar 28 mínútna samtali. Hleðslutækinu fylgja stýrisfestingar og kapall til að tengja við símann og ef síminn býr yfir leiðsögukerfi er hér komin skemmtileg lausn til að ferðast um framandi slóðir með sjálfbært rafkerfi! Sú áhersla sem Kínverjar hafa lagt á í framþróun tækni og vísinda undan- farna tvo áratugi hefur meðal annars skilað sér í þróun ofurtölva þar í landi en slíkar tölvur eru notaðar við ýmsa vísindalega og verkfræðilega útreikn- inga, til dæmis við gerð veðurlíkana og í bílahönnun. Evrópubúar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa til þessa átt öflugustu tölvur þessarar gerðar en nú hefur ný kínversk ofurtölva skotist upp í annað sætið samkvæmt síðustu mælingum en á sex mánaða fresti er birtur listi yfir 500 öflugustu tölvur í heiminum. The Dawning Nebulae, eins og tölvan kallast, getur annað 1,27 Peta- floppum (1000 milljón milljón reikni- aðgerðir á sekúndu = 1 Petaflop). Tölvan er þó ekki að öllu leyti kínversk að uppruna því hlutar hennar koma frá fyrirtækjunum Intel og Nvidia en síðar á þessu ári verður vélbúnað- urinn uppfærður með kínverskum íhlutum og örgjörvum en markmiðið er að hún skjótist þá upp í fyrsta sæti listans. Öflugasta tölvan í heiminum í dag, Cray Jaguar, er staðsett í Tenn- essee í Bandaríkjunum og mælist með 1,72 Petaflop. Bandaríkjamenn eru með metnaðarfulla áætlun varð- andi smíði ofurtölva en samkvæmt henni verður búið að smíða þúsund sinnum hraðvirkari tölvu eftir tíu ár. Kínversk ofurtölva í öðru sæti yfir hraðvirkustu tölvur heimsins: Ætla sér fyrsta sÆtið rafbÆkur á einu sniði Auknar vinsældir rafbóka hafa getið af sér nokkur bókarsnið sem ekki eru samhæfð milli þess vélbúnaðar sem í boði er í dag. Þannig er bók sem keypt er á Amazon fyrir Kindle-lestölvuna ekki opnanleg á öðrum lestölvum nema með sérstöku Kindle-forriti. Fram- kvæmdastjóri Penguin-bókaútgáf- unnar sagði í viðtali á dögunum að það væri heitasta ósk fyrirtækisins að fundinn væri opinn og sameiginlegur staðall fyrir rafbækur þannig að almenningur gæti keypt lestölvu án þess að hafa áhyggjur af því hvort tölvan gæti opnað bók frá tilteknu fyrirtæki eða þær bækur sem notandinn ætti þegar í safni sínu. tvÆr milljónir ipad seldar Þrátt fyrir að Apple hafi þurft að fresta sölu iPad-tölvunnar á alþjóðamarkaði hefur fyrirtækið nú selt um tvær milljónir slíkra tölva en aðeins eru tæplega tveir mánuðir síðan iPad kom á markað vestanhafs. iPad kom loks á markað í níu löndum fyrir viku síðan en fleiri lönd bætast síðan við í næsta mánuði. Markaðsfræðingar telja að Bretland og Frakkland verði helstu sölusvæði iPad utan Bandaríkjanna og áætla að á aðra milljón tölva seljist þar fyrir árslok. flaggskip samsung Samsung setti Galaxy S snjallsímann á Evrópumarkað í vikunni en síminn er einn sá flottasti af nýjum símum fyrirtækisins. Galaxy S er búinn 1Ghz örgjörva og keyrir á Android-kerfinu en meðal annarra eiginleika símans er 4 tommu WVGA Super Amoled skjár, GSM/GPRS/EDGE/3G símkerfi, 5 megapixla myndavél, HD-mynd- skeiðsafspilun, Blátönn, WiFi, USB 2 og 8/16GB geymslurými en síminn er einnig með aukarauf fyrir minniskort upp að 32GB. UMSjóN: Páll SVANSSoN, palli@dv.is Það má segja að Android-stýrikerf- ið frá Google hafi nánast yfirtekið snjallsímamarkaðinn undanfarið ár ef litið er framhjá iPhone-kerfi Apple-fyrirtækisins. Android, ólíkt iPhone-stýrikerfinu, er að auki frítt og opið kerfi sem vélbúnaðar- framleiðendur hafa tekið opnum örmum. Google virðist þó aldrei hafa ætlað Android að verða ein- hverskonar valmöguleiki fyrir fis- og smátölvur en fyrirtækið upp- lýsti í vikunni að það myndi koma Chrome OS á markað í haust, stýri- kerfi sem er að stórum hluta byggt á Linux-afbrigðinu Ubuntu, en út- lit og viðmót er síðan fengið frá Chrome-netvafranum. Chrome OS Chrome OS, líkt og Android, verð- ur frítt stýrikerfi, ætlað fis- og smátölvum, en Google mun ríða á vaðið í haust með því að setja á markað eigin tölvu sem keyrir á kerfinu. Chrome OS verður frá- brugðið þeim stýrikerfum sem við þekkjum því Chrome-vafrinn gegnir þar lykilhlutverki í öllum aðgerðum og veflægur hugbún- aður kemur að mestu leyti í stað hefðbundinna forrita. Stærsti höf- uðverkur Google þessa dagana er að finna viðunandi lausn fyrir not- endur til að nálgast hugbúnað fyrir kerfið en samkvæmt heimildum er verið að setja á stofn sérstaka vef- verslun fyrir tilvonandi Chrome OS notendur. Bein samkeppni Ef viðtökur Chrome OS verða góðar hefur Google fest sig rækilega í sessi á stýrikerfamarkaðinum en vinsæld- ir fis- og smátölva eru miklar þessa dagana og flestir ef ekki allir vél- búnaðarframleiðendur horfa nú til vinsælda iPad-tölvunnar frá Apple. Frítt stýrikerfi sem hentaði slíkum tölvum yrði tekið opnum örmum og þar með væri Google komið í beina samkeppni við Microsoft á þessum markaði. palli@dv.is 50 föstudagur 4. júní 2010 Síðla hausts mun Chrome OS koma fram á sjónarsviðið en þetta nýja stýrikerfi frá Google er ætlað fis- og smátölvum sem njóta mikilla vinsælda þessa dagana. CHrome os frá google Crey Jaguar Heldur enn fyrsta sætinu sem hraðvirk- asta ofurtölva heimsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.