Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 31
viðtal 4. júní 2010 Föstudagur 31 S ennilega hefði ég sagt að ég væri ekki svo vit- laus að láta gabba mig í eitthvað svoleiðis,“ segir Óttarr Proppé aðspurð- ur hvað hann hefði sagt við því fyrir ári að hann væri verðandi borgarfulltrúi. Óttarr er einn þeirra sex á lista Besta flokksins sem náðu kjöri í nýafstöðnum sveitarstjórna- kosningum. Það er óhætt að segja að líf Óttars hafi breyst hratt undanfar- ið en hann hefur farið frá því að vera bóksali og tónlistarmaður yfir í að vera leiðandi í meirihlutaviðræðum Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Það er mikið í Óttarr spunnið og þessi kostulegi karakter er meira en sérkennileg hárgreiðsla og glansbux- urnar sem að hann klæðist á sviði með Dr. Spock. Hann er nú kominn á fullt í stjórnmál jafnvel þótt afi hans hafi gefið honum þau heilræði að forðast það eitt í lífinu að gerast frí- múrari og að blanda sér í pólitík. Þó að húmor hafi verið beittasta vopn Besta flokksins er meira sem liggur þar að baki. Hópur fólks sem treyst- ir hvert öðru, fólkinu í landinu og vill breytingar. Voðalega skrítið Það er engum blöðum um það að flétta að stórsigur Besta flokksins í kosningunum var sögulegur. Ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu. En hvernig leið Óttari sjálfum eft- ir þennan frækna sigur. „Þetta var satt að segja voðalega skrítið. Ég hef, kannski blessunarlega, verið laus við það að vera einhver ofsalegur „winn- er“ í gegnum tíðina. Ég er ekkert mik- ið í keppnisskapi. Hljómsveitirnar mínar hafa aldrei verið vinsælar. Þær hafa mesta lagið skotið kollinum upp úr jörðinni annað slagið. Öfugt við kannski Jón (Gnarr) sem hefur átti mjög mikilli velgengni að fagna og reglulega. Ég er í eðli mínu frekar jarðbund- inn þannig að maður var nú búinn að undirbúa sig undir þetta. Stærsta sjokkið var frekar í kringum páskana þegar við áttuðum okkur á því hvað þetta væri mikil alvara. Fólk var að hittast yfir kaffibolla titrandi og spyrj- andi sjálft sig hvað nú. Þá fórum við líka að sjá hverjir í rauninni voru með af meiri alvöru. Sumir drógu sig að- eins til baka en við sem erum svona ofar á listum ákváðum að taka slag- inn. Svo leið þessi tími fram að kosn- ingum í síauknu svefnleysi og meiri vinnu sem svo á endanum vand- ist. Þótt það hefði hljómað ótrú- lega svona fyrir fram kom þetta ekki þannig séð á óvart.“ Jón magnað fyrirbæri Óttarr segir að hann eins og svo marg- ir fleiri hafi orðið fyrir vakingu und- anfarin ár. „Maður hefur vaknað til lífsins um málefni umhverfisins og samfélagsins í þessu fári. Ég segi fyrst í því sem var kallað góðærisfárið sem ég upplifði nú alltaf sem algjört haus- leysi. Stundum leið manni bara af- skaplega illa á Íslandi. Þetta var eins og að vera baksviðs á mikilvægri tísku- sýningu þar sem allir voru titrandi og hlaupandi í allar áttir einhvern veginn án þess að vita hvað þeir voru að gera. Maður var farinn að leitast eftir því að komast til útlanda á nokkurra mán- aða fresti. Ekki bara til þess að gera eitthvað heldur bara til þess að slaka á frá geðveikinni á Íslandi.“ Eftir góðærið kom svo hrunið og loks vandræðagangurinn og stöðn- unin sem því fylgdi. „Þá vakna ég eins og svo margir aðir við þá hugsun að bæði langi mann að hafa einhver áhrif og gera eitthvað gagn og líka að mað- ur megi ekki bara stimpla sig út og treysta á að aðrir geri endilega hlutina fyrir mann.“ Óttarr segir að í fyrstu hafi þetta bara verið hugsun og tilfinning þang- að til Jón Gnarr kom með hugmynd- ina að því að stofna stjórnmálaflokk. „Síðan kemur Jón. Hann er svo magn- að fyrirbæri hann Jón. Hann hugsar alltaf stærra einhvern veginn en all- ir aðrir. Hann var til dæmis farinn að hugsa sjónvarpsþætti þegar allir aðrir voru sáttir við að fá að blaðra í míkra- fóninn í útvarpi. Hann fær þessa hug- mynd að stofna stjórnmálaflokk og út frá þessari speglunarhugsun. Sem sagt að spegla ruglið sem hefur verið í gangi.