Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 31
Styrktartónleikar fyrir MnD félagið Laugar- daginn 23. október mun hópur listamanna, undir forystu Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara, efna til tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði til styrktar MND félaginu á Íslandi. Með Kristjáni verða nokkrar skærustu söngstjörnur landsins og munu þau flytja létt-klassísk verk, einsöngslög og dúetta sem höfða til breiðs hóps áheyrenda. Listafólkið gefur vinnu sína og rennur allur ágóði til íbúðasjóðs MND félagsins. Auk Kristjáns Jóhannssonar koma meðal annars fram á tónleikunum Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Kristján Ingi Jóhannesson. aukaSýningar á rigoletto Uppselt er nú á allar sýningar á Rigoletto í Íslensku óperunni eftir vel heppnaða frum- sýningu síðastliðið laugardagskvöld. Óhætt er að segja að sýningin hafi fengið frábærar viðtökur áhorfenda og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. Nú hefur tveimur aukasýningum verið bætt við, til viðbótar tveimur aukasýningum sem seldist strax upp á; föstudaginn 19. nóvember klukkan 20 og sunnudaginn 21. nóvember klukkan 20. Miðaverð er sem fyrr 5.900 krónur í almenn sæti og er áhugasömum bent á að tryggja sér miða sem fyrst. föStuDagur n Jónas heiðrar Árna Jónas Ingimundarson verður með tónleika til heiðurs tónskáldinu Árna Thorsteinssyni á föstudagskvöldið en Árni hefði orðið 140 ára þá. Árni fæddist 15. október árið 1870. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og verða haldnir í Salnum í Kópavogi. Miðaverð er 2.900 krónur en hægt er að kaupa miða á miði. is. n Gunni og Hebbi á 800 Bar Það verður heldur betur „station“-helgi á 800 Bar á Selfossi um helgina. Á föstu- daginn ætla Skítamórals-stjörnurnar Gunni Óla og Hebbi að trúbadorast fram á rauða nótt en það kostar ekki krónu inn. Gunna Óla þarf auðvitað ekki að kynna fyrir neinum en hann fór á kostum í laginu Angel í Eurovision á sínum tíma. laugarDagur n Mannakorn í Háskólabíói Hin goðsagnakennda hljómsveit Mannakorn hélt ógleymanlega tónleika í Háskólabíói í sumar og nú á að end- urtaka leikinn. Tvennir tónleikar verða haldnir á laugardaginn – fyrst klukkan 19.00 fyrir ósótta miða, en miða er hægt að kaupa á miði.is. Klukkan 23.00 verða svo aukatónleikar og eru örfáir miðar eftir. Aðgangseyrir er 4.400 krónur og er lofað dúndurskemmtun. n Páll flytur sín bestu lög Páll Rósinkranz heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið þar sem hann flytur sín bestu lög auk nýs efnis. Margir gestir verða á tónleikunum og má þeirra á meðal nefna Magnús Þór Sigmundsson, Margréti Eir, Jökul Jörgensen og Gunna Bjarna Ragnarsson. Miðinn kostar 3.500 krónur en tónleik- arnir hefjast klukkan 20.00. n Alvöru Playboy-partí Agent.is og Jägermeister ætla að slá upp mögnuðu Playboy-partíi í Sjallanum á Akureyri á laugardagskvöldið. Á staðnum verða tuttugu Playboy-kanínur sem taka á móti gestum með fordrykk frá Jägermeister og tíu magnaðir plötusnúðar munu þeyta skífum. Þar á meðal verða DJ Óli Geir, DJ Frigore og DJ Sindri BM. Glaðningur verður fyrir þær stelpur sem mæta í Playboy-dressi. n Palli í Hvíta