Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Page 32
Þórhildur fæddist í Reykjavík 28. janúar 1951 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1971, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1977 og öðlað- ist hdl.-réttindi 1989. Þórhildur var fulltrúi hjá Yfir- borgardómaranum í Reykjavík frá 1977–85, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu frá 1985–93, sér- fræðingur í forsætisráðuneytinu 1993–95. Hún var skipuð fyrsti um- boðsmaður barna hér á landi frá 1. janúar 1995 og gegndi því embætti til ársloka 2004, var mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar 2006– 2008 og hefur verið forstöðumað- ur Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni frá haustinu 2009. Þórhildur hefur á undanförnum árum unnið mikið að mannrétt- indamálum barna, m.a. sent frá sér rit um Barnasáttmálann með skír- skotun til íslensks lagaumhverfis, og skrifað greinar um efni hans í ýmis tímarit og dagblöð auk þess að halda fyrirlestra um þessi mál- efni. Þá hefur hún átt sæti í ýmsum nefndum til undirbúnings löggjaf- ar m.a. á sviði sveitarstjórnar- mála, barnaverndarmála og skóla- mála. Hún hefur átt sæti í stjórn Barnaheilla, fulltrúaráði UNICEF á Íslandi og í stjórn Vinafélags Ís- lensku óperunnar. Hún sat í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga 1991–93, í stjórn Félags háskóla- menntaðra starfsmanna stjórn- arráðsins 1987–89, og í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræð- ingamótanna 1988–94. Hún er fé- lagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Miðborg og var forseti klúbbsins 2005-2006. Fjölskylda Þórhildur giftist 25.8. 1973 Eiríki Tómassyni, f. 8.6. 1950, hrl. og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann er sonur Tómasar Árnasonar hrl., fyrrv. alþm., ráð- herra og bankastjóra Seðlabanka Íslands, og k.h. Þóru Kristínar Ei- ríksdóttur húsmóður. Synir Þórhildar og Eiríks eru Páll, f. 6.5. 1974, lögmaður; kvænt- ur Díönu Júlíusdóttur BA í ferða- málafræðum og eiga þau þrjú börn; Tómas, f. 19.6. 1978, lögmað- ur, kvæntur Grétu Bentsdóttur við- skiptafræðingi og eiga þau tvær dætur; Jóhannes, f. 15.7. 1983, lög- maður. Bræður Þórhildar eru Jón Úlfar, f. 12.7. 1952, búsettur í Reykjavík; Björn Líndal, f. 1.11. 1956, lögmað- ur, var kvæntur Sólveigu Guð- mundsdóttur, lögfræðingi , sem er nýlátin. Börn þeirra eru Vigdís Eva og Guðmundur Páll. Hálfbróðir Þórhildar, samfeðra, er Páll Jakob, f. 14.12. 1973, dokt- orsnemi í Svíþjóð en kona hans er Sigurlaug Guðrún Gunnarsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og er dóttir þeirra Guðrún Helga Pálsdóttir. Foreldrar Þórhildar: Páll Jakob Líndal, f. 9.12. 1924, d. 25.7. 1992, hrl., fyrrv. borgarlögmaður, ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneyt- isins og rithöfundur, einkum um sögu Reykjavíkur, og Guðrún Eva Úlfarsdóttir, f. 27.12. 