Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 16
16 FRÉTTIR 15. október 2010 FÖSTUDAGUR
Mæðgurnar Jussanam da Silva og dóttir hennar Jaqueline da Silva Luquez hafa mætt miklu mótlæti þau ár
sem þær hafa dvalið hér á landi. Í kjölfar skilnaðar Jussanam hefur henni verið vísað úr landi og bíður hún
nú að eigin sögn upp á von og óvon eftir því að dómsmálaráðherra taki fyrir mál hennar. Dóttir hennar þarf
að fara með henni úr landi, verði það niðurstaðan. Áður hafði dóttur hennar verið neitað um háskólavist.
Mæðgurnar Jussanam da Silva og
Jaqueline da Silva Luquez hafa báðar
mætt miklu mótlæti hér á landi þann
tíma sem þær hafa dvalið hér.
Jussanam var neitað um dvalar-
leyfi af Útlendingastofnun og vinnu-
leyfi frá Vinnumálastofnun í kjölfar
skilnaðar við íslenskan eiginmann
sinn, og dóttur hennar var synjað um
nám í Háskóla Íslands vegna þess að
þar þótti hún ekki uppfylla inntöku-
skilyrði.
Jaqueline synjað um skólavist
Komi til þess að Jussanam þurfi að
fara af landi brott þá þarf dóttir henn-
ar að fara með henni. Jaqueline er 22
ára gömul og hefur dvalið hér með
móður sinni í tvö ár. Jussanam segist,
vegna dóttur sinnar, ekki ætla að gef-
ast upp en hún hafi mætt mótlæti og
fordómum þegar hún sótti um nám
í Háskóla Íslands. „Henni var hafnað
á þeim forsendum að nám hennar í
brasilískum háskóla dygði ekki sem
inntökuskilyrði í Háskóla Íslands.“
„Það er fráleitt,“ segir Jussanam og
bendir á að Jaqueline hafi lokið 112
ECT-einingum við háskólann Estác-
io de Sá í Brasilíu.
Háskólinn Estácio de Sá í Brasilíu
er sá stærsti í Brasilíu. Þar nema 180
þúsund manns og segir Jussanam að
ársnám við þann skóla með ágætum
árangri hljóti að jafngilda góðu stúd-
entsprófi og meira en það. Kröfur
Háskóla Íslands séu 60 ECT-eining-
ar. Jussanam segir Háskóla Íslands
hafa hafnað Jaqueline með því að
reikna tímafjölda hennar í háskólan-
um í stað einingafjölda þrátt fyrir að
hvergi sé minnst á að slíkar aðferðir
séu notaðar til að meta hæfi til náms
við Háskóla Íslands. „Hvergi í Evrópu
yrði Jaqueline hafnað um háskóla-
vist á þessum forsendum,“ telur Juss-
anam. „Jafnvel þótt tímafjöldi væri
reiknaður til að meta hæfi nemenda
þá uppfyllir hún 75 prósent tíma-
fjöldans og það myndi duga henni
inn í ríkisháskóla annars staðar í Evr-
ópu.“ Jussanam sendi kvörtunarbréf
til Háskóla Íslands en fékk við því
engin svör. Blaðamaður leitaði svara
hjá Gísla Fannberg hjá Háskóla Ís-
lands sem segir Jaqueline hafa ver-
ið hafnað vegna þess hve mat á ECT-
einingum sé misjafnt milli landa.
Eftir þeim reiknireglum sem notast
er við hér á landi þá uppfylli Jaquel-
ine ekki skilyrði til háskólanáms.
Hjúskapur eða ekki hjúskapur
Lögmaður Jussanam, Jóhannes Ei-
ríksson, kærði ákvörðun Útlendinga-
stofnunar til dómsmála- og mannrétt-
indaráðuneytis fyrir hennar hönd og
sendi dómsmálaráðherra beiðni um
að meta mál Jussanam. Í dómsmála-
ráðuneytinu er nú verið að kanna mál
Jussanam betur í kjölfar ákvörðunar
Útlendingastofnunnar.
