Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 UMRÆÐA GAMLIR UNGLINGAR Ég upplifði nokkuð sérstakt kvöld fyrir skömmu þar sem ég sinnti gæslustörfum á Sálarballi nokkru. Ég og félagar mínir úr meistaraflokki Aftureldingar í handknattleik sáum um að allt færi vel fram á ballinu sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Eins og ávallt þegar Sálin spilar á dansleik var margt um manninn. Þarna var fólk á öllum aldri. Ungt fólk í kringum tvítugt og fólk um fimmtugt og upp úr. Úrtakið gaf því nokkuð góða mynd af þeirri fánu Íslendinga sem taka þátt í hinu margróm- aða skemmtanalífi. Því lífi fylgir oftar en ekki sú um- ræða að unga fólkið sé sífellt til vand- ræða. Drekki óhóflega, sé ofbeldis- fullt og kunni sig ekki. Mín reynsla af þeim fáu skiptum sem ég hef sinnt gæslustörfum af þessu tagi er hins vegar þveröfug. Líkt og kom í ljós á þessu blessaða Sál- arballi. Það var yfirleitt eldra fólkið, á bilinu 35 til 55, sem var með vesen. Dauðadrukk- ið og dónalegt á meðan ung- viðið einbeitti sér að því að dansa og syngja. Þegar fólk tók að streyma á ballið stóðum við gæslumennirnir í dyrunum til þess að fylgjast með því að fólk færi ekki með sitt eigið áfengi inn. Því ágóðinn á barnum var til styrktar Aftur-eldingu. Ungmennafélagsandinn og allt það. Unga fólkið tók vel í leit okkar og brosti út í annað ef einn og einn bjór fannst hér og þar. Kláraði svo drykkinn sinn fyrir utan án vandræða. Mest áfengi fundum við þó í fórum þess hóps sem ég hef hér áður kallað „eldra fólk“. Margar konurnar stórmóðguðust yfir því að við vildum fá að kíkja í töskur þeirra og svo móðguð- ust þær enn frekar ef við fund- um þar smyglvarning. Það var nefnilega okkur að kenna að þær voru að reyna koma þessu inn á ballið. Einn herra- maður fussaði og sveiaði yfir því að ég gerði upptækt hjá honum áfengi því það væri fá- ránlegt að íþróttafélag væri að græða á áfengissölu. Það má vel vera en var hann í stöðu til þess að rökræða um siðferði? Sem betur fer kom ekki til slagsmála á ballinu góða en það mátti minnstu muna tvívegis. Í bæði skiptin var um miðaldra karl-menn að ræða. Annar þeirra var einmana, feitlaginn en fílhraustur sjóari. Honum leið eitt- hvað illa á sálinni og sá sig því til- neyddan til þess að rífa sig á hlíra- bolinn og hóta öllum ballgestum ofbeldi. Eitthvað lítill í sér karlkvöl- in. Ég ráðlagði félögum mínum í „gæslunni“ að láta manninn eiga sig og leyfa vinum hans að settla málin. Sem þeim tókst svo á endanum. Hitt atvikið átti sér stað þegar mjög ölvaður maður var hættur að geta greitt fyrir drykki sína á barn- um. Það var búið að loka og verið að rýma húsið og hann reyndi hvað hann gat til að setja úrið sitt í pant. Hann skildi bara ekki að það gengi ekki upp en hann var staðráðinn í því að slá lán hjá íþróttafé- laginu. Þegar hann fékk svo ekki drykkinn afhentan og var beðinn um að yfirgefa húsið gekk hann af göflunum. Reyndi að slá til mín og fleiri gæslumanna sem færðu sig lipurlega (edrú) frá svifaseinum höggum hans (ofurölvi). Ætli honum hafi ekki liðið eitthvað illa á sál- inni líka. Enn einn maður í kring-um fertugt gekk síðan svo hratt um gleðinnar dyr að hann ældi yfir sig allan og sofnaði svo notalega í hlýrri ælunni. Hún var ekki jafnhlý þegar