húsinu Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að trylla lýðinn á Selfossi á laugardagskvöldið en hann ætlar að troða upp í Hvíta húsinu. Það er morgunljóst að Palli verður „gordjöss“ og þá er bara spurning hverjir ætla að verða það líka? Skref í rétta átt FIFA-leikirnir hafa komið sterkir inn undanfarin misseri og hafa forsvars- menn EA Sports greinilega verið að vinna vinnuna sína. Með útgáfu FIFA 9 og FIFA 10 varð ákveðin kúvending. FIFA hirti krúnuna af Pro Evolution og varð konungur fótboltaleikjanna. Það er engum ofsögum sagt að margir hafi beðið eftir FIFA 11 með eftirvæntingu. Miðað við framfarir undanfarinna ára bjuggust eflaust margir við einhverjum byltingar- kenndum nýjungum. Einhverjir hafa orðið fyrir vonbrigðum meðan aðrir telja FIFA 11 vera skref í rétta átt. Leikurinn bætir í sjálfu sér ekki miklu við FIFA 10 ef aðeins er horft til möguleikanna til spilunar. Allt það sem var í FIFA 10 er enn til staðar en með ákveðnum nýjungum. Nú er hægt að spila sem markmaður og þá byggjast hæfileikar leikmanna ekki eingöngu á getu þeirra með boltann því andlegi þátturinn skiptir einnig máli. Búið er að taka spilun leiksins í gegn. Nú þarftu að vanda sendingar betur, tímasetja tæklingarnar betur og þá skiptir líkamlegur styrkur leik- manna meira máli en áður. Það er líka ánægjuleg breyting að nú hef- urðu möguleika á að ná góðum úr- slitum þó liðið sem þú stjórnar sé veikara á pappírunum en hitt liðið. Áður var það alltaf svo að leikmenn lélegra liða voru sjálfkrafa veikari lík- amlega og hægari. Nú er þetta alls engin regla þó einstaka sending- ar kunni að rata á andstæðinginn og leikmenn þreytist fyrr. Nú skiptir uppstilling og leikaðferð meira máli. Leikurinn er meira krefjandi. Netspilunin er við fyrstu sýn nán- ast eins og í FIFA 10 þó ég viðurkenni fúslega að hún fái að mæta afgangi þar til allir krókar og kimar FIFA 11 hafa verið skoðaðir betur. FIFA 11 er langt frá því að vera fullkominn. Lýsingarnar verða fljótt þreytandi, hagnaðarreglan fær allt of sjaldan að njóta sín og einhverra hluta vegna eiga leikirnir það til að leysast upp í hálfgert miðjumoð. Það tók dágóðan tíma að venjast spilun- inni og var ég fullur efasemda um ágæti leiksins í byrjun. Hann vinnur á og um leið og þú nærð tökum á öll- um nýjungum ferðu að hafa rækilega gaman af þessu. FIFA 11 er virkilega eigulegur gripur. Hann byggir á góðum grunni FIFA 10 en með ágætlega heppnuð- um nýjungum. Einar Þór Sigurðsson föstudagur 15. október 2010 fókus 31 Hvað er að GERAsT? FIFA 11 Tegund: Fótboltaleikur Spilast á: PS3 TölvulEikiR Meira krefjandi Nú skiptir uppstilling og leikaðferð meira máli en áður. Semur lög um óorðna hluti eigin nálgun og ég er nokkuð sátt ef það hefur tekist. Ég hef aldrei gert greinarmun á því að semja ein- falda fallega tónlist og tónlist sem er innihaldsrík og persónuleg. Það hafa líka alltaf verið til popparar sem fylgja þessari línu. Án þess að ég sé að bera mig saman við einn eða neinn, þá er alveg nóg að nefna til sögunnar listamenn eins og Kate Bush og Björk,“ útskýrir Robyn. Hún hafi alist upp við að hlusta á tónlistarfólk á borð við Prince, Nen- eh Cherry, Biggie Smalls og Techno- tronic. „Í mínum eyrum er þetta allt popptónlist með mismunandi áherslum. Allir þessir listamenn eiga það þó sameiginlegt að hafa verið sannir og sjálfum sér sam- kvæmir og þetta var eitthvað sem ég vildi gera líka. Það er engin þver- sögn í því að gera innihaldsríka eða frumlega popptónlist.