Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 32
Þórhildur fæddist í Reykjavík 28. janúar 1951 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1971, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1977 og öðlað- ist hdl.-réttindi 1989. Þórhildur var fulltrúi hjá Yfir- borgardómaranum í Reykjavík frá 1977–85, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu frá 1985–93, sér- fræðingur í forsætisráðuneytinu 1993–95. Hún var skipuð fyrsti um- boðsmaður barna hér á landi frá 1. janúar 1995 og gegndi því embætti til ársloka 2004, var mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar 2006– 2008 og hefur verið forstöðumað- ur Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni frá haustinu 2009. Þórhildur hefur á undanförnum árum unnið mikið að mannrétt- indamálum barna, m.a. sent frá sér rit um Barnasáttmálann með skír- skotun til íslensks lagaumhverfis, og skrifað greinar um efni hans í ýmis tímarit og dagblöð auk þess að halda fyrirlestra um þessi mál- efni. Þá hefur hún átt sæti í ýmsum nefndum til undirbúnings löggjaf- ar m.a. á sviði sveitarstjórnar- mála, barnaverndarmála og skóla- mála. Hún hefur átt sæti í stjórn Barnaheilla, fulltrúaráði UNICEF á Íslandi og í stjórn Vinafélags Ís- lensku óperunnar. Hún sat í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga 1991–93, í stjórn Félags háskóla- menntaðra starfsmanna stjórn- arráðsins 1987–89, og í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræð- ingamótanna 1988–94. Hún er fé- lagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Miðborg og var forseti klúbbsins 2005-2006. Fjölskylda Þórhildur giftist 25.8. 1973 Eiríki Tómassyni, f. 8.6. 1950, hrl. og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann er sonur Tómasar Árnasonar hrl., fyrrv. alþm., ráð- herra og bankastjóra Seðlabanka Íslands, og k.h. Þóru Kristínar Ei- ríksdóttur húsmóður. Synir Þórhildar og Eiríks eru Páll, f. 6.5. 1974, lögmaður; kvænt- ur Díönu Júlíusdóttur BA í ferða- málafræðum og eiga þau þrjú börn; Tómas, f. 19.6. 1978, lögmað- ur, kvæntur Grétu Bentsdóttur við- skiptafræðingi og eiga þau tvær dætur; Jóhannes, f. 15.7. 1983, lög- maður. Bræður Þórhildar eru Jón Úlfar, f. 12.7. 1952, búsettur í Reykjavík; Björn Líndal, f. 1.11. 1956, lögmað- ur, var kvæntur Sólveigu Guð- mundsdóttur, lögfræðingi , sem er nýlátin. Börn þeirra eru Vigdís Eva og Guðmundur Páll. Hálfbróðir Þórhildar, samfeðra, er Páll Jakob, f. 14.12. 1973, dokt- orsnemi í Svíþjóð en kona hans er Sigurlaug Guðrún Gunnarsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og er dóttir þeirra Guðrún Helga Pálsdóttir. Foreldrar Þórhildar: Páll Jakob Líndal, f. 9.12. 1924, d. 25.7. 1992, hrl., fyrrv. borgarlögmaður, ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneyt- isins og rithöfundur, einkum um sögu Reykjavíkur, og Guðrún Eva Úlfarsdóttir, f. 27.12. 