ég vakti hann. Ég heyrði svo af enn einum sem sá sig tilneyddan til að hafa hægðir á karlaklósettinu standandi. Mjög eðlilegt. Þótt þetta ball hafi ver-ið unga fólkið 1, eldra fólkið 0, þá er þetta auðvitað ekkert algilt. Þar sem er óhófleg drykkja, þar er vesen. Mín reynsla er einfaldlega sú að eldra fólk á það frekar til að drekka illa, verða hundleiðinlegt og dónalegt með því. Svo þegar fram líða stundir breytist unga fólkið líka í dauðadrukkið og hundleiðinlegt lið. Er áfengi ekki frábært? ÁSGEIR JÓNSSON skrifar HELGARPISTILL Mig minnir fastlega að ég hafi lagst nokkuð eindregið gegn því að fólk kysi Besta flokkinn í kosningunum til borgarstjórnar Reykjavíkur um síðustu helgi. Ég var ekki allsendis sáttur við hvernig framboð flokks- ins þróaðist – frá því sem virtist vera tært og beinskeytt grín og háðsádeila gegn spillingu og moðhugsun stjórn- málamanna yfir í einhvers konar allt- umlykjandi nýsköpunarafl, án þess að nokkuð lægi í rauninni fyrir um í hvaða átt það afl stefni. Að kjósa flokk með enga stefnu, nei, ég treysti mér ekki til þess. Rúmlega þriðjungur kjósenda hafði hins vegar engar áhyggj- ur af stefnuleysi Besta flokksins og hann er nú stærsta stjórnmálaaflið í Reykjavík. Og ég verð að segja að framganga Besta flokksins þá viku sem liðin er frá kosningum lofar satt að segja bara mjög góðu um hvern- ig hann muni standa. Auðvitað er rétt að hafa alla venjulega fyrirvara um að enginn muni náttúrlega geta dæmt frammistöðu hans fyrr en á hinn raunverulega hólm er komið, en hingað til hafa Jón Gnarr og menn hans farið fram af bæði ábyrgð og al- vöru, án þess að glata húmornum. Því lofar Besti flokkurinn bara góðu, reyndar er óhætt að segja að hann hefur komið mér þægilega á óvart. HVE ÁTAKANLEGA VONDUR HANN ER, ÞESSI FLOKKUR Einna hissastur er ég samt á því hve gott pólitískt nef Jón Gnarr og félag- ar reynast hafa haft. Í Silfri Egils á sunnudaginn var fór Hanna Birna Kristjánsdóttir á kostum, var blíð og góð og umburðarlynd og víðsýn og ekkert að ráði tapsár virtist vera, heldur bauð Besta flokknum faðm sinn í einhvers konar alltumlykjandi samvinnu, ef ekki beinlínis formlegt meirihlutasamstarf. Á sama tíma var Degi B. Eggerts- syni augsýnilega nokkuð brugðið og virtist alveg viss um hver ættu að vera hans næstu skref. Í ljósi þessa kom ýmsum á óvart þegar Besti flokkurinn hóf strax dag- inn eftir býsna hefðbundnar meiri- hlutaviðræður við Samfylkingu, jafnvel þó þær væru í anda grínsins (sem Besti flokkurinn ætlar sem bet- ur fer ekki að kasta fyrir róða) kallað- ar „leynifundir“. Það virtist næstum lúalegt af Jóni Gnarr og þeim félög- um að vísa svo eindregið á bug blíð- hótum Hönnu Birnu. En í gær kom sem sagt í ljós að Besti flokkurinn vissi sínu viti. Það hefði verið í meira lagi óþægilegt og vandræðalegt fyrir Besta flokkinn ef hann hefði setið á opinberum „leyni- fundum“ með Hönnu Birnu sama dag og kom svo berlega í ljós, Snati minn, hve átakanlega vondur hann er, þessi flokkur … Sjálfstæðisflokk- urinn. Fréttirnar um að yfirvofandi hafi verið 37 prósenta hækkanir á gjald- skrá heita vatnsins hjá Orkuveit- unni voru áreiðanlega eins og blaut tuska framan í kjósendur Sjálfstæð- isflokksins, sem höfðu látið blekkj- ast í kosningabaráttunni af fagurgala