Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 28.–30. janúar 2011
FYRIR HVAÐ STANDA ÞEIR?
hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, kenn-
ara við hagfræðideild Yale-háskóla,
til setu í rannsóknarnefndinni. Jónas
Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME,
hafði kvartað til rannsóknarnefndar-
innar vegna ummæla Sigríðar í skóla-
blaði Yale um bankahrunið á Íslandi.
Forsætisnefnd Alþingis fól rannsókn-
arnefndinni sjálfri að ráða fram úr
hæfismálinu, en upphaflega naut Sig-
ríður ekki stuðnings Páls samkvæmt
heimildum DV. Páll er sérfróður um
hæfismál og varð niðurstaðan að Sig-
ríður hélt sæti sínu í nefndinni. Mál-
ið vakti umtalsverða athygli og var um
það fjallað í fjölmiðlum.
Páll tók þátt í að semja frumvörp til
stjórnsýslulaga og upplýsingalaga og
var lengi formaður kærunefndar um
upplýsingamál. Hann hefur tekið þátt
í margvíslegri annarri lagasmíð. Hann
fór árum saman fyrir kærunefnd um
upplýsingamál. Hann var settur um-
boðsmaður Alþingis í tíu málum á
árunum 1997–1999. Þegar litið er til
tímans frá því Páll fór að taka að sér
áberandi opinber verkefni er að sjá
sem hann hafi átt frama sinn að miklu
leyti undir ráðuneytum Davíðs Odds-
sonar.
Garðar Gíslason
Garðar settist í Hæstarétt fyrir nítj-
án árum, þegar hann var fjöru-
tíu og sjö ára að aldri. Hann hefur
setið lengst þeirra dómara sem nú
skipa Hæstarétt. Árið 1998, þeg-
ar Garðar hafði setið í Hæstarétti í
sex ár, gagnrýndi hann harkalega
þá hæstaréttarlögmenn sem gagn-
rýndu dóma Hæstaréttar. Í grein
sem hann skrifaði í tímarit laga-
nema við Háskóla Íslands sagði
hann að þegar lögmenn gagnrýndu
Hæstarétt yfirgæfu „… þeir það
siðaða samfélag sem lögmenn og
dómarar leitast við að halda uppi.
Þá hætta lögmenn að móta réttinn,
hætta að hafa áhrif, hætta að vera
þjónar réttar og sannleika. Mikil-
vægi þessara siðareglna lögmanna
er því meira en margan grunar.“ Jón
Steinar Gunnlaugsson sem í dag er
meðdómari Garðars í Hæstarétti
taldi Garðar beina orðum sínum til
sín og skrifaði grein í Morgunblað-
ið til að svara Garðari undir heitinu
„Um málefnalega gagnrýni á ómál-
efnalega dóma“.
Garðar var skipaður dómari í
Hæstarétt í stjórnartíð Þorsteins
Pálssonar, þáverandi dómsmála-
ráðherra Sjálfstæðisflokks.
Eimreiðarhópurinn – Valdamenn í 30 ár
Myndin er tekin á áttunda áratugnum og sýnir 12 meðlimi Eimreiðarhópsins, sem gerðist
sérstakur boðberi frjálshyggjunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn var kenndur við
samnefnt tímarit en það boðaði hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Allir urðu Eimreiðar-
menn seinna meir áhrifamenn í íslensku þjóðlífi. Þrír þeirra áttu eftir að verða formenn
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrar, þeir Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir
H. Haarde. Saman mynduðu Eimreiðarhópurinn og aðrir áhrifamenn Sjálfstæðisflokksins
valdavef í 300 þúsund manna þjóðfélagi sem hvíldi á stoðum stærstu einkafyrirtækj-
anna í landinu og höfðu afgerandi og ráðandi tök á framkvæmdavaldi, dómsvaldi og lög-
gjafarvaldi með ákveðnum undantekningum. Undir merkjum frjálshyggjunnar var losað
um opinbert eftirlit, meðal annars fjármálaeftirlit, en það er talið eiga þátt í kerfishruni
fjármálakerfisins fyrir tveimur og hálfu ári. Á síðari árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn
reynt að manna dómskerfið með flokkssystkinum, félögum eða ættingjum.
Á myndinni eru í neðri röð frá vinstri Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri,
Magnús Gunnarsson athafnamaður og fyrrverandi forystumaður í röðum atvinnu-
rekenda, Þór Whitehead sagnfræðiprófessor, Geir H. Haarde fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins í 25 ár og fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum, Davíð
Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabanka-
stjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, forsætis-, dóms- og sjávarútvegsráðherra, sendiherra og ritstjóri,
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari
og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í efri röð eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi
borgarstjóri og Brynjólfur Bjarnason fyrrverandi forstjóri Granda, Símans og Skipta.