Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 26
26 | Viðtal 28.–30. janúar 2011 Helgarblað Á föstudagskvöldi í byrjun jan- úar stend ég í stigagangi í Kópavogi og rýni á nöfnin á bjöllunum. Þarna er það: Óli Ásgeir Keransson, Sigrún Óskarsdótt- ir, Keran Stueland Ólason. Ég hringi bjöllunni og Sigrún kemur til dyra, býður mig brosandi velkomna um leið og hún ákveður í samráði við Óla að hún sæki pítsuna. Hún segir mér að ganga bara inn og hverfur í pítsuleið- angurinn. Sigrún og Óli hafa búið sér fallegt heimili í Kópavoginum, ljós loga á kertum og ég geng inn í stofuna þar sem Óli hefur hreiðrað um sig í sóf- anum. Keran, tveggja ára, liggur í stólnum sínum og horfir á sjónvarp- ið með pabba. Eðlilegt föstudagskvöld hjá ungri fjölskyldu. Að minnsta kosti eðlilegt kvöld hjá þessari fjölskyldu. Ég heilsa Óla og fer svo og spjalla við Keran. Hann getur ekki hreyft legg né lið, en er tengdur við öndunarvél og ýmis önnur tæki sem eru á vagni fyrir aftan hann. Meðal annars slöngu sem sér honum fyrir næringu og mæli sem sýnir súrefnismettun í blóði hans og púlsinn. Keran horfir á mig athugulum aug- um og gefur frá sér hljóð sem mér finnst vera ánægjuhljóð. Kannski er það bara óskhyggja, en Óli segir að hann skilji þegar talað sé við hann og að hann sé sérlega félagslyndur. Læknar spáðu Keran einu ári Keran er með sjúkdóminn SMA 1, Spinal Muscular Atrophy 1. SMA er al- varlegur taugahrörnunarsjúkdómur, sem birtist í skertum vöðvastyrk. Ekki er hægt að lækna SMA 1 og börn með þennan sjúkdóm ná ekki háum aldri. Óli segir læknana hafa spáð Keran einu ári, en hann verður tveggja ára í mars. Meðan við bíðum eftir mömmu og pítsunni segir Óli mér að nafnið Ker- an sé úr föðurfjölskyldunni og Keran Stue land sé draumanafn. Keran hafi verið skírður fljótlega eftir fæðingu þar sem ekki var vitað hvort hann lifði, en mannanafnanefnd verið með vesen eftir á. Nafnið hafi þó verið samþykkt eftir nokkurt þóf. Sigrún er nú mætt með pítsuna, rjóð í vöngum og hin hressasta. Hún er gengin 25 vikur með annað barn þeirra Óla, á von á sér í maí og seg- ist búin að fara í fylgjusýnatöku. Það er allt eins og það á að vera með nýja barnið. Hræðilegt að vera eina sængurkonan með ekkert barn Sigrún var 18 ára þegar hún varð ófrísk að Keran, Óli 23 ára. „Meðgangan gekk vel og var alveg eðlileg,“ segir Sigrún. „Keran var kröft- ugur í móðurkviði og þvílík spörk,“ segir hún hlæjandi. Á áætluðum tíma, 15. mars 2009, fékk Sigrún hríðir. „Þær voru strax mjög snarpar og ég var komin með sjö í útvíkkun þegar við komum upp á Landspítala. Fæðingin skotgekk og ég fékk hann strax í fangið, en svo var hann tekinn í skoðun eins og tíðkast með nýbura. Ég fékk hann svo á brjóst, en hann var óduglegur og slæptur og læknarnir sögðu að hann gæti ver- ið þreyttur eftir fæðinguna, það væri „Viljið þið berjast fyrir lífi hans?“ SMA 1, 2, og 3 er hrörn- unarsjúkdómur sem yfirleitt greinist snemma á ævi einstaklings. SMA 1 er alvarlegasta tilfellið og engin lækning til. Keran Stueland Ólason, tveggja ára hversdagshetja, þjáist af SMA 1, en líf hans er undir tækjum og tólum komið og stanslausri umönnun. Edda Jóhannsdóttir heimsótti fjölskylduna sem fékk hræðilega spurningu frá lækninum á vökudeildinni. Mikill tækjabúnaður Keran fékk hjónaherbergið því barnaherbergið var allt of lítið fyrir tækin hans. Sigrún og Óli hjálpast að þegar þau búa hann undir svefninn. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.