1925, hús- móðir og fyrrv. deildarstjóri við Stofnun Árna Magnússonar. Ætt Páll var bróðir Sigurðar Líndal, lagaprófessors og sagnfræðings, Bergljótar fyrrv. hjúkrunarfor- stjóra og Álfheiðar húsmóður. Páll var sonur Theodórs Líndal, lagaprófessors, sonar Björns Lín- dal, yfirdómslögmanns, útgerð- armanns og bónda á Svalbarði á Svalbarðsströnd Jóhannessonar á Sporði í Línakradal. Móðir Theo- dórs var Sigríður Metúsalemsdótt- ir, b. á Arnarvatni Magnússonar. Móðir Páls var Þórhildur, dótt- ir Páls Briem amtmanns. Páll var sonur Eggerts Ólafs Briem, sýslu- manns á Reynisstað Gunnlaugs- sonar Briem, amtmanns á Grund og ættföður Briemsættar. Móðir Páls amtmanns var Ingibjörg Ei- ríksdóttir, sýslumanns Í Rangár- vallasýslu Sverrissonar. Móðir Þór- hildar var Álfheiður dóttir Helga lektors og forstöðumanns Presta- skólans í Reykjavík, Hálfdánar- sonar, og Þórhildar Tómasdóttur, Fjölnismanns og prófasts á Breiða- bólstað Sæmundssonar. Eva er dóttir Úlfars, skósmiðs og kaupmanns á Seyðisfirði. Úlfar er sonur Karls Friðriks, verslunar- manns á Vopnafirði Jónssonar, og Guðrúnar Eiríksdóttur, frá Neðri- Brunná. Móðir Guðrúnar var Fel- dís Felixdóttir, systir Eyþórs, afa Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrv. forseta Íslands. Móðir Evu er Jónína Steindórs- dóttir, kennara Jóhannessonar, hins markfróða á Kambsstöðum Jónssonar. Móðir Steindórs var Sigurbjörg, dóttir Guðmundar, b. í Fjósatungu Guðmundssonar og Helgu Eiríksdóttur. Kári fæddist á Húsavík en ólst upp á Helgastöðum í Reykjadal. Hann stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófi sem tónmenntakennari 1988 og 8. stigi í söng 1989. Þá stundaði hann framhaldsnám á Ítalíu og hefur sótt fjölda námskeiða í söng, kórstjórn og orgelleik. Að undanförnu hefur hann svo sótt söngtíma hjá David Bartleet. Kári kenndi tónmennt við Hvassa- leitisskóla, Breiðholtsskóla og Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði. Hann stjórn- aði Karlakór slökkviliðsins um sjö ára skeið og Þingeyingakórnum í sjö ár og hefur nú stjórnað Gerðubergskórn- um frá 1994. Kári hefur oft sungið einsöng opin berlega, einn eða með kórum, og flutt söngdagskrár í útvarpi. Nú er að koma út hljómdiskur með Kára þar sem hann syngur ítalskar aríu og létt klassík dægurlög. Þá hefur hann sam- ið nokkur lög og ljóð sem einkum hafa verið flutt af kórum en sjá má dæmi um þessi lög og söng Kára á You- tube undir nafninu Karifrid. Hann er söngvari á Víkingakránni í Hafnarfirði og á Fjörukránni og sinnti um skeið ýmsum félagsstörfum fyrir einsöngv- aradeild FÍL. Fjölskylda Fyrrv. kona Kára var Áslaug Sigurð- ardóttir, f. 6.1. 1961, ritari. Þau skildu 1997. Dóttir Kára og Áslaugar er Heið- rún G. Káradóttir, f. 19.1. 1988, nemi. Eiginkona Kára er Helga Björk Sig- urðardóttir, f. 30.1. 1962, hársnyrti- meistari og rekur hársnyrtistofuna Heru í Kópavogi. Synir Kára og Helgu Bjarkar eru Kári Snær Kárason, f. 14.6. 2003; Maríus Baldur Kárason, f. 4.11. 2005. Systkini Kára eru Jónas Friðriks- son, f. 10.9. 1962, stýrimaður og rekur húðflúrstofu á Akureyri; Laufey Þóra Friðriksdóttir, f. 20.5. 1968, hársnyrtir á Súðavík; Arngeir Friðriksson, f. 24.4. 1970, bóndi á Helgastöðum í Reykja- dal. Foreldrar Kára: Friðrik Jónasson, f. 2.5. 1925, d. 3.11. 