“ Óttari og fleirum leist vel á hug- myndina en voru dálítið treg til í fyrstu. „Okkur fannst aðferðin svo brjálæðisleg og líka vegna þess að vin- sældir, sérstaklega Jóns, væru þannig að það væru bara miklar líkur á því að þessi flokkur myndi ná einhverju fólki inn og þyrfti að taka á því.“ Engir frímúrarar, engin pólitík Óttarr segist vera af þeirri kynslóð sem búið sé að berja inn í hausinn á að pólitík sé svo erfið og flókin að hún sé einungis fyrir einhverja sérfræð- inga og útvalda. „Ekki bara það held- ur líka að hún sé svo asnaleg og skí- tug að maður ætti hreinlega ekkert að vera snerta á henni.“ Óttarr minnist þá ummæla afa síns sem hafa lengi fylgt honum. „Afi minn, sem var alinn upp fyrir og í kreppunni, sagði einu sinni við mig að það væri tvennt sem að ég ætti virkilega að passa mig á í lífinu. Annars vegar að ganga ekki í frímúrar- ana og hins vegar að láta ekki plata mig í pólitík. Þetta hefur setið svolítið fast í mér.“ En eftir að hafa rætt málin ákvað hópurinn þó að taka slaginn því eins og Óttarr nefndi gat hann ekki beðið lengur eftir því að einhver annar gerði hlutina fyrir hann. „Síðan þá hefur þetta bara verið að þróast dag frá degi og verið mjög gaman.“ En heldur Óttarr að stjórnmála- menn og flokkarnir haldi vísvitandi uppi þeirri mynd að pólitík sé ekki á færi hvers sem er? „Ég held að ein- staklingarnir sem eru í pólitík og í flokkunum upplifi þetta ekki þannig. Maður hefur frekar haft það á tilfinn- ingunni að flokkarnir eða apparötin inn í flokkunum hafi með tímanum orðið sterkari en einstaklingarnir í flokkunum og jafnvel sterkari en þeir sem eru að leiða þá. Þetta er svona hálfgert hauslaust skrímsli.“ Pólitíkin stofnun Óttarr segir pólitík á Íslandi hafa breyst lítið á löngum tíma og í raun staðnað. „Pólitík, uppbygging og þró- un hennar hefur voðalega lítið breyst bara í raun frá stofnun lýðveldisins. Flestir þessara flokka eiga rætur að rekja alveg aftur í kreppuna og þetta hefur verið mjög fast form. Svo eft- ir því sem samfélagið hefur þróast og ríkið orðið stærra hafa svo fleiri þræð- ir tengst þessu apparati.“ Að mati Óttars hafa allir hlutir þá tilhneiginu að stofnanavæðast og það hafi flokkarnir og því pólitíkin fyrir löngu gert. „Sérstaklega ef þeir hafa styrk til þess. Ekki bara ríkisapparöt og fyrirtæki heldur líka bara hljóm- sveitir og minni hópar,“ bætir Óttarr við sem þekkir þá einingu vel. „Hægt og rólega verður viðhald stofnunar- innar mikilvægara en einstaklingarn- ir sem eru inni í henni. Ákveðnir van- ar, ferli og slíkir hlutir taka völdin frá því að fólk sé að taka ákvarðanir með hjartanu eða instant. Það er talað um þetta í viðskiptafræðinni sem hættu- eða stöðnunarmerki. Þessi tími eftir hrunið og sérstak- lega eftir að skýrslan kom út sýnir okkur svo hvað kerfið var allt saman lamað og viðbragðaleysið hefur sýnt okkur að íslensk pólitík er orðin meira og minna að stofnun sem kemst ekki af sporinu.“ Sprengja kerfið upp Fljótlega eftir stofnun Besta flokksins fundu Óttarr og hans fólk að flokk- urinn gæti orðið raunverulegt afl. „Raunverulegt afl til þess að sprengja þetta aðeins upp. Þó að við hefðum ekkert rætt það neitt mikið eða af ein- hverri list í kosningabaráttunni fund- um við það fljótt að fólk fann það að þarna væri komið verkfæri til þess að gera það, sprengja þessa stöðnun upp. Kannski á fasi okkar eða vegna þess að við vorum ný og ótengd.“ Óttarr telur þess vegna mjög mik- ilvægt að Besta flokknum takist vel til. „Eða þessu afli takist vel til. Að við nýtum ekki bara þessi fjögur ár held- ur bara næstu mánuði og næsta árið til þess að breyta þessu kerfi. Okk- ur dreymir um að brjóta upp þessa endalausu baráttu milli valdablokk- anna. En svo lendum við í þeirri stöðu að vera stærsti flokkurinn í Reykja- vík en ekki með hreinan meirihluta. Þannig að við verðum að spila eftir þeim reglum sem til staðar eru.