Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Síða 42
42 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 15. október 2010 Föstudagur Þegar hjónaband Ri-chards Collins, frá La-dywood í Birmingham á Englandi, var farið í vaskinn leitaði hann kynferðislegr- ar fullnægju annars staðar. Árið var 1953 og Collins sem var 46 ára féll fyrir þriggja barna móður og eig- inkonu, hinni 31 árs Hazel Dav- is. Collins gerði reyndar gott betur en að falla fyrir Hazel – hann varð heltekinn af henni. Reyndar var málum þannig háttað að Hazel var ekki nýgræð- ingur þegar kom að vafasömum ástarævintýrum, en engu að síð- ur vaknaði hjá henni ótti þegar spennan jókst í sambandinu. Ri- chard Collins var yfirþyrmandi, krefjandi og skapbráður maður og átti til að hóta henni bráðum bana. Eins og það væri ekki nóg þá var Richard ekki hræddur við að taka áhættu. Þegar þarna var kom- ið sögu bjó hann enn ásamt fjöl- skyldu sinni – eiginkonu, dóttur og tengdasyni – við Morville Street númer 114 í Ladywood, en það aftraði honum ekki frá því að taka hjákonuna heim síðla nætur þeg- ar aðrir fjölskyldumeðlimir voru í fasta svefni. eiginkonan kemur að elskendunum Eina nótt voru skötuhjúin trufl- uð af eiginkonu Richards og Haz- el yfirgaf heimili Collins-hjónanna í miklum flýti. En slíkt var tangar- haldið sem Richard hafði á Haz- el að hún átti eftir að koma aftur á heimili hans. Að morgni sunnudagsins 15. nóvember, 1953, fór dóttir Ri- chards á fætur, venju samkvæmt, og fór niður. Skömmu eftir klukkan ellefu var henni gengið inn í stof- una og þar mætti henni óhugnan- leg sjón. Faðir hennar lá dauður í sófanum með handlegg utan um líkið af Hazel Davis. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem kallaður var á vettvang, Harry Morrison, var ekki alls ókunnugur Richard Collins því mánuði áður hafði hann yfirheyrt Collins sem hafði þá viðurkennt í löngu máli að hafa áreitt tólf ára stúlku. Á vettvangi tók Morrison eftir því að turtildúfurnar miðaldra lágu á grúfu. eiginmaður Hazel yfirheyrður Þann 17. nóvember bar John Willi- am Davis, eiginmaður Hazel, að hann hefði síðast séð eiginkonu sína á heimili þeirra að kvöldi laug- ardags 14. nóvember. John sagði að hann hefði brugðið sér af bæ það kvöld og þegar hann kom aftur var Hazel hvergi að finna, og hún kom ekki heim það kvöld að sögn Johns. John sagði ennfremur að hann hefði ekki tilkynnt um hvarf hennar enda hefði hann talið að hún hefði farið til móður sinnar. Hann fékk að vita af dauða Hazel á sunnudeg- inum þegar nágranni hans upp- lýsti hann um það, sagði John, og þá hefði hann verið nýkominn frá móður Hazel. John sagðist ekki vita neinn deili á Richard Collins. blásýra og kyrking Violet Collins, eiginkona Richards, var eðli málsins yfirheyrð og sagð- ist hún einungis hafa þekkt Hazel í sjón og að hún hefði heyrt af ást- arsambandi hennar og Richards. Strangt til tekið, sagði hún, voru hún og Richard skilin að borði og sæng þó þau hefðu búið undir sama þaki. Violet sagðist síðast hafa séð eiginmann sinn á laugardags- kvöldið heima við, en hann hefði síðan farið út. Við réttarhöldin, 4. desember, fengu kviðdómendur að sjá ljós- myndir af vettvangi og þeir beðn- ir að taka sérstaklega eftir brotnu glasi sem lá á gólfinu, skörungi og öðru glasi sem vitað var að innihélt blásýru. Meinafræðingur var búinn að komast að því að Richard hafði dáið vegna bráðrar blásýrueitrun- ar, en sú var ekki raunin með Hazel Davis – hún hafði verið kæfð. Dánardómstjórinn spurði John Davis hvort honum hefði verið kunnungt um að eiginkona hans hefði verið í tygjum við aðra menn. „Ekki núna,“ svaraði John, „ég vissi að hún átti það til á árum áður. Fyr- ir fimm árum. Ég kenndi henni lexíu þá. Ég veit ekki betur en hún hafi lært af henni.