Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 8
8 föstudagur 4. júní 2010 fréttir Kveðjuveisla Ásmundar n Ásmundur Stefánsson, fráfar- andi bankastjóri Landsbankans, lét af störfum fyrir skömmu eftir að hafa stýrt Landsbankan- um á erfiðum tímum frá því í fyrra. Heimild- ir DV herma að Ásmundur hafi ekki látið það ógert að kveðja með pompi og pragt því hann hafi blásið til mikill- ar kveðjuveislu þar sem hvergi var til sparað. Til veislunnar var meðal annars boðið lykilstarfsmönnum Landsbankans og mökum þeirra auk annarra gesta. Herma heimild- ir DV að veisla Ásmundar hafi verið með miklu 2007-sniði og að það hafi komið þeim á óvart sem hana sóttu hversu vel var veitt í henni á krepputímum. Þorvald langar í sparisjóð n Ein af ástæðunum fyrir því að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans Saga Capital á Akur- eyri, mun hafa ráðið þá Guð- mund Ólason og nafna hans Hjaltason, fyrr- verandi starfs- menn Milestone, til bankans er að hann hafi hug á að reyna að eignast Sparisjóð Norð- lendinga. Til stendur að aðskilja sparisjóðinn frá sparisjóðnum Byr sem hann sameinaðist árið 2008 og sameina hann Sparisjóði Dalvík- ur en Byr var tekinn yfir af Fjár- málaeftirlitinu fyrir skömmu. Þeir Milestone-nafnar hafa reynslu af vinnu fyrir sparisjóðina en þeir tóku meðal annars þátt í endurskipu- lagningu sparisjóðsins í Keflavík. Þátttaka þeirra nafna mæltist hins vegar misvel fyrir innan sparisjóðs- ins og var þeim tvímenningunum ýtt til hliðar að lokum út af vafa- samri fortíð sinni. En nú eiga þeir að aðstoða Þorvald Lúðvík við að ná til sín sparisjóðnum fyrir norðan. tengslin við steingrím n Þorvaldur Lúðvík er ótrúlega seigur að ná sínu fram og til að mynda vakti það athygli í fyrra þegar ríkissjóður tók yfir 15 milljarða króna skuld Saga Capital við Seðlabanka Íslands. Með láninu var lífinu haldið í Saga Capital en góð kjör voru á láninu, einungis tvö prósent. Um það var rætt á þeim tíma að tengsl Þorvaldar Lúðvíks við Steingrím J. Sigfússon hefðu átt þátt í að lánið var veitt en Akureyri er í kjördæmi fjármálaráðherrans. Nú velta menn því fyrir sér hvort þessi tengsl við Steingrím muni hugsanlega aðstoða Saga Capital við að eignast Sparisjóð Norðlendinga út úr Byr. BuBBi er margir n Bubbi Morthens tónlistarmað- ur hefur gengið í gegnum marg- ar breytingar á skrautlegum ferli sínum. Ein sú róttækasta er hvernig hann hefur sveiflast frá því að vera farandsöngv- ari verkalýðs- ins, yfir í að vera útrásarpoppari á Range Rover í íslenska góðærinu meðan allir græddu og svo aftur yfir í að vera kyrjandi kreppukarl á búsáhalda- samkomum í miðbæ Reykjavíkur eftir hrunið. Þessir persónuleikar Bubba komu til tals meðal manna í vikunni þegar helgarforsíða DV frá árinu 2007 var rifjuð upp en það kom fram að Bubbi teldi að það væri ekkert að því að græða. Enginn veit því neitt fyrir hvað Bubbi stendur í raun: Er hann auðvaldssinni og málpípa þeirra eða baráttumaður kúgaðrar alþýðu? sandkorn Leigusalinn Tómas Boonchang þurfti að hóta því að siga lögreglu og lög- mönnum á leigjendur sína til að koma þeim út úr leiguíbúð í sinni eigu á Hverfisgötunni. Þegar leigjend- urnir voru loks farnir út komu í ljós stórfelldar skemmdir á íbúðinni, svo miklar að hún er metin fokheld í dag. Leigjendur Tómasar hafa vald- ið skemmdum á öllu innbúinu og þannig skemmt húsgögn og innrétt- ingar. Þá hafa gólfefni verið eyðilögð og veggir. Leigjendurnir höfðu þá ver- ið í íbúðinni í átján mánuði og skiluðu henni af sér nánast fokheldri að sögn Tómasar. Iðnaðarmenn og matsmenn tryggingafélags hafa metið skemmd- irnar og talið er að það kosti að lág- marki þrjár milljónir króna að koma íbúðinni aftur í íbúðarhæft ástand. Tómas veit sjálfur ekki hvað hann á til bragðs að taka þar sem trygging- arnar bæta ekki tjónið. Hann segir hvorki hafa efni á viðgerðum né mála- ferlum gegn leigjendunum. Rosalega óheppinn „Tryggingarnar borga ekkert því þetta eru skemmdir af völdum leigjend- anna. Hún er núna mjög mikið í rúst og rosalega miklar skemmdir. Íbúð- in er alveg fokheld núna og ég á ekki þrjár milljónir til að laga. Þess vegna get ég ekki leigt íbúðina út aftur og tapa meiri peningum á því. Kannski næ ég að gera eitthvað smá til að geta leigt hana út,“ segir Tómas. Aðspurður segir Tómas að leigu- samningur hafi verið útrunninn en að leigjendurnir hafi iðulega komið fram með beiðnir um að vera áfram. Á sama tíma leyfðu þeir leigusalanum ekki að skoða íbúðina. „Það er eigin- lega allt ónýtt og þarf meira að segja að gera