Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Ógnar réttindum fÓlks til mÓtmæla n Málaferlin gegn níumenningunum vekja heimsathygli n Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því að 100. grein hegningarlaga gæti ógnað réttindum mótmælenda Málaferli íslenska ríkisins gegn níu- menningunum svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vekja sífellt meiri athygli utan landstein- anna. Á þriðjudaginn birtist grein í The Guardian þar sem fram kom að níumenningarnir væru sóttir til saka á Íslandi fyrir glæp sem þeir hefðu ekki framið. Þá kom þar fram að í apríl árið 2005 hefði Mannréttinda- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna var- að við því að 100. grein hegningar- laganna væri of víðtæk – svo víðtæk að hætta væri á að hún gæti ógnað löglegum aðgerðum fólks í lýðræð- isþjóðfélagi, þá sérstaklega þátttöku í mótmælum. Þá birti danska fréttasíðan  Mod- kraft  frétt á miðvikudaginn þar sem aðaláherslan var lögð á að sönnun- argögnum í máli níumenninganna hefði verið eytt. Eins og fram hefur komið lýsti yfirmaður þingvarða Al- þingis því yfir í réttarsal að ekki væri til myndbandsupptaka af átökunum í þinghúsinu þar sem öllum upptök- um, nema fjórum mínútum, hefði verið eytt.  Verjendur hafa sagt að þær fjórar mínútur sýni brenglaða mynd af atburðarásinni. Í The Guar- dian er þessu lýst sem einhverju því átakanlegasta sem hafi átt sér stað í réttarhöldunum. Á finnsku fréttasíð- unni Takku hafa verið birtar þýðing- ar á helstu punktum réttarhaldanna, en aðstandendur níumenninganna hafa haldið úti bloggi á slóðinni rvk9.org þar sem réttarhöldunum er lýst í beinni. Athugasemd við 100. grein Í umfjöllun The Guardian um mál- ið segir að níu einstaklingar hafi verið leiddir fyrir dóm á Íslandi fyr- ir það að hafa gengið inn í þinghús- ið þann 8. desember, en að þeir eigi yfir höfði sér allt að lífstíðardóm þrátt fyrir algjöran skort á sönnunargögn- um. Bent er á að Lára V. Júlíusdóttir, saksóknari í málinu, hafi ekki enn- þá getað sýnt fram á að hin ákærðu hafi nokkru sinni komið inn í Alþing- ishúsið, þó að ljóst sé að sum þeirra hafi verið í húsinu þennan dag. Einu sönnunargögnin sem eftir standa séu þau að þann 8. desember hafi 30 manns reynt að komast upp á al- menningspalla Alþingis til þess að lesa yfirlýsingu. Eins og fyrr segir gerði Mannrétt- indaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna athugasemd við 100. grein hegning- arlaganna árið 2005 á þeim forsend- um að hún væri of víðtæk og gæti ógnað réttindum fólks til friðsam- legra mótmæla. Ekkert var aðhafst í málinu. Í umfjöllun The Guardian er bent á að 100. greinin heyri undir ís- lenska hryðjuverkalöggjöf en að at- hæfi níumenninganna sé álitið alvar- legra en hryðjuverk fyrir íslenskum dómstólum – fyrir árás á Alþingi sé lágmarksrefsing á meðan engin slík sé við hryðjuverkum. Þingverðir með heyrnartól Í umfjöllun blaðsins um málið er sagt frá því að Össur Skarphéðinsson utan ríkisráðherra hafi árið 1976 tekið þátt í mótmælum á pöllum Alþingis rétt eins og níumenningarnir, þá hafi fleiri gert hið sama en enginn verið kærður fyrr en nú. Össur bar sjálfur vitni fyrir dómi í síðustu viku og sagð- ist hann meðal annars oft hafa heyrt meiri læti í þingsal en umræddan 8. desember þegar hin meinta árás á Al- þingi á að hafa átt sér stað. Margt við málaferlin gegn níu- menningunum vekur athygli inn- lendra sem og erlendra fjölmiðla en Pressan vakti til að mynda athygli á því í síðustu viku að þingverðir sem mættu fyrir réttinn hefðu verið með heyrnartól úr talstöðvum sínum all- an þann tíma sem þeir gáfu vitnis- burð. Óljóst er hvort