Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 31
Úttekt | 31Helgarblað 28.–30. janúar 2011 „Það eru um það bil tuttugu ár síðan ég byrjaði í Al-Anon og þar var þetta orð, meðvirkni, notað. Það er aftur nýrra að skynja enga ofneyslu í kringum sig en finna samt að maður sé meðvirkur. Mér finnst svo flott að hægt sé að taka á því. Það eru ekkert allir með virkan alkóhólista í sinni fjölskyldu, en finna samt að eitthvað er ekki eins og það á að vera, það fúnkerar einhvern veginn ekki rétt.“ Edda segir ekki auðvelt að útskýra hvernig meðvirkni lýsi sér og þess vegna sé sniðugt að fara inn á vefi CoDA eða Al-Anon og lesa sér til um einkennin. „Ef fólki líður ekki vel í samskiptum við alla í kringum sig, innan eðlilegra marka þó, fer það að leita sér hjálpar. Ég leitaði mér þó hjálpar vegna alkó- hólisma í fjölskyldunni. Það er mjög gott og eiginlega nóg til að byrja með að viðurkenna vanmátt sinn. Þetta getur verið vanmáttur gagnvart öllu mögulegu, í tilfelli alkóhólistans er það áfengi, en meðvirkir geta verið vanmáttugir gagnvart fólki og aðstæð- um. Einhver besta setning sem ég hef heyrt lengi er að við berum í brjósti djúpa þrá til að vera alltaf besta hliðin á sjálfum okkur. Að nýta alla hæfileik- ana sem við fengum í vöggugjöf. Þegar ég er meðvirk og skoða mig í þessu ljósi finn ég að mínir bestu eig- inleikar njóta sín ekki. Það er margt sem getur valdið þessu. Meðal annars að ég læt stjórnast af erfiðum hugsun- um, fer að ímynda mér allt mögulegt og búa til að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru, stressa mig upp af minnsta tilefni og fyllist gremju gagnvart ein- hverju sem ég hef enga stjórn á. Þeg- ar svo er komið þarf ég sannarlega að staldra við og hugsa minn gang. Þarna er ég ekki eins og ég get verið best. Nú, þegar ég þekki mínar bestu hliðar, vil ég að sjálfsögðu leyfa þeim að njóta sín.“ Gleymir að vera „normal“ Edda segir tólf spora samtök, af hvaða tagi sem er, ávísun á sjálfsþekkingu. „Ég er að til dæmis núna að æfa mig í heiðarleika gagnvart sjálfri mér. Að horfast í augu við það þegar ég stend mig að framkomu sem mér lík- ar ekki. Þá hjálpar vinnan í tólf spora kerfinu. Þá viðurkenni ég að ég sé á rangri braut og geri eitthvað í málun- um. Það er alltaf hægt að laga aðstæð- ur. Tólf spora kerfið er eins og viðgerð- arverkstæði, þar eru tólin sem þarf til að laga hlutina. Af því að ég er meðvirk verð ég að fara inn á þetta viðgerðar- verkstæði reglulega. Þessa dagana, þegar mér hættir til að fara í gremjukast vegna þeirra sem hafa svikið okkur í þjóðfélaginu, þarf ég að vanda mig sérstaklega. Ég verð að viðurkenna vanmátt minn og fara á fund þrisvar í viku til að finna ró og bestu hliðarnar á sjálfri mér. Þær eru mun viðkunnanlegri en brestirnir sem birtast þegar ég er full af gremju.“ Edda segist eiga erfitt með að festa hönd á hvenær meðvirknin náði tök- um á henni, en þegar hún lítur til baka sér hún hvenær viðbrögð hennar hafa einkennst af meðvirkni. „Ef ég bregst við í ótta er það meðvirkni og ef ég bregst við eins og barn eða ungling- ur er það meðvirkni. Róbert, yngsta barnið mitt, er svo gjörsamlega laus við meðvirkni og er svo mikið heiðar- leg manneskja gagnvart sjálfum sér og öðrum að hann er stanslaus áminning fyrir mig. Þessi sjúkdómur, því ég kýs að kalla þetta sjúkdóm, gerir það að verkum að maður gleymir mjög hratt og örugglega að vera „normal“, ef það er þá eitthvað til sem heitir að vera „normal“. Þess vegna eru fundirnir nauðsynlegir og allt lesefnið. Maður þarf áminningu.“ Ætlar að vera gamalmenni í stuði Edda segist kannast við öll einkenni meðvirkninnar. „Ég get verið stjórn- semisfasisti um leið og ég er óttaslegin og óörugg. Ég þarf líka að berjast við vel dulbúna stjórnsemi gagnvart þeim sem ég elska mest.“ Hún segist líka hafa æft sig mikið í að fyrirgefa það sem hefur verið gert á hennar hluta. „Ég get hins vegar ver- ið full af gremju gagnvart svo mörgu öðru sem ég hef alls enga stjórn á, eins og það sem er að gerast í þjóðfélag- inu okkar. Ég þarf ekki nema taka DV sem er með fullt af rannsóknarblaða- mennsku og ég verð ofboðslega reið út í þann sannleika sem blaðið birtir. Þess vegna verð ég að taka reglulegt frí frá lestri dagblaða, frí frá upplýsinga- flæðinu sem gerir mig vanmáttuga af reiði án þess ég geti nokkuð gert.