Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
Nokkur íslensk útgerðarfyrirtæki
hafa leitað til lögmanna með það
fyrir augum að stefna Landsbanka
Íslands vegna afleiðuviðskipta sem
þau áttu í við bankann á árunum fyr-
ir hrun, samkvæmt heimildum DV.
Meðal annnars er um að ræða út-
gerðarfyrirtæki á Reykjanesskagan-
um og á Snæfellsnesi.
Útgerðarfyrirtækin telja að
Landsbankinn hafi gefið þeim vill-
andi upplýsingar um stöðu krónunn-
ar sem haft hafi þau áhrif að þau tóku
stöðu með henni í gjaldeyrisviðskipt-
um sínum, þ.e.a.s. gerðu ráð fyrir því
að verðgildi hennar myndi hækka.
Á sama tíma var bankinn sjálfur
með afleiðusamninga sem byggðu á
stöðu gegn krónunni, það er að verð-
gildi krónunnar myndi lækka.
Ef mat Landsbankans hefði reynst
rétt varðandi spána um verðgildi
krónunnar hefði bankinn því bæði
varið sig gagnvart lækkun henn-
ar með eigin afleiðusamningum og
eins hagnast á samningunum sem
gerðir voru við útgerðarfyrirtækin
sem sumir hverjir byggðu á því að
krónan myndi hækka um 2–3 pró-
sent. Með lækkun krónunnar töpuðu
útgerðarfyrirtækin sem tóku stöðu
með krónunni í afleiðusamningum
sínum hins vegar háum fjárhæðum,
milljónum eða jafnvel milljörðum
króna.
Telja sig hafa verið narraða
Inntakið í hugsanlegum málaferlum
útgerðarfyrirtækjanna er að Lands-
bankinn hafi gefið villandi upplýs-
ingar um væntanlega stöðu krón-
unnar, upplýsingar sem voru í reynd
andstæðar við þær upplýsingar sem
bankinn taldi réttar. Á grundvelli
þessara ráðlegginga gengu útgerðar-
fyrirtækin til þessara viðskipta.
„Ég hef átt margar andvökunæt-
ur út af þessu; mér finnst ég hafa ver-
ið blekktur. Það er smám saman að
koma meira og meira í ljós að þetta
var allt saman ein allsherjar svika-
mylla,“ segir útgerðarmaður sem
DV ræddi við. Sjávartútvegsfyrirtæki
hans tapaði gríðarlegum fjárhæð-
um á afleiðusamningum við Lands-
bankann.
„Eftir því sem meira kemur upp á
yfirborðið því ljósara verður að þetta
var allt meira eða minna fallít árið
2007 eða jafnvel fyrr. Bankarnir virð-
ast svo hafa reynt að verja stöðu sína
með því að gera svona samninga,“
segir útgerðarmaðurinn. Þessu sjón-
armiði til stuðnings má benda á að
á fundi slitastjórnar og skilanefnd-
ar Landsbankans með kröfuhöfum
bankans í byrjun desember að bank-
inn hafi verið kominn langt undir
lögbundið eiginfjárhlutfall talsvert
löngu áður en íslenska bankahrun-
ið skall á í október 2008. Komist er
að svipaðri niðurstöðu í skýrslu sem
norskt rannsóknarfyrirtæki vann fyr-
ir embætti sérstaks saksóknara um
starfsemi Landsbankans.
Landsbankinn varði sig
Inntakið í þessar hugsun er það að
þeir samningar bankans við við-
skiptavini hans sem byggðu á því
að gengi krónunnar myndi haldast
sterkt hafi verið aðferð hjá Lands-
bankanum við að tryggja sig gegn
lækkun krónunnar. Bankinn var
gerður upp í krónum en þurfti að
standa skil á skuldbindingum sín-
um gagnvart erlendum aðilum í er-
lendum myntum. Ef útlán til við-
skipta bankans voru eingöngu í
krónum á meðan afborganir til lán-
ardrottna voru í erlendum myntum
var því ljóst að bankinn myndi tapa
fjármunum með lækkun krónunnar.
Með því að lána í auknum mæli í er-
lendum myntum og taka stöðu gegn
krónunni var bankinn því að verja
sjálfan sig fyrir þessari lækkun gjald-
miðilsins. Hugsanlegt er að líta megi
á auknar lánveitingar til almennings
í erlendum myntum, meðal annars
vegna fasteigna- eða bílakaupa, sem
lið í þessum vörnum gegn falli krón-
unnar.
Veðjað gegn krónu og
viðskiptavinum bankans
DV hefur áður fjallað um sambærileg
mál í tengslum við minnisblað sem
Heiðar Már Guðjónsson, starfsmaður
Björgólfs Thors Björgólfssonar, kynnti
fyrir stjórn Landsbankans snemma
árs 2006. Forsendan sem Heiðar Már
gekk út frá í umræddu minnisblaði
var sú að hátt gengi krónunnar væri
dæmt til að lækka umtalsvert. Heið-
ar orðaði þetta þannig að leiðrétting
á gengi krónunnar væri „óhjákvæmi-
leg“.
