Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 22
H æstiréttur hafði fullan rétt til að úrskurða stjórnlaga- þingskosningarnar ógildar. Þau atriði sem kært var út af finnst mér að vísu næsta fáfengileg og í raun er í sjálfu sér eiginlega kjánalegt að dæma almennar kosningar ógild- ar út af þvíumlíku. Flestöll þau fram- kvæmdaatriði sem fettur var fingur út í eru í fullu samræmi við kosningafram- kvæmd í góðum og gildum lýðræðis- ríkjum erlendis. Og sumt er afar vafasamt í úrskurði Hæstaréttar. Til dæmis þegar hann fjallar um kæru vegna númeramerk- ingar kjörseðla og tekur þá gott og gilt að einn kærenda „kveðst vita til“ að ákveðið háttalag hefði verið haft á í sumum kjördeildum, en „hefði ekki upplýsingar um hvaða kjördeildir eða kjörstjórnir væri að ræða.“ Það verð- ur forvitnilegt að vita hvort héðan í frá verði það talinn fullgóður vitnisburð- ur fyrir Hæstarétti að „segjast vita“ um eitthvað, en hafa þó ekki neinar frekari upplýsingar þar um. Og sömuleiðis er mjög undarlegt af Hæstarétti að telja það annmarka á framkvæmd kosninganna að fram- bjóðendur skyldu ekki hafa haft full- trúa við talninguna, þegar sannleikur- inn er sá að enginn frambjóðandi fór fram á slíkt. Ekki var heldur á nokkurn hátt amast við þeim tveimur frambjóð- endum sem vissulega fóru og fylgdust með talningu. Þetta tvennt finnst mér rýra tölu- vert mikið gildi úrskurðar Hæstaréttar. En þó er ljóst að hann hafði fullan rétt til að úrskurða eins og hann gerði á þriðjudaginn var. Því framkvæmd kosninganna var ekki fullkomlega í samræmi við lög, það verðum við að horfast óhrædd í augu við, hversu leitt sem okkur kann að þykja það. EKKERT ATHUGAVERT VIÐ STJÓRNLAGAÞINGSLÖGIN Ekkert var að vísu athugavert við lög- in sjálf um stjórnlagaþingið, að dómi Hæstaréttar. Það er mikilvægt að halda því til haga. Úrskurður Hæsta- réttar snertir ekki á nokkurn hátt stjórnlagaþingslögin sjálf. Þess vegna varð ég svo undrandi að sjá Ólöfu Nordal stíga í pontu á Alþingi og full- yrða þar æ ofan í æ að Hæstiréttur hefði úrskurðað að „lögin um stjórn- lagaþingið“ væru svo broguð að þess vegna hefði kosningin verið dæmd ógild. Þetta var einfaldlega rangt og það hefði ekki átt að taka lögfræði- menntaða manneskja nema svona þrjár sekúndur að átta sig á því. Það var því mjög undarlegt að sjá og heyra Ólöfu halda þessu fram. Ég held að hún hljóti nú að hafa áttað sig á þessu sjálf. Það sem hins vegar var athugavert, og það sem gerir það að verkum að Hæstiréttur er í fullum rétti að dæma kosningarnar ógildar, er sú staðreynd að í stjórnlagaþingslögunum seg- ir skýrum orðum að um framkvæmd kosninga til þingsins skuli fara eftir lögum um Alþingiskosningar. Og það var ekki gert. Í lögum um Alþingiskosningar eru mjög ákveðin skilyrði um hvernig ganga skuli frá kjörkössum, kjörklef- um og kjörseðlum – og í kosningun- um í nóvember var brugðið út frá því í mjög veigamiklum atriðum. Ástæðan var ekki löngun kjör- stjórnar (sem sagði til um framkvæmd kosninganna) til að svindla eða svíkja eða pretta eða hafa af tilteknum fram- bjóðendum atkvæði. Og ástæðan var heldur ekki beinlínis trassaskapur. Raunar þvert á móti, virðist mér. TILRAUN TIL AÐ LEYSA ERFITT VERKEFNI Ástæðan var tilraun til að leysa erf- itt verkefni sem kjörstjórnin stóð eða taldi sig standa frammi fyrir, þegar ljóst varð hve frambjóðendur voru margir. Fyrirsjáanlegt þótti að ef kjósa ætti milli svo margra frambjóð- enda með venjulegum