Hönnu Birnu um „engar skatta- hækkanir“ – því hvað er 37 prósenta gjaldskrárhækkun annað en skatta- hækkun í öðru formi? ER VIRKILEGA ÆTLAST TIL AÐ VIÐ TRÚUM? Og ekki nóg með það – sjálfstæðis- menn í Orkuveitunni höfðu í félagi við framsóknarmenn og stjórnend- ur þessa undarlega fyrirtækis greini- lega sameinast um að halda þessari staðreynd leyndri fram yfir kosning- ar. Það verður að minnsta kosti engin önnur ályktun dregin af því hvernig að málum var staðið. Fulltrúi Sam- fylkingar í stjórn Orkuveitunnar lagði fram fyrirspurn um málið í janúar, en það á að hafa tekið menn rúma fjóra mánuði að reikna út gjaldskrár- hækkunina væntanlegu! Sem er auðvitað bull. Því er sú niðurstaða óhjákvæmileg, að verið væri að blekkja kjósendur í Reykja- vík til að halda að allt væri í fínu lagi í borginni og Orkuveitunni undir stjórn sjálfstæðismanna. Og fram- sóknarmanna, við skulum ekki gleyma því. En mikil var sú ósvífni Hönnu Birnu að stökkva fram seinni partinn í gær, og láta eins og hún væri sár- hneyksluð á fyrirhuguðum hækkun- um stjórnar Orkuveitunnar. Og hefði ekkert af þeim vitað. Til hvers er svoleiðis blekkingar- leikur? Er virkilega ætlast til að við trúum því? Eða er þetta bara þáttur í hinum hefðbundnu lygaflækjum gamaldags stjórnmálamanna? „Ég veit að þú lýgur. Þú veist að ég veit það. En ef þú viðurkennir það samt ekki, þá skal ég samt láta þig meira og minna í friði. Því næst þarf ég kannski á því að halda að þú sleppir mér með einhverja augljósa lygi.“ TÆKIFÆRIÐ VERÐI NÝTT Í sambandi við Orkuveituna ætti reyndar að halda einu til haga. Strax og þetta hneyksli um gjaldskrár- hækkunina kom fram í dagsljósið og beindi athyglinni að óráðsíunni og ruglinu sem einkennt hefur málefni OR undanfarið, þá byrjaði söngurinn um að „allir flokkar væru sekir“ um þá óráðsíu, það væri „sama rassgat- ið undir þeim öllum“ o.s.frv. En þetta er vitleysa, sem talsmenn hina seku brúka til að reyna að beina athygl- inni frá sér. Sannleikurinn er sá að það eru sjálfstæðismenn og framsóknar- menn sem hafa gert Orkuveitu Reykjavíkur að dótakassa sínum undanfarin ár, og gert þetta mikil- væga þjónustufyrirtæki Reykjavíkur að herfangi fyrir sína spilltu stjórn- málamenn. Aðrir flokkar koma þar ekki eða varla nærri. Því þarf að tryggja að nú verði dyggilega lýst inn í hvert skúmaskot Orkuveitunn- ar – og öll sú saga sögð hvernig þetta öfluga fyrirtæki hefur verið gert að bónbjargarmanni sem riðar til falls, aðeins fáeinum árum eftir að það virtist óhagganlegt. Sigur Besta flokksins í Reykjavík veitir, hvað sem öðru líður, margvís- leg tækifæri til að hugsa upp á nýtt allskonar mál sem hafa trénast og staðnað í höndum flokkanna (sumra eða allra, eftir atvikum). Og einna kærkomnast er það tækifæri í sam- bandi við Orkuveituna, og ég lýsi hér með þeirri frómu ósk að þetta besta tækifæri sem okkur mun bjóðast í háa herrans tíð verði notað til hins ýtrasta. Og engum ormi leyft að kúra sig lengur undir steini. BESTA TÆKIFÆRIÐ TRÉSMIÐJA ILLUGA Ég veit að þú lýgur. Þú veist að ég veit það. Óskin um 37 prósenta gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar veitir innsýn í hvernig OR hefur verið leikin undir stjórn sjálfstæðis- manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.