Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 2
2 fréttir 15. október 2010 Föstudagur Jón Ásgeir vildi reka blaðamann n Jón Ásgeir Jóhannesson krafð- ist þess að ungur blaðamaður yrði umsvifalaust rekinn af Fréttablað- inu fyrir að gera grín að honum. Jón Kaldal ritstjóri tók til varna. Blaðamaðurinn er enn í vinnu á Fréttablað- inu en Jón Kaldal var rekinn. Ari Edwald, forstjóri 365, kannast ekki við að reka hafi átt blaðamanninn og bendir á að hann sé enn að störfum. Jón Kaldal staðfestir að tölvupóstar, sem DV hefur undir höndum, hafi gengið milli sín, Ara og Jóns Ásgeirs fyrir liðlega ári. Í tölvupósti Jóns Ásgeir segir meðal annars: „Óska eftir því að þessi starfsmaður verði látinn fara nú þegar hann verður ekki í mínum húsum. Hann getur verið sniðugur og búið sjálfur til fréttir hvar sem hann vill og hæðst af mér eins og hann vill, en að ég ætli að borga honum laun fyrir það no way.“ logi svikinn í Þýskalandi n Logi Geirsson handboltamaður segir frá því í nýútkominni bók sinni, að hann hafi orðið fyrir barðinu á fjársvikara í Þýskalandi. Logi veitti honum fullt umboð yfir fjár- málum sínum og sá keypti 9 íbúðir í nafni Loga án þess að hann vissi nokkuð um það. Loga var brugð- ið eftir fund með lögfræðingi þegar hann komst að því að hann ætti alls 16 íbúðir í Þýskalandi. Kaupin voru fjármögnuð með 100 prósent lánum í þýsk- um bönkum. „Þá rann endanlega upp fyrir mér að ég hefði verið tekinn í óæðri endann,“ segir Logi. Hann vill vara aðra íþróttamenn, sem munu feta í fótspor hans, við því að alls staðar eru svikahrappar sem reyna að hafa pening af fólki. lentu Á svörtum lista n Starfsmenn Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna sendu öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum í land- inu upplýsingar um þá einstaklinga sem leituðu til stofnunarinnar á ár- unum fyrir hrunið, samkvæmt heimildum DV innan úr banka- kerfinu. Upplýsingarnar um fjárhagsstöðu viðskiptavinanna voru svo notaðar gegn þeim í einhverjum tilfellum. Núverandi umboðsmaður skuldara, Ásta Sigrún Helgadóttir, var for- stöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna frá árinu 2003 þar til hún tók við embætti umboðsmanns í sumar. Embætti umboðsmanns skuldara var í reynd stofnað á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna og hefur sams konar markmið. Fyrrverandi starfsmaður Kaupþings og Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að á hverjum föstudegi, í lok vikunnar, hafi bönkum og sparisjóðum borist fax frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna með kennitölum og upplýsingum um þá einstakl- inga sem leituðu sér aðstoðar hjá stofnuninni þá vikuna. Bankastarfsmað- urinn fyrrverandi tók á móti og vann með þessar uppplýsingar. 2 3 1 n XXXX MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 11. – 12. OKTÓBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 117. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 VILDI REKA BLAÐA MANN AFSKIPTI JÓNS ÁSGEIRS AF RITSTJÓRN: Atli Fannar Grínaðist með Jón Ásgeir. Ingibjörg Pálmadóttir Sammála um að reka blaðamanninn. Ari Edwald Lofaði að láta Atla Fannar fara. Jón Kaldal Neitaði að hlýða eigandanum. TÖLVU- PÓSTAR n GERÐI GRÍN AÐ EIGANDANUM n RITSTJÓRINN FÉKK PÓST FRÁ JÓNI ÁSGEIRI n „HANN VERÐUR EKKI Í MÍNUM HÚSUM“ n ARI EDWALD: „HANN FER, ÞAÐ ER KLÁRT“ n JÓN KALDAL NEITAÐI AÐ HLÝÐA n VAR SJÁLFUR REKINN FRÉTTIR 2–3 STJÓRNARLIÐAR VILJA AUKA ÞORSKKVÓTA n KVÓTINN VERÐI SELDUR Á MARKAÐI Reyndi að kaupa banka fyrir slikk n ÆTLAÐI AÐ VERÐA STJÓRNARFORMAÐUR FRÉTTIR 8 FORMAÐUR GEKK AÐ EIGA MANNFRÆÐING LÍFSSTÍLL 22–23 FÓKUS 20 YOKO FÆR BESTU NAGLA- DEKKIN NEYTENDUR 14–15 HEILBRIGÐISMÁL: VERIÐ AÐ LEGGJA BYGGÐ- INA AF TÓKU 96 MILLJÓN- IR Í ARÐ VINIR BJÖRGÓLFS: FRÉTTIR 8 FRÉTTIR 12–13 BLEKKTur AF SVIKA- HrAPPI HANDBOLTAHETJAN LOGI GEIRSSON: miðvikudagur og fimmtudagur 13. – 14. október 2010 dagblaðið vísir 118. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 n „mér líður eins og ég sé fastur í bíómynd“ n var að kePPa Á Hm Þegar svikaHraPP- urinn Hringdi n er búinn að borga 15 millJónir n Átti 16 íbúðir Án Þess að vita Það n „stórkostlega gerð svikamylla“ n „ég trúi Því ekki að Þetta Hafi komið fyrir mig“ DRAUMUR AÐ FÆÐA HEIMA betri dekk oft ódýrari: TuGÞÚSuNDA MuNur Á DEKKJuM hættir við kaup: JÓHANNES BAKKAr VEGNA VEIKINDA fréttir 10 sigmundur ernir: FArINN Í FrÍ EFTIr ELDrÆÐu fréttir 8 reynslusögur: neytendur 14–15 úttekt 22–23 n magma ræðir við Century aluminum ÁLVEr Í FÆÐINGu fréttir 11 fólk í neyð sett Á svartan lista n umboðsmaður skuldara sendir bönkunum uPPlýsingar fréttir 2–3 fréttir 12 ísland tapaði fyrir portúgal: gÆÐIn vAntAÐI sPort 24–25 n „sJötíu Prósenta líkur Á að ronaldo skori af Þessu færi“ Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylk-ingarinnar tók sér tveggja vikna leyfi frá þingstörfum, aðeins 11 dögum eftir að þing var sett, til að spila golf á Indlandi. hitt málið Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er þessa dagana á Indlandi þar sem hann leikur golf með upplýsingafulltrúa Icelandair og sviðsstjóra alþjóða- sviðs Rauða krossins. Sigmundur hélt þrumandi ræðu á Alþingi í síð- ustu viku þar sem hann hét því að vinna kröftuglega gegn boðuðum niðurskurði heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Í kjölfar ræðunnar brá hann sér í tveggja vikna reisu til norðurhluta Indlands. Í annari ræðu sagði Sigmundur meðal annars: „Við skulum ekki fara að búa til fyrstu og aðra og þriðju deild í sköttum hér á landi, við eig- um að fá mjög svipað fyrir skattana sem við erum að borga til þjóðar- innar. Við megum ekki rjúfa þá sátt. Ég ætla að styðja ykkur heilshug- ar. Ég hef fengið mjög sterkt umboð frá þessum sal til þess. Er það ekki?“ Hann uppskar mikið lófaklapp í kjölfarið. Vekur upp spurningar Ljóst er að tímasetningin á leyfinu vekur upp spurningar um heilindi þingmannsins, jafnvel innan síns eigin flokks. „Logi Már sest á þing í fjarveru Sigmundar Ernis Rúnars- sonar en það kemur mér nokkuð undarlega fyrir sjónir því ég heyrði Sigmund Erni halda ræðu í fyrra- dag, þar sem hann kvaðst ætla að vinna að því öllum árum á Alþingi að fá áætlunum um niðurskurð til heilbrigðisstofnana á landsbyggð- inni hnekkt og mér skilst að kvöld- ið áður hafi hann sagt nákvæmlega það sama á fundi á Húsavík, enda akkúrat það sem fólkið vildi heyra,“ skrifar Stöðfirðingurinn Björgvin Valur Guðmundsson, samflokks- maður Sigmundar, sem vakti athygli á málinu á bloggi sínu. Björgvin, sem bauð sig fram í 5.–6. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík fyrir síðustu Alþingiskosningar, bætti því við að hann skyldi ekki al- veg hvernig Sigmundur Ernir ætl- aði sér að berjast gegn áformuðum niðurskurði á meðan hann væri í leyfi. „[...]en það er kannski ekki að marka því það er svo margt sem ég skil ekki,“ skrifaði hann. Af persónulegum ástæðum Þær upplýsingar fengust í vikunni að Sigmundur væri í leyfi af persónuleg- um ástæðum. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum DV er hann með þeim Guðjóni Arngrímssyni, upplýs- ingafulltrúa Icelandair og Þóri Guð- mundssyni, fyrrverandi fréttamanni Stöðvar 2 og núverandi sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins, í för en tilefnið er afmæli Þóris sem verður fimmtugur á mánudaginn. Eiginkon- ur þeirra eru með í för. Í fjárlögum sem kynnt voru í byrjun október var tilkynnt um harkalegan niðurskurð í heilbrigð- isstofnunum á landsbyggðinni. Húsavík, sem er í miðju Norðaust- urkjördæmi, kjördæmi Sigmundar Ernis, varð mjög harkalega úti eins og hörð mótmæli þar í bæ bera vott um. Þá er niðurskurðurinn einn- ig mikill á Austurlandi, sem einnig tilheyrir Norðausturkjördæmi. Sig- mundur tekur sér með öðrum orð- um leyfi á þeim tíma sem mest átök eru í kjördæminu – frá því hann tók sæti á Alþingi. Úrvalsaðstæður Þess má geta að aðstæður til golf- iðkunnar í Indlandi eru afbragðs góðar ef marka má veðurspá fyr- ir höfuðborgina Nýju Delí sem er í norðurhluta landsins. Þar spáir yfir 30 stiga hita alla næstu daga; þurrt verður í veðri og sólríkt. Víst má telja að Sigmundur snúi endur- nærður til baka. Þess má geta að endurskoðun á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu verður ekki tekinn til umfjöllunar á Alþingi fyrr en í næstu eða þarn- æstu viku, eftir því sem DV kemst næst. bALduR GuðmundSSon blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Enda akkúrat það sem fólkið vildi heyra. skrapp í golf til indlands með kjafti og klóm SigmundurErnirsagðist ætlaaðberjastgegnniðurskurðiáheilbrigðis- stofnunumenfórsvoígolftilIndlands. • Granatepli er ofurávöxtur sem er mjög andoxunarríkur • Granatepla andlitslínan er sérstaklega hönnuð fyrir þroskaða húð • Dagkrem sem inniheldur olíu úr granateplafræjum sem þéttir og styrkir húðina • Næturkrem sem stuðlar að endurnýjun húðfrumanna meðan húðin sefur • Serum er styrkjandi plöntusafi sem veitir húðinni öfluga meðferð til lengri tíma • Augnkrem sem hjálpar húðinni í kringum augun að verða stinnari • Engin gervi ilm-litar eða rotvarnarefni • Lesið meira um lífrænar húðvörur á www.weleda.is Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Smáratorgi, Laugavegi, Lágmúla, Akureyri, Selfossi og Keflavík • Yggdrasill • Lyfja Lágmúla, Smáralind, Laugavegi, Borgarnesi og Smáratorgi • Apótekið Spöngin • Apótek Vesturlands Lyf og heilsa Kringlunni, Domus medica, JL húsinu og Austurveri • Apótekarinn Hafnarstræti • Árbæjarapótek • Lyfjaval Mjódd • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Verslunin Vala Sólheimum Nýjung! Weleda granatepla andlitslína náttúrulegar snyrtivörur síðan 19 21 Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 Verð: 7.950 kr. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is 2 FRÉTTIR 13. október 2010 MIÐV IKUDAGUR Starfsmenn Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna sendu öllum við- skiptabönkum og sparisjóðum í land- inu upplýsingar um þá einstaklinga sem leituðu til stofnunarinnar á ár- unum fyrir hrunið, samkvæmt heim- ildum DV innan úr bankakerfinu. Upplýsingarnar um fjárhagsstöðu viðskiptavinanna voru svo notaðar gegn þeim í einhverjum tilfellum. Núverandi umboðsmaður skuld- ara, Ásta Sigrún Helgadóttir, var for- stöðumaður Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna frá árinu 2003 þar til hún tók við embætti umboðsmanns í sumar. Embætti umboðsmanns skuldara var í reynd stofnað á grunni Ráðgjafarstofu um fjármála heimil- anna og hefur sams konar markmið. Fyrrverandi starfsmaður Kaup- þings og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að á hverjum föstu- degi hafi bönkum og sparisjóðum borist fax frá Ráðgjafarstofunni með kennitölum og upplýsingum um þá einstaklinga sem leituðu sér aðstoð- ar þá vikuna. Bankastarfsmaðurinn fyrrverandi tók á móti og vann með þessar uppplýsingar. Ásta