Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Side 50
50 tækni umsjón: páll svansson palli@dv.is 15. október 2010 föstudagur
Stephen Fry
og Windows
Phone 7
Breski leikarinn og þáttastjórnandinn
stephen Fry er ekki síður þekktur í
heimalandi sínu fyrir að vera tækja- og
tæknifrík. Fry er meðal annars þekktur
fyrir ást sína á vörum Apple-fyrirtækisins
en lætur sig svo sem litlu varða hvaðan
gott kemur og kom fram á kynningu
microsoft í vikunni þegar Windows
Phone 7-stýrikerfið var kynnt. Fry, sem
hafði fengið að prófa hugbúnaðinn í
vikutíma, lofaði nýja stýrikerfið fyrir
einfaldleika og hugkvæmni og sagðist
vera að íhuga að taka símkortið úr
iPhone-símanum sínum og setja það
í nýja símann – að minnsta kosti í
einhvern tímann. meðal annarra munu
samsung, HTC, LG og Dell bjóða upp á
síma með Windows Phone 7.
Michael Jackson í sýndarveruleika og þrívídd:
Planet Michael næsta ár
360° örygg-
ismyndavél
svokallaðar 360 gráðu linsur ryðja sér
nú til rúms í heimi öryggismyndavéla
fyrir heimili og fyrirtæki. Í stað þess
að myndavélin nemi aðeins afmark-
aðan hluta þess svæðis þar sem hún
hefur verið staðsett geta hinar nýju
360 gráðu myndavélar fangað svæði
sem nær frá vegg í vegg, frá gólfi til
lofts.
mobotix er þýskt fyrirtæki sem
sérhæfir sig í gerð slíkra myndavéla
sem byggja einnig á VoIP/sIP-
fjarskiptastaðli og H.264-staðli fyrir
myndskerpu. Fyrirtækið hefur nú sett
á markað T24-öryggisstöðina en með
henni er hægt að senda myndir úr
vélinni yfir net og vera með fjarstýrða
aðgangsstýringu þannig að hægt
sé að hleypa öðrum inn í húsnæði
þrátt fyrir að sjálfur sé maður staddur
annars staðar.
Þegar dyrabjallan hringir tengist
myndavélin við myndsíma eða heim-
ilistölvu í gegnum netið. Bæði mynd
og hljóð er sent frá stöðinni, og með
aðgangsstýringarkerfi búnaðarins er
hægt að hleypa gestum inn, hvar svo
sem húsráðandi er staddur í heimin-
um – hinum megin á hnettinum eða
einfaldlega inni í sófa. Þá er hægt að
stilla kerfið þannig að hægt er að slá
inn PIn-kóða svo dyrnar opnist. með
öflugri rafhlöðu er tryggt að kerfið
læsist ekki þó svo að rafmagni slái út.
Þeir sem eiga von á gestum á meðan
þeir eru fjarverandi geta skilið eftir
annað hvort hljóðskilaboð eða hljóð-
og myndskilaboð í dyrasímanum,
sem eru spiluð um leið og bjöllunni
er hringt.
Aðdáendur poppgoðsins Mic-
h aels Jackson geta glaðst þeg-
ar Planet Michael verður fullgert
næsta vetur. Planet Michael er
svokallað MMOG (massive multi-
player online game) en dánarbú
Jacksons og leikjaframleiðand-
inn SEE Virtual Worlds standa
að gerð þessa sýndarheims/leiks
um ævi goðsins. Notendur munu
meðal annars getað skoðað end-
urgerð tónlistarmyndbönd frá
ferli Jacksons, heimsótt Never-
land-búgarðinn og skoðað í þrí-
vídd ýmis konar þemu sem byggð
eru á ævi hans. Þessi þemu kallast
lönd og má til dæmis skoða Bad-
land, Neverland, Thrillerland eða
heimsækja Billy Jean-borg. Not-
endur geta einnig verið í sam-
bandi á ýmsa vegu innbyrðis við
aðra notendur sýndarheimsins.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að
sækja leikinn frítt fyrir almenning
en tekjur verði í formi svokallaðra
sýndarpeninga sem notendur
greiði fyrir með raunverulegum
peningum. Sýndarpeningana er
síðan hægt að nota til að eignast
alls kyns hluti eða varning innan
leiksins, breyta ásýnd notandans
(Avatar) og öðlast meiri stjórn yfir
stillingum.
planet Michael Popp-
goðið michael jackson
verður hægt að heimsækja
í sýndarveruleika og
þrívídd á næsta ári.
