Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 48
48 föstudagur 4. júní 2010 útlit E-labEl í Topshop á íslandi Hönnunarmerkið E-label ætti að vera orðið öllum tískuþyrstum Íslending- um kunnugt. Í hönnun E-label er lögð mikil áhersla á góð snið sem henta flestum konun óháð líkamslögun þeirra. Merkið hefur slegið í gegn á Ís- landi og er að festa rætur víða, meðal annars í Bretlandi. Nú er hægt að nálg- ast línu E-label í Topshop á Íslandi. Merkið hefur verið til sölu í Topshop á Oxford street síðan síðasta haust og að sögn Hebu Hallgrímsdóttur, annars eigenda merkisins, gengur salan þar mjög vel. „Línan selst mjög vel í Top- shop úti. Það voru sex merki tekin inn á sama tíma og við en við erum eina merkið sem var haldið þar inni. Það er rosa samkeppni þarna inni en okk- ur gengur mjög vel þar og línan selst vel. Við verðum þarna áfram meðan svona vel gengur og allir eru ánægðir,“ segir Heba. Eldfjallalína E-label Opnunarpartí var haldið í gærkvöld í Topshop Kringlunni til að fagna komu E-label í búðina. Þar var ný lína sem Harpa Einarsdóttir fatahönnuður hannaði fyrir E-label frumsýnd. Lín- an sem Harpa hannaði heitir Volca- no og er undir áhrifum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Á flíkurnar er stafrænt prentað eftir ljósmyndum af eldgos- inu sem Harpa vann. Línan inniheld- ur tvo kjóla með mismunandi prentun og líka herrabol. Línan verður fáanleg í Top shop Kringlunni og Smáralind og netverslun E-label í enda mánaðarins. „Við verðum með fullt fullt af fínum vörum, bæði Volcano-línuna og sum- arlínuna okkar í Topshop,“ segir Heba. Nýir hönnuðir Ásgrímur Már Friðriksson hefur ver- ið aðalhönnuður E-label hingað til. Hann hefur nú stigið til hliðar og nýir hönnuðir tekið við keflinu. Það eru fatahönnuðurnir Harpa Einarsdóttir sem hefur gert það gott með hönnun sinni og Erna Bergmann. Þær munu hanna næstu haustlínu merkisins. Eygló Lárusdóttir hannar svo vorlínu merkisins ásamt Hörpu. Þetta eru allt reyndir hönnuðir sem hafa gert það gott með eigin hönnun svo gaman verður að fylgjast með afrakstrinum. Útrás Að sögn Hebu er merkið í stöðugri út- rás og eru þær stöllur, Heba og Ásta Kristjánsdóttir, á leið í frekari land- vinninga. „Við erum að skoða einn nýjan markað. Við erum að hugsa um að reyna að fara inn á Þýska- landsmarkað í haust. Það eru alla- vega þrjár stórar verslanir sem við erum að skoða að selja í. Þetta er mjög stór markaður.“ segir Heba en tekur þó fram að þær fari ekki fram í neinu offorsi: „Við erum alltaf að stækka við okkur og færa út kvíarnar en við ger- um það bara hægt og rólega. Bara á okkar hraða. Við verðum náttúrlega að ráða við þetta,“ segir Heba bjartsýn á gott gengi E-label erlendis. viktoria@dv.is Heba Hallgrímsdóttir Annar eigenda E-label. Milliliðalaus verzlun ætlar að setja upp næsta Pop-Up markað á laugardag: Útimarkaður í Sirkusportinu Fjölbreyttur hópur hönnuða tek- ur þátt í Pop-Up að þessu sinni. Ása Ninna hannar fatnað fyrir börn og fullorðna undir merkinu Pardus. Edda Skúladóttir verður að selja áprentaðar silkiflíkur fyrir döm- ur sem hún hannar undir merkinu Fluga. Silja Hrund verður með kven- fatnað frá SHE. Þá verður Elva Dögg með hálsmenin sín en hún verð- ur einnig að selja flíkur undir merk- inu Eccentric Romantic & Elva. Inga Björk sem hefur verið að hanna skartgripi undir merkinu IBA verður einnig með kvenfatnað, handlitaðar hrásilkiflíkur. Nýir polo-bolir frá A.C.Bullion Stöllurnar Íris og Ragnheiður verða líka á Pop-Up með vörur frá Varius, en þær hafa verið að gera skart, fylgi- hluti og heimilisvörur. Fjaðrir, plexí- gler og krummi eru þeirra helsti efni- viður. Þá mun Aaron kynna nýjungar frá A.C.Bullion en hann hannar axla- bönd, töskur og herraskyrtur. Á laug- ardaginn ætlar hann svo að kynna pólóboli sem hann var að hanna fyrir herra. Loks verður Þórey Björk, sem er jafnframt einn af aðstandendum markaðarins, með fylgihluti frá Eight of Hearts. Vetrarlínan hennar verður á útsölu þar sem hún þarf að rýma fyrir nýrri línu sem hún ætlar svo að kynna á næsta Pop-Up markaði sem haldinn verður á Jónsvöku dagana 26. og 27. júní. Munið eftir seðlum Markaðurinn fer fram í Sirkusport- inu hjá Hemma og Valda. Hann hefst klukkan tólf á hádegi og lýkur klukk- an 18. Aðstandendur markaðsins lofa að vera í sumarskapi enda allt- af stuð og stemning á Pop-Up. Þeir vilja samt benda fólki á að taka með sér seðla þar sem engir posar eru á svæðinu. ingibjorg@dv.is Tískubloggið DV mælir með Ynjunet.is. Skemmileg síða þar sem finna má myndir af götutískunni í Reykjavík, skemmtileg viðtöl, tískuumfjallanir, uppskriftir og allt milli himins og jarðar. Urban Outfitters Stráhattar eru heitir í sumar Cameron Diaz með stráhatt Stráhattar í sumar Stráhattar eru það allra heitasta í sumar. Stórir sem smáir, allt dugar, stráið er inn. Þeir geta verið bæði rómantískir og rokkaðir, allt eft- ir stærð, áferð og lit. Margar búðir selja stráhatta um þessar mund- ir og sniðugt er að kíkja í vintage- búðir þar sem hægt er að finna alls kyns útgáfur af stráhöttum. Þeir eru ekki bara flottir heldur verja þeir mann líka fyrir sterkum geisl- um sólarinnar. Vintage-hattur Stórir sem smáir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.