Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 28.-30. janúar 2010 Helgarblað
Þorsteinn seldi
Vífilfell sjálfur
„Hann seldi þetta sjálfur en það var
gert með vitund okkar,“ segir Iða
Brá Benediktsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Arion banka, aðspurð um
hvort bankinn hafi eitthvað komið
að söluferlinu á Vífilfelli til spænska
drykkjarvöruframleiðandans Co-
bega. Hún segir einu aðkomu bank-
ans að sölunni hafa verið þá að sam-
þykkja hana. Þorsteinn M. Jónsson,
sem oftast er kenndur við kók, hafi
skuldað bankanum og gert sínar
ráðstafanir til þess að greiða skuld-
irnar, en salan til Cobega hafi verið
hluti af þeim ráðstöfunum.
Ljóst er af þessu að Þorsteinn
gerðist milligöngumaður í sölu Ar-
ion banka á Vífilfelli til spænska
fyrirtækisins. Ástæðan fyrir þessu
kann að vera sú að Þorsteinn er
sjálfur – ekki fyrirtæki hans Vífil-
fell – með samninga um átöppun-
arleyfi og framleiðslu á Coca-Cola
við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Ef
Arion banki hefði leyst Vífilfell til
sín hefðu samningar um fram-
leiðslu á Coca-Cola ekki fylgt með
Vífilfelli heldur hefði Þorsteinn
sjálfur haldið áfram utan um þessa
samninga. Hann hefði því, tækni-
lega séð, getað byrjað að framleiða
Coca-Cola í einhverju öðru fyrir-
tæki en Vífilfelli. Þorsteinn var því
með afar góða samningsstöðu í
málinu því bankinn hefði þurft að
afskrifa umtalsverðar fjárhæðir ef
hann hefði þurft að leysa Vífilfell til
sín án framleiðsluleyfisins fyrir Co-
ca-Cola.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um var gengið frá sölu Vífilfells til
Cobega í síðustu viku. Kaupverð-
ið er trúnaðarmál en fram kemur
í tilkynningu bankans að greiðsl-
an komi að öllu leyti til lækkunar
á skuldum eignarhaldsfélaga Þor-
steins við Arion. Búið er að skrifa
undir kaupsamning en eftir stendur
að ganga frá ákveðnum fyrirvörum
sem tilgreindir eru í kaupsamningi.
Reiknað er með að því verði lokið í
febrúar segir í tilkynningu.
Kynntust Cobega í gegnum
Þorstein
„Hann gerir samninginn og aðkoma
okkar er sú sem veðhafa að sam-
þykkja,“ segir Iða og tekur fram að
Vífilfell hafi ekki verið sett í söluferli
af Arion banka. Bankinn hafi ekki
haft frumkvæði að því viðskiptasam-
bandi sem komið er á á milli bank-
ans og Cobega í kjölfar þess að fyrir-
tækið tók yfir Vífilfell og skuldir þess.
Aðspurð hvenær og hvernig bankinn
hefði heyrt af fyrirtækinu Cobega
segir Iða að hún telji að það hafi ver-
ið í gegnum Þorstein sjálfan fyrir
ekki löngu síðan.
Heildarskuldir félaga í eigu Þor-
steins við Arion banka námu 10,9
milljörðum króna. Bankinn hefur til-
kynnt að samkomulag hafi verið gert
við Þorstein og félög sem tengjast
honum um uppgjör skulda. Grund-
völlur samkomulagsins við Arion
banka er sala eignarhaldsfélaga í
eigu Þorsteins, Sólstafa og Neanu, á
öllu hlutafé í Vífilfelli.
Uppgjör á skuldum aðalatriði
Aðspurð um mögulega „baksamn-
inga“ sem Þorsteinn og eigandi Co-
bega gætu hafa gert sín á milli á bak
við tjöldin segir Iða slíkt í rauninni
ekki koma bankanum við. „Hann
átti fyrirtækið, við vorum með veð
í því, hann seldi það og við feng-
um peningana okkar til baka – við
fengum allt andvirðið.“ Hún segir að
ekki hafi verið um neinar afskriftir á
skuldum fyrirtækja í eigu Þorsteins
að ræða og því hafi uppgjör hans á
skuldum við Arion banka verið það
sem skipti bankann hvað helst máli.
Hún segir Arion banka telja Cobega
vera „mjög traustan kaupanda.“
Fyrir fjárhagslega endurskipu-
lagningu voru heildarskuldir Sól-
stafa og Neanu við Arion banka um
6,4 milljarðar króna og heildarskuld-
ir Vífilfells við bankann voru um 4,5
milljarðar. Samtals 10,9 milljarðar.