1925, hús- móðir og fyrrv. deildarstjóri við Stofnun Árna Magnússonar. Ætt Páll var bróðir Sigurðar Líndal, lagaprófessors og sagnfræðings, Bergljótar fyrrv. hjúkrunarfor- stjóra og Álfheiðar húsmóður. Páll var sonur Theodórs Líndal, lagaprófessors, sonar Björns Lín- dal, yfirdómslögmanns, útgerð- armanns og bónda á Svalbarði á Svalbarðsströnd Jóhannessonar á Sporði í Línakradal. Móðir Theo- dórs var Sigríður Metúsalemsdótt- ir, b. á Arnarvatni Magnússonar. Móðir Páls var Þórhildur, dótt- ir Páls Briem amtmanns. Páll var sonur Eggerts Ólafs Briem, sýslu- manns á Reynisstað Gunnlaugs- sonar Briem, amtmanns á Grund og ættföður Briemsættar. Móðir Páls amtmanns var Ingibjörg Ei- ríksdóttir, sýslumanns Í Rangár- vallasýslu Sverrissonar. Móðir Þór- hildar var Álfheiður dóttir Helga lektors og forstöðumanns Presta- skólans í Reykjavík, Hálfdánar- sonar, og Þórhildar Tómasdóttur, Fjölnismanns og prófasts á Breiða- bólstað Sæmundssonar. Eva er dóttir Úlfars, skósmiðs og kaupmanns á Seyðisfirði. Úlfar er sonur Karls Friðriks, verslunar- manns á Vopnafirði Jónssonar, og Guðrúnar Eiríksdóttur, frá Neðri- Brunná. Móðir Guðrúnar var Fel- dís Felixdóttir, systir Eyþórs, afa Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrv. forseta Íslands. Móðir Evu er Jónína Steindórs- dóttir, kennara Jóhannessonar, hins markfróða á Kambsstöðum Jónssonar. Móðir Steindórs var Sigurbjörg, dóttir Guðmundar, b. í Fjósatungu Guðmundssonar og Helgu Eiríksdóttur. Kári fæddist á Húsavík en ólst upp á Helgastöðum í Reykjadal. Hann stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófi sem tónmenntakennari 1988 og 8. stigi í söng 1989. Þá stundaði hann framhaldsnám á Ítalíu og hefur sótt fjölda námskeiða í söng, kórstjórn og orgelleik. Að undanförnu hefur hann svo sótt söngtíma hjá David Bartleet. Kári kenndi tónmennt við Hvassa- leitisskóla, Breiðholtsskóla og Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði. Hann stjórn- aði Karlakór slökkviliðsins um sjö ára skeið og Þingeyingakórnum í sjö ár og hefur nú stjórnað Gerðubergskórn- um frá 1994. Kári hefur oft sungið einsöng opin berlega, einn eða með kórum, og flutt söngdagskrár í útvarpi. Nú er að koma út hljómdiskur með Kára þar sem hann syngur ítalskar aríu og létt klassík dægurlög. Þá hefur hann sam- ið nokkur lög og ljóð sem einkum hafa verið flutt af kórum en sjá má dæmi um þessi lög og söng Kára á You- tube undir nafninu Karifrid. Hann er söngvari á Víkingakránni í Hafnarfirði og á Fjörukránni og sinnti um skeið ýmsum félagsstörfum fyrir einsöngv- aradeild FÍL. Fjölskylda Fyrrv. kona Kára var Áslaug Sigurð- ardóttir, f. 6.1. 1961, ritari. Þau skildu 1997. Dóttir Kára og Áslaugar er Heið- rún G. Káradóttir, f. 19.1. 1988, nemi. Eiginkona Kára er Helga Björk Sig- urðardóttir, f. 30.1. 1962, hársnyrti- meistari og rekur hársnyrtistofuna Heru í Kópavogi. Synir Kára og Helgu Bjarkar eru Kári Snær Kárason, f. 14.6. 2003; Maríus Baldur Kárason, f. 4.11. 2005. Systkini Kára eru Jónas Friðriks- son, f. 10.9. 1962, stýrimaður og rekur húðflúrstofu á Akureyri; Laufey Þóra Friðriksdóttir, f. 20.5. 1968, hársnyrtir á Súðavík; Arngeir Friðriksson, f. 24.4. 1970, bóndi á Helgastöðum í Reykja- dal. Foreldrar Kára: Friðrik Jónasson, f. 2.5. 1925, d. 3.11. 