Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 33
föstudagur 15. október 2010 viðtal 33
og neitar. „Að sjálfsögðu geri ég það ekki. Ég
get ekki gengist upp í þessu öllu. Stundum er
ég góður eiginmaður og stundum er ég leiðin-
legur. Ég vil ekki reyna að fegra mína ímynd.
Ég er bara mannlegur, jafnbreyskur og geri
jafnmörg mistök og aðrir. En mig langar til að
lifa fallegu lífi og reyni að vanda mig svo ég
haldi áfram að vaxa og þroskast.“
Hann er ekki einu sinni kvennagull.
„Stundum verð ég pirraður yfir því að það sé
aldrei reynt við mig.“ Hann hlær dátt. „Nei,
ég meina það ekki þannig. En vinkona mín
spurði mig einu sinni hvort ég væri ekki alltaf
að lenda á séns og ég sagði eins og satt var að
það bara gerðist aldrei. Þá sagði hún að það
væri vegna þess að ég virkaði ósnertanlegur.
Ég hváði og spurði hvað ég ætti þá að gera.“
Hann hlær enn. „Ég veit ekki hvernig ég
ætti að vinna í því. Ég á erfitt með að feika
sjálfan mig. Ég er allavega ekkert kvennagull.
Samt verð ég að viðurkenna að ég hef
gaman af því að hrósa, konum jafnt
sem körlum, og línan á milli þess að
hrósa einhverjum og daðra við hann
er hárfín. Það er ekkert feimnismál
fyrir mig en framkoma mín í garð
annarra endurspeglar það hvernig
mér líður. Líkamsburður, augnaráð,
handahreyfingar. Allt er þetta bara
tjáning.“
Frelsi og Fórnir
í sambandinu
Árið 1990 gekk hann í hjónaband.
Þau hjónin hafa alla tíð staðið þétt við
bakið hvort á öðru og stutt hvort ann-
að með ráðum og dáð. „Okkar hjóna-
band er farsælt af því að við leyfum
hvort öðru að njóta okkar sem ein-
staklingar. Hún gerir það sem hana
langar til og ég geri það sem ég vil.
Með því að virða skoðanir hvort ann-
ars, þetta frelsi og elska skilyrðislaust
höfum við haldið ástinni við. Stærsta
ástin er að geta sleppt og ég held að
konan mín upplifi sig frjálsa. Það sama
geri ég.
Svona hefur þetta alltaf verið. Hún
var ekki nema átján þegar þau kynnt-
ust. Hann var tíu árum eldri, 28 ára gamall.
„Nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst
fór hún út sem skiptinemi í heilt ár. Mér fannst
það ekkert mál. Af því að ég var tíu árum eldri
en hún fannst mér að hún yrði að fá að gera
allt sem hana langaði til að gera. Það hvarflar
ekki að mér að stoppa hana í einhverri eigin-
girni.
Það er mér nauðsynlegt að festast ekki í
viðjum vanans. Þess vegna reyni ég að leigja
mér íbúð úti á landi á sumrin þar sem ég get
verið í ró og næði. Einvera og þögn eru rithöf-
undi jafnmikilvæg og saumavél saumakonu.
Ég skrifa ekki bækur nema ég sé látinn af-
skiptalaus. Kannski eru það fórnirnar sem ég
þarf að færa.“
Ástin er mismikil
Saman eiga þau þrjú börn. Kristófer sem er 18
ára, Kolfinnu sem er 14 ára og Þorlák Helga
sem er 10 ára. „Við rekum heimili saman og
eigum yndisleg börn. Við erum bara á okk-
ar leið. Ég er ástfanginn af henni og hef allt-
af verið það. Þetta orð er samt svolítið skrýtið,
að vera ástfanginn. Ástin er ekkert sjálfgefin.