Samkomulagið nú felur í sér fulln-
aðaruppgjör á skuldum Sólstafa og
Neanu við Arion banka og að heild-
arskuldir Vífilfells verði um 2 millj-
arðar og þar af 1,4 milljarðar við Ar-
ion banka. Þorsteinn á einnig hlut í
fjárfestingarfélaginu Materia Invest
og er í persónulegri ábyrgð fyrir 240
milljónum af skuldum félagsins við
Arion banka. Hluti af samkomulag-
inu nú er uppgjör þessara persónu-
legu ábyrgða.
Samþykkt af aðalstöðvum
Viðskiptablaðið sagði frá því árið
2009 að Vífilfell yrði tæpast tekið af
Þorsteini, þrátt fyrir að það kreppti
að hjá honum, því hann nyti enn
stuðnings aðalstöðva Coca-Cola í
Atlanta í Bandaríkjunum. Blaðið
sagði þetta dæmi um óvænta fyrir-
stöðu sem íslensku bankarnir hefðu
lent í við yfirtöku skuldsettra fyr-
irtækja því erlendir framleiðend-
ur hefðu í sumum tilvikum ákvæði
í samningum sínum hér á landi um
að þeir verði að samþykkja alla nýja
rekstraraðila. Nú er svo komið að
framleiðandi Coca-Cola á Spáni hef-
ur eignast fyrirtækið, en líklegt verð-
ur að teljast að þau viðskipti hafi ver-
ið samþykkt af aðalstöðvunum.
Cobega, sem er stærsti fram-
leiðandi Coca-Cola drykkjarins á
Spáni, er hluti af spænsku fyrir-
tækjasamstæðunni Cobega Group
en hún samanstendur af Equatori-
al Coca-Cola Bottling Company og
minni fyrirtækjum sem ekki tengj-
ast framleiðslu og dreifingu á Coca-
Cola. Samstæðan starfar í 14 lönd-
um og framleiðir Coca-Cola á yfir 20
stöðum.
n Þorsteinn M. Jónsson seldi Vífilfell sjálfur til spænska fyrirtækisins Cobega
n Upplýsingafulltrúi Arion banka segir einu aðkomu bankans hafa verið þá að samþykkja
söluna n Uppgjör skulda Þorsteins við Arion banka var það eina sem skipti bankann máli„Hann átti fyrir-
tækið, við vorum
með veð í því, hann seldi
það og við fengum pen-
ingana okkar til baka –
við fengum allt andvirðið.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Seldi sjálfur Þorsteinn M. Jónsson eða
Steini í kók seldi Vífilfell án aðkomu Arion
banka til spænska fyrirtækisins Cobega.
Félag í eigu stjórnenda Milestone sem fjárfesti í Glitni 2008:
Bréfberi Glitnis skuldar 12 milljarða
Eignarhaldsfélagið Rákungur skuld-
ar gamla Glitni nærri tólf milljarða
króna vegna láns sem bankinn veitti
félaginu til að kaupa 2 prósenta hlut
í honum á fyrri hluta árs 2008. Þetta
kemur fram í ársreikningi félagsins
fyrir árið 2009 sem skilað var til árs-
reikningaskrár ríkisskattstjóra í lok
síðasta árs.
Félagið er í eigu eignarhaldsfélaga
sem eru í eigu fyrrverandi forstjóra,
aðstoðarforstjóra og starfsmanns
eignarhaldsfélagsins Milestone: Guð-
mundar Ólasonar, Jóhannesar Sig-
urðssonar og Arnars Guðmundsson-
ar.
Rákungur var tólfti stærsti hluthafi
Glitnis við fall bankans í október 2008
með 2 prósenta eignarhluta. Þriðji
stærsti hluthafi Glitnis var eignar-
haldsfélagið Þáttur International með
nærri sex prósenta eignarhluta. Það
félag var í eigu Karls og Steingríms
Wernerssona, eigenda Milestone.
Í viðtali við DV í janúar í fyrra sagði
Guðmundur Ólason að hugmyndin
að fjárfestingu Rákungs í Glitni hefði
komið frá bankanum sjálfum: „Það
kemur upp þessi hugmynd af hálfu
bankans. Bréfin voru komin niður í
ágætis verð, fjármögnunin á þessu var
tryggð og við ákváðum að taka því.“
Rákungur var því eins konar bréfberi
fyrir Glitni, líkt og ýmis önnur félög
eins og til dæmis Stím.