1998, bóndi á Helga- stöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu, og k.h., Alda Káradóttir, f. 14.4. 1940, húfreyja og bóndi á Helgastöð- um. 32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Herbert fæddist á Akranesi en ólst upp á Blönduósi til 1956. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlun- arskóla Íslands 1961, sótti ýmis nám- skeið í markaðsfræðum, félagsmálum og stjórnun, og stóð jafnframt fyrir slíkum námskeiðum. Herbert var skrifstofu- og fjár- málastjóri Trésmiðjunnar Víðis hf. 1961–63, rak eigin heildverslun, Vest- urá hf., 1964, var sölustjóri dagblaðs- ins Vísis 1965, ritstjóri Íslendings á Akureyri 1966–67 og Íslendings-Ísa- foldar 1968–69, og ritstjóri Frjálsrar verslunar 1970–71. Herbert stofnaði fyrirtækið Nestor 1972 og hóf útgáfu tímaritsins Hús og híbýli, ásamt útgáfu ferðaþjónustu- rita á ýmsum tungumálum. Hann var ritstjóri Kópavogstíðinda 1978– 79, blaðamaður hjá Vísi og síðan DV 1979–87, félagsmálastjóri Verslun- arráðs Íslands 1988–97 og jafnframt framkvæmdastjóri Amerísk-íslenska verslunarráðsins. Herbert starfrækti jafnframt fyrir- tæki sitt, Nestor, sem frá 1998 sinnti kynningarverkefnum, ráðstefnuhaldi, erindrekstri og ritstjórn handbóka. Hann ritstýrði Nafnabókinni okkar, árið 2000, um uppruna og merkingu gildra mannanafna, og Hundabók- inni okkar, með upplýsingum um all- ar hundategundir hér á landi, 74 tals- ins. Herbert var ritari í stjórn ung- mennafélagsins Hvatar á Blönduósi 1953–55, sat í stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og var rit- stjóri Viljans og Verzlunarskólablaðs- ins 1959–61, var formaður Týs, FUS í Kópavogi, ritari í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, vara- bæjarfulltrúi og sat í ýmsum nefnd- um Kópavogsbæjar 1962–66, ritstjóri Voga í Kópavogi á sama tíma og aftur 1970–71, sat í stjórn SUS 1967–71, var ritstjóri Stefnis, tímarits SUS, 1972–73, formaður Ferðamálafélags Akureyr- ar 1969, sat í stjórn ungmennafélags- ins Breiðabliks í Kópavogi 1962–66, var formaður handknattleiksdeildar félagsins 1976–79, formaður Knatt- spyrnufélagsins Þróttar 1983–85 og starfaði um tíma í JC-hreyfingunni, m.a. sem forseti JC Kópavogs, og í Kiwanis og Lions. Fjölskylda Herbert kvæntist 14.7. 1963 Guðrúnu M.S. Skúladóttur. Þau skildu 1984. Börn þeirra eru Edda Björg, f. 16.10. 1963, kerfis- og tölvunarfræð- ingur HR, hjá Reiknistofu bankanna, var í sambúð með Hilmari Bergmann og eru synir þeirra Hilmar Þór, f. 5.4. 1989, Helgi Björn, f. 25.2. 1991, Há- kon Örn, f. 4.11. 1993, og Hafþór Ingi, f. 12.12. 1995; Heimir Örn, f. 4.10. 1970, hrl., faglegur framkvæmda- stjóri Lex lögmanna, kvæntur Björgu Melsted, grafíker og kennara, og eru synir þeirra Orri, f. 16.11. 1995, Arn- ar Már, f. 31.7. 1999 og Einar Björn, f. 9.2. 2003. Hálfsystir Herberts, samfeðra, er Hafdís, f. 3.9. 1936, húsmóðir í Grindavík, var gift Kjartani Kristófers- syni, sem er látinn. Foreldrar Herberts: Guðmundur Sveinbjarnarson, f. 1.4. 1900, d. 12.7. 1977, m.a forstöðumaður bifreiða- þjónustu Olíuverslunar Íslands hf. í Tryggvagötu, Reykjavík, og Þorbjörg Sigurjónsdóttir, f. 2.10. 