Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 28
LeirskúLptúrar á báti Sýning á list Guðrúnar Halldórs- dóttur verður opnuð hjá Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30, á laugar- dag kl. 14. Á sýningunni gefur að líta leirskúlptúra en yfirskriftin er „Eru ekki allir á sama báti?“. Guðrún nam og starfaði að list sinni í Bandaríkj- unum frá 1990 til 2005. Verk hennar hafa verið valin á fjölda sýninga vítt og breitt um Ameríku, þar sem hún hefur sýnt ein og með öðrum lista- mönnum. Hér heima hefur Guðrún haldið nokkrar einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum. um heLgina moso mongo memory mix Snorri Ásmundsson verður með sýningaropnun í Listasal Mosfellsbæjar á laugardag kl. 14 til 16. Snorri ætlar að koma á óvart og vill ekkert gefa upp hvað hann ætlar að sýna, en sýninguna nefnir hann Moso Mongo Memory Mix. Snorri hefur verið í samræðum við samfélagið, lífið og dauðann í verkum sínum og í þessari sýningu ætlar hann að varpa fram hinni stóru spurningu. Sýningin stendur til 3. júlí. bók um eyja- fjaLLajökuL Bók um Eyjafjallajökul, sem ber einfaldlega nafn jökulsins með undirtitlinum Stórbrotin náttúra, kemur út í dag, föstudag. Höf- undar eru Ragnar Th. Sigurðs- son ljósmyndari og Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur og rithöfundur, og verða þeir í Eymundsson Austurstræti í dag klukkan 11.30 til að kynna og sýna bókina. Bókin er bæði á ensku og íslensku og fjallar um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli, allt frá fyrstu stundu til dagsins í dag. Einnig er vikið að eldvirkni al- mennt á Íslandi og að systureld- fjallinu Kötlu. 28 föstudagur 4. júní 2010 Fimmta árið í röð fara Stofutónleikar Gljúfrasteins fram á sunnudögum í sumar: haLda stofutónLeika hátíð sjóara Hátíðardagskrá í tilefni sjómanna- dagsins á sunnudaginn verður hald- in víða um land um helgina. Þar á meðal er Hátíð hafsins í Reykjavík sem fer reyndar fram bæði á laug- ardag og sunnnudag. Hátíðarhöld með fjölbreyttri dagskrá fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð, þar má nefna fjölbreyttar smiðj- ur eins og módelsmiðjuna, flösku- skeytasmiðju, hnútasmiðju, leiktæki fyrir börnin, siglingar um sundin, nýr og ferskur fiskmarkaður verður opnaður á hátíðinni og fleira. Nánar á hatidhafsins.is og upplýsingar um aðrar hátíðir á landinu má finna á ýmsum vefsíðum sjávarþorpa lands- ins. Fimmta stofutónleikaröð Gljúfra- steins hefst á sunnudaginn, 6. júní. Tónleikarnir hafa undantekningar- lítið verið fjölsóttir síðustu sumur og er dagskrá sumarsins fjölbreytt að vanda. Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tón- listarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagur- keri á því sviði. Tónlistarflutningur og tónleikahald er því afar mikil- vægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem Gljúfrasteinn stefnir að í fram- tíðinni, að sögn umsjónarmanna safnsins. Það eru þau Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran, Kjartan Valde- marsson píanó, Ásgeir Ásgeirsson gítar og Ólafur Stolzenwald kontra- bassi sem ríða á vaðið í tónleika- röð sumarsins 2010 með tónleik- um á sunnudaginn. Þar flytja þau nokkur vel valin lög eftir George Gershwin. Innlifun Dúóinn Stemma spilaði á stofutónleikum Gljúfrasteins í fyrrasumar. ekki með sama metnað og bó „Þetta er svona eins og konseptlista- verk held ég hjá okkur. Kannski með smá íhaldssemi í bland,“ segir Ár- mann um ástæðu þess að allar plöt- ur Ljótu hálfvitanna hingað til bera einfaldlega nafn hljómsveitarinnar. Og ekki bara það heldur eru plötu- umslögin afar lík; öll með teikningu af hljómsveitarmeðlimum framan á og svo nafn bandsins, og þá um leið plötunnar, fyrir ofan myndina. Skýr- asti munurinn er litur bókstafanna. Að þessu sinni er hann grænn, síð- ast var hann blár og þar áður bleikur, hvað svo sem lesa má í það. „Þetta er vinkona okkar sem teiknar myndirnar og okkur lang- ar líka bara að nota þær. Svo verður þetta voðalega flott þegar við erum búnir að gefa út tuttugu plötur. Þá verður þetta afskaplega fallegt safn,“ bætir Ármann við. Svo því sé hald- ið til haga heitir drátthaga vinkonan Tiina Elina Turpeinen. Eins og nafn- ið gefur vísbendingu um er hún af finnskum ættum en Tiina hefur búið hér á landi undanfarin ár. Ekki var ákveðið þegar fyrsta plat- an kom út að hafa þetta svona; hug- myndin kom hins vegar fram þeg- ar önnur platan var í bígerð. „Við þurftum ekkert að ákveða þetta með fyrstu plötuna. Hana bar líka mjög brátt að, við gerðum hana alveg í spreng,“ segir Ármann. „En þegar við fórum að huga að plötu númer tvö komust menn að þeirri niðurstöðu að það væri skemmtilegt að hafa þetta svona. Einhver