Sjónvarpstæki eins og við þekkj-um þau eru að ganga í gegn-um hálfgerða byltingu þessa
dagana enda hafa þær leiðir sem al-
menningur nýtir sér til að nálgast
afþreyingu breyst, nútíminn býður
upp á að þú getir verið þinn eigin
dagskrárstjóri.
Ýmsar áhugaverðar vélbúnaðar-
útfærslur til að nálgast efni yfir net-
ið og yfir á sjónvarpsskjá heimilisins
hafa litið dagsins ljós undanfarin ár,
má þar sem dæmi nefna AppleTV
sem tengist iTunes-versluninni þar
sem hægt er að leigja sjónvarps-
þætti og kvikmyndir í háskerpu auk
þess að tengjast Netflix, YouTube og
Flickr.
Boxee Box sem kom á markað á
þessu ári er annað dæmi en Boxee
er frír hugbúnaður sem gerir not-
andanum kleift að nálgast fríar kvik-
myndir og sjónvarpsþætti alls staðar
að af netinu.
Margir nýta sér einnig hefð-
bundnar tölvur eða jafnvel leikjatölv-
ur sem tengdar eru við sjónvarpið til
að nálgast afþreyingarefni. Það er þó
ekki fyrr en nú að sjónvarpstækja-
framleiðendur hafa þróað sjónvörp
með innbyggðum vél- og hugbúnaði
sem geta tengst hinum ýmsu þjón-
ustum gegnum netið.
sony Internet Tv
Sony ríður á vaðið en í vikunni kynnti
fyrirtækið nokkrar útgáfur háskerpu-
tækja (Sony Internet TV) með inn-
byggðu Google TV en það er hugbún-
aður byggður á Android-stýrikerfinu
frá Google og gerir kleift að kaupa
eða leigja kvikmyndir og sjónvarps-
þætti í gegnum netið sem síðan er
streymt til viðkomandi. Hvert það
fyrirtæki sem nýtir sér hugbúnað-
inn getur bætt við eigin forritum eða
samhæft hann við vöru sína.
Sjónvarpstækin frá Sony koma á
markað vestanhafs í ýmsum stærð-
um seinna í mánuðinum og eiga
það öll sameiginlegt að hafa 1080p
upplausn (native resolution), fjögur
USB-tengi, WiFi, Intel-örgjörva og
stóra innrauða fjarstýringu sem þeg-
ar hefur vakið mikla athygli því hún
minnir helst á stjórntæki fyrir flug-
vélamódel. Verð á þessum tækjum
er heldur hærra en á hefðbundnum
háskerputækjum en þó ekki mikið,
um 600 Bandaríkjadalir fyrir minnsta
tækið og 1.400 fyrir það stærsta.
Samhliða sjónvarpstækjunum
mun Sony einnig setja á markað svo-
kallaðan Internet TV Blu-ray spilara
til að tengja við sjónvörp en eins og
nýju sjónvörpin hefur spilarinn inn-
byggt Google TV.
apple Tv ný og endurbætt
útgáfa Apple TV leit dagsins
ljós síðla sumars.
Boxee Box
Kom á markað
fyrr á árinu.
netsjónvörp
koma á markað
sony Internet Tv
Fjarstýringin minnir
helst á stjórntæki fyrir
flugvélamódel.
Þrívídd og nettengdar þjónustur verða brátt órjúfanlegur hluti af upplifun
hins hefðbundna sjónvarpsáhorfanda. Toshiba-fyrirtækið hefur til að
mynda lyft hulunni af nýrri gerð þrívíddarsjónvarpa þar sem
engra sérstakra gleraugna er þörf og Sony setur á markað
fyrstu netsjónvörpin síðar í mánuðinum.