nýja veggi. Ég margbað um að fá að koma inn og sjá íbúðina en fékk það aldrei. Ég vildi bara sjá hvort allt væri í lagi. Á endanum sagði ég þeim að ég kæmi með löggu og lögmann með mér og þá fóru þeir út loksins. Ég var rosalega óheppinn með leigjend- ur og mér finnst rosalega ömurlegt að lenda í þessu. Þetta eru erfiðir tím- ar og þetta kostar mjög mikið að laga þetta. Svo kostar líka rosalega mikið að fara með þetta fyrir dóm og þarf ég að safna peningum núna til að fara í mál. Ég er mjög leiður yfir þessu,“ seg- ir Tómas. Kæruleysi algengt Sigurður Helgi Guðjónsson, formað- ur Húseigendafélagsins, er hryggur yfir stöðu Tómasar og segist reglulega heyra slíkar hryllingssögur. Hann bið- ur húseigendur umfram allt að fara varlega og huga fyllilega að rétti sín- um þegar húsnæði er leigt út. „Lög- in um húsaleigasamninga eru í raun mjög góð, ef að menn fara eftir þeim og ganga vel frá öllum tryggingum. Þannig eiga menn ekki að lenda í skakkaföllum. Fjárhagsleg áhætta leigusalans er mjög mikil og því verð- ur viðkomandi að gæta sín vel. Því miður eru margir leigusalar ótrú- lega kærulausir í þessum málum og treysta ókunnugu fólki í blindni,“ seg- ir Sigurður Helgi. „Þá er algengt að maður heyri orð- in „en hann kom svo vel fyrir“. Það er enginn vandi að gæta sinna hags- muna og leigja út með fullum trygg- ingum. Þá er of algengt að fólk bíði of lengi eftir að grunsemdir koma upp að ekki sé allt í lagi hjá leigjendum. Samkvæmt lögum á að skila húsnæði í því ástandi sem það var í og leigusal- inn hefur rétt að leita til dómstóla ef svo er ekki. Því miður koma reglulega upp svona hryllingssögur en því mið- ur er oftast hægt að rekja þær til fyr- irhyggjuleysis. Mér finnst hryllilegt að heyra sögurnar.“ „Við teljum okkur vera með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist og hafa réttan mann grunaðan um verknað- inn,“ segir Jóhannes Jensson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á Suðurnesjum. Þarna á hann við Ellert Sævarsson, 31 árs gamlan íbúa í Reykjanesbæ, sem grunaður er um að hafa banað Hauki Sigurðssyni, íbúa í Sandgerði, í síðsta mánuði. Ellert var handtekinn á heimili sínu að morgni dags 8. maí síðast- liðinn eftir vitnisburði sjónarvotta sem sögðu af ferðum hans alblóð- ugum nærri þeim stað sem Haukur fannst látinn um morguninn. Báð- ir voru þeir á heimleið úr sitthvor- um gleðskapnum þegar þeir hittust á gangi en eftir því sem DV kemst næst þekktu þeir hvorki hvor annan né áttu sökótt við hvor annan. Heimildir eru fyrir því að blaðberar hafi fundið Hauk með mikla áverka á höfði eftir barefli. Vandi Jóhannesar og félaga í rann- sóknardeildinni snýr að því að sé Ell- ert sá seki, sem lögreglan gengur vissulega út frá, þá er hann einn til frá- sagnar af samskiptum mannanna og aðdraganda hins örlagaríka atburðar. Sökum rannsóknarhagsmuna verst Jóhannes fregna af gangi rann- sóknarinnar. Aðspurður staðfestir hann að Ellert sé haldið í einangr- un og aðspurður viðurkennir hann að það tengist því að játning hafi enn ekki komið fram. „Það eru náttúrlega rannsóknarhagsmunir sem ráða því að hann er enn í einangrun og við höfum verið að yfirheyra hann um þetta. Það er ekki óeðlilegt að álykta sem svo að hann er enn í einangr- un þar sem játning liggur ekki fyrir. Hluti málsins er að hann er einn til frásagnar um hvað átti sér stað. Án þess að ég gefi upp hvað hann hafi verið að segja okkur getum við ekki aflétt einangrun á meðan bein játn- ing liggur ekki fyrir,“ segir Jóhannes. trausti@dv.is Á vettvangi Ellert býr steinsnar frá staðnum sem Haukur fannst látinn á. Hann var sofandi á heimili sínu þegar lögreglan handtók hann og hann er enn í eingangrun. Ellert Sævarsson hefur ekki játað á sig manndráp í Reykjanesbæ: Hinn grunaði enn í einangrun Þegar samningi Tómasar Boonchang við leigjendur hans lauk nýverið komu í ljós stórfelldar skemmdir á leiguíbúðinni. Skemmdirnar eru metnar á yfir þrjár milljónir króna og veit hann ekki hvað hann á til bragðs að taka þar sem tryggingarnar bæta ekki tjónið. Tómas segist hvorki hafa efni á viðgerðum né málaferlum. Leigjendur HÖFÐu rústAÐ íbúÐinni TRauSTi HafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég margbað um að fá að koma inn og sjá íbúðina en fékk það aldrei. Kæruleysi Sigurður Helgi heyrir reglulega hryllingssögur leigusala og biður fólk um að tryggja sig fyllilega. Stórskemmd Eins og sjá má er íbúðin nánast fokheld eftir að leigjendur Tóm- asar skemmdu hana gífurlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.