Í hjónabandi er afar fín lína á milli traustrar
og heiðarlegrar vináttu og þess að vera ást-
fanginn. Ég held að það komi tímabil í lífi
allra hjóna að ástin er mismikil og áhuginn
sömuleiðis. Þá reynum við að sinna því sem
skiptir mestu máli, að láta heimilið ganga og
sinna börnunum, heimalærdómnum, skutl-
inu og þessu öllu. Við höfum ekkert alltaf tíma
til þess að setjast niður og haldast í hendur
undir kertaljósum,“ segir hann og hlær létt.
„Ég þarf ekkert að segja þér það. Líf mitt er
ekki útópískt. En það skiptir þá höfuðmáli að
bera virðingu fyrir maka sínum, virðingu fyrir
áhugamálum hans, starfi og bara lífinu. Kon-
an mín er mjög leitandi og hún er að mörgu
leyti minn andlegi meistari. Það er mjög fal-
legt.“
streitan bitnar Á börnunum
Eins og hægt er að ímynda sér hefur Þorgrím-
ur, sem hefur skrifað óteljandi barnabækur,
einnig ákveðna sýn á foreldrahlutverkið. „Ég
legg mig fram um að vera alltaf til staðar fyr-
ir börnin mín. Ég legg mig líka fram um að
vera vinur barnanna minna. Ég reyni
að tala ekki niður til þeirra eða skamma
þau. Eins og eðlilegt er missi ég mig
samt stundum. Ég hef skammað þau
að ósekju og þótt það óþægilegt. Oft-
ast hefur það verið vegna þess að það
hefur verið álag á mér, eins og er vænt-
anlega á mörgum foreldrum sem basla
við að láta enda ná saman í dag. Það
bitnar á börnunum. Börn eru næm-
ari á umhverfi sitt og tilfinningar for-
eldra sinna en við viljum meina. Son-
ur minn finnur það strax ef mér líður
illa og kemur og tekur utan um mig. Ég
þarf ekki að segja neitt.
Ef ég hef einhvern tímann skamm-
að þau fyrir að brjóta glas eða annað
álíka þá skammast ég mín fyrir það.
Oft hef ég spurt mig að því hvernig ég
vilji að þau muni mig þegar þau fara
að heiman. Þessi spurning virkar á
mig eins og löðrungur og vekur mig
til meðvitundar. Í kjölfarið vanda ég
mig meira. Því ég held að okkur for-
eldrum hætti til að velta okkur upp
úr smámunum eins og því hvort skór
eða skólatöskur séu á réttum stað
í stað þess að leyfa börnum að vera
börn. Leyfa þeim að gera mistök sem
þau læra af. Hlusta á þau. Nálgast
þau á jafnréttisgrundvelli. Kannski
er ég góður pabbi, kannski ekki. Það
er ekki mitt að leggja mat á það. Ég er
allavega að reyna. Þegar sonur minn
segir við mig að ég sé besti pabbi í
heimi trúi ég honum. Ég vona að öll
börn segi það sama um pabba sinn.“
Frí FrÁ heimilinu
og sjÁlFum sér
Eins og allir foreldrar talar Þorgrím-
ur um að börnin hans séu það besta
sem hefur komið fyrir hann. Vegna
þess að ekkert er eins þroskandi og
eins krefjandi og það að ala upp börn. „En það
„Ég er ekkert kvennagull“
framhald á
næstu sÍÐu
Í hjónabandi er afar fín lína á milli traustrar og
heiðarlegrar vináttu og þess
að vera ástfanginn. Ég held
að það komi tímabil í lífi allra
hjóna að ástin er mismikil og
áhuginn sömuleiðis.
Á sama tíma og ég var fúli gæinn í tóbaks-
vörnum var ég að reyna að
selja bækur sem rithöfundur.
Ég vann gegn sjálfum mér.
Ef ég ætla mér eitthvað verð ég að treysta á sjálfan mig og engan
annan. Þegar upp er staðið stend ég einn.
m
yn
d
ir
s
ig
tr
yg
g
u
r
a
ri