Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Qupperneq 61
föstudagur 15. október 2010 sviðsljós 61 Marilyn gavin Rossdale fyrrverandi söngvari Bush hefur viðurkennt að hafa átt einnar nætur gaman með breska klæðskiptingnum og poppstjörnunni Marilyn. Það gerði hinn 44 ára gamli Gavin í viðtali við tímaritið Details, en atvik- ið átti sér stað snemma á tíunda áratugnum. Það var upprunalega Boy George sem sagði frá sambandinu árið 1995 en Gavin hefur aldrei viðurkennt það fyrr en nú. Marilyn sló í gegn á níunda áratugnum með laginu Calling Your Name en hann og Boy George voru miklir vinir og urðu vinsælir á svipuðum tíma. Báðir eru þeir samkynhneigðir klæðskiptingar. „Ég held að ástæðan hafi verið ótti,“ sagði Gavin um ástæðu þess að hann viðurkenndi samband sitt við Marilyn ekki fyrr. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi endilega fela. Þetta var bara á þeim tíma sem Bush var að fara af stað og ég vildi ekki að þetta atvik hefði áhrif á feril sveitarinnar,“ sagði Gavin sem var aðeins 17 ára gamall og sagðist hafa verið að prófa sig áfram. „Maður verður að vita hvað maður vill og í dag veit ég það mjög vel,“ sagði söngvarinn í viðtalinu, en hann er kvæntur poppstjörnunni Gwen Stefani og á með henni tvö börn. Sængaði hjá Gavin Rossdale eiginmaður Gwen Stefani: Gavin Rossdale Var 17 ára að fikra sig áfram í lífinu. MaRilyn Átti einnar nætur gaman með Gavin. KóKið freistaði L eikkonan og vandræðageml-ingurinn Lindsay Lohan reyndi að flýja af meðferðar-stofnuninni Betty Ford Clin- ic á dögunum. Ástæðan var kókfíkn hennar, sem þó er skömminni skárri en kókaínfíknin sem einnig hrjáir hana. Betty Ford bannar alfarið alla koffíndrykki og brá Lindsay á það ráð ásamt öðrum vistmanni að smeygja sér undir girðinguna á lóðinni og freista þess að komast yfir í nærliggj- andi byggingu þar sem gossjálfsala var víst að finna. Ekki tókst betur til en svo að félagi Lindsay festi flík sem hún klæddist í girðingunni og gat sig hvergi hrært. Þær neyddust til að kalla á starfsmann sem losaði þær og svo var farið yfir málið á fundi. Þetta er í fimmta sinn sem Lind- say fer í meðferð en var hún send í meðferð eftir að kókaín fannst í blóði hennar örfáum vikum eftir að hún losnaði úr fangelsi. KóKið fReistaR Lindsay á í vandræðum með koffínið líka. HataR eKKi KóKið Lindsay reyndi að strjúka fyrir sopa. Lindsay Lohan reyndi að flýja af meðferðarstofnun: Ógnvekjandi adam Adam Sandler tekur upp mynd: Þ að er ekki annað hægt að segja en að gamanleikarinn Adam Sand-ler sé hreinlega ógnvekjandi á tökustað myndarinnar Jack and Jill. Kappinn er ekki lítið ófrýnilegur – klæddur og farðaður sem kona – en í myndinni leikur Sandler bæði Jack og Jill. Myndin fjallar um manninn Jack og mjög svo undarlega tvíburasystur hans Jill. Það eru engir smáleikarar sem fara með aðalhlutverkin á móti Sandler. Þau Katie Holmes og gamla brýnið Al Pacino. Tökurnar fara fram í Los Angeles en báðar dætur Sandler eru með honum á tökustað og hafa þremenningarnir skemmt sér vel á milli atriða. adaM sandleR Leikur í myndinni Jack and Jill.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.