Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 32
32 viðtal 15. október 2010 föstudagur Lengi vel vann það gegn Þorgrími Þrá-inssyni að hann væri íþróttamaður, myndarlegur og duglegur. Hann var ekki hinn hefðbundni rithöfundur. Ekki vann það heldur með honum að hann var stöðugt að hrella þjóðina með áróðri gegn tóbaksreykingum. Eftir feril sem spannar 21 ár og 25 bækur hefur Þorgrímur loks öðlast viðurkenningu sem rithöfundur. Á dögun- um vann hann Íslensku barnabókaverðlaun- in auk þess sem Páll Baldvin Baldvinsson gaf honum fjórar stjörnur í Fréttablaðinu og Kol- brún Bergþórsdóttir lofaði bókina í Kiljunni. Kannski styttist í að hann geti látið langþráðan draum rætast og helgað sig alfarið ritstörfum. Þorgrímur er gömul sál sem nærist þegar hann sefur, trúir á líf eftir dauðann, sækir hug- myndir í draumana og hefur drifkraft til þess að komast þangað sem hann ætlar sér. Mest af öllu langar hann að þroskast sem einstak- lingur og miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra. Sjálfsöryggið uppmálað gengur hann inn á höfuðstöðvar DV í Tryggvagötunni. Beinn í baki, hávaxinn og vöðvastæltur stendur hann við móttökuborðið og bíður blaðamanns. Hann er klæddur í bláar gallabuxur, hvíta skyrtu og brúnan leðurjakka. Það er rétt. Hann fellur ekki inn í staðalmyndina af rithöfundi. Lítur út eins og íþróttamaður. Kokhraustur gengur hann inn í viðtalsherbergið og breiðir úr sér í rauða sófanum. Honum er boðið upp á kaffi og svarar því til að það sé eins gott að kaffið sé gott. Fær sér sopa og er sáttur. Lífið er gott þessa dagana og engin ástæða til ann- ars en að vera sáttur. Eins og hann segir: „Ég segi allt fínt. Það er ekkert í boði annað en að segja allt fínt.“ Átti aldrei pening Virka daga vinnur hann við að skrifa sögu Vals sem á 100 ára afmæli á næsta ári. Eigin verk- um sinnir hann svo um kvöld og helgar. Hann tekur vinnuna fram yfir aðra afþreyingu, enda ekki um eiginlega vinnu að ræða heldur hans helsta áhugamál. En því miður duga tekjurn- ar af verkum hans ekki til að framfleyta heilli fjölskyldu og því verður hann að sinna öðrum verkefnum með. „Ef ég væri að græða, ef ég hefði það góð laun upp úr krafsinu myndi ég ekki sinna öðrum verkefnum en mínum eig- in. Draumurinn er að geta stundað ritstörf án þess að þurfa að sinna um leið öðrum verk- efnum sem taka frá mér dýrmætan tíma og út- hald.“ En eins og meginþorri þjóðarinnar þarf hann að greiða af skuldum og sjá fyrir fjöl- skyldu. „Ég á erfitt með að ná endum saman, eins og svo margir. Sem betur fer fór ég ekki mjög illa út úr kreppunni af því að ég átti aldrei peninga til þess að kaupa neitt. Ég hef alltaf átt nóg en aldrei átt afgang til að leika mér með. Ég hef oftar en ekki dottið inn í verkefni sem gefa ekkert mjög mikið í aðra hönd en duga til þess að lifa af. En ég hef áttað mig á því í þessu árferði þar sem fólk sekkur í skuldafen að mig langar ekki að vera fangi einskis nýtra hluta. Ég hef reyndar aldrei verið drifinn áfram af peningum. Mig vantar ekkert og mig lang- ar ekki til að eiga neitt. Mér líður þannig. Ég bý í eigin húsnæði og á minn bíl en það eina sem skiptir máli er að ég á heilbrigða og flotta fjölskyldu. Ekki það hvort ég búi í einbýlishúsi eða leiguhúsnæði, eigi Porsche eða Yaris.