Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 40
Hörður fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1951, var samhliða menntaskólanámi í myndlistar- námi hjá danska myndhöggvar- arnum Aage Edvin, og lauk síðan teiknikennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1954 og cand.oecon-prófi frá Há- skóla Íslands 1955. Hörður var kennari við Sam- vinnuskólann á Bifröst frá 1956–92 er skólinn var orðin viðskiptahá- skóli. Hörður gekk í skátafélagið Faxa í Vestmannaeyjum er hann var tólf ára og var þar virkur félagi en eft- ir að hann flutti frá Eyjum starfaði hann í flokki brottfluttra Eyjaskáta með Útlögum til æviloka. Hörður var í hópi fræknustu frjálsíþróttamanna þjóðarinnar á fimmta áratug síðustu aldar. Hann æfði og keppti með Ármanni, var margfaldur Íslandsmeistari í sprett- og boðhlaupum, keppti margsinn- is með íslenska frjálsíþróttalands- liðinu, s.s. í landsleik gegn Dönum 1950 og í landskeppni Íslendinga, Dana og Norðmanna í Osló 1951, en þar sigruðu Íslendingar og varð Hörður stigahæsti keppandinn. Þá keppti hann á Ólympíuleikunum 1952. Hann keppti með boðhlaups- sveitum Ármanns vel yfir þrítugt. Hörður hélt nokkrar málverka- sýningar og var afkastamikill teikn- ari. Hann teiknaði m.a. um ára- tugaskeið myndir af nemendum Samvinnuskólans á Bifröst í árbók þeirra Ecce homo. Þá gerði hann Trölla, fyrstu teiknuðu íslensku aug- lýsingakvikmyndina fyrir sjónvarp. Hörður lærði á gítar hjá Odd- geiri Kristjánssyni, tónskáldi í Vestmannaeyjum og var liðtækur hljómlistarmaður, m.a. með skóla- hljómsveitum á Bifröst. Hann var mikill áhugamaður um kvikmyndir og safnaði íslenskum útvarpsleik- ritum um langt árabil. Þá var hann mikill áhugamaður um ferðalög. Síðustu áratugina naut Hörð- ur samvistar, vináttu og umhyggju æskuvinkonu sinnar úr Vestmanna- eyjum, Stellu Sigurðardóttur. Hann var undir lokin, vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Fjölskylda Bræður Harðar eru Eiríkur Haralds- son, f. 12.3. 1931, lengst af kennari við Menntaskólann í Reykjavík; Ág- úst Pétur Haraldsson, f. 13.10. 1935, tæknifræðingur. Foreldrar Harðar voru Haraldur Eiríksson, f. í Vestmannaeyjum 21.6. 1896, d. 7.4. 1986, rafvirkjameist- ari og vélstjóri í Vestmannaeyjum, og k.h., Solveig Soffía Jesdóttir, f. á Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjalla- hreppi 12.10. 1897, d. 6.2. 1984, hús- móðir og yfirhjúkrunarkona. Ætt Haraldur var sonur Eiríks, kennara í Vestmannaeyjum Hjálmarssonar, b. á Ketilsstöðum í Mýrdal og á Efri- Rotum undir Eyjafjöllum Eiríks- sonar, b. á Ketilsstöðum Jónssonar. Móðir Eiríks var Guðrún Jónsdóttir, b. á Svartanúpi í Skaptártungu Þor- lákssonar. Móðir Haraldar var Sigurborg Rannveig Pétursdóttir, úr Hörgár- dal í Eyjafirði Ólafssonar, og Elínar Hjartardóttur. Solveig Soffía var systir Gísla Friðriks, íþróttakennara í Vest- mannaeyjum, og systir Ásdísar Guð- bjargar, konu Þorsteins Einarssonar, íþróttafulltrúa ríkisins. Solveig Soffía var dóttir Jes Andrésar, pr. á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum og síðar versl- unarmanns í Vestmannaeyjum Gíslasonar, kaupmanns í Hliðar- húsum Stefánssonar, b. og stúdents í Selkoti undir Vestur-Eyjafjöllum Ólafssonar. Móðir Jes var Sophie Elisebet, dóttir Anders, skipstjóra í Vestmannaeyjum Asmundsen, frá Arnedal í Noregi. Móðir Solveigar var Kristjana Ágústa Eymundsdóttir, b. á Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði Eymunds- sonar. Hörður var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík sl. miðvkudag. Fríða fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk þar barnaskólaprófi og starfaði m.a. á Akureyrarspítala og í Bakkaseli. Hún flutti til Reykja- víkur er hún var um tvítugt þar sem hún starfaði m.a. við saumastofu, starfaði í Gúttó og við mötuneyti lögreglunnar í Reykjavík. Fríða var lengst af búsett að Vík- urbakka 26 en það hús byggðu þau hjónin á sínum tíma. Fjölskylda Fríða giftist 1.9. 