“ Á árum áður vissi Edda stundum ekkert hvernig henni leið. „Af hverju var ég ofsakát í smá tíma og svo ofsa- leið kannski seinna sama dag og af Þarf að fara á „viðgerðar- verkstæði“ reglulega Edda Björgvinsdóttir leikkona hefur tilhneigingu til meðvirkni þótt henni gangi prýðilega að halda henni í skefjum. Vill skarta sínu besta Edda Björgvinsdóttir ætlar ekki að láta brestina ná yfirhöndinni. „Ég fann að ég var orðin meðvirk þegar mér var farið að líða ömur- lega yfir því að vera alltaf í stjórn- unarhlutverki, alltaf að reyna að stjórna öðrum, til dæmis alkan- um í fjölskyldunni eða öðru fólki. Meðvirkni fyrir mér er vanmáttur, stjórnsemi og þráhyggja svo eitt- hvað sé nefnt. Maður steinhætt- ir að hugsa um hvað sé sjálfum manni fyrir bestu og er aðallega að vasast í hvað aðrir gera eða gera ekki.“ Hvað gerir þú til að viðhalda batanum? „Til að öðlast hugarró hætti ég að hugsa sífellt um aðra og fór að hlúa að sjálfri mér. Mér gengur það mjög vel núna, en get það ekki ein. Ég verð að hlusta á aðra sem eru meðvirkir, læra af þeim og finna stuðninginn.“ Valgerður segir enga allsherjar- lækningu til við meðvirkni. „Meðvirknin er alltaf til staðar, en lífið er auðveldara þegar mað- ur nær tökum á meðvirkninni. Það verður einfaldara og heilbrigðara.“ Hún segist hafa breyst í sam- skiptum við annað fólk. „Ég get ekki gert ráð fyrir að annað fólk breytist og ætlast ekki til þess, en viðhorf mín hafa breyst og þess vegna á ég auðveldara með samskipti við aðra.“ Valgerður seg- ir margt í boði fyrir þá sem þjást af meðvirkni. „Ég nefni til dæmis tólf spora samtök og Kjarnakonur. Ég hef leitað á þessa staði og fengið þá hjálp sem ég hef þurft. Ég hvet ein- dregið þá sem þekkja einkennin til að leita sér aðstoðar, það er óþarfi að þjást þegar lækningin er til.“ „Mér var farið að líða ömurlega“ Valgerður Jóhannsdóttir, sem vill kalla sig kjarnakonu, hefur þjáðst af meðvirkni gegnum tíðina, en nú þekkir hún einkennin og reynir að grípa í taumana áður en meðvirknin nær yfirhöndinni. Það tekst að sjálfsögðu ekki alltaf, en þó oftar en ekki. Vallý kjarnakona Leitaði sér hjálpar og líður miklu betur. Þessi samtök bjóða upp á hjálp Á vef CoDA eru meðal annars þessar upplýsingar Ég má búast við breytingum á lífi mínu ef ég stunda CoDA-prógrammið. Þegar ég reyni að vinna sporin og fylgja erfðavenjunum af heiðarleika upplifi ég eftirfarandi: n Mér finnst ég loksins vera hluti af einhverju. Tómleikinn og einmanaleikinn hverfur. n Óttinn stjórnar mér ekki lengur. Ég kemst yfir hann og tileinka mér hugrekki, heilindi og sjálfsvirðingu í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. n Ég kynnist nýju frelsi. n Ég sleppi tökunum af áhyggjum, sektarkennd og eftirsjá vegna fortíðar minnar og nútíðar. Ég er nógu meðvituð/ aður til að endurtaka ekki það sem miður fór. n Ég kynnist nýjum kærleika og sátt við mig og aðra. Mér finnst ég raunverulega verðug/ur ástar, kærleiksrík/ur og elskuð/aður. n Ég læri að finnast ég vera jafningi annarra. Ný, sem og endurnýjuð sambönd mín, eru öll við jafningja mína. n Ég get þróað og viðhaldið heilbrigðum og kærleiksríkum samböndum. Þörfin til að stjórna öðrum hverfur þegar ég læri að treysta þeim sem eru traustsins verðir. n Ég læri að það er mögulegt að breytast til hins betra – að verða kærleiksríkari, nánari öðrum og að geta veitt stuðning. n Ég geri mér grein fyrir að ég er einstök og dýrmæt sköpun. n Ég þarf ekki lengur að treysta eingöngu á aðra til að finnast ég einhvers virði. n Ég treysti leiðsögn sem ég fæ frá mínum æðri mætti og fer að trúa á eigin getu. n Ég öðlast smám saman æðruleysi, styrk og andlegan þroska í daglegu lífi mínu. engri sérstakri ástæðu. Þetta voru sveiflur í tilfinningalífinu sem ég gat ekki skilgreint og það sem var jafnvel verra, ég vildi ekki gangast við þess- um tilfinningum. Ég neitaði að gang- ast við bræði eða öfund. En þannig var þetta samt. Maður stendur sig stund- um að verki. Í uppvextinum átti ég að sýna gleði og þakklæti sem var reynd- ar ekki erfitt þar sem ég er léttlynd að eðlisfari, glöð og þakklát. Svo koma þessar forboðnu tilfinningar sem allir finna fyrir, maður á ekki að ágirnast, stela, ljúga eða senda vondar hugs- anir til einhvers. Þegar meðvirkur ein- staklingur stendur sig svo að þessum tilfinningum skrökvar hann að sjálf- um sér og afneitar þeim. Þess vegna er svona mikilvægt að vinna í meðvirkn- inni sinni. Við erum samsett úr kost- um og brestum og ef meðvirknin nær yfirhöndinni bólgna brestirnir út og yfirskyggja alla kostina.“ Edda sýpur hveljur. „Hugsaðu þér hvað ég yrði illskeytt gamalmenni ef brestirnir næðu endanlega yfirhönd- inni? Nei, ég nenni því ómögulega. Ef ég fæ að eldast ætla ég að vera í góðu skapi og alltaf í stuði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.