Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 25
„Ég held að hann verði öðruvísi borgarstjóri. Öðruvísi er alltaf gott.“ ANGELA ÁRNADÓTTIR 22 ÁRA SÖNGNEMI „Mjög líklega, já. Ég myndi trúa því.“ BJÖRN HLYNUR PÉTURSSON 23 ÁRA NEMI „Já, ég hef mjög mikla trú á honum.“ STEFÁN ÖRN EINARSSON 21 ÁRS NEMI „Já, ég hef trú á því.“ KRISTJÁN BERGMANN 24 ÁRA NEMI „Hann verður alveg toppurinn. Þetta verður grín og gaman.“ HEIÐA HRÖNN JÓHANNSDÓTTIR 20 ÁRA NEMI VERÐUR JÓN GNARR GÓÐUR BORGARSTJÓRI? DR. GUNNI er eins og alltaf dómari og spurningahöfundur í Popppunkti en þeir gífurlega vinsælu þættir hefjast aftur á laugardaginn. Þá mætast HLH og KK bandið. LANGAR AÐ SJÁ BÍTLANA Á SVIÐI Í Hvítu bókinni lýsir Einar Már því þegar hann sá 10 ára sígaunastrák drepa í sígarettu og fá sér svo sopa af heitri mjólk úr brjósti móður sinnar. Fyrsta hugsunin sem flaug í gegn- um huga Einars var: „Er rithöfund- ur hérna? – Sá þetta einhver ann- ar?“ Rithöfundar munu alltaf vera að safna svona augnablikum. Ég hef aldrei skrifað leikrit en ef ég myndi gera slíkt, þá myndi ég skrifa leikrit um Vilhjálm Þór Vilhjálmsson fyrr- verandi borgarfulltrúa. Það er eins og hann hafi stokkið út úr óbirtu „stykki“ eftir nafna sinn Shake- speare. Ég geri ráð fyrir því að leik- skáld þjóðarinnar hafi fyrir löngu komið auga á hið dramatíska í fari „gamla, góða Villa“ eins og hann er kallaður því þjóðin öll hefur fylgst með honum en ekki bara nokkrir farþegar í lestarvagni eins og í dæmi Einars og sígaunastráksins með síg- arettuna. Fylgifiskur hirðarinnar Vilhjálmur er nefnilega maður númer tvö. Maður númer tvö sem þráir ekkert annað en að vera núm- er eitt. Fylgifiskur hirðarinnar sem þráir ekkert heitar en að komast inn í klíkuna. Þetta eitt er nógur efniviður fyrir flott drama, en bíð- ið við. Veruleikinn er dramatískari en allt það sem færustu leikskáld gætu skáldað. Ef ferill Vilhjálms er skoðaður skýrist málið enn frekar. Vilhjálmur Þór hefur verið viðloð- andi borgarmálin lengur en elstu menn muna, inngróinn í Sjálfstæð- isfélag Reykjavíkur og öllum hnút- um kunnugur og þá meina ég öllum hnútum. Hann var einn af fylgispök- ustu jábræðrum Davíðs Oddssonar. Þegar Davíð var borgarstjóri var Villi númer tvö. Þegar Davíð hætti, þá treysti foringinn honum ekki fyrir oddvitasætinu og upp var dubbaður Markús Örn Antonsson. Bak við þil beið Villi með blæðandi hjarta. Ekki dugði Markús því allt stefndi í stór- sigur R-listans sem þá var og hét. Náð var í Árna nokkurn Sigfússon og honum stillt upp á móti hinum hvæsandi Galluptölum sem virtust ætla að rífa Sjálfstæðisflokkinn á hol. Foringinn treysti Villa ekki frek- ar en fyrri daginn. Tómum augum horfði Villi á kött ganga kæruleysis- lega innan um órólegar endur fyrir utan Iðnó. Vindarnir snúast Allt kom fyrir ekki. R-listinn rústaði þessu og hið óskaplega gerðist. Sjálf- stæðisflokkurinn „tapaði“ borginni. Nú þurfti að velja oddvita til að stýra minnihlutanum í borgarstjórn. Villi taldist líklegastur enda maður núm- er tvö og tveir misheppnaðir oddvit- ar búnir að reyna sig og mistakast. En aftur var gengið framhjá Villa. Inga Jóna Þórðardóttir var valin oddviti. Villi litli var alltaf númer tvö. Svo leið og beið. R-listinn gekk bara bærilega og stýrði borginni af röggsemi eftir því sem best verð- ur séð. Svo fyrir einhvern fléttuleik örlaganna sprakk R-listinn í háaloft og kosningar lágu fyrir. Nú var allt til reiðu fyrir Villa. Davíð Oddsson kominn í Seðlabankann og Haarde skipti sér lítið af borgarmálum. Eft- ir snarpa