hætti, þá yrði kosningin svo tímafrek að hún færi út í tóma vitleysu. Því skimaði kjör- stjórnin til útlanda og leitaði sér að fyrirmyndum um hvernig mætti leysa málið. Og ég held að henni hafi í sjálfu sér tekist bara nokkuð vel. Annmark- arnir sem kært var út af og Hæstirétt- ur nefnir í sínum úrskurði, þeir voru ekki meiri en svo að í raun hvarflar ekki að neinum í alvöru að þeir hafi haft minnstu áhrif á kosninguna, eða úrslitin. Hin stóru mistök kjörstjórnar fól- ust aftur á móti í því að gleyma fyrir- mælum stjórnlagaþingslaganna um að framkvæmdin skyldi fylgja regl- um um Alþingiskosningar. Í kjör- stjórn sitja sprenglærðir lögfræð- ingar (er það ekki?) og þeir hefðu átt að átta sig á að þeir væru að ganga á skjön við þessi ákvæði. Þeir hefðu átt að ganga á fund Alþingis og tilkynna að þeir treystu sér ekki til að standa að framkvæmd kosninganna samkvæmt ströngum fyrirmælum um Alþing- iskosningar – og Alþingi yrði að gera eitthvað í því. Annaðhvort slaka hreinlega á kröfunni um tenginguna við Al- þingiskosningar, eða setja bein- línis ný lög um sjálfa framkvæmd stjórnlagaþings kosninganna. SKIPTU STJÓRNMÁLASKOÐAN- IR MÁLI? Þetta vanrækti kjörstjórn að gera. Ástæðan var ekki stjórnmálaskoðanir kjörstjórnarmanna (sitja ekki fulltrúar allra flokka í kjörstjórn) heldur líklega sú að kjörstjórnarmenn hafa talið að ef framkvæmdin yrði í samræmi við lýðræðislegar kosningar í nágranna- löndum okkar, þá færi áreiðanlega enginn að amast við því. Þetta voru mistök kjörstjórnar, og af þessum mistökum súpum við nú seyðið. Og það voru mistök dómsmála- ráðuneytis og Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra (sem þá hét svo) að hafa ekki veitt þessu athygli og far- ið fram á það við kjörstjórn að hún leysti málið þannig að framkvæmd kosninganna væri örugglega í sam- ræmi við stjórnlagaþingslögin. Og það voru líka mistök hjá Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra að láta sér ekki detta í hug, þeg- ar framkvæmd kosninganna til þessa óskabarns hennar var kynnt, að spyrja þá: „Er þetta örugglega allt alveg skot- helt?“ Og það voru mistök hjá öllum ráð- herrum og öllum þingmönnum (líka þeim sem voru á móti stjórnlagaþing- inu) að vekja ekki athygli á þessu í tæka tíð. ENGAR KVARTANIR BÁRUST En það gerði enginn. Enginn kvartaði. Ástæðan var sú að það hvarflaði ekki að neinum að framkvæmdin, eins og kjörstjórn hafði ákveðið hana, væri á nokkurn hátt ólýðræðisleg – eða skapaði hættu á kosningasvindli eða njósnum eða ég veit ekki hverju. Það sem enginn passaði sig hins vegar á var hið skýra ákvæði stjórn- lagaþingslaganna um að fara skyldi eftir lögum um Alþingiskosningar. Nú. Svo fór sem fór. Kosningarn- ar fóru út af fyrir sig prýðilega fram, og engar kvartanir bárust meðan á þeim stóð. Enginn reyndi að gægjast í kjörkassa, enginn virðist hafa reynt að kíkja á talnarunurnar hjá næsta manni og svo framvegis. Ólöf Nordal braut sér ekki leið í fjölmiðla og lýsti framkvæmdinni sem hneyksli, svo dæmi sé tekið. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son fór ekki í kirkju og bað guð að frelsa oss frá stjórnlagaþinginu, eins og hann hefur nú gert, eftir úrskurð Hæstaréttar. Ekki opinberlega að minnsta kosti. Enda hefði það verið skrýtið, þar sem það var jú eindreg- in krafa hans á sínum tíma að stjórn- lagaþingið færi fram. Meira að segja miklu stærra, tímafrekara og dýr- ara stjórnlagaþing en nú var verið að kjósa á. Og til þess hafði Sigmundur Davíð viljað spandéra pening á þeim tíma þegar fjárhagsstaða Íslands var allra allra verst eftir hrunið. EINTRJÁNINGUR VARÐ AÐ SEXÆRINGI En sem sagt. Kosningarnar eru af- staðnar. Kærur koma fram. Flestir sem skoða þær segja sem svo: Já, sam- kvæmt mjög strangri orðanna hljóð- an, má vissulega segja að framkvæmd kosninganna hafi ekki verið í fullu samræmi við lögin um Alþingiskosn- ingar. En þar munar nú ekkert voða- lega miklu, og þar sem framkvæmdin var jú í samræmi við venjur í öðrum lýðræðisríkjum og enginn hefur sýnt fram á að neinn hafi beðið tjón af, þá getur varla verið að Hæstiréttur fari að ógilda kosninguna. Jú, Jón Steinar skil- ar sjálfsagt sératkvæði og vill ógilda allt saman, en hann verður vafalítið einn á báti. En nei, eintrjáningurinn var þá orð- inn að sexæringi! Allt var dæmt ógilt. Og ég ítreka það sem ég sagði í upp- hafi: Hæstiréttur hafði fullan rétt til að gera þetta. Lög höfðu vissulega verið brotin. Og nú var skyndilega hver sótraft- ur á sjó dreginn til fylgdar við sexær- inginn úr vör Hæstaréttar. Allt í einu þóttust allir sjá hve hörmulega löglaus framkvæmd kosninganna hefði verið. Þótt fáir eða engir hefðu haft orð á því fyrirfram. DÓNASKAPUR AÐ NEFNA PÓLITÍK? Sumir kepptust vissulega við að gagn- rýna Hæstarétt og þá helst á pólit- ískum forsendum. Af því nú er tals- vert talað um hvernig því yrði tekið í útlöndum, ef við gerðum hitt eða þetta, þá má vissulega spyrja hvernig yrði því tekið í útlöndum ef menn þar fréttu að allir – hver og einn einasti – Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja þegar þýsk vin-kona mín af gyðingaættum, Sil- via Jonas frá Bæheimi, spurði mig að því haustið 2007 af hverju Ísland væri orðið svona ríkt land. Við Silvia vor- um saman í framhaldsnámi í heim- speki í bænum St. Andrews í Skot- landi og áttu þessar samræður okkar sér stað meðal samnemenda okk- ar á bar einum í bænum. Silviu lék forvitni á að vita þetta þar sem hún skildi ekki alveg ævintýralegan upp- gang íslenska hagkerfisins sem eng- an enda virtist ætla að taka. Ennþá var rúmt ár í hrunið mikla. Gengi krónunnar var ennþá hátt þegar þessar samræður áttu sér stað og kaupmáttur náms- lánanna minna frá Íslandi var mjög svo viðunandi. Ég gat keypt mér ferskan túnfisk, sem flogið hafði ver- ið með til Skotlands frá einhverju fjarlægu Asíulandi, hvenær sem ég vildi, keypt mér endalaust af bók- um og farið í ferðalög innan og utan Skotlands án þess að rýja mig inn að skinni og þurfa að herða sultarólina fyrir vikið. Ég man hvað mér fannst ótrúlegt hvað námslánin mín dugðu lengi í hverjum mánuði. Ég hafði það í fáum orðum sagt alveg drullufínt. Ég man að spurning Silviu kom flatt upp á mig: Hvernig varð Ís-land eiginlega svona ríkt land? Svör mín við þessari spurningu Sil- viu voru ekki sannfærandi. Ég man að ég umlaði eitthvað og æjaði, muldraði eitthvað og jæjaði, í fávisku minni um að þessi velgengni væri nú tilkomin vegna þess að íslenska fjármálakerfið væri svo stórt og öfl- ugt og við Íslendingar veittum svo góða þjónustu á ýmsum sviðum fjár- málaþjónustu og að fjármálaafurð- irnar sem búnar væru til hér á landi væru svo framúrskarandi. „We have a very big and good financial sector you know... Our financial sector is now bigger and more important for us economically than than our fis- hing sector...