Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 2
2 | Fréttir 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Sjóður Sonju seldi myndir Minningarsjóð- ur Sonju Zorrilla hefur á síðastliðn- um árum selt í kringum tuttugu listaverk hjá upp- boðshöldurunum Christie‘s í New York og Sotheby‘s fyrir tugi milljóna. Samkvæmt heimasíðu uppboðshald- arans Christie‘s var síðasta salan á verki eftir bandaríska listamanninn Mark Tobey sem seldist á 47.500 doll- ara, ríflega 6,5 milljónir króna, þann 13. nóvember 2008, rúmum mánuði eftir bankahrunið á Íslandi. Son- ja vildi að minningarsjóðurinn yrði notaður til styrkveitinga í þágu mál- efna tengdum börnum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Rasistar háværir á Íslandi Sigríður Bryn dís Baldvinsdótt- ir vakti athygli á dögunum þegar hún birti mynd- band á netinu þar sem hún fór með „möntru“ rasista og nýnasista. Hún er tveggja barna móðir, býr í Hveragerði og er meðlimur í alþjóðasamtökunum Blóð og heiður og Combat18 og aðhyllist öfgaþjóðernishyggju og kynþáttahat- ur. Sigríður segir félagið hér á Íslandi vera virkt og segir að þátttakendur í því séu venjulegt fjölskyldufólk á öll- um aldri. Hún segir félagið eiga stór- an stuðningshóp hjá fólki sem hefur búið erlendis og séð hvernig ástandið er orðið í nágrannalöndunum. Sjálf bjó hún í Danmörku í sjö ár og um tíma í Svíþjóð og Hollandi. Kosning til stjórn- lagaþings ógild Hæstiréttur Ís- lands úrskurð- aði á þriðjudag að kosningin til stjórnlagaþings sem fram fór í nóvember hafi verið ógild. Þrjár kærur bárust Hæstarétti, sem fann verulega annmarka að kosning- unum. Meðal annars var fundið að því að kjörseðlarnir hefðu verið núm- eraðir, ekki verið verið hægt að læsa kjörkössunum, talning atkvæða hefði ekki farið fram fyrir opnum dyrum og að pappírsskilrúm teldist ekki vera kjörklefi í skilningi laganna. Þá fann Hæstiréttur að því að ekki var hægt að brjóta kjörseðlana saman. Sá mögu- leiki er uppi að meirihluti Alþingis skipi hreinlega þá sem kjörnir voru. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is n HS Orka og Norðurál kosta stöðu Runólfs Ágústsonar sem lobbíista fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum n Stjórnarformaðurinn kannast ekki við það n Runólfur veit ekki hvaðan peningarnir koma HS Orka og Norðurál taka þátt í að kosta stöðu Runólfs Ágústssonar sem verkefnisstjóra vegna undirbúnings álvers í Helguvík á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Runólfur var ráðinn til þriggja mán- aða þann 22. september og ráðning hans var framlengd nú í vikunni. Í fundargerð Atvinnuþróunarráðs SSS kemur fram að ráðning Runólfs hjá sambandinu sé með þeim formerkj- um „að fjárhagslegir þættir vegna verkefnisins séu tryggðir.“ Runólfur er í raun lobbíisti fyrir sambandið til þess að þrýsta á að álverið í Helguvík rísi. Hann er verktaki fyrir samband- ið og sendir reikninga fyrir vinnu sína þangað. Fyrirtækin kosta stöðu hans hins vegar óbeint. Stjórnarformaður SSS vildi ekk- ert kannast við að staða Runólfs væri kostuð af þessum fyrritækjum þeg- ar DV spurði hann út í málið. Sam- kvæmt traustum heimildum DV hef- ur þetta ekki verið gert opinbert til þess að ljá stöðu Runólfs trúverðug- leika. Runólfur var skipaður um- boðsmaður skuldara í haust en hrökklaðist frá störfum í kjölfar um- fjöllunar DV um kúlulán hans. Að frumkvæði SSS Ásgeir Margeirsson, forstjóri Mag- ma á Íslandi og stjórnarformað- ur HS Orku, gengst hins vegar við því að fyrirtækið komi að því kosta stöðu Runólfs. „Við höfum stutt að- komu hans að verkefninu, sem þýð- ir að við tökum þátt í kostnaðinum. Við styrkjum sambandið til þessa verks. Þau óskuðu eftir því að þetta yrði unnið. Það yrði settur maður í að ýta þessu áfram og við styrkjum þau í því samhengi. En við erum alls ekki að greiða honum laun. Þetta dekkar ekki allan hans kostnað. Hans kostnaður er miklu meiri en við leggjum til,“ segir Ásgeir og er þá spurður hvort þetta hafi verið gert í samstarfi við stjórn SSS? „Þetta ger- ist þannig að þeir höfðu áhuga á því að maður yrði settur í þetta verkefni. Okkur leist vel á það, því við höfum mikinn áhuga á að af þessu geti orð- ið. Við urðum við þeirri hugmynd að leggja til eitthvað smáræði til að hjálpa þeim við þetta,“ segir hann og tekur fram að verkefnið snúist um atvinnumál á Suðurnesjum. „Það er okkar venja að styðja við þau og þetta er eins og fjölmargur annar stuðningur sem við höfum veitt í gegnum tíðina.