nefnd sem feng- in var til að meta flottustu og ljótustu plötuumslögin í fyrra var reyndar ekki jafn hrifin. Við komumst ekki á listann hjá henni, hvorki yfir þau fal- legu né ljótu, en við heyrðum af því að einhver í nefndinni á að hafa sagt að plötuumslögin okkar væru við- bjóður,“ segir hann og hlær. Engin stórkostleg breyting Spurður hvort Ljótu hálfvitarnir séu að feta einhverja nýja slóð á nýju plötunni, það er tónlistarlega, segir Ármann það í raun bæði og. „Þetta eru lög eftir okkur eins og á hinum plötunum þannig að það er hefur ekkert stórkostlegt breyst þannig. En við semjum allir, og lögin eru mjög ólík heilt yfir, þannig að allar plöt- urnar bera höfundareinkenni hvers og eins okkar að einhverju leyti.“ Aðalmuninn á eldri plötunum tveimur og þeirri nýju segir Ármann líklega felast í því að annar upptöku- stjóri var á tökkunum. Þetta sinnið var það Flex Árnason í Stúdíói ReFlex en áður voru það Guðmundur Krist- inn Jónsson og Sigurður Guðmunds- son, betur þekktir sem Kiddi og Siggi í Hjálmum. „Við ákváðum að breyta til vegna þess að við töldum það vera hollt og gott fyrir okkur. Við vorum mjög ánægðir með plöturnar sem við gerðum með þeim Hjálmabræðrum, en maður hefur ekki gott af því að gera alltaf sömu hlutina í sama um- hverfi. Síðan unnum við líka eitt lag í fyrra með Flex, lag sem við gerðum fyrir Unicef, og vorum mjög ánægðir með það sem hann gerði þar og okk- ur langaði því að vinna meira með honum.“ Þess má geta að Unicef-lag- ið á plötunni, heitir Hætt´essu væli. Spilað á bjór Sjaldgæft hefur verið að sami mað- ur spili á sama hljóðfærið tvö lög í röð hjá Hálfvitunum. Ármann seg- ir þetta nánast enn vera lensku. „En ég segi kannski ekki að þetta sé sjald- gæft lengur af því að við erum komn- ir með það mörg lög. Það gerist til dæmis alveg að sami maður spili á bassa tvö lög í röð, merkilegt nokk. En þetta er mjög „advanced“ hjá okk- ur á tónleikum hvernig menn rétta hljóðfærin með annarri hendi í átt að einum manni og taka við öðru hljóð- færi með hinni. Þetta var mjög kaót- ískt til að byrja með, en þetta lærist. Þetta verða viðbrögð, svona reflex.“ Hvorki fleiri né færri en níu manns eru í hljómsveitinni. Í sam- bandi við þann fjölda, og hljóðfæra- notkun bandsins, fræðir Ármann blaðamann um orðatiltæki sem orð- ið hefur til hjá Hálfvitunum um með- lim sem ekki spilar á neitt hljóðfæri í tilteknu lagi. Það gerist við og við þar sem ekki er þörf á níu hljóðfærum í hverju einasta lagi. Þá er sagt að við- komandi spili á bjór í laginu, með vísan til þess að hann geti setið slak- ur á hliðarlínunni og vætt kverkarnar á meðan hinir láta tónana óma. „Reyndar er svolítið mótsagna- kennt að eini maðurinn í hljómsveit- inni sem drekkur ekki lendir oftast í þessu. Það er af því að hann spilar ekki á hljóðfæri heldur syngur aðal- lega,“ segir Ármann og hlær. 30 tonna lestarhleri notaður á plötunni Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir gaf á dög- unum út sína þriðju plötu á fjórum árum. Allar heita þær Ljótu hálfvitarnir með teikningu af Ljótu hálfvitunum framan á umslaginu. Einhverjir gætu sagt að það sé ljóti hálfvitaskapurinn að rugla fólk þannig í ríminu. Ármann Guðmundsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, svar- ar hér fyrir þá félaga. Og segir um leið frá bindindismanni bandsins sem spilar oftast á „bjórinn“, gestahlutverki KK og niðurskrúfuðum tónlistarlegum metnað- inum. Ármann Guðmundsson „Einhver í nefnd- inni á að hafa sagt að plötuumslögin okkar væru viðbjóður.“ MYND SIGtrYGGur ArI 6. júní Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Kjartan Valdemarsson, píanó, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, og Ólafur Stolzenwald, kontrabassi 13. júní Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson, alþýðusöngvar 20. júní Sigríður Thorlacius, söngur/ vocals, og Högni Egilsson, gítar/guitar 27. júní Árni Heiðar Karlsson, píanó, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi, og Matthías Hemstock, slagverk 4. júlí Kristinn H. Árnason, gítar 11. júlí Matthías I. Sigurðsson, klarínetta, og  María Arnardóttir, píanó 18. júlí Gunnhildur Daðadóttir, fiðla 25. júlí Davíð Þór Jónsson, píanó 1. ágúst Ólafur Elíasson, píanó 8. ágúst Signý Sæmundsdóttir, sópran, og Þórarinn Sigurbergsson, gítar 15. ágúst Hallveig Rúnarsdóttir, sópr- an, Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópr- an, og Hrönn Þráinsdóttir, píanó 22. ágúst Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó 29. ágúst Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó Aðgangseyrir á alla tónleikana er 1.000 krónur. dagskráin í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.