Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Úttekt 28.–30. janúar 2011 Helgarblað HJÁLPUÐU ÍSLENSKUM VÆNDISKONUM ÚR LANDI Árlega sækja 30–40 konur viðtöl hjá Stígamótum vegna reynslu sinn- ar af vændi eða klámiðnaði. Um helmingur þeirra er nýjar konur en hinar fylgja Stígamótum á milli ára. Nú eru Stígamót að undirbúa opnun athvarfs fyrir konur sem eru á leið út úr vændi eða mansali og segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta að þar sé gamall draum- ur að rætast. „Á Íslandi eru kon- ur sem virkilega þurfa á þessu að halda. Við höfum lengi vitað um þessa þörf. Fram að þessu höfum við þurft að vísa konum á úrræði sem henta þeim illa. Hafa flutt konur úr landi Hún segir erfitt að komast út úr vændi. „Það er átak. Við vitum af konum sem hafa nú þegar feng- ið hjálp en úrræði sérsniðin að þeirra þörfum hafa ekki verið til. Það þurfa ekki allar konur að dvelja í athvarfi þegar þær eru á leið út úr vændi en það hefur engu að síður sýnt sig að sumar konur þurfa þess því leiðin út er löng og ströng. Þess- ar konur eru þjakaðar af skömm og sektarkennd. Sumar leita til okk- ar af því að þær vilja komast út en finnst þær ekki geta það hjálpar- laust. Þær eru flæktar í net og þurfa aðstoð við að slíta sig lausar. Bæði vegna þess að bransinn dregur þær alltaf til sín aftur og af því að þær eru hræddar. Þeim finnst þær ekki ráða við það að fara út úr þessum heimi hjálparlaust. Oftar en einu sinni höfum við aðstoðað íslenskar konur til þess að fara til útlanda þar sem þær hafa fengið inni í erlend- um kvennaathvörfum, þar sem þær hafa fengið góða aðstoð. Ég klifa stöðugt á því og segi enn á ný að klámiðnaðurinn er ekkert annað en ofbeldi gagnvart konun- um sem í honum eru. Afleiðing- arnar af því að hafa flækst í þennan bransa eru mjög alvarlegar og fylli- lega sambærilegar þeim sem fylgja grófu ofbeldi. Þessar konur eru þjakaðar af skömm, sektarkennd og lélegri sjálfsmynd. Þeim finnst erf- itt að lifa með því sem þær hafa gert og gengið í gegnum. Við höfum séð konur gefast upp og svipta sig lífi.“ Telja sig annars flokks Harkan í þessum heimi er mikil og Guðrún segir að svo hafi það lengi verið. „Það hefur gjarna ver- ið búið þannig um hnútana að þeir sem koma að þessum málum beita konurnar einhvers konar kúgun, myndefni eða hótun um að segja fjölskyldunni þeirra frá því sem þær hafa gert. Það bítur mjög vel. Eins hefur það verið notað gegn þeim ef þær hafa verið í neyslu, stundum fá þær jafnvel dóp sem hlut af greiðsl- unni. Það eru margar leiðir fær- ar til þess að halda þeim niðri og þær eru notaðar. Í skömminni felst mikið vald.“ Konur sem hafa stund- að vændi gera yfirleitt allt sem þær geta til þess að ekki komist upp um þær. Enda segir Guðrún að dómar samfélagsins séu oft mjög harðir ef upp kemst um þær. „Ég held að fæstar konur séu tilbúnar til að láta reyna á skilning samfélagsins. Þær hafa þá mynd af sjálfum sér að þær séu annars flokks, öðruvísi en við hin. Það er myndin sem kaupend- ur þeirra gefa þeim. Þetta eru alls konar konur í alls konar félagslegri stöðu en það felst gríðarlega mik- il orka í því að ljóstra ekki upp um þennan hluta lífsins. Þær lifa lang- oftast tvöföldu lífi þar sem þær nota fölsk nöfn og gera allt til að koma í veg fyrir að fjölskylda þeirra eða vinir viti nokkurn tíma hvað þær hafa hafst að.“ „Við ætlum að vera í liði með þessum konum“ Guðrún leggur því mikla áherslu á að þessar konur fái stuðning. „Þann stuðning ætlum við að veita. Við ætlum að vera í liði með þeim. En oftast er það þannig að samfé- lagið hefur ekki hugmynd um það hverjar þær eru. Yfirleitt veit eng- inn um þennan hluta lífs þeirra nema kannski við og karlarnir sem kaupa þær og gera þær út. En þær sjálfar eru fullar af sjálfsfyrirlitn- ingu.“ Hún segir að bæði sé um að ræða íslenskar og erlendar kon- ur á breiðu aldursbili. Stundum eru þetta erlendar konur sem hafa komið til Íslands í tengslum við klámiðnaðinn og þurfa hjálp við að komast út og stundum er um ís- lenskar konur að ræða í fjölbreytt- um aðstæðum. „Áður fyrr komu þær oft með gamla aðgöngumið- ann að Stígamótum, sem er nauðg- un eða sifjaspell, en sem betur fer eru þær farnar að koma beinlínis til þess að ræða vændisreynslu sína. Það er minni feluleikur í gangi en áður. Stundum eru vændismálin neyslutengd. Konurnar eiga flestar sameiginlegt að hafa fyrri reynslu af kynferðisofbeldi og glíma all- ar við erfiðar afleiðingar. Þær þurfa langan tíma til þess vinna úr reynslu sinni.