Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 21
Föstudagur 15. október 2010 fréttir 21 „Það er ekki gaman að þurfa að koma hingað,“ segir Friðfinnur Steingríms- son, 51 árs öryrki. Hann hefur leitað til Fjölskylduhjálpar síðan fljótlega eftir hrun. Þegar hann hefur greitt alla reikninga hefur hann um 40.000 krónur til að lifa út mánuðinn. „Ég er ekki með fjölskyldu og bý í eigin húsnæði en ég er öryrki og bæturnar duga hreinlega ekki til,“ segir hann. Hann þurfi því að fá mataraðstoð og segist fara í nær hverri viku til Fjöl- skylduhjálpar eða annarra stofnana sem aðstoða fólk. Það sem sé verst er að meðan allt hefur hækkað standa bæturnar í stað. „Ég fékk um daginn bakreikning og það er tekið af mér mánaðarlega til að greiða það. Þá er nú ekki mikið eftir af bótunum,“ seg- ir hann. Friðfinnur segist finna fyrir aukinni fátækt á Íslandi og að bið- raðir eftir mataraðstoð verði sífellt lengri. Aðspurður um fordóma seg- ist hann ekki finna fyrir þeim. „Ég er svo sem ekkert að auglýsa það að ég komi hingað,“ segir hann að lokum. Fátæktin bitnar á börnunum „Móttökurnar eru yndislegar. Það er alveg sama hvert maður fer þá fær maður alltaf góðar móttökur. Allir vilja allt fyrir mann gera,“ segir kona sem var í hópi með þremur öðrum konum sem sem blaðamaður ræddi við fyrir utan Fjölskylduhjálp á mið- vikudaginn. Engin af þeim var að koma í fyrsta skiptið. Aðspurð um ástæðu þess að hún þurfi að leita að- stoðar, nefnir hún peningaleysi og skuldir. Konurnar fjórar eru allar ör- yrkjar og segja bæturnar ekki duga. „Allt hækkar nema bæturnar,“ seg- ir hún og bætir við að þær hafi allar fengið ofgreitt á einhverjum tíma- punkti og þá sé dregið af þeim núna. Þær eru sammála um að þetta bitni á börnunum þeirra og að þær geti ekki veitt þeim eins vel og áður. Eins hafi matarinnkaupin breyst og verst sé að geta ekki keypt almenni- legan mat fyrir börnin sín. „Ég er alltaf með unninn mat fyrir börnin. Hann er ódýrastur og það eina sem ég hef efni á,“ segir konan. „Þegar dóttir mín var svekkt yfir því að ég kæmi alltaf með það sama heim úr búðinni sagði ég henni að ég hefði ekki farið í búð, heldur staðið í röð eftir að fá matinn gefins,“ bætir önn- ur við og segir að dótturinni hefði brugðið mjög við þetta svar. „Það er tólfti dagur mánaðarins og ísskápur- inn er tómur,“ segir sú þriðja. Ein kvennanna er sykursjúk og þarf að sprauta sig á hverjum degi. Læknar ráðleggja henni að borða hollan mat en hún segir að hún hafi einfaldlega ekki efni á góðum og hollum mat. „Ég á enga foreldra, enga fjölskyldu sem getur aðstoðað mig,“ segir hún. Konurnar fjórar eru sammála um að ástandið bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Við viljum vera sjálfstæð- ar og standa á eigin fótum en samt er mest kroppað af okkur,“ segir ein þeirra. „Við tókum ekki þátt í góðær- inu þegar fólk tók lán og lifði góðu lífi. Þá vorum við að berjast fyrir því að eiga í okkur og á en vorum alltaf sjálfstæðar,“ segir hún. Þeim finnst að stjórnvöld einblíni á þann hóp sem hafði það best í góðærinu en gleymi þeim. Þær taka þó fram að þær fái styrki til þess að komast í bæ- inn til að sækja mat. Þær eru allar þakklátar fyrir að geta leitað til Fjölskylduhjálpar Ís- lands og annarra stofnana en fólkið í kringum þær veit ekki af því. „Ég vil alls ekki að vinir mínir viti af því að ég kem hingað því þá myndu þeir rétta mér pening. Og það vil ég ekki,“ segir ein þeirra. „Það er erfitt að koma hingað til að fá mat og fólk kemur ekki hingað að gamni sínu,“ segja ein konan og tekur fram ef þær eigi pening komi þær ekki. „Við myndum aldrei koma í þessa röð ef við ættum 1.500 krónur inni í banka. Við höfum okkar stolt,“ segja ein konan að lokum. „Sumir hafa kannski ekki borðað í tvo daga“ Sá fjöldi fjölskyldna sem leitar að- stoðar hjá Fjölskylduhjálp Íslands eykst í hverri