1956 Helga Felix- syni, f. 24.2. 1933, d. 3.8. 1910. For- eldrar hans voru Felix Helgason, f. 28.9. 1972, d. 5.9. 1956, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f.21.7. 1908, d. 17.2. 1949. Systkini Helga eru Arnfríður Fel- ixdóttir, f. 16.6. 1929; Guðmundur Felixson, f. 3.7. 1934, d. 1935; Fjóla Felixdóttir, f. 5.3. 1945. Dóttir Fríðu og Helga er Guð- björg Erla Helgadóttir, f. 9.2. 1957, gift Tómasi Guðmarssyni, f. 9.11. 1959 en dætur þeirra eru Fríða Ósk Tómasdóttir, f. 26.10. 1993, og Sara Rós Tómasdóttir, f. 2.9. 1996. Dóttir Fríðu frá því áður og Karls Adolfssonar, f. 20.12. 1922, d. 18.8. 2008, er Ásdís K. Molvik, f. 17.7. 1943. Dóttir Fríðu frá því áður og Þor- steins Löve, f. 29.7. 1923, d. 10.4. 2002, var Kristbjörg Löve, f. 23.9. 1947, d. 9.4. 2002, en börn henn- ar eru Aðalsteinn Bjarnþórsson, f. 3.12. 1964 en börn hans eru Emil, f. 23.2. 1998, og Elísa, 23.1. 2002; Árndís J. Bjarnþórsdóttir, f. 6.8. 1967, en dóttir hennar er Saga, f. 11.4. 1996. Alsystkini Fríðu: Jóhann Bragi Freymóðsson, f. 27.2. 1920; Árdís Jóna Freymóðsdóttir, f. 25.7. 1922; Stefán Heimir Freymóðsson, f. 30.11. 1928, d. 25.11. 1930. Hálfsystkini Fríðu, samfeðra: Heimir Freymóðsson, f. 1.3. 1948, d. 31.8. 1968; Berglind Freymóðsdótt- ir, f. 17.10. 1951. Foreldrar Fríðu voru Freymóð- ur Jóhannsson, f. í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd 12.9. 1895, d. 6.3. 1973, listmálari og tónskáld á Ak- ureyri og í Reykjavík, og Steinunn Margrét Jónsdóttir, f. á Stóru-Há- mundastöðum á Árskógsströnd 31.1. 1894, d. 9.9. 1982, húsfreyja. Ætt Freymóður var bróðir Egils síldar- skipstjóra á Akureyri, bróður Þor- steins bankaendurskoðanda. Frey- móður var sonur Jóhanns Tryggva, sjómanns og smiðs í Stærra-Árskógi og síðar á Árbakka Þorvaldssonar, b. og skipstjóra á Krossum, bróð- ur Snjólaugar, móður Jóhanns Sig- urjónssonar skálds og Snjólaugar, móður Sigurjóns Sigurðssonar lög- reglustjóra, föður Jóhanns Sigur- jónssonar, forstjóra Hafró. Snjólaug yngri var einnig móðir Ingibjarg- ar, móður Magnúsar Magnússon- ar, sjónvarpsmanns hjá BBC og rit- höfundar, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar sem báðar vinna hjá BBC. Snjólaug eldri var einnig móð- ir Jóhanns Baldvins, stúdents og b. á Laxamýri. Þorvaldur var son- ur Þorvalds, skipstjóra á Krossum Gunnlaugssonar, b. á Hellum Þor- valdssonar, b. á Ingvörum Sigurðs- sonar. Móðir Gunnlaugs var Hólm- fríður Þorvaldsdóttir frá Sökku. Móðir Þorvalds yngri var Snjó- laug, systir Hólmfríðar, langömmu Björns Th. Björnssonar, listfræðings og rithöfundar. Snjólaug var dóttir Baldurs, pr. á Upsum í Svarfaðardal, bróður Hallgríms, prests á Hrauni, föður Jónasar skálds. Baldur var sonur Þorsteins, pr. í Stærra-Árskógi Hallgrímssonar og Þórunnar Lárus- dóttur Scheving. Móðir Freymóðs var Hallfríður Jóhannsdóttir, frá Ólafsfirði Magn- úsdóttir. Steinunn Margrét var dóttir Jóns, b. í Ytra-Kálfsskinni Guðjónssonar og Arndísar Sigvaldadóttur. Útför Fríðu fór fram frá Bústaða- kirkju sl. mánudag. Hörður Haraldsson kennari við SamvinnuSkólann á BifröSt Fríða Freymóðsdóttir húSmóðir í reykjavík Jóhannes Sveinsson Kjarval liStmálari f. 15.10. 