“ En ég gat ekki sett fram almennilega orsakaskýringu – af hverju íslenski fjármálageirinn væri orðinn svona stór. Ég gat bara stað- hæft það sem blasti við: Að vissulega væri hann stór. Silviu fannst svör mín eðlilega vera loðin og gekk því á mig: „How can you be so rich since you don‘t really produce anything?“ Enn stóð á svörum hjá mér en aft- ur benti ég á það að fjármálakerfið okkar væri svo stórt og að það byggi til svo mikið af peningum úr engu, eða eitthvað álíka. Spurningar Silviu urðu ekki mikið fleiri þar sem hún áttaði sig líklega á því að ég væri hálf- gert flón og að ég gæti ekki útskýrt fyrir henni þessa miklu velgengni míns eigin heimalands og á hverju hún væri byggð. Í sannleika sagt hafði ég aldrei nennt að velta þessu íslenska við-skiptalífi fyrir mér á þessum tíma. Mér fannst umfjöllun um viðskipti og auðmenn vera óbærilega leið- inleg og ég fletti alltaf yfir allar já- kvæðu fréttirnar um meinta vel- gengni Baugs, Fons, Exista, Glitnis, Kaupþings, Landsbankans og allra hinna af því ég hafði ekki og hef eng- an áhuga á peningum sem slíkum. Umræðan í fjölmiðlum um íslenska efnahagsundrið var óáhugaverð vegna þess að hún byggði á peninga- hyggjunni einni og að það væri já- kvætt og æskilegt í sjálfu sér að græða peninga og að allir ættu að vilja það. Aðrar fréttir og krítískari um þetta undur sáust varla í fjölmiðlum enda var beinlínis lokað á möguleikana á því að segja gagnrýnar fréttir af við- skiptalífinu á þessum tíma þar sem það þótt ekki þjóna hagsmunum neins að spilla stemningunni. Ísland var í fáum orðum sagt best í heimi og allir voru sammála um það. Þetta áhugaleysi mitt og sú leti mín sem af því leiddi gerði það auðvitað að verkum að ég reyndi aldrei að kynna mér íslenska efnahagsundrið og á hverju það átti að vera byggt. Ég einfaldlega las mér bara ekki til um þetta viðskiptalíf sem hagstæður kaupmáttur náms- lánanna minna og launa – grund- völlur efnislegrar tilveru minnar og þjóðarinnar – byggði á þó til skamms tíma væri. Kannski á þetta við um ansi marga Íslendinga þó að slíkt áhugaleysi sé ömurleg afsökun fyr- ir andvaraleysi. Á meðan allt virt- ist ganga vel og viðskiptalífið bjó til hagstætt gengi krónunnar voru allir sáttir. Svo kom hrunið og þá vaknaði fólk við vondan draum og byrjaði að spyrja sig erfiðra spurninga um for- tíðina. En Silvia mín, svo ég víki mér aftur að þér, þá tel ég mig loks-ins geta svarað þér núna. Í ljós hefur komið að góðærið á Íslandi var aldrei neitt nema hilling sem fengin var að láni að utan í formi ofgnóttar af ódýru lánsfé sem land- ið fylltist af. Þú hafðir rétt fyrir þér þegar þú efaðist um hvernig Ísland hefði getað orðið svona ríkt án þess að framleiða neitt arðbært eða án þess að eiga verðmætar náttúru- auðlindir. Þetta var allt saman ein stór lygi, Silvia mín, einn stór mis- skilningur. Við bara vissum ekki betur og lifðum í lyginni af því við höfðum það svo gott og vegna þess að við nenntum ekki að hugsa. Þetta hefur kannski ekkert breyst en við vitum þetta þó um síðastlið- in ár og ég get loksins svarað spurn- ingunni þinni: Ísland varð aldrei ríkt land heldur aðeins skuldsett og firrt land sem var stjórnað af fámennum hópi siðspilltra hvít- flibbaglæpamanna og þjóðin dans- aði með. Hrun okkar var í reynd hafið þegar þú barst upp spurning- una þína, Silvia mín, en við vissum það bara ekki þá. 22 | Umræða 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Svar við spurn- ingu Silviu Jonas FRAM TIL SIGURS! Helgarpistill Ingi F. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.