Sigrún segir að tilgangurinn með sendingunni til bankanna hafi verið og sé enn að óska eftir upplýs- ingum um fjárhagsstöðu fólks. „Á sínum tíma sendum við fax en nú gerum við þetta rafrænt. Við vorum að óska eftir upplýsingum um fjár- hagsstöðu fólks. Við þurftum nátt- úrulega að senda þetta út til að afla upplýsinga um heildarfjárhagsstöðu viðkomandi. Við gerum þetta svona enn þann dag í dag. En við gerum þetta aldrei nema með samþykki við- komandi,“ segir Ásta en af máli henn- ar má skilja að Ráðgjafarstofan hafi sent upplýsingarnar út í góðri trú til að hjálpa fólki. Möguleg misnotkun á þessum upplýsingum hafi því ekki verið starfsmönnum hennar að kenna. Ráðlagt að nota upplýsingarnar gegn fólki Bankastarfsmaðurinn fyrrverandi segir að upplýsingar um greiðslu- erfið leika þessa fólks hafi verið skráðar inn hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum í landinu. Þegar þessir einstaklingar leituðu svo eftir þjón- ustu í bönkunum eða sparisjóðun- um komu þessar upplýsingar um fjárhagserfiðleika þeirra fram í tölv- um bankanna þegar kennitala þeirra var slegin inn. Í tilfelli sparisjóðanna voru upplýsingarnar skráðir inn í miðlæga samskiptakerfið Spakur sem allir sparisjóðirnir höfðu aðgang að – Landsbankinn keypti sér einnig að- gang að kerfinu síðar og notaði það. „Þetta er búið að hvíla á mér í mörg ár því þetta hefur nagað mig frá því þetta gerðist. Það er engan veginn eðlilegt að þessar upplýsing- ar hafi farið þarna á milli með þess- um hætti,“ segir heimildarmaður DV. Hann segir að starfsmönnum fjár- málafyrirtækisins þar sem hann starf- aði hafi verið bent á að nota þessar upplýsingar gegn viðskiptavinum fyrirtækisins og að haldin hafi verið námskeið um útlánaáhættu þar sem þetta var brýnt fyrir mönnum. „Okkur var uppálagt að nota Spak og upplýs- ingar um hvort viðkomandi hefði leit- að til Ráðgjafarstofunnar.“ Hann seg- ist sjálfur hafa haft heimild til að lána peninga og að hann hafi notað Spak til að kanna fjárhagsstöðu fólks þeg- ar hann mat hvort það ætti að fá lán eða ekki. Hann segir að einhverjir starfs- menn fjármálafyrirtækja sem hann viti um hafi kvartað yfir þessari upp- lýsingagjöf á milli Ráðgjafarstofunn- ar og íslensku bankanna en verklagið hafi ekki breyst þrátt fyrir það. Dæmi um skráningu á upplýsingunum Ásta Sigrún segir að í einhverjum tilfellum hafi hún séð fjárhagsyfirlit einstaklinga frá bönkum, svokölluð FE-yfirlit, þar sem tekið var fram að viðkomandi hefði leitað til Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem við sáum upplýsingar um að tilgreint væri að viðkomandi einstak lingur hefði leitað til Ráð- gjafarstofu. Ég get bara sagt að í öll skiptin sem þetta gerðist höfð- um við samband við viðkomandi fjármálafyrirtæki og báðum um að þessar upplýsingar væru ekki teknar fram í upplýsingum um þá. Bankarnir áttu að berjast fyrir því að fólk leitaði til Ráðgjafarstofu, það er jákvætt að leita sér aðstoð- ar en ekki neikvætt. Það mátti alls ekki nota þessar upplýsingar gegn fólki. En ég get ekki svarað fyrir hvað gerðist innan bankakerfisins.“ Ásta Sigrún segist fyrst og fremst hafa tekið eftir því að þessar upp- lýsingar komu fram á yfirlitum yfir fjárhagsstöðu fólks á fyrstu árum hennar sem forstöðumaður Ráð- gjafarstofu, hún tók við stöðunni árið 2003. „Tilgangur okkar var eingöngu að safna saman upplýs- ingum um fjárhagsstöðu fólks svo við gætum hjálpað því. Ráðgjafar- stofan var til að hjálpa fólki en ekki koma því í vanda. Mér finnst mjög miður að heyra þetta,“ segir Ásta þegar henni er greint frá frásögn bankastarfsmannsins fyrrverandi. Fimm til tuttugu nöfn á viku Kaupþingsstarfsmaðurinn fyrrver- andi segir að á milli 5 og 20 nöfn einstaklinga hafi borist bönkun- um og sparisjóðunum frá Ráð- gjafarstofu í hverri viku. „Þessar upplýsingar voru slegnar inn í upp- lýsingakerfi fjármálafyrirtækjanna, í það minnsta sparisjóðanna, og voru síðan notaðar gegn mögleg- um umsækjendum um lán.