Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 46
46 útlit umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 15. október 2010 föstudagur
Takmarka-
laust frelsi
takmarkalaust frelsi, nýir straumar og óþekkt
framtíðin voru innblásturinn fyrir haustlínu Make
up store, Extreme. fölsk augnahár, smókí-förð-
un, grænir, brúnir og blágrænir augnskuggar
og varalitir í appelsínugulum, kremuðum og
berjarauðum. Húðin er skínandi. Litirnir eru
frekar óhefðbundnir fyrir árstíðina og hægt
er að veita hugmyndafluginu lausan tauminn.
Leiktu þér með liti og form og hafðu gaman af.
make up store Lip Gloss er
nærandi varagljái sem gefur raka
og mýkt. Ef bursti er notaður til
að bera varagljáann á varirnar
helst hann lengur ferskur. Þegar
mikið stendur til er hægt að
að blanda honum saman við
augnskugga og nota hann á
augnlokin. Liturinn heitir Bar.
make up store High Tech Lighter
er kremkenndur. Hægt er að nota
hann á margvíslega vegu, til að
lýsa upp ákveðin svæði, á varir með
varalit eða varagljáa, sem primer á
augnsvæðið, t.d. fyrir Eyedust-augn-
skuggana. Eins er hægt að blanda
honum saman við farða til að fá
fallegri áferð og meiri sanseringu.
Liturinn heitir moondust.
sýni-
kennsla
Dæmi um
dag- og
kvöldförðun
frá meisturum
make up store.
Chanel
Christian Dior
jean Paul Gaultier
make up store
Skulls & Halos Hörpu Einars
Harpa Einarsdóttir fatahönn-
uður opnar sýninguna Skulls
& Halos í Lost Horse á Hverfis-
götu 71 á laugardaginn klukk-
an 19. Á sýningunni verða
verk hennar þar sem unnið er
með blandaða tækni, teikn-
ingar, hestahauskúpur auk
þess sem þar er skúlptúr sem
Heimir Sverrisson gerði eft-
ir hönnun hennar og steypti í
fullri stærð líkama Brynhild-
ar Guðjónsdóttur leikkonu.
Er skúlptúrinn partur af inn-
setningunni á sýningunni.
„Hauskúpur og geislabaugar eru leið mín til að koma á jafn-
vægi. Það þarf að vera smá vont til að geti verið gott. Ég flétta
saman raunveruleika og mystík. Öll eigum við beinagrindur úr
fortíðinni sem við losnum aldrei við, tökum þær sátt, hlæjum
með þeim og höldum áfram staðin fyrir að óttast og staðna,“
segir Harpa um sýninguna. Harpa hefur getið sér góðan orð-
stír fyrir fatahönnun og frumlegar teikningar og hefur meðal
annars verið fjallað um verk hennar í Dazed Digital.
Naglalökkin frá YSL eru ekki bara
í undurfallegum litum heldur
einnig með einstaklega fallegum
gljáa. Naglalakkið þornar fljótt og
ver neglurnar. Takið eftir því hvað
það kemur vel út að blanda litun-
um saman. Efsta röndin setur svo
punktinn yfir i-ið.
Litríkt og
dásamlegt
Kalda kynnti nýja línu á fimmtu-
dagskvöldið. Nýja línan er öll í
bondage-þema en efnin sem þær
nota á móti leðrinu eru öll mjög
fíngerð og silhouettan er frekar
kvenleg til að mynda jafnvægið á
móti grófleikanum í leðrinu.
Sjá: Kalda.is
Bondage-fílingur
hjá Kalda
make up store microshadow
augnskugginn er þéttur og gefur
sterkan lit sem á að endast út
daginn. Hægt er að blanda litnum
við mixing Liquid svo hann verði
vatnsheldur og eins til þess að
hægt sé að nota litinn sem eye-
liner. Þessa augnskugga er einnig
hægt að nota sem kinnalit, þó að
það verði varla gert með þessum
gulgræna lit sem kallast Fizz.
make up store microshadow.
Liturinn kallast Toxic.