“ LeikHúSfJöLSkyLdAn Robyn hefur í gegnum tíðina átt farsælt samstarf við reynt og fjöl- hæft tónlistarfólk úr ýmsum áttum. Þarna má nefna norska dúettinn Röyksopp og Svíana Christian Falk og Kleerup. Hefur þetta samstarf átt þátt í velgengni hennar? „Auð- vitað hefur þetta samstarf mótað mig. With Every Heartbeat, lag sem ég vann með Kleerup, reyndist vera mjög mikilvægt lag fyrir mig. Vel- gengni mín í kjölfar þessa lags varð til þess að ég fann farveg til þess að setja tilfinningarík lög í búning sem hægt er að markaðssetja án þess að fórna miklu. Með Röyksopp vann ég á þeirra eigin plötu og það var ein- hvern veginn eðlilegasti hlutur að halda áfram með þá vinnu.“ Áhrifi annarra listamanna á Ro- byn ná þó mun lengra aftur. Hún er alin upp í fjölskyldu leikhúsfólks. Móðir hennar er leikkona og faðir hennar leikstjóri. „Þarna tilheyri ég ákveðinni hefð og er stolt af því. Ég hef fengið að um- gangast mikið af skapandi einstakl- ingum sem hafa verið óhræddir við alla tilraunastarfsemi. Þetta er hluti af mér og þetta er eitthvað sem ég heillast af í listsköpun annarra. Þetta er eitthvað sem ég þarf að kanna til hlítar.“ LAGASMíðArnAr Lagasmíðarnar eru hluti af daglegri rútínu hjá Robyn. „Það er ekki ein- hver sérstök aðferð sem ég beiti. Auðvitað eru ákveðnar leiðir sem hægt er að styðjast við. Hins veg- ar veit ég aldrei hvenær gott lag er á leiðinni eða hvernig það birtist. With Every Heartbeat varð til á með- an ég var að keyra bílinn. Hins veg- ar er ekki hægt að sitja og bíða eftir góðu lagi,“ segir hún. Þess vegna sé mikilvægt að hafa öguð vinnubrögð og líta á lagasmíðar og útsetningar eins og hverja aðra vinnu. Textarnir séu hins vegar per- sónulegir. Öðruvísi sé ekki hægt að gera góða texta. „Ég get ekki skrifað texta eða samið lag sem á ekki ræt- ur í minni eigin reynslu. Það þýðir samt ekki að allt sem ég segi í text- unum hafi gerst í raunveruleikan- um. Það sem er skrýtnast við þetta er að stundum er eins og ég nái að gera texta um eitthvað sem á eftir að gerast. Ég hallast að því að þetta sé nánast ómeðvitað. Í undirvit- undinni bærist hugsanir eða jafnvel ákvarðanir sem brjótist fram í text- unum.“ Þetta segir hún að sé hins vegar bara lítið brot af miklu stærra ferli. „Tónlist er tjáning. Að sumu leyti al- veg eins og hvernig maður velur föt- in sín, kaupir í matinn eða hvernig maður dansar. Ég er ekki með skýr og mótuð markmið eða skilaboð til fólks þegar kemur að tónlistinni. Tónlistin er bara hluti af mínu lífi eins og það er.“ Hvernig verður svo laugardagskvöldið í Listasafninu? „Hljóm- sveitin mín sam- anstendur af tveim- ur trommurum og tveimur hljómborð- sleikurum, auk mín. Ef við náum teng- ingu og fólkið dans- ar þá verð ég ánægð.“ sigtryggur@dv.is Það er engin þversögn í því að gera innihaldsríka eða frumlega popptónlist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.