Jussanam segir að deilt sé um hvort
fara eigi eftir lögum um hjúskap eða
þrengri túlkunum starfsmanna á lög-
unum. Jóhannes segir Útlendinga-
stofnun hafa tekið ákvörðun um aft-
urköllun dvalarleyfis 6. maí og þá hafi
hún þurft að sækja um dvalarleyfi og
vinnuleyfi. Það hafi stofnunin gert með
vísan til þess að mánuði áður hafi hún
fengið samþykktan skilnað að borði að
sæng. „Jussanam lítur hins vegar svo á
að dvalarleyfi hennar hafi alltaf verið í
gildi og verði það áfram þar til 15. okt-
óber þegar lögskilnaður gengur í gegn
og því hafi allar ákvarðanir þar sem
henni hefur verið synjað um réttindi
hér á landi verið ólögmætar,“ segir Jó-
hannes. „Samkvæmt íslenskum lögum
lýkur hins vegar hjúskap ekki fyrr en
lögskilnaður gengur í gegn. Ef maður
lítur á lögfræðileg atriði málsins þá fæ
ég ekki betur séð að þessi ákvörðunin
virðist ólögmæt.“
Hreiðar Sigurðsson hjá Útlend-
ingastofnun segir hins vegar að hing-
að til hafi lögin verið túlkuð með þeim
hætti að um leið og erlendur ríkisborg-
ari utan EES-svæðisins sem fær dval-
arleyfi vegna makans dvelur ekki hér
á landi til þess að vera með maka sín-
um þá séu forsendur dvalar brostnar.
Á þetta hafi reynt hjá dómsmálaráðu-
neyti, Útlendingastofnun í vil.
Álagið mikið
Jussanam segir langlundargeð sitt
nærri á þrotum. „Ef ég vissi að ég
væri hér á röngum forsendum og
hefði engan tilverurétt hér, þá myndi
ég hreinlega pakka saman og fara frá
Íslandi. Auðvitað hafa komið stundir
þegar mér leið einmitt þannig að ég
ætti bara að gefast upp og fara, eft-
ir meðferðina hjá Útlendingastofn-
un og Vinnumálastofnun. En ég hef
sterkar taugar til landsins og ef ég
gæfist upp þá yrði réttlætinu aldrei
fullnægt.“ Hún segir verulega farið að
draga af þeim mæðgum. Álagið vegna
baráttunnar við stjórnvöld sé mikið
og sé farið að taka sinn toll. Íslensk-
ir ríkisborgarar með full réttindi geti
líklega ekki áttað sig á því álagi sem
fylgir slíkri baráttu. „Dóttir mín lærir
íslensku og reynir sem best hún getur
að halda striki. En rétt eins og það er
sárt fyrir mig að hugsa til þess að mér
og mínum verðleikum sé hafnað á svo
áberandi hátt þá er erfitt fyrir hana að
finna að hér á landi sé hún sett í sér-
stakt hólf þar sem þrengt er að mögu-
leikum hennar. Hún fær ekki að njóta
sín eins og hún myndi sjálfsagt gera
annars staðar. Ég held áfram að berj-
ast fyrir réttindum mínum vegna þess
að ég hef bundist þessu landi sterk-
um böndum en ég geri það ekki síður
hennar vegna vegna þess að ég verð
að fá hana til að sigrast á þeim tak-
mörkunum sem henni eru settar.“
KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Ef ég vissi að ég væri hér á röng-
um forsendum og hefði
engan tilverurétt hér,
þá myndi ég hreinlega
pakka saman og fara frá
Íslandi.
MÆÐGUR NEITA
AÐ GEFAST UPP
Mikið mótlæti Jussanamhefurverið
vísaðúrlandiogneitaðumvinnuog
dótturhennarneitaðumháskólavist.
MYND SIGTRYGGUR ARI