“ John sagði af og frá að konan hans kynni að hafa framið sjálfsmorð og aðspurður að hann hefði aldrei hitt Richard, hvað þá lagt hendur á hann. Hótaði fjölskyldu sinni Við frekari yfirheyrslur á Violet Collins sagði hún að hann hefði verið lauslátur og verið í sambandi við fleiri konur. Hún var síðan spurð hvort Richard hefði einhvern tímann haft í hótunum við hana eða fjölskylduna. „Fyrir um ári sagði hann að hann ætti nóg efni í fórum sínum til að fyrirkoma okkur öllum,“ svaraði Violet og bætti við að hún hefði ekki haft vitneskju um að hann geymdi eitur í húsinu, en hann hefði unnið með ýmis efni. Dóttir Richards upplýsti að hún hefði rekið augun í lítið lyfjaglas sem innihélt hvítt duft nokkrum vikum fyrir daginn örlagaríka, og síðar tekið eftir því að það var horf- ið. Rannsóknarlögreglumaður sem vann að rannsókninni staðfesti að hann hefði fundið tvö lyfjaglös sem innihéldu blásýru í herberginu þar sem líkin fundust og tvö tóm með- alaglös sem hafði verið hent í arin- inn í næsta herbergi. Einn kunningi Hazel, Donald Kelly, sagði að Hazel hefði sagt honum af sambandi hennar og Ri- chards og að hún hefði verið dauð- skelfd við hann og hann hefði hót- að henni lífláti. Morð og sjálfsmorð Í ljósi þess að enga áverka var að finna á líkunum ályktaði meina- fræðingur krúnunnar, James Webs- ter, að Richard hefði undirbúið tvö- falt sjálfsvíg og þess vegna tekið til tvö blásýruglös. Webster taldi að þegar á hólminn kom hafi Hazel neitað að drekka úr sínu glasi og Richard hefði þá gripið til þess ráðs að kæfa hana með púða sem fannst undir líki hennar. James sagðist ekki geta útilokað möguleikann á sjálfsmorðssamningi. Í jakkavasa Richards fannst dag- bók sem hafði að geyma ítarleg- ar lýsingar á frægum morðmálum sem mátti rekja allt aftur til nítj- ándu aldar – nöfn, aðferðir og lýs- ingar í smáatriðum. Dómstjórinn sagði þetta afar mikilvægt því það bæri vitni um hugarfar Richards. Hann sagði að lítill vafi léki á því að Richard Coll- ins hefði framið sjálfsmorð með því að taka inn blásýru, en dauðdagi Hazel gæti valdið kviðdómurum heilabrotum. Niðurstaða kviðdómsins var að Richard Collins hefði myrt Haz- el Davis og síðan, með fullu viti, framið sjálfsmorð. dauðans Ekki núna,“ svaraði John, „ég vissi að hún átti það til á árum áður. Fyrir fimm árum. Ég kenndi henni lexíu þá. Ég veit ekki betur en hún hafi lært af henni.“ Í örmum richard Collins hafði tangarhald á Hazel Davis, ástkonu sinni. Í reynd var hún dauðhrædd við hann enda hafði hann haft í hótunum við hana. Þegar þau fundust dáin hvort í ann- ars örmum vaknaði upp spurning hvort þau hefðu verið myrt eða gert sjálfsmorðssamning. ladywood í birmingham um svipað leyti og harmleikurinn átti sér stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.