“ Í ársskýrslum Ráðgjafarstofunn- ar fyrir árin 2005 og 2006 segir að umsóknir um fjármálaráðgjöf frá einstaklingum og fjölskyldum hafi verið tæplega 600 talsins, eða um 11,5 á viku. Árið 2007 voru þær 612 talsins. Þetta þýðir að tæplega 12 aðilar leituðu sér hjálpar hjá stofn- uninni í hverri viku á árinu. Sam- kvæmt ársskýrslunni fyrir árið 2008 voru umsóknirnar 869 það árið en í henni er tekið fram að fleiri um- sóknir hafi borist í kjölfar banka- hrunsins. Bankahrunið varð því til þess að umsækjendur um aðstoð hjá Ráðgjafarstofu höfðu aldrei verið eins margir og árið 2008. Bankarnir borguðu fyrir Ráðgjafarstofuna Upplýsingagjöf Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til íslenskra fjármálafyrirtækja er meðal annars athugaverð vegna þess að það voru Upplýsingar sem Ráðgjafarstofa um fjár- mál heimilanna sendi fjármálafyrirtækj- um um þá einstaklinga sem leituðu sér að- stoðar hafa verið misnotaðar í bönkunum. Fyrrverandi bankastarfsmaður segir að á námskeiðum um útlánaáhættu hafi starfs- mönnum verið bent á að nota upplýsing- arnar gegn viðskiptavinum. Umboðsmaður skuldara segir upplýsingagjöfina til bank- anna hafa verið í þeim tilgangi að hjálpa fólki. Hún geti ekki svarað fyrir það hvort upplýsingarnar hafi verið misnotaðar. LENTU Á SVÖRTUM LISTA Í BÖNKUNUM INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þessar kennitölur eru aumingjar. Sat í framkvæmdastjórninni FyrrverandiútibússtjóriLandsbankansíAustur- stræti,GuðmundurIngiHauksson,satíframkvæmdastjórnRáðgjafarstofuheim il- annaáárunumfyrirhrunið.HannvarrekinnúrLandsbankanumeftirhruniðve gna brotaístarfi. MIÐVIKUDAGUR 13. október 2010 FRÉTTIR 3 fjármálafyrirtækin sjálf sem áttu þátt í að fjármagna stofnunina á ár- unum fyrir hrunið. Viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing, og Samband íslenskra sparisjóða greiddu til dæmis samtals þriðj- ungshlut af rekstrarkostnaði stofn- unarinnar árið 2007, samtals nærri 20 milljónir króna. Félagsmála- ráðuneytið greiddi á sama tíma tæp 40 prósent af rekstrarkostnað- inum, samtals rúmar 20 milljónir króna. Eftirstöðvarnar af tæplega 55 milljóna króna rekstrarkostn- aði Ráðgjafarstofunnar komu frá aðilum eins og Íbúðalánasjóði, Reykjavíkurborg, Sambandi ís- lenskra sveitarsjóða og fleiri. Því var um að ræða blandað rekstrar- form þar sem opinberir aðilar sem og einkaaðilar unnu saman að því að aðstoða skuldsetta einstaklinga og heimili. Fjármálafyrirtækin sem lögðu stofnuninni til fé áttu einnig full- trúa í stjórn hennar. Guðmund- ur Ingi Hauksson, útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, sat í framkvæmdastjórn stofnunar- innar fram til ársins 2008, Guðrún Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Glitni, sat þar einnig um tíma og Gísli Jafetsson, yfirmaður fræðslu- og upplýsingamála hjá Sambandi íslenskra sparisjóða, sat þar einn- ig. Fjármálafyrirtækin í landinu tóku því þátt í að fjármagna Ráð- gjafarstofuna sem og að stýra henni. Trúnaðarskylda lögum samkvæmt Engin sérstök lög voru sett um starf- semi Ráðgjafarstofu en þeir sem fjármögnuðu stofnunina skrifuðu undir samkomulag þar sem fjallað er um að rekstur hennar og tilgang. Í samkomulaginu, sem finna má í lok ársreikninga Ráðgjafarstofunn- ar, segir meðal annars um tilgang hennar: „Að veita einstaklingum og fjölskyldum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og eru komin í þrot með fjármál sín aðstoð við að öðlast heildarsýn yfir fjármál sín og leita leiðar til lausna. Einnig ef svo á við að gera greiðsluáætlanir, velja hentug úrræði og hafa milligöngu um samninga við lánardrottna í sér- stökum tilfellum.