Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 15
Fréttir | 15Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Ógnar réttindum fÓlks til mÓtmæla n Málaferlin gegn níumenningunum vekja heimsathygli n Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því að 100. grein hegningarlaga gæti ógnað réttindum mótmælenda Málaferli íslenska ríkisins gegn níu- menningunum svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vekja sífellt meiri athygli utan landstein- anna. Á þriðjudaginn birtist grein í The Guardian þar sem fram kom að níumenningarnir væru sóttir til saka á Íslandi fyrir glæp sem þeir hefðu ekki framið. Þá kom þar fram að í apríl árið 2005 hefði Mannréttinda- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna var- að við því að 100. grein hegningar- laganna væri of víðtæk – svo víðtæk að hætta væri á að hún gæti ógnað löglegum aðgerðum fólks í lýðræð- isþjóðfélagi, þá sérstaklega þátttöku í mótmælum. Þá birti danska fréttasíðan  Mod- kraft  frétt á miðvikudaginn þar sem aðaláherslan var lögð á að sönnun- argögnum í máli níumenninganna hefði verið eytt. Eins og fram hefur komið lýsti yfirmaður þingvarða Al- þingis því yfir í réttarsal að ekki væri til myndbandsupptaka af átökunum í þinghúsinu þar sem öllum upptök- um, nema fjórum mínútum, hefði verið eytt.  Verjendur hafa sagt að þær fjórar mínútur sýni brenglaða mynd af atburðarásinni. Í The Guar- dian er þessu lýst sem einhverju því átakanlegasta sem hafi átt sér stað í réttarhöldunum. Á finnsku fréttasíð- unni Takku hafa verið birtar þýðing- ar á helstu punktum réttarhaldanna, en aðstandendur níumenninganna hafa haldið úti bloggi á slóðinni rvk9.org þar sem réttarhöldunum er lýst í beinni. Athugasemd við 100. grein Í umfjöllun The Guardian um mál- ið segir að níu einstaklingar hafi verið leiddir fyrir dóm á Íslandi fyr- ir það að hafa gengið inn í þinghús- ið þann 8. desember, en að þeir eigi yfir höfði sér allt að lífstíðardóm þrátt fyrir algjöran skort á sönnunargögn- um. Bent er á að Lára V. Júlíusdóttir, saksóknari í málinu, hafi ekki enn- þá getað sýnt fram á að hin ákærðu hafi nokkru sinni komið inn í Alþing- ishúsið, þó að ljóst sé að sum þeirra hafi verið í húsinu þennan dag. Einu sönnunargögnin sem eftir standa séu þau að þann 8. desember hafi 30 manns reynt að komast upp á al- menningspalla Alþingis til þess að lesa yfirlýsingu. Eins og fyrr segir gerði Mannrétt- indaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna athugasemd við 100. grein hegning- arlaganna árið 2005 á þeim forsend- um að hún væri of víðtæk og gæti ógnað réttindum fólks til friðsam- legra mótmæla. Ekkert var aðhafst í málinu. Í umfjöllun The Guardian er bent á að 100. greinin heyri undir ís- lenska hryðjuverkalöggjöf en að at- hæfi níumenninganna sé álitið alvar- legra en hryðjuverk fyrir íslenskum dómstólum – fyrir árás á Alþingi sé lágmarksrefsing á meðan engin slík sé við hryðjuverkum. Þingverðir með heyrnartól Í umfjöllun blaðsins um málið er sagt frá því að Össur Skarphéðinsson utan ríkisráðherra hafi árið 1976 tekið þátt í mótmælum á pöllum Alþingis rétt eins og níumenningarnir, þá hafi fleiri gert hið sama en enginn verið kærður fyrr en nú. Össur bar sjálfur vitni fyrir dómi í síðustu viku og sagð- ist hann meðal annars oft hafa heyrt meiri læti í þingsal en umræddan 8. desember þegar hin meinta árás á Al- þingi á að hafa átt sér stað. Margt við málaferlin gegn níu- menningunum vekur athygli inn- lendra sem og erlendra fjölmiðla en Pressan vakti til að mynda athygli á því í síðustu viku að þingverðir sem mættu fyrir réttinn hefðu verið með heyrnartól úr talstöðvum sínum all- an þann tíma sem þeir