“ Stjórnarformaður kannast við tómatarækt Gunnar Þórarinsson, stjórnarfor- maður SSS, vill hins vegar ekkert kannast við að HS Orka kosti stöðu Runólfs. Tekið skal fram að DV ræddi við hann áður en Ásgeir staðfesti samstarfið. „Nú bara get ég ekki sagt til um það,“ segir Gunnar í samtali við DV og er þá spurður hvort það sé beinlínis rangt að staða Runólfs sé kostuð með þessum hætti. „Við borgum launin hans, það er alveg pottþétt. Það er alveg á hreinu,“ seg- ir hann. Spurður hvort HS Orka og Norð- urál komi að því að styrkja SSS, svar- ar Gunnar: „Þeir hafa verið að styrkja ýmis atvinnuverkefni hér. Þeir eru meðal annars að vinna verkefni sem við erum með sameiginlega, SSS, HS Orka og fleiri í sambandi við tómata- rækt.“ Hann nefnir hins vegar ekkert í tengslum við álverið í Helguvík. Aðspurður hvort hann sem stjórnarformaður ætti ekki að vita af samningi um styrk frá félögunum, ef hann hefði á annað borð verið gerð- ur, svarar hann: „Ég get því miður ekki staðfest þetta eða véfengt. Við greiðum honum laun. Meira getum við ekki sagt. Ég hef ekki séð slíkan samning.“ Orð Gunnars stangast algjör- lega á við orð Ásgeirs sem segir að frumkvæðið að því að HS Orka styrkti stöðu Runólfs, hefði komið frá SSS. Runólfur veit ekki hvaðan peningarnir koma Runólfur sjálfur segist ekkert vita hvaðan peningarnir koma. „Ég fæ greidd laun frá Sambandi sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Þú verður að spyrja þá um þau mál. Ég sendi minn reikning þangað. Þeir greiða mér mín laun og ég er í verktakasambandi við samtökin. Hvernig þau fjármagna þau mál hef ég ekki hugmynd um,“ segir hann við DV. „Þau óskuðu eftir því að þetta yrði unnið. Það yrði settur maður í að ýta þessu áfram og við styrkjum þau í því samhengi. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is HS Orka kostar stöðu Runólfs Runólfur Ágústsson Starfar sem lobbíisti fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. HS Orka og Norðurál kosta stöðu hans. Líkir framgöngu SA við ofbeldi: Átök í vændum á Grundartanga „Eins og staðan er í dag eru umtals- verðar líkur á því að til átaka komi á þessu svæði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness. Á föstudag fundar samninganefnd sem hann leið- ir með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara þar sem í deiglunni verða kjarasamningar starfsmanna Elkem Ísland og Klafa á Grundartanga. Vilhjálmur segir heildarkröfuna sem lögð hefur ver- ið fram hljóða upp á 27,5 prósenta launahækkun. Vilhjálmur er harður á því að veita útflutningsfyrirtækjum engan afslátt af launahækkunum enda hafi þau meira bolmagn til að bæta kjör starfsmanna en önnur á grundvelli hruns íslensku krónunn- ar. Vilhjálmur segir að ef SA ætli að setja kjarasamningsbundinn rétt launafólks í herkví vegna ágrein- ings útvegsmanna við stjórnvöld og halda til streitu galinni hugmynd um samræmda launastefnu með hóf- stilltum launahækkunum til þriggja ára, óháð getu hverrar atvinnugrein- ar fyrir sig, sé ljóst að til verkfalls komi. Ábyrgðin verði öll á hönd- um SA ef til þess kemur. Vilhjálmur segir forsvarsmenn Elkem og Klafa hafa tekið vel í tilboð hans um að framlengja samninga til 1. maí gegn eingreiðslu til að auðvelda samn- inga. En SA, sem fer með samn- ingsumboðið fyrir stóriðjuna, hafi „lamið fast í lúkurnar á þessum aðil- um“ hvað það varðar vegna deilu sinnar við stjórn- völd. Vil- hjálmur líkir þessari framgöngu SA við of- beldi. mikael@dv.is Vilhjálmur Egilsson Er formaður Samtaka atvinnulífsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.