prófkjörsbaráttu við Gísla Martein (sem fjármögnuð var meira og minna af Baugi) varð maður númer tvö skyndilega maður núm- er eitt. Ekki sá eini Til að gera langa sögu stutta þá vann Villi kosningarnar og borgina fyrir flokkinn sinn og varð borgarstjóri. – Loksins. Þar sem hann þekkti hvernig flokkurinn hugsaði og í von um að styrkja stöðu sína sem mað- ur númer eitt, reyndi Villi að einka- væða Orkuveitu Reykjavíkur eins og stóru strákarnir á Alþingi sem ætl- uðu að einkavæða Landsvirkjun. Þetta sprakk með þvílíkum ósköp- um að ekki sér enn fyrir endann á þessari atburðarás. Þetta er sagan um manninn sem alltaf var núm- er tvö og þegar hann fékk tækifæri á því að sanna sig brást hann með bravúr. Fyrirlitinn af eigin flokks- mönnum og fæð lögð á hann af íbúum Reykjavíkur. Á þriðjudag- inn hætti Villi afskiptum af borgar- málunum og það er vel. Það eina sem Villi skilur eftir sig er þó brjóst- mynd á veggnum í Ráðhúsinu. Ann- að er þess efnis að hvíslað er um það innan steypugrárra veggjanna úti í Tjörninni. Villi er þó ekki eini dramatíski stjórnmálamaðurinn á Íslandi. Annað dæmi er af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem breyttist í manninn sem hann sjálfur fyrirleit sem ungur maður. Maður númer tvö UMRÆÐA 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR 25 MYNDIN Hver er maðurinn? „Gunnar Lárus Hjálmarsson, kallaður Dr. Gunni. “ Hvar ertu uppalinn? „Á Álfhólsvegi í Kópavogi. Flutti að heiman upp úr tvítugu og hef búið í Reykjavík síðan, í 101 og 107.“ Hver er þín fyrsta minning sem tengist tónlist? „Ég man skýrt eftir laginu Raindrops keep falling on my head úr útvarpinu á sama tíma og ég gróf upp Matchbox-bíl úr blómabeði (líklega gráan Jagúar með opnanlegu húddi).“ Hvað drífur þig áfram? „Eitthvert undarlegt sambland af maníu og leti, sjálfsöryggi og feimni. Samt aðallega sú hugsun að ég sé ekkert verri en aðrir!“ Hvert ætlarðu í frí í sumar? „Út um allt innanlands! Vestur, norður, austur og vonandi Fimmvörðuháls í þriðja sinn. Langar líka til að hjóla eitthvað almennilegt, allavega Hvalfjörðinn og kannski til Akureyrar.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Ég ætla nú bara að vera það hallærisleg- ur að segja sushi, en annars er eiginlega flest æðislega gott. Til dæmis líbanskur fingramatur.“ Hvernig hafa tökur gengið á Popppunkti? „Óaðfinnanlega og eins og smjör á ristabrauði.“ Er þetta alltaf jafngaman? „Já, því við erum alltaf með nýtt fólk í keppninni á hverri önn.“ Hvaða nýjungar verða í ár? „Það er nokkrar nýjungar. Ég bið áhorfendur sérstaklega að gefa keppnisliðnum „Rokk-kastinu“ gaum, en í þeim lið eiga keppendur að henda sjónvarpi út um hótelglugga.“ Ferðu ekkert að verða uppiskroppa með spurningar? „Nei, ég held bara svei mér þá ekki. Þetta er botnlaus brunnur.“ Hvaða hljómsveit eða tónlistar- mann, lifandi eða dauðan, myndi þig langa til að sjá á sviði? „Að sjálfsögðu bestu hljómsveit allra tíma, Bítlana. Ég hef séð Paul sem var magnað og ætli maður verði ekki að reyna að sjá Ringo næst, fyrst hinir tveir voru að flýta sér svona í burtu.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Vilhjálmur er nefni- lega maður númer tvö. Maður númer tvö sem þráir ekkert annað en að vera númer eitt.“ Ófeiminn borgarstjóri Jón Gnarr, sem að líkindum verður borgarstjóri í Reykjavík innan fárra daga, kom fram á tískusýningu Hjálpræðishersins á Austurvelli í gær, fimmtu- dag. Jón tók sig vel út, eins og glöggt má sjá. MYND RÓBERT REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.