Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
Þrír af níu dómurum Hæstaréttar
töldu sig vanhæfa til þess að dæma
um kærur vegna kosninga til stjórn-
lagaþings í nóvember síðastliðnum.
Þau eru Ingibjörg Benediktsdóttir,
Markús Sigurbjörnsson og Ólafur
Börkur Þorvaldsson. Öll lýstu þau
sig vanhæf vegna tengsla ýmist við
fulltrúa í landskjörstjórn eða við
frambjóðendur til stjórnlagaþings-
ins.
Fyrir liggur að 22 af þeim 25 sem
náðu kjöri til stjórnlagaþings hafa
opinberlega lýst stuðningi við að
ákvæði um þjóðareign á auðlindum
verði sett í stjórnarskrá. Af þeim sex
dómurum, sem töldu sig hæfa til að
dæma um stjórnlagaþingskosning-
arnar, hafa að minnsta kosti þrír
talað opinberlega á mismunandi
tímum gegn þjóðareign og með sér-
eignarrétti. Einn til viðbótar, Viðar
Már Matthíasson, er auk þess bróð-
ir eins voldugasta kvótaeiganda
landsins, Guðbjargar Matthíasdótt-
ur í Vestmannaeyjum.
Dómur án glæps
Efnislega voru ýmsir þingmenn
með sumt af þessu á vörunum á Al-
þingi síðastliðinn fimmtudag þar
sem rædd var munnleg skýrsla Ög-
mundar Jónassonar innanríkis-
ráðherra um ógildingu Hæstarétt-
ar á stjórnlagaþingskosningunum.
Að Hæstiréttur hefði fellt dóm án
glæps, að Hæstiréttur hefði stillt
sér gegn vilja þjóðarinnar til breyt-
inga á stjórnarskránni, að Hæstirétt-
ur hefði blandað sér í heitt pólitískt
átakaefni um eignarrétt á auðlind-
um og tekið þar með afstöðu með
harðdrægum sérhagsmunaöflum,
meðal annars í stórútgerð. Fæst-
ir þingmanna gagnrýndu þá ágalla
á framkvæmd kosninganna sem
Hæstiréttur dró fram en stjórnarlið-
ar voru almennt þeirrar skoðunar
að í skilningi laga um þingkosningar
hefði ekki verið sýnt fram á að ágall-
arnir hefðu haft áhrif á úrslit kosn-
inganna. Þeim skilningi andmæltu
formaður Sjálfstæðisflokksins og
fleiri stjórnarandstæðingar.
Framkvæmd og úrslit
Lögum samkvæmt voru kærurnar
vegna stjórnlagaþingskosninganna
stjórnsýslumál sem Hæstarétti ber
að úrskurða um. Niðurstaða dóms-
ins er sett fram sem ályktun eða
álit en ekki sem venjulegur dómur.
Með hliðstæðum hætti er það verk-
efni Alþingis að fjalla um vafaat-
riði vegna kosninga til Alþingis. Þótt
ýmsu kunni að vera áfátt við kjör eða
kjörgengi leiðir það ekki samkvæmt
laganna hljóðan til ógildingar nema
sýnt þyki að ágallar hafi haft áhrif á
úrslit kosninga. Eins og Eiríkur Tóm-
asson lagaprófessor hefur bent á
sýnir Hæstiréttur ekki fram á neitt
slíkt og túlkar lögin þröngt.
Lög um dómstóla kveða á um að
allir níu dómarar Hæstaréttar geti
fjallað um stjórnsýslukærur á borð
við þær sem rétturinn tók fyrir þann
12. janúar síðastliðinn um stjórn-
lagaþingskosningarnar. Venjulega
dæma þrír eða fimm dómarar í mál-
um sem koma fyrir dómstólinn.
Í 7. grein dómstólalaga segir orð-
rétt: „Þegar Hæstiréttur fæst lögum
samkvæmt við annað en meðferð
máls fyrir dómi taka allir reglulegir
dómarar þátt í ákvörðun nema mælt
sé á annan veg í lögum. Hafi dómari
forföll eða sé hann vanhæfur skal að
jafnaði ekki kvaddur til varadómari
[…] nema færri en fimm hæstaréttar-
dómarar geti sinnt því.“
Engar athugasemdir um hæfi
dómara
Sem framan greinir fjölluðu sex
dómarar um stjórnlagaþingskosn-
ingarnar en þrír lýstu vanhæfi vegna
beinna tengsla við frambjóðendur
eða fulltrúa í landskjörstjórn. Al-
menna reglan er sú að dómarar lýsi
sjálfir vanhæfi og segi sig frá máli.
Hæstiréttur fjallar ekki opinberlega
um innri ágreining um hugsanlegt
vanhæfi, en málsaðilar geta gert at-
hugasemdir við hæfi dómara.
Kærendurnir þrír gerðu ekki at-
hugasemdir við hæfi dómaranna
sex. Það gerðu heldur ekki fulltrúar
innanríkisráðuneytisins í réttarsal
Hæstaréttar þann 12. janúar síðast-
liðinn.
Ástráður Haraldsson, formaður
landskjörstjórnar, sat einnig í rétt-
arsalnum ásamt öðrum fulltrúum
kjörstjórnarinnar. Hann lýsti því
strax í upphafi – og endurtók það
eftir ógildingu kosninganna – að
hann liti svo á að landskjörstjórn
væri ekki aðili málsins. Hann væri
því kominn í réttarsal til þess að
lýsa framkvæmd kosninganna og
svara spurningum dómaranna. Af
því leiðir að landskjörstjórn véfengir
ekki hæfi dómaranna. Enginn fram-
bjóðendanna eða kjörinna fulltrúa
til þingsins gerði það heldur.
Vörn fyrir forréttindi?
