Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Ævintýralegir skartgripir Skartgripir úr smiðju hinnar norsku Bjargar eru sannkallaðir dýrgripir. Hún leitar í ævintýri og norska náttúru þegar hún hannar gripina en áður en hún gerðist gullsmiður starfaði hún við fatahönnun. Lína hennar fyrir vorið 2011 geymir grófa gripi sem vísa í sjóræningja, bein og eilífa og ástríðufulla ást. Á heimasíðu hennar má líti þessa fögru gripi augum en heimasíðan er töff og þar er einnig hægt að panta þá: bjorgjewellery.com/2010. Hárpúður í hárið Uppsett og úfið hár í anda sjötta áratugarins er ekki einfaldasta greiðslan til að henda upp áður en farið er út á lífið. Leikurinn verður þó mun ein- faldari ef notað er hárpúður í rótina til að gefa hárinu lyftingu. Hár púðrið má til að mynda fá frá Aveda og Schwarzkopf. Púðrið hentar líka vel þeim sem eru með þunnt og líflaust hár og vilja gefa því lyftingu án þess að nota hársprey eða froðu sem gerir hárið stíft og enn líflausara en áður. Tvist á franskar neglur Skemmtileg aðferð við að lakka neglurnar: Þú þarft: Grunn + glært lakk (Mavala), tvær tegundir af naglalakki og hringlaga límmiða (fást í ritfangaverslunum). Skref 1: Klipptu límmiðana í tvennt. Skref 2: Berðu grunn á neglurnar. Skref 4: Þegar lakkið hefur þornað, settu límmiðana á neglurnar Skref 5: Berðu annan lit á neglurnar, venjulega dugar ein umferð. Skref 6: Taktu límmiðina af og lakkaðu yfir með glæru lakki. S ólveig Ragna og Gunnhild- ur Edda hanna föt und- ir merkinu Shadow Creat- ures þar sem þær leika sér að myrkr inu á Íslandi og mýtum og sögum sem í því kvikna. Sólveig er menntaður arkitekt og útskrifaðist sem slíkur frá Arki- tektaskólanum í Árósum vorið 2009. Gunnhildur Edda útskrifað- ist sem fatahönnuður frá Listahá- skólanum vorið 2008. Þær höfðu alltaf hug á því að vinna saman og vorið 2010 þróuðu þær sam- eiginlega línu sína undir heitinu Shadow Crea tures. „Okkur lang- aði virkilega til að vinna að verk- efni saman og ákváðum að láta til skarar skríða. Verkefnið þróaðist mjög eðlilega áfram enda erum við rosalega samstilltar og með líkan smekk.“ Hluti ímyndar merkisins felst í sterkum grafískum myndum og leik að mynstrum, efnum og skuggum og náttúrulegum efn- um. Þær efndu til samstarfs við grafíkteymið Marandros í fyrstu línu sinni, sem er myndað af graf- ísku hönnuðunum, Kötlu Rós og Ragnari Má. Þau hafa teiknað fyr- ir þær skrímsli og skuggaverur og hannað fyrir þær lógó þeirra. „Við erum ánægðar með samstarfið sem hefur gefið vel af sér. Móra- slána vorum við að fá í hús en það er svolítið síðan hún var tilbúin til framleiðslu. Treflar með áprenti úr lokaverkefni Kötlu Rós í Listahá- skólanum eru líka afrakstur þessa samstarfs.“ Sólveig Ragna segir þær syst- ur fá innblástur sinn úr náttúr- unni og íslensku myrkri. „Það er myrkur á Íslandi nánast allan árs- ins hring og við vildum vinna með það á jákvæðan hátt. Við notumst við náttúruleg efni sem flæða, svo sem silki. Innblástur okkar mætti í raun segja að sé silkikennd áferð skugganna.“ Þær systur hafa nú lagt loka- hönd á næstu línu og eru að senda hana til framleiðslu. „Við erum svolítið á haus þessa dagana því við tökum þátt í Copenhagen Vision í næstu viku og höfum ver- ið að útbúa kynningarefni, nýjar skuggamyndir.“ Í byrjun mars kynna þær svo nýja línu sína á Reykjavík Fas- hion Festival en þær vinna hörð- um höndum að því núna að koma henni í framleiðslu í tæka tíð. „Það er mikið að gera hjá okkur núna og við keppumst við að hafa línuna okkar ásamt kynningarefni tilbúna fyrir RFF. Þetta eru álagspunktar allra fatahönnuða og spennandi og skemmtilegur tími líka.“ Flíkur úr línunni Shadow Crea- tures fást í Kiosk á Laugavegi 33 og áhugasamir geta kynnt sér síðustu línu þeirra á heimasíðu þeirra, shadowcreatures.com. kristjana@dv.is „ Innblástur okkar mætti í raun segja að væri silkikennd áferð skugganna. Silkimjúkar verur leynast í íslensku myrkri: Skuggalegar systur Blettatígur og spangólandi úlfur Sólveig Ragna og Gunnhildur Edda hanna föt undir merkinu Shadow Creatures. Mögnuð Móra-slá Móra-slá úr línu þeirra systra. Skrímslið teikn- aði grafíski hönnuðurinn Katla Rós. Birna í ham Fallegur kjóll fyrir birnur sem vakna úr vetrarhýði. Vængjuð skepna Fallegur svartur samfestingur úr silki. Falleg slá Tignarleg slá sem minnir á fuglsvængi. Á leiðinni til Köben Systurnar taka þátt í Copenhagen Vision sem fer fram í byrjun febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.