Bæði Landsbankinn og Samson,
móðurfélag Landsbankans, virð-
ast hafa tekið stöðu gagnvart krón-
unni sem byggði á þeirri hugmynd
að hún myndi lækka. Þetta átti við
um Landsbankann árið 2007. Þá tap-
aði stærsti eigandi bankans, Sam-
son, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga,
rúmum 15 milljörðum króna á geng-
isvörnum. Eigendur Samsonar töldu
að gengi krónunnar myndi lækka
meira en raunin varð og veðjuðu á
þessa lækkun með afleiðusamning-
um. Krónan hélst hins vegar sterkari
en talið var. Þetta var vont fyrir Sam-
son á þeim tíma en gott fyrir alla þá
„Þetta var svikamylla“
n Útgerðarfyrirtæki kanna réttarstöðu sína vegna afleiðusamninga sem gerðir voru við
Landsbankann n Mörg útgerðarfyrirtæki töpuðu gríðarlegum fjárhæðum á afleiðusamn-
ingum sem byggðu á áframhaldandi sterku gengi krónunnar n Útgerðarmaður segist
telja að hann hafi verið blekktur n Á sama tíma tók Landsbankinn stöðu gegn krónunni
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Töpuðu 15 milljörðum Eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, Samson, tapaði rúmum 15
milljörðum króna á gjaldeyrisvörnum árið 2007. Á sama tíma voru gerðir samningar um að
lána fólki í erlendum myntum sem og afleiðusamningar við útgerðarfyrirtæki þar sem gert
var ráð fyrir hækkun krónunnar.
Stöðvuðu
kannabisræktun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði kannabisræktun í iðnaðar-
húsnæði í Háaleitishverfi í gær. Við
húsleit á staðnum fundust 44 kanna-
bisplöntur á ýmsum stigum ræktunar,
að því er fram kemur í tilkynningu frá
lögreglunni. Karlmaður á þrítugsaldri
var handtekinn í þágu rannsóknar-
innar og játaði hann aðild sína að
málinu.
Fyrr í vikunni stöðvaði lögreglan
kannabisræktun í fjölbýlishúsi í
vestubæ Reykjavíkur. Við húsleit þar
fundust rúmlega 100 kannabisplönt-
ur á ýmsum stigum ræktunar. Þá lagði
lögreglan hald á tæplega 250 grömm
af kannabisefnum. Karlmaður á fer-
tugsaldri var yfirheyrður í þágu rann-
sóknarinnar.
Lögreglan segir fyrrnefndar að-
gerðir vera lið í því að hamla gegn
sölu og dreifingu fíkniefna og minnir á
fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má
hringja nafnlaust til að koma á fram-
færi upplýsingum um fíkniefnamál.
Hafa áhyggjur
af réttindum barna
Heimili og skóli, landssamtök for-
eldra, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar
sem þess er krafist að ríkið og sveit-
arfélög hafi raunverulegt samráð við
foreldra barna í grunnskólum áður en
gripið verði til frekari niðurskurðar.
Nú blasir við að skera þurfi niður
í grunnskólum víða um land. Samtök-
in hafa áhyggjur af þessari stöðu og
krefjast þess að yfirvöld gangi ekki á
lögbundin réttindi skólabarna. Þor-
gerður Diðriksdóttir, formaður kenn-
arafélags Reykjavíkur, benti, í fréttum
RÚV á fimmtudag, foreldrum á að
vera vakandi gagnvart því hvort og
þá hvernig kennsla barna yrði skert á
næsta ári.
„Heimili og skóli, landsamtök
foreldra, krefjast þess að ríkisstjórn
og sveitarfélög landsins tryggi gæði
skólastarfs á öllum skólastigum á
landinu og gangi ekki á lögbundin
réttindi skólabarna nú þegar skera
á niður útgjöld hins opinbera. Enn
fremur er kallað eftir raunverulegu
samráði við foreldra áður en ákvarð-
anir um breytingar á skólastarfi verða
teknar,“ segir í tilkynningu frá Heimil-
um og skóla.
Jóel kominn
með vegabréf
Búið er að gefa út vegabréf fyrir
Jóel Færseth Einarsson, litla
drenginn sem verið hefur fastur á
Indlandi ásamt foreldrum sínum
frá því í desember. Í kvöldfréttum
Stöðvar 2 á fimmtudag kom fram
að líklega komi fjölskyldan heim til
Íslands á næstu dögum. Jóel fékk
íslenskan ríkisborgararétt fyrir
jólin en indversk staðgöngumóðir
gekk með hann. Heimkoma þeirra
hefur hingað til strandað á útgáfu
vegabréfs fyrir Jóel og lagalegri
óvissu um hver færi með forræði
hans. Heimildir Stöðvar 2 herma
að sendiráðunautur frá íslenska
sendiráðinu í Nýju-Delí hafi hald-
ið í dag til Shennaí, þar sem Helga
og Einar hafa dvalist undanfarið,
í því skyni að afhenda þeim vega-
bréf Jóels. Óstaðfest er hvort ind-
versk stjórnvöld hafi gefið ákveðin
svör varðandi forræðið.