“ Uppvaxtarárin í Hafnarfirði og Bandaríkjunum En hver er Óttarr Proppé? Áður en hann skundaði inn hið pólitíska svið var hann þekktastur sem söngv- ari hinnar goðsagnakenndu hljóm- sveitar Ham. Svo í seinni tíð hinnar skrautlegu rokksveitar Dr. Spock en sviðsframkoma þeirra þykir með ein- dæmum orkumikil og hefur meðal annars verið líkt við náttúruhamfarir. Óttarr hefur migið utan í hinar ýmsu listgreinar en tónlistin og heimur bók- anna hafa lengst af átt hug hans. „Ég er fæddur árið 1968 og uppal- inn í Hafnarfirði og Bandaríkjunum á víxl,“ en foreldrar Óttars voru þar í námi á sínum tíma. „Það var dálítið sérstök upplifun að alast upp á báð- um stöðum. Sérstaklega á þeim tíma, á árinum á milli 70 og 80 og upp úr 80. Þá var munurinn á íslensku og amer- ísku samfélagi mun meiri. Til dæmis var munurinn á skólakerfunum mik- ill,“ en Óttarr segir það ameríska hafa verið stífara og agaðra en það íslenska. „Sérstaklega þegar maður komst á hærri menntunarstig. Kerfið úti var svo mikið stífara gagnvart nemendum sem voru mikið lengur börn þar en hérna heima. Krakkar voru ekki farnir að vinna 13,14 ára eins og hérna. Þau eru varla farin að fara ein yfir götu 16 ára gömul.“ Þá var mikill munur á háskólabæn- um sem Óttarr ólst upp í miðvestur- ríkjunum og svo aftur á móti Hafnar- firði. „Það var mjög verndað umhverfi á meðan frelsið var mun meira hérna heima. Krakkarnir hérna voru bara að þvælast niðri á höfn og í slippnum og svona. Nálægðin við atvinnulífið og bara samfélagið var mun meiri.“ Hark og rokklíferni Það var á menntaskólaárunum sem Óttarr, Sigurjón Kjartansson og fleiri stofnuðu hljómsveitina Ham. „Allt í kringum Ham gerðist mjög hratt. Hljómsveitin var að verða til á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn,“ en forsprakkar Sykurmolanna og Smekkleysu voru í sömu kreðsu og Ham-liðar. Í þessari kreðsu var einnig Jón Gnarr og vinaböndin sem mynd- uðust á þeim árum hafa mörg fylgt Óttari allt til dagsins í dag. „Hálfu ári eftir að við vorum að fikta við að semja lög í kjöllurum í Hafnarfirði vorum við komnir á túr með Sykurmolunum um Þýskaland. Þetta var mikið ævintýri og við vorum kannski nógu kærulausir til þess að átta okkur ekkert á því hvað þetta væri skrítið.“ Óttarr segir þennan tíma hafa verið mikinn skóla. „Þetta var svona í fyrsta skipti sem það opnaðist ein- hver gluggi til útlanda í íslenskri tón- list og við djöfluðumst mikið í því. Við lítinn árangur eins og frægt er en vor- um alltaf voða mikið að vinna með út- lendingum og að spila úti.“ Óttarr segir að þessu hafi fylgt mik- ið hark og rokklíferni. „Það var ótrú- lega gaman en á endanum var þetta farið að taka mikinn toll af mönn- um. Ég segi nú ekki að það hafi verið komnir brestir á milli manna en það var svona pirringur í hópnum og við ákváðum bara að klára þetta með stæl. Við náðum líka að gera það. Lokatón- leikar Ham voru okkar stærstu tón- leikar. Þeir voru svo teknir upp og gefnir út og hápunktur vinsælda Ham var þarna eftir að við hættum.“ Á meðan Ham var starfrækt hafði Óttarr fyrir tilviljun ratað inn í starf bóksala. Hann kunni svo vel við sig í því starfi að hann hefur verið í því síð- an. „Fyrst var þetta bara sumardjobb en svo hef ég bara verið í bókabrans- anum alla tíð síðan.“ Enda sést það vel þegar litið er yfir íbúð Óttars á Lind- argötunni. Þar er bókum skipulega og þétt raðað í hillum upp um alla veggi. Óttarr segist ekki vera bókasafnari heldur lesi hann gríðarlega mikið og þetta sé það sem hafi safnast til hjá honum í gegnum árin. „Svo þegar maður er í bransanum sér maður ein- hvern veginn allt sem er í boði. Núna er aðalverkefnið í innanhússarkitekt- úrnum að takmarka það magn bóka sem ég kem með hérna inn.