Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 52
52 föstudagur 4. júní 2010
Umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is
Brassar aldrei unnið heima
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur verið haldið átján sinnum en það nítjánda hefst 11. júní
í suður-afríku. aðeins sjö þjóðir hafa unnið þá átján titla sem hafa boðist, Brasilía oftast allra
eða fimm sinnum. það sem Brössum mistókst var þó að vinna keppnina þegar hún var haldin á
heimavelli þeirra árið 1950. þeir töpuðu þá í úrslitaleiknum gegn Úrúgvæ. allar hinar þjóðirn-
ar sem hafa unnið Hm, Ítalía, þýskaland, argentína, Úrúgvæ, Frakkland og England, hafa unnið
keppnina á heimavelli. Frakkar og Englendingar hafa aðeins unnið keppnina einu sinni hvor þjóð
en það gerðu Frakkar 1998 í Frakklandi og Englendingar 1966 á Englandi. Brasilía fær tækifæri til
að bæta úr þessu eftir fjögur ár þegar keppnin fer fram í Brasilíu í annað skiptið.
hmsTAÐREYND
hm í fótBolta
Enska landsliðið kvaddi England
á fimmtudaginn þegar það steig
upp í flugvél og hélt til Suður-Afr-
íku. Heimsmeistaramótið hefst
næstkomandi föstudag en Eng-
land hefur leik degi seinna þegar
það mætir Bandaríkjunum. Mik-
il bjartsýni ríkir í Englandi enda
langt síðan enska landsliðinu hef-
ur gengið jafnvel. Það valtaði yfir
undanriðil sinn og tapaði aðeins
einum leik en halda verður því til
haga að sterkustu liðin í riðlinum
voru Króatía og Úkraína. Hægt er
að færa rök fyrir því að ekkert lið í
keppninni sitji undir meiri pressu,
bæði frá fólkinu og þá sérstaklega
grjóthörðum og oft ósanngjörnum
fjölmiðlum. Ljóst er þó að England
á séns í titilinn að þessu sinni en
þá verður flest allt að ganga upp.
Fimm miðverðir
í hópnum
Fabio Capello tilkynnti 23 manna
leikmannahóp sinn 1. júní en
eftirvænting var gríðarleg. Fjöl-
miðlaumfjöllunin var engu öðru
lík og voru miðlar á borð við The
Sun með beina textalýsingu þrem-
ur tímum fyrir að hópurinn var
opinberaður þar sem spekúlerað
var hverjir færu til Suður-Afríku. Á
endanum voru 23 valdir þar sem
mest kom á óvart að enginn Theo
Walcott var valinn. Fabio Capello
ákvað frekar að treysta á Aaron
Lennon á hægri kantinn sem hef-
ur verið meiddur undanfarið. Þá
var Gareth Barry einnig valinn en
hann hefur verið mikið meiddur
og er óvíst hvort hann verði klár í
fyrsta leik.
Capello tók átta varnarmenn
með á HM en þar af eru ekki tveir
í hverja stöðu. Ítalinn skeleggi tók
fimm miðverði með, tvo vinstri
bakverði og einn hægri bakvörð.
Því ætti Glen Johnson að spila
meira og minna alla leiki liðsins
en Jamie Carragher hefur svo sem
einnig leyst þá stöðu fyrir Liver-
pool. Markvarðarstaðan er enn
opin og verður í meira lagi spenn-
andi að sjá hvað Capello gerir.
Hann getur valið langbesta enska
markvörð deildarinnar í ár, Joe
Hart hjá Birmingham, en hann
er reynslulaus. Hann getur tipp-
að á reynsluna og sett David Jam-
es í markið en hann er að nálgast
fertugt. Þá er aðeins eftir Robert
Green sem stóð stig ágætlega í vet-
ur, hefur spilað flesta landsleiki
Englands að undanförnu og hef-
ur því ágæta reynslu. Veðbankar
tippa á Green í markið þó margir
spekingar á Englandi vilji sjá Hart
fá eldskírn sína.
Capello eins
og Ferguson
„Ég vil bara vinna öll lið sem við
mætum, komast í úrslitin og vinna
þann leik líka,“ segir Rio Ferdin-
and, fyrirliði enska landsliðsins.
„Við erum ekki hræddir við neitt.
Það er bara frábært að vita til þess
að þú ert einn af bestu leikmönn-
um þinnar þjóðar og þú ert að fara
spila við bestu leikmenn heims.
Það eitt er afrek í sjálfu sér,“ seg-
ir Rio Ferdinand sem gefur Fabio
Capello góð meðmæli.
„Stjórinn er opinn. Hann hlust-
ar alltaf á það sem maður hefur að
segja þótt hann fari ekkert endilega
eftir því. Hann er sinn eigin herra
og vinnur eftir sinni sannfæringu,
alveg eins og Alex Ferguson.“
Ferndinand tók við fyrirliða-
bandinu fyrr á árinu þegar Capello
tók það af John Terry eftir að upp
komst um framhjáhald hans með
kærustu fyrrverandi liðsfélaga
síns. „Að vera fyrirliði mun ekki
breyta því hvernig ég hegða mér
innan sem utan vallar. Ef það er
eitthvað sem þarf að segja mun ég
gera það í búningsklefanum. Það
er nokkuð sem ég hef alltaf gert.
Þetta er skylda sem ég hef sinnt
hjá félaginu mínu og það er allt-
af heiður. Ég verð stoltur maður
þegar ég leiði þjóð mína út í fyrsta
leikinn á HM,“ segir Rio Ferdin-
and.
tómas þór þórðarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Fá landslið á HM sitja undir meiri pressu en það enska. Fjölmiðlarnir og fólkið krefjast árangurs, ekki síst
þar sem liðið hefur leikið mjög vel undanfarin tvö ár undir stjórn Fabios Capello. Krafan er einföld, að
endurheimta titilinn sem liðið vann síðast árið 1966.
Með þjóðina
á bakinu
aðalmennirnir Fabio
Capello hefur gert frábæra hluti með
Englandi hingað til með rooney sem
sinn aðalmann. myndir aFp
meiddur en hjálpar til
David Beckham spilar ekki í sinni fjórðu
keppni vegna meiðsla. Hann er aftur á
móti sérstakur aðstoðarmaður liðsins.
Ég vil bara vinna öll
lið sem við mæt-
um, komast í
úrslitin og vinna
þann leik líka.
mikil áByrgð hvílir á
þessum herramönnum
Englendingar eru bjartsýnir fyrir Hm
og vilja titilinn heim.