1912, d. 13.10. 1991, lærð saumakona og bóndi sem ól Herbert upp með móður sinni, ömmu hans, á Blönduósi til 1956. Þá tók við ný sambúð foreldra Herberts í Kópavogi, en þau höfðu aldrei skilið. Ætt Guðmundur var sonur Sveinbjarnar, b. í Geirshlíðarkoti í Flókadal Sveins- sonar, b. á Breiðabólsstöðum Björns- sonar. Móðir Sveinbjarnar var Eirný Guðmundsdóttir. Móðir Guðmundar forstöðu- manns var Guðlaugar Ingimundar- dóttur, b. í Fossatúni Gíslasonar, b. á Hóli í Norðurárdal Guðmundsson- ar, b. á Háafelli í Hvítársíðu Hjálm- arssonar, ættöður Háafellsætt- ar Ingimundarsonar, b. í Fossatúni Gíslasonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Ásmundsdóttir, b. í Elínar- höfða Jörgenssonar, b. þar Hans- sonar Klingenbergs, b. á Krossi, ætt- föður Klingenbergsættar. Móðir Guðlaugar var Guðríður Snorradótt- ir, b. á Kjalvararstöðum og á Kletti í Reykholtsdal Jakobssonar Blom, b. og smiðs á Húsafelli Snorrasonar, pr. á Húsafelli og ættföður Húsafellsættar Björnssonar. Móðir Jakobs var Hild- ur Jónsdóttir. Móðir Snorra á Kjal- vararstöðum var Kristín Guðmunds- dóttir, klæðalitara í Leirvogstungu Sæmundssonar. Móðir Guðríðar var Guðlaug Finnsdóttir. Þorbjörg, móðir Herberts, var syst- ir Odds, skólastjóra í Kópavogi, föður Guðmundar, sem var bæjarfulltrúi og skólastjóri í Þinghólsskóla. Þorbjörg var dóttir Sigurjóns, bróður Guð- mundar, forstjóra Alþýðubrauðgerð- arinnar, og Ástríðar, ömmu Víglund- ar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. Önnur systir Sigurjóns var Sigríður, amma Jónasar rithöfundar og Péturs Guðmundssonar, fyrrv. flugvallar- stjóra. Sigurjón var sonur Odds, for- manns í Reykjavík Jónssonar, útvegsb. í Reykjavík Eyjólfssonar, b. í Skildinga- nesi Eilífssonar. Móðir Jóns var Guð- ríður Ingimundardóttir, b. í Höfðabæ Ingimundarsonar, og Sigríður Jörg- ensdóttur, systur Ásmundar í Elínar- höfða. Móðir Sigurjóns var Guðrún, systir Þorkels, langafa Páls Jensson- ar prófessors, Mörtu Guðjónsdóttur, fyrrv. formanns Varðar, og Helenar Eyjólfsdóttur söngkonu. Guðrún var dóttir Árna, b. í Guðnabæ í Selvogi Guðnasonar, og Steinunnar Þorkels- dóttur. Móðir Steinunnar var Þórunn Álfsdóttir, b. í Tungu Arasonar, b. á Eystri-Loftsstöðum Bergssonar, ætt- föður Bergsættarinnar Sturlaugsson- ar. Móðir Þorbjargar var Ingibjörg Jósefsdóttir, b. á Hamri á Bakásum Jósefssonar, b. í Hlíð í Norðurárdal Helgasonar, b. á Helgavatni Jónsson- ar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Jónasdóttir, b. á Grófargili Sigfús- sonar. Móðir Jónasar var Björg Jón- asdóttir, b. á Gili í Svartárdal Jóns- sonar, og Ingibjargar Jónsdóttir, ættföður Skeggsstaðaættar Jónssonar. Móðir Margrétar var Margrét Ólafs- dóttir, ættföður Valadalsættar Andr- éssonar. Herbert Guðmundsson fyrrv. framkvæmdastjóri og ritstjóri 85 ára 85 ára Þórhildur Líndal forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr Kári Friðriksson kórstjóri, tónmenntakennari og tenórsöngvari 70 ára á föstudag 60 ára á föstudag 50 ára á föstudag m y n d G u n n a r V . a n d r és s o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.