“ Nándin í Besta flokknum Eftir að Ham hætti hélt Óttarr áfram í tónlistinni um nokkurt skeið. Á end- anum fór áhugi hans að snúast meira að bókabransanum sem og kvik- myndum. Enn Óttarr vann að gerð nokkura heimildamynda og lék eft- irminnilega eitt af aðalhlutverkun- um í myndinni Óskabörn þjóðarinn- ar árið 2000. „Ég hins vegar fann það að ég saknaði tónlistarinnar og hvað hún er instant. Ég verð bara að viður- kenna það að ég fann ekki sömu full- nægingu þegar mynd kom út eftir átta ára basl og þegar það kom út plata eft- ir kannski þriggja mánaða vinnu.“ Óttarr saknaði líka þeirra tengsla sem myndast milli hljómsveitameð- lima. „Strákarnir í Dr. Spock báðu mig um að syngja með sér eitt lag og það dró mig inn í þetta aftur. Þetta er bara of gaman til þess að sleppa því. Þetta er líka svo náin samvinna með fólki. Þegar maður er á sviði með hljóm- sveit er sambandið milli manna næst- um því orðið ósiðlegt að því leytinu til að maður er farinn að finna fyrir hin- um og treysta þeim. Maður einhvern veginn veit hvernig hvernig gítarleik- arinn heldur á gítarnum fyrir aftan mann án þess að líta við og maður veit að trommarinn einhvern veginn fattar það á einhverjum baksvip hjá manni hvort hann eigi að bæta í eða róa sig niður. Þetta líkist kannski helst systkina- eða æskuvinasambandi þar sem menn verða að þekkja það mik- ið inn á hver annan að þeir gjörþekkja og treysta hver öðrum.“ Óttarr segist hafa upplifað svip- að samband innan Besta flokksins. „Þarna eru mjög margir sem hafa í gegnum tíðina unnið saman á þess- um basa. Ekki allir saman en þetta er ákveðið net af þannig samböndum og líka úr bíó- og tökubransanum sem er ekki ósvipaður. Það þurfti ekki að ræða alla hluti til enda eða setja niður á blað heldur fann maður þetta „uns- poken trust“.“ Litli neistinn Að lokum er Óttarr spurður að því hvað borgarfulltrúinn Óttarr Proppé mun helst leggja áherslu á í starfi. „Maður er auðvitað að læra og öðlast nýja reynslu á hverjum degi þannig að maður er ekki með fullmótaðar skoðanir í þessu öllu. En eins og ég nefndi áðan vil ég leggja áherslu á að sprengja þetta nið- urnjörvaða kerfi, þessa stofnun, aðeins upp. Ég er mjög bjartsýnn og ég held að tækifærið sé ekki bara í pólitík held- ur samfélaginu almennt. Að breyta hugsunarhættinum og komast aðeins upp úr hjólförunum. Það er ekki gott að festast í ein- hverjum vana og láta það svo stjórna ferðinni. Það gerðist til dæmis í Reykjavík í kringum 1930 að Thor Jen- sen stofnaði Korpúlfsstaðabúið og fór að framleiða mjólk, hvað skulum við segja, iðnvætt. Aðrir bændur risu þá upp á afturlappirnar og fannst þeim ógnað. Höfðu fram að því haft einok- un á mjólkurframleiðslu og vildu ekki breytingu á þáverandi fyrirkomulagi. Til urðu sérstakar búðir sem hétu mjólkurbúðir og það var eini staður- inn þar sem hægt var að kaupa mjólk. Þetta var kannski eðlilegasta aðgerð- in á þeim tíma en síðan varð þetta bara að norminu og í 50 til 60 ár var ekki hægt að kaupa mjólk neins staðar nema þar. Mestan part þess tímabils var engin raunveruleg ástæða fyrir því að selja hana þar. Ástæðan var sú að svona var þetta og það datt engum í hug að pæla neitt frekar í því. Svo einn daginn er kaupmaður með þessa líka rosalegu sýn, sem virk- ar eins sjálfsagt og það gerist í dag, að vera bara með mjólkurkæli inni í búðinni sinni. Hann berst fyrir því og nokkrum árum seinna voru engar mjólkurbúðir til lengur. Þetta er dæmi um það hvað það er í raun einfalt að festast í einhverju og hvað það þarf oft lítinn neista til þess að breyta því.“ asgeir@dv.is Þetta er dæmi um það hvað það er í raun einfalt að fest- ast í einhverju og hvað það þarf oft lítinn neista til þess að breyta því. Allt á fullu! Óttarr segist vera orðinn vanur svefnleysinu eftir að ferill hans í stjórnmálum hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.