“ Í samkomulaginu var jafnframt trúnaðarákvæði: „Umsóknir um að- stoð frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og viðtöl skal fara með sem trúnaðarmál og eru allir ráð- gjafar og aðrir starfsmenn bundnir þagnarskyldu lögum samkvæmt.“ Samkvæmt því sem Ásta seg- ir brutu starfsmenn Ráðgjafarstofu ekki gegn þessari þagnarskyldu þar sem hluti af tilgangi starfseminn- ar var að óska eftir upplýsingum úr bankakerfinu um tiltekna einstakl- inga. Ásta segist hins vegar ekki get- að svarað því hvernig fjármálafyrir- tækin notuðu þessar upplýsingar. Upplýsingarnar misnotaðar Heimildarmaður DV í Kaupþingi og Spron segir að upplýsingarnar frá Ráðgjafarstofu hafi verið mis- notaðar. „Þessar upplýsingar voru misnotaðar að mínu mati. Ég vil meina að það hafi engan veginn verið siðferðilega verjandi að þess- ar upplýsingar færu til baka til fjár- málafyrirtækjanna. Þetta er ekki löglegt. Það var verið að veita upp- lýsingar um einstaklinga sem voru að leita sér hjálpar vegna fjárhags- örðugleika. Það er verið að segja: Þú, sem einstaklingur, ert aumingi. Það er verið að segja: Þessar kenni- tölur eru aumingjar. Passið ykkur á þeim,“ segir viðmælandi blaðsins. Samkvæmt athugun DV á mál- inu virðist sektin í því liggja fyrst og fremst hjá þeim fjármálafyrirtækj- um sem notuðu þessar persónu- upplýsingar til að meta lánstraust fólks. Af máli Ástu að dæma send- ir umboðsmaður skuldara ennþá upplýsingar um viðskiptavinina til fjármálafyrirtækjanna eftir að þeir hafa leitað sér aðstoðar þar. Ekki er hins vegar vitað hvort þess- ar upplýsingar eru notaðar í sams konar tilgangi í dag og banka- starfsmaðurinn fyrrverandi lýsir í grein sinni. „Eftir örlagaríkt símtal við Árna Pál var ljóst að ég naut ekki stuðnings hans lengur og hann óskaði eftir því að ég viki til hliðar þótt hann hafi reynt að draga úr þeim ummælum sjálfur. En svona var þetta. Það hefði verið fáránlegt að hanga á þessu. Það kom mér á óvart þennan hálfa dag sem ég gekk inn á skrifstofuna (Ráðgjafarstofu heimilanna), að frétta að þarna inni voru allir munir í eigu bankanna að láni. Stóllinn var frá Arion, skrifborðið frá Glitni og uppi á vegg hjá forstjóranum hékk málverk í eigu eins bankanna. Þetta fannst mér ekki vera við hæfi. Auðvitað vissi ég að slagurinn yrði við bankana. Ég sagði líka frá fyrsta degi að ég ætlaði að taka þann slag. Ég ætlaði mér að gera það og vinna fyrir skuldarana. Það var engi n tilviljun að þessar upplýsingar um fjármál mín láku til DV innan úr bankakerfinu. É g reyni að vera einlægur og heiðarlegur í því sem ég geri.“ RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON , fyrrverandi umboðsmaður skuldara, sem lét af störfum eftir að upp komst um himinháar lánveitingar til hans fyrir hrunið. Í textabrotinu lýsir hann hughrifum sínum af því að gegna embætti umboðsmanns skuldara þennan stutta tíma. ALLT Í EIGU BANKANNA LE T Gert í góðri trú Ásta Sigrún Helgadóttir var for- stöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún segir að upplýsingar um viðskiptavini bankanna hafi verið sendar út í góðri trú og að það sé ekki hennar að svara því hvort þær hafi verið misnotaðar. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.