gáfu vitnis- burð. Óljóst er hvort með því hafi verið brotin réttarfarsregla en eðli málsins samkvæmt getur það vart talist eðlilegt enda býður slíkt upp á þann möguleika að menn samræmi frásagnir sínar fyrir rétti. Gögn týnd og fundin Mjög langan tíma tók fyrir Ragnar Aðalsteinsson, verjanda sakborn- inga í málinu, að fá afrit af greinar- gerð um niðurstöðu ríkislögreglu- stjóra í málinu en í bréfi sem Lára V. Júlíusdóttir, saksóknari í málinu, sendi til Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september í fyrra segir að skjalið hafi „… að öllum líkindum fylgt bréfi lög- reglustjórans til ríkissaksóknara frá 7. október 2009, en orðið viðskila við það bréf í gögnum málsins.“ Athygli vekur að engin áverkavottorð höfðu borist tíu mánuðum eftir atburðina eins og fram kemur í greinargerðinni: „Áverkar brotaþola voru í flestum til- fellum minniháttar tognanir eða mar. Á nokkrum sást ekkert. Hef ekki enn fengið áverkavottorð fyrir lögreglu- mennina sem voru bitnir.“ Í niðurstöðunni sem hvorki er dagsett né undirrituð segir að það eina sem standi eftir í málinu í kjöl- far lögreglurannsóknar sé að einn ákærðu hafi bitið lögreglumenn og átt í átökum við þingverði. Brynjar Níelsson, verjandi mannsins, benti á það fyrir dómi að honum hefði ver- ið haldið niðri: „Honum er haldið af fjórum til fimm mönnum, hann er kvalinn, hendur fastar, fætur fastir, hvað á hann að gera? Þú berst á móti og það var ekkert eftir nema munn- urinn sem hann gat hreyft.“ Í Kast- ljósi þann 20. maí í fyrra var sýnd upptaka af atviki þar sem þingvörð- urinn virðist reyna að koma mannin- um út, en hann fellur á þingvörðinn. Í umfjöllun um Kolbein Aðalsteins- son, einn hinna ákærðu, segir með- al annars orðrétt: „… virðist ekkert gera af sér annað en að koma gang- andi inn.“ Samstaða frá Ameríku og Evrópu Þann 18. janúar var haldinn upplýs- ingafundur um málefni níumenning- anna og ákæru íslenska ríkisins gegn þeim í Berlín en þangað mættu með- al annars fulltrúar Attac-samtakanna og Die Linke-þingflokksins, ásamt aðstoðarmönnum. Hunko Andr- ej, þingmaður Die Linke, hefur lýst yfir áhyggjum af málinu. Hann hefur sett málið í samhengi við mál breska njósnarans Marks Kennedy sem kom hingað til lands til þess að njósna um og hafa áhrif á aðgerðir umhverfis- verndarsinna. Segir hann bæði mál- in vera skýr dæmi um það hvern- ig þrengt sé að réttindum borgara til þess að mótmæla í lýðræðisríki. Réttarhöldin hafa sem fyrr seg- ir vakið mikla athygli utan landstein- anna en fjöldi fólks beggja vegna Atl- antsála hefur lýst yfir samstöðu með níumenningunum með því að láta taka myndir af sér með stuðningsyf- irlýsingu í höndunum sem sjá má á heimasíðunni rvk.org. Vikuna sem réttarhöldin stóðu yfir stóð bandaríski listamannahópurinn Glass Bead Coll- ective fyrir „skæruliðamyndvörpun“ á veggi húsnæðis íslenska sendiráðsins í Washington DC. Í Den Bosch í Hol- landi fóru fram tónleikar til að vekja athygli á dómsmálinu og sýna níu- menningunum stuðning. Þá fór fram samstöðufundur með níumenning- unum fyrir utan íslenska sendiráðið í London og svo mætti áfram telja. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „ Í umfjöllun The Gu- ardian er bent á að 100. greinin heyri undir ís- lenska hryðjuverkalöggjöf en að athæfi níumenning- anna sé álitið alvarlegra en hryðjuverk fyrir íslenskum dómstólum – fyrir árás á Alþingi sé lágmarksrefsing á meðan engin slík sé við hryðjuverkum. Hin ákærðu Verði þau sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Í dómssal Málið hefur vakið mikla athygli hér á landi og vekur sífellt meiri athygli utan landsteinanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.