með því hafi verið brotin réttarfarsregla en eðli málsins samkvæmt getur það vart talist eðlilegt enda býður slíkt upp á þann möguleika að menn samræmi frásagnir sínar fyrir rétti. Gögn týnd og fundin Mjög langan tíma tók fyrir Ragnar Aðalsteinsson, verjanda sakborn- inga í málinu, að fá afrit af greinar- gerð um niðurstöðu ríkislögreglu- stjóra í málinu en í bréfi sem Lára V. Júlíusdóttir, saksóknari í málinu, sendi til Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september í fyrra segir að skjalið hafi „… að öllum líkindum fylgt bréfi lög- reglustjórans til ríkissaksóknara frá 7. október 2009, en orðið viðskila við það bréf í gögnum málsins.“ Athygli vekur að engin áverkavottorð höfðu borist tíu mánuðum eftir atburðina eins og fram kemur í greinargerðinni: „Áverkar brotaþola voru í flestum til- fellum minniháttar tognanir eða mar. Á nokkrum sást ekkert. Hef ekki enn fengið áverkavottorð fyrir lögreglu- mennina sem voru bitnir.“ Í niðurstöðunni sem hvorki er dagsett né undirrituð segir að það eina sem standi eftir í málinu í kjöl- far lögreglurannsóknar sé að einn ákærðu hafi bitið lögreglumenn og átt í átökum við þingverði. Brynjar Níelsson, verjandi mannsins, benti á það fyrir dómi að honum hefði ver- ið haldið niðri: „Honum er haldið af fjórum til fimm mönnum, hann er kvalinn, hendur fastar, fætur fastir, hvað á hann að gera? Þú berst á móti og það var ekkert eftir nema munn- urinn sem hann gat hreyft.“ Í Kast- ljósi þann 20. maí í fyrra var sýnd upptaka af atviki þar sem þingvörð- urinn virðist reyna að koma mannin- um út, en hann fellur á þingvörðinn. Í umfjöllun um Kolbein Aðalsteins- son, einn hinna ákærðu, segir með- al annars orðrétt: „… virðist ekkert gera af sér annað en að koma gang- andi inn.“ Samstaða frá Ameríku og Evrópu Þann 18. janúar var haldinn upplýs- ingafundur um málefni níumenning- anna og ákæru íslenska ríkisins gegn þeim í Berlín en þangað mættu með- al annars fulltrúar Attac-samtakanna og Die Linke-þingflokksins, ásamt aðstoðarmönnum. Hunko Andr- ej, þingmaður Die Linke, hefur lýst yfir áhyggjum af málinu. Hann hefur sett málið í samhengi við mál breska njósnarans Marks Kennedy sem kom hingað til lands til þess að njósna um og hafa áhrif á aðgerðir umhverfis- verndarsinna. Segir hann bæði mál- in vera skýr dæmi um það hvern- ig þrengt sé að réttindum borgara til þess að mótmæla í lýðræðisríki. Réttarhöldin hafa sem fyrr seg- ir vakið mikla athygli utan landstein- anna en fjöldi fólks beggja vegna Atl- antsála hefur lýst yfir samstöðu með níumenningunum með því að láta taka myndir af sér með stuðningsyf- irlýsingu í höndunum sem sjá má á heimasíðunni rvk.org. Vikuna sem réttarhöldin stóðu yfir stóð bandaríski listamannahópurinn Glass Bead Coll- ective fyrir „skæruliðamyndvörpun“ á veggi húsnæðis íslenska sendiráðsins í Washington DC. Í Den Bosch í Hol- landi fóru fram tónleikar til að vekja athygli á dómsmálinu og sýna níu- menningunum stuðning. Þá fór fram samstöðufundur með níumenning- unum fyrir utan íslenska sendiráðið í London og svo mætti áfram telja. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „ Í umfjöllun The Gu- ardian er bent á að 100. greinin heyri undir ís- lenska hryðjuverkalöggjöf en að athæfi níumenning- anna sé álitið alvarlegra en hryðjuverk fyrir íslenskum dómstólum – fyrir árás á Alþingi sé lágmarksrefsing á meðan engin slík sé við hryðjuverkum. Hin ákærðu Verði þau sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Í dómssal Málið hefur vakið mikla athygli hér á landi og vekur sífellt meiri athygli utan landsteinanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.