“ SveitapiltSinS draumur Hann er sveitastrákur. Ólafsvík er hans heima- bær. Í þessu sjávarplássi ólst hann upp frá sex ára aldri. Og hann var uppi á þeim tíma er skólum var lokað ef veiðin var góð og börn- in send í frystihúsið til þess að verka aflann. Þar stóð hann vaktina frá átta á morgnana til tólf á kvöldin. Í dag sér hann þennan tíma í hálfgerðum fortíðarljóma. „Þessi tími rennur saman í eina fallega minningu. Eftir nokkur ár mun ég skrifa skáldsögu um reynslu mína af því að búa í sjávarþorpi. Síðustu tíu ár hef ég verið að taka niður punkta fyrir hana. En hún kemst ekki að strax. Það eru aðrar bækur á undan henni. En ég er óendanlega þakklátur fyrir það að hafa alist upp úti á landi. Ekki það að ég hefði örugglega ekkert orðið öðruvísi ef ég hefði alist upp í Reykjavík, nema hvað ég hefði kannski orðið betri í fótbolta,“ segir hann og brosir út í annað. „Ég lít sjaldan til baka. Ég hef mín framtíð- arplön en dett stundum niður í einhverja rút- ínu, hvort sem mér líkar það betur eða verr, eins og við gerum öll. Þá þarf ég að vera nógu hugrakkur og ákveðinn í því að fá tilbreytingu í lífið og láta drauma mína rætast.“ Fylgdi innSæinu Honum er mikið niðri fyrir. Draumurinn er eins og fyrr segir að hafa atvinnu af skáldskap. Þorgrímur starfaði lengi sem blaðamaður hjá Fróða þar sem hann ritstýrði íþróttablaði og skrifaði í hin og þessi tímarit. Fljótlega varð honum ljóst að hann vildi skrifa bækur. Fram að því hafði það aldrei hvarflað að honum. „Ég datt inn í umhverfi sem mér þótti áhugavert og lífið tók völdin. Þetta var bara spurning um að þora að fylgja innsæinu. Ég talaði strax við útgefanda sem sagði já og fyrsta bókin kom út árið 1989, Með fiðring í tánum.“ aldrei aFtur Síðan hefur hann gefið út 25 bækur. Ein sú allra umtalaðasta var sjálfshjálparbók- in Hvernig gerir þú konuna þína hamingju- sama? Hún kom út árið 2007 og vakti mikið fjaðrafok. „Ég átti von á því. Það er ekki sjálf- gefið að karlmenn tjái sig um svona mál. Yf- irleitt er þetta feimnismál. Karlmenn tjá sig nánast aldrei um samskipti yfir höfuð nema í lokuðum hópi. Hvað þá að karl skrifi bók um samskipti kynjanna.“ Konan hans, Ragnhildur Eiríksdóttir, las handritið yfir og var sátt. Þorgrímur var það líka. „En ég myndi aldrei skrifa svona bók í dag. Mér líður öðruvísi en mér leið þá. Ég er í öðrum gír. Hugmyndir koma og oft koma þær á réttum tíma.“ ekki hinn Fullkomni eiginmaður Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort konan hans sé hamingjusöm. „Já, hún ber þess merki að vera hamingjusöm en við bæði, eins og líklega flestir, eigum okkar góðu stundir og aðrar sem eru verri.“ Oftar en ekki þarf hann að svara því hvort hann fylgi eigin boðskap og uppfylli drauma- hlutverkið. Því svarar hann alltaf heiðarlega „Ég er ekkert kvennagull“ Ein þekktasta bók Þorgríms Þráinssonar er Hvernig gerir þú konuna þína hamingjusama? Hann myndi aldrei skrifa hana í dag. Hann ræðir um frelsið og fórnirnar í hjónabandinu, ástina og áhugann á makan- um sem er mismikill eftir tímabilum og þörfina til að fara reglulega í frí frá fjölskyldu og sjálfum sér. Hann segir einnig frá því að hann sé gömul sál sem hafi lifað mörg líf og andlegu verunum sem næra hann á nóttunni, mestu niðurlægingu lífsins, drauminum um að lifa af skáldskapnum, baslinu við að láta enda ná saman og svekkelsinu yfir að lenda aldrei á séns. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ræddi við hann. Vinkona mín spurði mig einu sinni hvort ég væri ekki alltaf að lenda á séns og ég sagði eins og satt var að það bara gerðist aldrei. Þá sagði hún að það væri vegna þess að ég virkaði ósnertan- legur. Ég hváði og spurði hvað ég ætti þá að gera. reynir að vera góður pabbi Auðviðtað hefur það samt komið fyrir að Þorgrímur hafi skammað börnin að ósekju og hann skammast sín fyrir það. Oftast vegna þess að hann hefur verið undir miklu álagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.