Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Síða 62
Fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen í Las Vegas: HLAÐIN BYSSA Í MYNDATÖKU 62 FÓLKIÐ 15. október 2010 FÖSTUDAGUR MAGNI OG EYRÚN: Hemmi braut SVEPPA n Sprelligosinn og sjónvarps- maðurinn Sverrir Þór Sverris- son, betur þekktur sem Sveppi, játar á Pressunni að hafa rifbeins- brotnað á þriðjudagskvöldið þegar hann reyndi sig í sjómanni gegn Eyjamanninum Hermanni Hreiðarssyni. Eftir landsleikinn gegn Portúgal lyftu landsliðs- menn sér upp í heimahúsi þar sem Sveppi var einnig á gestal- ista. Tókust menn á í sjómanni. Vikan hefur því ekki verið sú besta hjá hinum síkáta Sveppa sem var kærður fyrir athæfi sitt í þætti sínum og Auðuns Blöndal síðastliðið föstudagskvöld en þá keyrði hann upp Laugaveginn. Er lögreglan búin að kæra Sveppa fyrir það grín og taka af honum skýrslu. EKKI SPÉ- HRÆDDUR n Grétar Rafn Steinsson er ekki spéhræddur maður né hefur hann nokkra ástæðu til að vera það. Grétar var fyrstur allra í íslenska landsliðinu til að láta sjá sig í svo- kölluðu „mixed zone“ þar sem fjölmiðlar ræða við leikmenn eftir leik Íslands og Portúgals á þriðju- dagskvöldið. Áður en Grétar fór í video-viðtöl hjá íþróttavefmiðlum landsins reif hann sig úr treyjunni og rétti Ólafi Páli Snorrasyni hana en Ólafur Páll var leikmaður utan hóps á þriðjudagskvöldið. Stóð því Grétar ber að ofan í viðtölun- um fyrir framan tugi fréttamanna og sýndi þar „húðflúrsermarn- ar“ sem hann skartar. Neðst á hægri handleggnum er hann með flúraða mynd af konu sinni, Manuelu Ósk Steinsson, er orðr- ómur var uppi um daginn að þau væru skilin. Grétar sagði það rugl í viðtali við DV. „Ég var þarna í alls konar tökum,“ segir fyrirsætan Bryndís Gyða Mich- elsen um veru sína í borg syndanna, Las Vegas, þar sem hún lét mynda sig fyrir hin ýmsu tímarit. „Ég hef ver- ið þarna úti áður og það eru sam- bönd sem hafa myndast. Svo er ég á skrá hjá skrifstofu þarna úti. Þetta var alveg rosalega gaman að vinna með svona atvinnumönnum,“ seg- ir Bryndís Gyða sem keppti fyrir Ís- lands hönd í tveimur fegurðar- og módelkeppnum á árinu, í Tyrklandi og Þýskalandi. Tökurnar gengu vel segir hún. „Það virðist vera sem Ameríkanarn- ir séu ánægðir með íslenska útlitið. Það er mikil eftirspurn eftir því í Las Vegas og Los Angeles þannig ég mun líklega fara út aftur,“ segir Bryndís, en eitt var þó skrýtið við tökurnar. „Ein stelpan gekk með bleika skamm- byssu á sér, hlaðna. Henni fannst mjög skrítið að við íslensku stelp- urnar gerðum ekki það sama,“ segir Bryndís og hlær. Las Vegas, borgin sem aldrei sef- ur, er ólýsanleg segir Bryndís. „Það voru geðveikir klúbbar þarna sem við fórum á og svo spilaði maður náttúrulega slatta. Þetta er eitthvað svo ótrúlega spes að það er ekki hægt að lýsa þessari borg. Það er engu líkt að sjá hana og svo er alltaf eitthvað í gangi þarna.“ Bryndís, sem er einnig pistlahöf- undur á Pressunni, er mikill aðdáandi þáttanna Bullshit þar sem töframenn- irnir Penn Jillett og Raymond Teller fara á kostum. Á flugvellinum í Seatt- le sá hún einmitt strigakjaftinn Penn Jillett sötra Starbucks. „Það var gaman að sjá hann. Hann virkaði alveg ósköp venjulegur gaur. Ég þorði samt ekki að fara og tala við hann, það hefði verið svo týpískt íslenskt eitthvað,“ segir Bryndís Gyða Michelsen. tomas@dv.is FÖGUR Bryndís Gyða ásamt einni karlfyr- irsætunni sem hún vann með úti. Þessi hefur boðað komu sína hingað til lands. Rokkarinn Magni Ásgeirs-son og Eyrún Hulda Har-aldsdóttir unnusta hans til 13 ára giftu sig á Eg- ilsstöðum 9.október síðastliðinn. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt. Samkvæmt blaðinu hófst samband þeirra Magna og Eyrúnar einmitt á þeim degi árið 1997. Brúð- kaupið fór fram á Egilsstöðum í við- urvist fjölskyldu og nánustu vina en Eyrún er frá Egilsstöðum og Magni frá Borgarfirði eystri. Sambandið hefur þó ekki geng- ið átakalaust fyrir sig og skildi leiðir þeirra hjóna í byrjun árs 2007. Þá birtist sameiginleg yfirlýsing frá þeim í DV þar sem þau til- kynntu sambandsslitin. Í henni sagði meðal ann- ars: „Ástæðan er sú að við höfum fjarlægst hvort ann- að tilfinningalega í kjöl- far mikilla breytinga sem urðu á högum Magna á nýliðnu ári,“ en þar vís- uðu þau til þess mikla umróts sem varð í lífi Magna þeg- ar hann sló í gegn um allan heim í raunveruleikaþættinum Rock Star: Super nova. Í þáttunum var leitað að söngvara fyrir ofurhljómsveit- ina Supernova þar sem rokkhund- urinn Tommy Lee var fremstur á meðal jafningja. Magni hreppti fjórða sætið í keppninni. Magni dvaldi lengi í Bandaríkj- unum á meðan þættirnir stóðu yfir og ferðaðist hann víða bæði inn- anlands sem utan til þess að fylgja vinsældunum eftir. Vinsældunum fylgdi einnig mikil athygli fjölmiðla og var einkalíf þeirra beggja oft til umfjöllunar. „Við munum vinna í sameiningu að uppeldi sonar okkar, Marinós, með heill hans og hamingju að leið- arljósi,“ sagði einnig í yfirlýsingunni en sá stutti sat einmitt á milli for- eldra sinna þegar þau óku burt frá kirkjunni á glæsilegum fornbíl. Það var því ástin sem sigraði að lokum þar sem Magni og Eyrún tóku saman aftur og hafa nú gengið í það heilaga þrettán árum eftir að þau kynntust. Magni Ásgeirsson og Eyrún Hulda Haraldsdóttir giftu sig um síðustu helgi eftir 13 ára samband. Mikið reyndi á samband þeirra þegar Magni sló í gegn í Rock Star: Super- nova og birtu þau yfirlýsingu í DV þegar þau slitu samvistum um stund. En ástin leiddi þau saman á ný. ÁSTIN SIGRAÐI SJÓÐHEITUR Magni var óstöðvandi í þáttunum Rock Star: Supernova. MAGNI OG EYRÚN Giftu sig á Egilsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.