Í rannsóknarskýrslu Alþingis kem-
ur fram að lánveiting eins og sú sem
Rákungur fékk, þar sem Glitnir lánaði
fyrir bréfum í sjálfum sér með veði í
bréfunum, hafi veikt viðskiptabank-
ana.
Félagið á að greiða rúma 11 millj-
arða af skuldum sínum á þessu ári
en á móti kemur að eina eign félags-
ins, hlutabréfin í Glitni, varð verð-
laus árið 2008. Félagið getur því ekki
greitt skuldina. Í skýrslu endurskoð-
anda Rákungs er tekið fram að vafi
leiki á um rekstrarhæfi félagsins. Lík-
lega verður Rákungur því settur í þrot
á endanum.
ingi@dv.is
Glitnir átti
frumkvæðið
Guðmundur Ólason
sagði í viðtali við DV í
fyrra að Glitnir hefði
átt frumkvæði að
viðskiptum Rákungs
með bréf í bankanum
árið 2008.
Greiðsluaðlögun tafðist vegna
handbolta:
„Þetta er bara
kjaftshögg“
„Ég ætla rétt að vona að þessi lög-
maður sem mér er skipaður hafi ekki
fleiri íþróttaáhugamál því þá heyri ég
örugglega ekkert meira í henni,“ segir
Erla Ellertsdóttir sem varð hvumsa
þegar hún fékk tölvupóst frá skipuð-
um umsjónarmanni sínum vegna
greiðsluaðlögunar hjá umboðsmanni
skuldara.
Í tölvupóstinum frá umsjónar-
manninum, Guðrúnu Hólmsteins-
dóttur héraðsdómslögmanni, stóð
meðal annars: „Fyrirgefið að ég hef
ekki haft samband fyrr en núna, búið
að vera mjög mikið að gera í ýmsum
verkefnum og hef
reynt að skipta
mér á milli verk-
efna eins og ég get.
Síðan hefur hand-
boltinn aðeins sett
í strik í reikning-
inn (þ.e. að ég hef
verið að horfa á
hann í staðinn
fyrir að vinna).“
Tölvupóstur-
inn barst Erlu á mánudaginn, tíu dög-
um síðar en talað var um.
„Þetta bara þurfti að komast út í
þjóðfélagið, það var ekkert öðruvísi.
Hvort þetta komi til með að eyði-
leggja okkar mál eða hvað, það verður
bara að hafa það en ég held þetta geti
ekki sokkið mikið dýpra,“ segir Erla
aðspurð hvers vegna hún hafi viljað
gera mál sitt opinbert. „Þetta er bara
kjaftshögg í andlitið að fá þetta,“ bætir
hún við.
Raunir fjölskyldunnar hafa ver-
ið miklar en Erla sjálf er óvinnufær
vegna vinnuslyss. Þau hjón eiga fjög-
ur börn, þar af eitt langveikt og hús
þeirra var selt á uppboði síðastlið-
ið haust. Erlu finnst því grátlegt að
lögmaðurinn geti leyft sér að koma
svona fram við þau.
Guðrún viðurkenndi í samtali
við DV að þetta hefðu ekki verð rétt
vinnubrögð hjá sér. Hún baðst vel-
virðingar og sagðist bara hafa viljað
vera hreinskilin. Umboðsmaður
skuldara hefur sent frá sér yfirlýsingu
vegna málsins og segir vinnubrögð
umsjónarmannsins með öllu óásætt-
anleg. Embættið hefur haft samand
við báða aðila vegna málsins og Guð-
rún hefur verið boðuð á fund þar sem
staða hennar sem umsjónarmanns
verður tekin til skoðunar.
solrun@.is
HM í handbolta
Réðust á tvo
lögregluþjóna
Sex karlmenn af erlendum uppruna
voru dæmdir í fangelsi í Hæstarétti
á fimmtudag fyrir fólskulega og til-
efnislausa árás á tvo lögreglumenn í
október 2008.
Lögreglumennirnir höfðu verið
kvaddir á vettvang að húsi í Reykja-
vík til að stöðva hávaðasamt sam-
kvæmi þar sem árásarmennirnir
voru staddir. Þegar búið var að rýma
húsnæðið veittist einn árásarmann-
anna að einum lögreglumannin-
um sem hugðist handtaka hann í
kjölfarið. Það voru árásarmaðurinn
og félagar hans ekki reiðubúnir að
sætta sig við og réðst hópurinn að
lögreglumönnunum svo þeir hlutu
talsverða áverka af.
Þrír mannanna voru dæmdir í
níu mánaða fangelsi, tveir í sex mán-
aða fangelsi og einn í sjö mánaða.