1998, bóndi á Helga- stöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu, og k.h., Alda Káradóttir, f. 14.4. 1940, húfreyja og bóndi á Helgastöð- um. 32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Herbert fæddist á Akranesi en ólst upp á Blönduósi til 1956. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlun- arskóla Íslands 1961, sótti ýmis nám- skeið í markaðsfræðum, félagsmálum og stjórnun, og stóð jafnframt fyrir slíkum námskeiðum. Herbert var skrifstofu- og fjár- málastjóri Trésmiðjunnar Víðis hf. 1961–63, rak eigin heildverslun, Vest- urá hf., 1964, var sölustjóri dagblaðs- ins Vísis 1965, ritstjóri Íslendings á Akureyri 1966–67 og Íslendings-Ísa- foldar 1968–69, og ritstjóri Frjálsrar verslunar 1970–71. Herbert stofnaði fyrirtækið Nestor 1972 og hóf útgáfu tímaritsins Hús og híbýli, ásamt útgáfu ferðaþjónustu- rita á ýmsum tungumálum. Hann var ritstjóri Kópavogstíðinda 1978– 79, blaðamaður hjá Vísi og síðan DV 1979–87, félagsmálastjóri Verslun- arráðs Íslands 1988–97 og jafnframt framkvæmdastjóri Amerísk-íslenska verslunarráðsins. Herbert starfrækti jafnframt fyrir- tæki sitt, Nestor, sem frá 1998 sinnti kynningarverkefnum, ráðstefnuhaldi, erindrekstri og ritstjórn handbóka. Hann ritstýrði Nafnabókinni okkar, árið 2000, um uppruna og merkingu gildra mannanafna, og Hundabók- inni okkar, með upplýsingum um all- ar hundategundir hér á landi, 74 tals- ins. Herbert var ritari í stjórn ung- mennafélagsins Hvatar á Blönduósi 1953–55, sat í stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og var rit- stjóri Viljans og Verzlunarskólablaðs- ins 1959–61, var formaður Týs, FUS í Kópavogi, ritari í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, vara- bæjarfulltrúi og sat í ýmsum nefnd- um Kópavogsbæjar 1962–66, ritstjóri Voga í Kópavogi á sama tíma og aftur 1970–71, sat í stjórn SUS 1967–71, var ritstjóri Stefnis, tímarits SUS, 1972–73, formaður Ferðamálafélags Akureyr- ar 1969, sat í stjórn ungmennafélags- ins Breiðabliks í Kópavogi 1962–66, var formaður handknattleiksdeildar félagsins 1976–79, formaður Knatt- spyrnufélagsins Þróttar 1983–85 og starfaði um tíma í JC-hreyfingunni, m.a. sem forseti JC Kópavogs, og í Kiwanis og Lions. Fjölskylda Herbert kvæntist 14.7. 1963 Guðrúnu M.S. Skúladóttur. Þau skildu 1984. Börn þeirra eru Edda Björg, f. 16.10. 1963, kerfis- og tölvunarfræð- ingur HR, hjá Reiknistofu bankanna, var í sambúð með Hilmari Bergmann og eru synir þeirra Hilmar Þór, f. 5.4. 1989, Helgi Björn, f. 25.2. 1991, Há- kon Örn, f. 4.11. 1993, og Hafþór Ingi, f. 12.12. 1995; Heimir Örn, f. 4.10. 1970, hrl., faglegur framkvæmda- stjóri Lex lögmanna, kvæntur Björgu Melsted, grafíker og kennara, og eru synir þeirra Orri, f. 16.11. 1995, Arn- ar Már, f. 31.7. 1999 og Einar Björn, f. 9.2. 2003. Hálfsystir Herberts, samfeðra, er Hafdís, f. 3.9. 1936, húsmóðir í Grindavík, var gift Kjartani Kristófers- syni, sem er látinn. Foreldrar Herberts: Guðmundur Sveinbjarnarson, f. 1.4. 1900, d. 12.7. 1977, m.a forstöðumaður bifreiða- þjónustu Olíuverslunar Íslands hf. í Tryggvagötu, Reykjavík, og Þorbjörg Sigurjónsdóttir, f. 2.10. 