1885, d. 13.4. 1972 Jóhannes Sveinsson Kjarval fædd- ist að Efri-Ey í Meðallandi, sonur Sveins Ingimundarsonar, bónda þar og k.h., Karitasar Þorsteins- dóttur húsfreyju. Hann ólst upp frá fjögurra ára aldri hjá hálfbróður móður sinnar, Jóhannesi Jónssyni í Geitavík í Borgarfirði eystra. Kjarval hélt utan 1911, fyrst til Lundúna en síðan til Kaupmanna- hafnar þar sem hann lauk prófi í málaralist frá Konunglega lista- háskólanum 1918. Þá dvaldi hann á Ítalíu 1920 og í París 1928 en var lengst af búsettur í Reykjavík frá 1922. Auk þess að vera meðal frum- herja íslenskrar myndlistar var Kjarval án efa virtasti listmálari og einn ástsælasti listamaður þjóðar- innar á 20. öld. Verk hans bera með sér expressionísk og impression- ísk stílbrigði en þau eru auk þess rammíslensk, oft hlaðin táknum er vísa til íslenskra þjóðsagna, ævin- týra og skáldskapar, auk þess sem megin viðfangsefni hans sem list- málara var íslenskt landslag, eink- um á Þingvöllum. Kjarval var auk þess mik- ill teiknari, samanber teikningar hans af íslensku alþýðufólki. Hann myndskreytti ýmis rit og skrif- aði sjálfur ýmis rit, s.s. Grjót 1930; Meira grjót, 1937; Leikur, 1938; Ljóðagrjót, og Hvalsagan frá átján hundruð níutíu og sjö, 1956. Margt hefur verið skrifað um Kjarval og list hans, s.s. ævisaga hans eftir Indriða G. Þorsteins- son, samtalsbók eftir Matthías Jo- hannessen, Kjarval, eftir Thor Vilhjálmsson og Kjarval – málari lands og vætta, eftir Aðalstein Ing- ólfsson. Kjarvalsstaðir í Reykjavík voru opnaðir 1972 en þar eru verk hans höfð til sýnis, skráð og rannsökuð. Stefán frá Hvítadal f. 16.10. 1887, d. 1933 Stefán fæddist á Hólmavík, son- ur Sigurðar Sigurðssonar, kirkju- smiðs á Hólmavík og víðar, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur. Stefán ólst upp á Stóra-Fjarðar- horni við Kollafjörð og í Hvítadal í Saurbæ. Hann lærði prentnám á Ísafirði og í Reykjavík, var í Nor- egi 1912–1915, m.a. á heilsuhælum sökum tæringar, stofnaði heimili á Ballará, var á Krossi á Skarðsströnd og bóndi í Bessatungu í Saurbæ frá 1925 og til æviloka. Stefán gerðist ungur kaþólskrar trúar. Ljóðabækur Stefáns: Söngv- ar förumannsins, 1918; Óður ein- yrkjans, 1921; Heilög kirkja, 1924; Helsingjar, 1927, og Anno Domini, 1930. Söngvar förumannsins er lang besta ljóðabók Stefáns og tíma- mótaverk í íslenskri ljóðlist. Hún gerir hann að einu fremsta skáldi nýrómantísku stefnunnar, og ásamt Davíð Stefánssyni, (Svart- ar fjaðrir, 1919), að helsta boðbera hinnar lífsglöðu, kraftmiklu og rómantísku aldamótakynslóðar. Stefán lá fársjúkur í Unuhúsi veturinn 1917–1918. Í Sjömeist- arasögu greinir Halldór Lax- ness frá því hvernig Stefán hjarn- aði við um vorið, heyrði í svönum fljúga yfir bæinn og ort Vorsól sem hefst á eftirfarandi erindi: Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? Ýmis höfuðskáld hafa skrifað um Stefán og dásamað skáldskap hans, s.s. Tómas Guðmundsson sem gaf út heildarljóðasafn hans, meistari Þórbergur sem brallaði með honum í Unuhúsi og víðar, Halldór Laxness í bókinni Af skáld- um og Hannes Pétursson í Eim- reiðina 1972. Fæddur 11.09. 1929 - Dáinn 05.10. 2010 Fædd 11.09. 1929 - Dáin 05.10. 2010 40 minning 15. október 2010 föstudagur andlát andlát merkir íslendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.