“ Sjálfshjálp fyrir konur sem eru hættar í vændi Stígamót eru að gera fleira til þess að bæta þjónustu við konur á leið úr vændi. Fyrsti sjálfshjálparhóp- urinn er að fara af stað fyrir kon- ur með þessa reynslu. „Þrjár af starfskonum okkar eru nýkomnar úr námsferð til Kaupmannahafn- ar þar sem þær kynntu sér úrræði fyrir konur í vændi og komu heim fullar af innblæstri. Við erum þeg- ar búnar að fylla fyrsta sjálfshjálp- arhópinn. Þar styðja konur sem hættar eru í vændi hver aðra við að takast á við afleiðingarnar.“ Sjálfsstyrking og valdefling Athvarfið er aftur á móti fyrir kon- ur sem eru á leið út úr vændi. Enn er óljóst hve margar konur geti verið í athvarfinu í einu en Guð- rún gerir ráð fyrir því að þær geti verið þar fjórar til sjö saman. „Við ætlum að hafa það þannig að kon- ur fái sérherbergi og þann tíma sem þær þurfa. Síðan ætlum við að bjóða þeim upp á það sama og við bjóðum öðrum sem til okkar leita sjálfsstyrkingu og valdeflingu. Dorit Otzen frá Kaupmanna- höfn sem hefur haldið utan um úr- ræði fyrir konur í vændi í fleiri ára- tugi ætlar að koma og leggja okkur lið og leiðbeina okkur þegar við opnum. Við ætlum að gerum þetta eins vel og okkur er framast unnt. Við ætlum að tengja þetta daglegu starfi Stígamóta og sjá- um fyrir okkur að manna þjón- ustuna utan dagvinnutíma með sjálfboðaliðum. Skotturnar eru samstarfsvettvangur kvenna sem tóku höndum saman í kringum kvennafrídaginn og þær hafa heit- ið liðsinni. Við munum að sjálf- sögðu halda þjálfunarnámskeið fyrir þann hóp og gera kröfur um virðingu og hæfni. Þetta er kvenna- samstaða upp á sitt besta.“ n Stígamót skjóta skjólshúsi yfir konur í vændi n Þörfin hefur lengi verið ljós n Langt og strangt ferli að komast út úr vændi n Óttast for- dæmingu og gera allt til að fela slóð sína n Gefast upp og svipta sig lífi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Fimm algengar ástæður fyrir því að karlar kaupi vændi Sven Axel Månsson, sænskur prófessor í félagsfræðum, skoðaði af hverju karlar keyptu konur og nefnir fimm meginástæður fyrir því. 1. Hugmyndin um skítugu hóruna örvar manninn kynferðislega. 2. Hugmyndin um annars konar kynhneigð. Kynferðislegt ergelsi ásamt hugmyndum um ákveðna tegund kynlífs sem ekki er hægt að upplifa með konu sem hefur ekki verið í vændi. Týpísk staðhæfing fyrir menn úr þessum hópi er: „Konan mín vill ekki prófa neitt nýtt.“ 3. Hugmyndin um hjartahlýju konuna sem mun hugga hann: Týpísk staðhæfing fyrir menn úr þessum hópi er: „Það eru engar aðrar konur fyrir mig.“ Sem vísar til feimni, ótta, aldurs, líkamlegrar eða andlegrar vanhæfni. 4. Hugmyndin um kynlíf sem neyslu: Týpísk staðhæfing fyrir menn úr þessum hópi er: „Þetta er eins og að fara á McDonald‘s …“ Það vísar til þess að þeir hafi þarfir sem þurfi að svala skyndilega til að „hreinsa hugann“. 5. Hugmyndin um hina tegund konunnar: Týpísk staðhæfing fyrir menn úr þessum hópi er: „Hún kemur fram við mig eins og karlmanninn sem ég er.“ Það vísar til breytinga í kynferðislegu sambandi og skorts á kynferðislegu valdi. Skuggalegar staðreyndir Í bókinni The Links Between Prostitution and Sex Trafficking eru teknar saman niðurstöður ýmissa rannsókna sem gerðar hafa verið í tengslum við vændi og mansal. Hér eru nokkrar þeirra: n Eftirspurnin eftir vændi og annars konar klámi drífur áfram verslun með konur og börn. Talið er að um áttatíu prósent þeirra kvenna og stúlkna sem fluttar eru masali til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna starfi í kynlífsbransanum. n Ransókn frá Kanada sýndi fram á að dánartíðni kvenna í vændi væri 40 prósentum hærri en annarra. n Samkvæmt upplýsingum frá Europol hafa hundruð kvenna sem fluttar voru mansali og barðar til dauða eða verið drepnar með öðrum hætti fundist á ári hverju. n Áttatíu prósent vændiskvenna verða fyrir ofbeldi, sjötíu prósent þeirra fyrir hótunum og jafn margar eru gerðar háðar lyfjum svo hægt sé að stjórna þeim, sextíu prósent vændis- kvenna verða fyrir kynferðislegri árás. Eins er algengt að kaupendur neiti að nota smokk. „Afleiðingarnar af því að hafa flækst í þennan bransa eru mjög alvarlegar og fyllilega sambærilegar þem sem fylgja grófu ofbeldi. Draumur rætist Stígamót undirbúa nú opnum athvarfs fyrir konur sem eru á leið út úr vændi eða mansali. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir gamlan draum vera að rætast. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.