1912, d. 13.10. 1991, lærð saumakona og bóndi sem ól Herbert upp með móður sinni, ömmu hans, á Blönduósi til 1956. Þá tók við ný sambúð foreldra Herberts í Kópavogi, en þau höfðu aldrei skilið. Ætt Guðmundur var sonur Sveinbjarnar, b. í Geirshlíðarkoti í Flókadal Sveins- sonar, b. á Breiðabólsstöðum Björns- sonar. Móðir Sveinbjarnar var Eirný Guðmundsdóttir. Móðir Guðmundar forstöðu- manns var Guðlaugar Ingimundar- dóttur, b. í Fossatúni Gíslasonar, b. á Hóli í Norðurárdal Guðmundsson- ar, b. á Háafelli í Hvítársíðu Hjálm- arssonar, ættöður Háafellsætt- ar Ingimundarsonar, b. í Fossatúni Gíslasonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Ásmundsdóttir, b. í Elínar- höfða Jörgenssonar, b. þar Hans- sonar Klingenbergs, b. á Krossi, ætt- föður Klingenbergsættar. Móðir Guðlaugar var Guðríður Snorradótt- ir, b. á Kjalvararstöðum og á Kletti í Reykholtsdal Jakobssonar Blom, b. og smiðs á Húsafelli Snorrasonar, pr. á Húsafelli og ættföður Húsafellsættar Björnssonar. Móðir Jakobs var Hild- ur Jónsdóttir. Móðir Snorra á Kjal- vararstöðum var Kristín Guðmunds- dóttir, klæðalitara í Leirvogstungu Sæmundssonar. Móðir Guðríðar var Guðlaug Finnsdóttir. Þorbjörg, móðir Herberts, var syst- ir Odds, skólastjóra í Kópavogi, föður Guðmundar, sem var bæjarfulltrúi og skólastjóri í Þinghólsskóla. Þorbjörg var dóttir Sigurjóns, bróður Guð- mundar, forstjóra Alþýðubrauðgerð- arinnar, og Ástríðar, ömmu Víglund- ar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. Önnur systir Sigurjóns var Sigríður, amma Jónasar rithöfundar og Péturs Guðmundssonar, fyrrv. flugvallar- stjóra. Sigurjón var sonur Odds, for- manns í Reykjavík Jónssonar, útvegsb. í Reykjavík Eyjólfssonar, b. í Skildinga- nesi Eilífssonar. Móðir Jóns var Guð- ríður Ingimundardóttir, b. í Höfðabæ Ingimundarsonar, og Sigríður Jörg- ensdóttur, systur Ásmundar í Elínar- höfða. Móðir Sigurjóns var Guðrún, systir Þorkels, langafa Páls Jensson- ar prófessors, Mörtu Guðjónsdóttur, fyrrv. formanns Varðar, og Helenar Eyjólfsdóttur söngkonu. Guðrún var dóttir Árna, b. í Guðnabæ í Selvogi Guðnasonar, og Steinunnar Þorkels- dóttur. Móðir Steinunnar var Þórunn Álfsdóttir, b. í Tungu Arasonar, b. á Eystri-Loftsstöðum Bergssonar, ætt- föður Bergsættarinnar Sturlaugsson- ar. Móðir Þorbjargar var Ingibjörg Jósefsdóttir, b. á Hamri á Bakásum Jósefssonar, b. í Hlíð í Norðurárdal Helgasonar, b. á Helgavatni Jónsson- ar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Jónasdóttir, b. á Grófargili Sigfús- sonar. Móðir Jónasar var Björg Jón- asdóttir, b. á Gili í Svartárdal Jóns- sonar, og Ingibjargar Jónsdóttir, ættföður Skeggsstaðaættar Jónssonar. Móðir Margrétar var Margrét Ólafs- dóttir, ættföður Valadalsættar Andr- éssonar. Herbert Guðmundsson fyrrv. framkvæmdastjóri og ritstjóri 85 ára 85 ára Þórhildur Líndal forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr Kári Friðriksson kórstjóri, tónmenntakennari og tenórsöngvari 70 ára á föstudag 60 ára á föstudag 50 ára á föstudag m y n d G u n n a r V . a n d r és s o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.