Guðmundur Steingrímsson, Fram-
sóknarflokki, kvaðst á Alþingi í gær
vera veikur fyrir því að hönnuð yrði
leið til þess að fulltrúarnir 25, sem
kjörnir voru til stjórnlagaþings, yrðu
fengnir til að leggja fram tillögur til
breytinga á stjórnarskránni þrátt
fyrir ógildingu Hæstaréttar á kosn-
ingunum til stjórnlagaþingsins.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra sagði í umræðunum að
Hæstiréttur væri ekki hafinn yfir
gagnrýni.
Ólína Þorvarðardóttir, Samfylk-
ingunni, kvað málfrelsinu hætta
búin ef ekki mætti gagnrýna Hæsta-
rétt með málefnalegum hætti.
Þráinn Bertelsson, VG, sagði
kostina þrjá, að efna til nýrra kosn-
inga, virkja fulltrúana 25 til verka
þrátt fyrir ógildingu Hæstaréttar
eða hætta við stjórnlagaþing. Marg-
ir teldu að Hæstiréttur hefði með
ógildingu stjórnlagaþingskosninga
valið að verja aðgang sumra um-
fram annarra að auðlindum lands-
ins. Aðrir litu svo á að þjóðin hefði
óskoraðan rétt til yfirráða yfir auð-
lindunum. Aðalatriðið væri að leysa
nú þann vanda með sóma, sem ris-
inn er með ógildingu Hæstaréttar.
Gera Hæstarétt
tortryggilegan
Bjarni Benediktsson, Sjálfstæð-
isflokki, spurði hvernig fullyrða
mætti að framkvæmd kosninganna
hefði ekki haft áhrif á úrslit þeirra
og taldi ómögulegt að halda því
fram að gallar framkvæmdarinnar
hefðu engin áhrif á niðurstöðuna.
„Þetta er í fyrsta sinn sem almenn-
ar kosningar eru dæmdar ógildar
hér. Þetta er álitshnekkir og eftir því
tekið víða um lönd.“
Margir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins fundu að því að innan-
ríkisráðherra og fleiri reyndu í kjöl-
far ógildingar kosninganna að gera
Hæstarétt tortryggilegan.
Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra fullyrti að þótt fram-
kvæmdin hefði verið gölluð hefði
það ekki haft áhrif á niðurstöðuna.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
hefði engin rök fært fram fyrir því.
Þór Saari, Hreyfingunni, gagn-
rýndi framgöngu sjálfstæðis-
manna og spurði um ábyrgð
þeirra sjálfra á hruninu. Þeir hefðu
hrökklast einn af öðrum af þingi
en væru nú að tínast inn aftur.
„Það er hlálegt að hlusta á þá fjalla
um ábyrgð.“
n Hæstaréttardómarar hafa varið málstað kvótagreifa n Einn þeirra tengist einu
stærsta útgerðarveldi landsins n Tveir þeirra voru í valdavígi frjálshyggjumanna með
þremur forsætisráðherrum Sjálfstæðisflokksins n Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja
ríkisstjórnina reyna að koma sér undan ábyrgð á klúðri n Engar ákvarðanir teknar enn
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Framhald á næstu opnu
Hæstiréttur
Hagsmunanna
n Ég styð frelsi í viðskiptum.
n Ég er andvígur ríkisrekstri.
n Ég er andvígur styrkjum ríkisins við atvinnurekstur, ekki
síst ef hann er stundaður í samkeppni við aðra sem ekki njóta
styrkja.
n Ég er andvígur lagareglum sem gera hlut eins aðila sem
stundar samkeppnisrekstur betri en annarra sem við hann
keppa.
n Mér finnst það vera jákvætt ef framtakssamir einstaklingar
verða ríkir meðal annars vegna þess að þeir eru líklegir til að nýta hagnað sinn til
áframhaldandi uppbyggingar.
n Mér finnst það vera jákvætt ef íslensk fyrirtæki verða stór og öflug, m.a. til að geta
stundað samkeppni við erlend fyrirtæki hér á landi og erlendis.
n Ég er á móti löggjöf sem bannar sama manni (eða mönnum) að eiga mörg fyrirtæki,
hvort sem þau fást við rekstur fjölmiðla eða stunda aðra starfsemi.
n Ég vil að aðgangur nýrra fyrirtækja til að hefja starfsemi á markaði, m.a. til að keppa
við þá sem fyrir eru, sé frjáls.
n Ég er andvígur háum sköttum en tel samt að háir skattar réttlæti ekki skattsvik.
n Ég er hlynntur öruggri og skjótvirkri réttarvörslu gagnvart þeim sem svíkja undan
skatti.
n Ég er hlynntur öruggri og skjótvirkri réttarvörslu gagnvart þeim sem brjóta gegn
samborgurum sínum í viðskiptum.
n Ég er hlynntur því að styrkja yfirvöld til rannsókna á meintum afbrotum í viðskipta-
lífinu, bæði vegna hagsmuna þeirra sem fyrir sökum eru hafðir en líka vegna hagsmuna
þjóðfélagsins af að stöðva starfsemi sem ekki hlítir lögum.
n Ég styð Sjálfstæðisflokkinn.
Yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara í Morgunblaðinu 19. janúar
2004 undir fyrirsögninni „Ég styð frelsið“.
„Ég styð Sjálfstæðisflokkinn“
Dómararnir Enginn veit hvort ágreiningur reis innan Hæstaréttar um hæfi
dómaranna sex sem ógiltu stjórnlagaþingskosningarnar.
Dómsvaldið – valdavígi Átök um eignarhald
á auðlindum barst með óbeinum hætti inn
í Hæstarétt þegar kærur vegna kosninga til
stjórnlagaþings komu til kasta réttarins.