viku. Að sögn Ásgerð- ar Jónu Flosadóttur, framkvæmda- stjóra Fjölskylduhjálparinnar, leit- uðu um 550 fjölskyldur aðstoðar í vikunni sem leið. „Við vitum aldrei fyrirfram hversu margir koma en við reynum að vera með mat fyrir 600 fjölskyldur,“ segir hún. Fjölskyldu- hjálpin stendur fyrir vikulegum út- hlutunum á matvælum og annarri nauðsynjavöru. Þeir sem leita sér aðstoðar þurfa að sýna staðfest- ingu á þörf fyrir aðstoð. Það fer svo eftir aðstæðum hjá hverjum og ein- um hversu oft hægt er að fá matar- aðstoð. Allur matur er aðkeyptur nema brauð, kartöflur og grænmeti sem stofnunin fær gefins en auk þess ber- ast oft gjafir frá fyrirtækjum og ein- staklingum sem vilja styðja stofn- unina. Nokkrum sinnum á ári getur stofnunin leyft sér að kaupa auka nauðsynjar, svo sem tannkrem og tannbursta, sem fer í úthlutun. „Nú höfum við einnig fengið til okkar heilsuráðgjafa sem gefur fólki ráð í sambandi við heilsu og hvernig hægt sé að sporna við heilsuleysi,“ seg- ir Ásgerður. Hún segir að það hafi reynst vel og þeir ánægðir sem hafa nýtt sér þessa þjónustu. Aðra vikuna í röð var matarbíll- inn, Matreiðar, fyrir utan húsnæði Fjölskylduhjálparinnar á miðviku- daginn. Þar getur fólk sem stendur í röð fengið heitan mat og drykk. Á miðvikudaginn afgreiddu þeir tæp- lega 800 pylsur. „Sumir sem koma hingað hafa kannski ekki borðað í tvo daga svo að þetta gerði mikla lukku,“ bætir Ásgerður við. gunnhildur SteinarSdóttir blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Fjöldi þeirra sem neyðist til að leita sér mataraðstoðar eykst með hverri vikunni sem líður. Það reynist mörgum erfitt að stíga þetta skref en þegar peningarnir eru búnir og ísskápurinn er tómur er þetta oft eina úrræðið. Slæmt fyrir börnin Konurnar segjaástandiðbitnaábörnum þeirraogfinnstverstaðgeta ekkikeyptalmennileganmat fyrirþau. „við tókum ekki þátt í góðærinu“ KartöflurEittafþvísemfólkfærívikulegummatarúthlutunum. myndir Sigtryggur ari JóhannSSon Ég er alltaf með unninn mat fyrir börnin. Hann er ódýrastur og það eina sem ég hef efni á. ir enda var hún í skóla og átti ekki pening. Síðan er það oft þannig að gjafir ganga frekar frá manni til konu. Ég gef konunni minni gjafir og ég skutla henni út um allt. Ég er alltaf til staðar fyrir hana, líkt og hann var. Það er ekkert óeðlilegt við það. Það eitt segir ekki allt. Hann segir að þau hafi átt í kynferðissam- bandi í rúmt ár en hún segir að það hafi staðið yfir í þrjú, þrjú og hálft ár. Ég velti því fyrir mér hvort það geti verið tæling þeg- ar sambandið varir í svo langan tíma. Ég hefði viljað fá betri rök- stuðning fyrir því.“ Vantar nýtt lagaákvæði „Það má aftur deila um það hvort það sé siðferðislega rétt af fullorðnum manni að vera með svo ungri stúlku. Lögum samkvæmt er það heimilt að vera í kynferðissambandi við ungmenni sem orðið er fimmt- án ára. Kannski vantar laga- ákvæði sem bannar samræði við ungmenni yngri en átján ára. Nú er miðað við sakhæfis- aldur. Það ruglaði alveg kerfinu þegar fólk var gert að börnum til átján ára aldurs. Af hverju er miðað við það? Hér áður fyrr varð fólk sjálfráða sextán ára. Við getum velt því fyrir okkur hvort það ætti að vera refsivert að vera í kynferðissambandi við sextán, sautján ára stelpur. Vandinn er bara sá að við vit- um að ungt fólk byrjar gjarna að stunda kynlíf fjórtán, fimmt- án ára og það er vel þekkt að ungar stelpur séu með átján ára strákum. Jafnvel eldri mönn- um. Það eru mörg dæmi þess að sautján ára stelpur hafi ver- ið með 25 ára mönnum. 25 ára maður er alveg jafn fullorðinn og 77 ára gamall maður. Það er engin ástæða til að greina þar á milli, ekki lögfræðilega. En lög- in þurfa að vera skýr. Það má ekki verða þannig að menn séu dæmdir fyrir tælingu fyrst þetta lagaákvæði skortir.“ „mér fannst bara ekkert að þessu“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.