Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 30
30 | Úttekt 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
stöðugt hvort á annað. Til dæmis
geta tveir meðvirkir einstaklingar átt
sérlega vel saman því annar stjórn-
ar meðan hinn hlýðir hverju orði,
en þegar öllu er á botninn hvolft eru
þeir eins og ein og sama manneskj-
an. Að því leytinu verður sá meðvirki
háður ákveðnu hegðunarmynstri.
Ég las einhvers staðar að stjórn-
semi væri það að fara yfir mörk ann-
ars fólks án þess að taka tillit til til-
finninga þess. Þannig getur góður
ásetningur jafnvel umbreyst í and-
stæðu sína þegar meðvirkt fólk á í
hlut. Sem dæmi má nefna ef mað-
ur gefur barni annarrar manneskju
gjöf sem foreldrarnir sjálfir hafa
ekki efni á að gefa því. Þá er mað-
ur að kaupa sér velvild barnsins og
kría hana út úr foreldrunum, jafn-
vel þó að þeir sjálfir hefðu kannski
viljað gefa barninu þessa tilteknu
gjöf þegar fjárráðin leyfðu. En svo
getur líka verið að gjöfin komi sér
fjarska vel, málið er bara að það þarf
að vega og meta tilfinningar ann-
arra. Í daglega lífinu getur meðvirkt
fólk oft verið grátbroslegt þegar það
veltir sér upp úr tilfinningum sínum
og annarra, en aðeins út frá sínum
forsendum. Svo getur það líka átt til
að taka bara tillit til tilfinninga ann-
arra og kæfa sínar.“
Stundum spretta upp gamlar
kenjar sem áttu að vera horfnar
Auði tekst oftast vel að takast á við
meðvirknina, vitandi að fólk verður
aldrei fullnuma heldur þarf sífellt að
vera á verði.
„Ég er 37 ára í dag og búin að vera
meðvituð um meðvirkni í meira en
áratug þannig að það að díla við
hana er bara hluti af því að eldast
og þroskast. En auðvitað getur verið
dagamunur á manni. Ef ég er und-
ir álagi spretta stundum upp gaml-
ar kenjar sem ég vildi trúa að væru
horfnar úr mínu fari. Allt í einu seg-
ir maður eða gerir eitthvað sem er
ekki beinlínis maður sjálfur heldur
gömul, úldin meðvirkni. En ég þekki
mig töluvert betur en þegar ég var
yngri og í dag háir meðvirkni mér
meira þegar ég þarf að semja um
vinnu og verkefni heldur en í sam-
skiptum við fólk, þó að maður stígi
auðvitað líka hliðarspor þar endrum
og eins. Ég á það ennþá til að taka að
mér verkefni sem henta mér engan
veginn, ef mér gefst ekki ráðrúm til
að melta hlutina. Sem rithöfundur
er ég oft beðin um að skrifa ókeyp-
is í bækur eða blöð til styrktar hinu
og þessu og ég er líka oft beðin um
að lesa ókeypis upp í alls konar til-
gangi og það hefur komið fyrir að ég
hef tekið að mér svo mikið af sjálf-
boðastörfum að ég hef ekki lengur
tíma fyrir launuðu vinnuna. Auðvit-
að er fínt að styrkja gott málefni með
liðsinni sínu en þegar það bitnar á
eigin líf er hætta á að meðvirkni sé
farin að ráða för. Eins á ég til að taka
að mér illa launuð verkefni ef fólk
hringir í mig og ég fæ ekki ráðrúm til
að hugsa. Til að sporna við því reyni
ég að nota tölvupóst meira en far-
síma til að skipuleggja vinnuna eða
biðja fólk um að senda mér tölvu-
póst með erindinu. En farsíma-
menningin gerir það að verkum að
maður þarf að vera reiðubúinn öll-
um stundum að standa á sínu og er
svosem ágætis æfing í því. En núna
veit ég líka af hverju það tók mig níu
ár að komast upp á lagið að nota far-
síma!
Hvað viltu ráðleggja fólki sem
þekkir einkennin, en hefur enn ekki
tekist á við þau?
„Ef ég get ráðlagt fólk eitthvað þá
er það bara að kynna sér hugtakið
meðvirkni og leita sér aðstoðar hjá
fagaðila ef því finnst hún há sér í líf-
inu. Það er líka ágætt að hafa í huga
að meðvirkni er alls ekki bundin við
það að vera aðstandandi alkóhólista
eða alkóhólisti sjálfur. Þvert á móti
getur hún hreiðrað um sig í hverjum
sem er, það er nóg að viðkomandi
hafi lent í samskiptamynstri sem
er það brenglað að það fer að hafa
áhrif á viðbrögð og hegðun hans. Og
svo má ekki gleyma að meðvirkni
getur líka verið góð. Ég er mjög
ánægð með mína meðvirkni því án
hennar hefði ég líklega aldrei orð-
ið rithöfundur. Meðvirkni fær mann
nefnilega til að rýna endalaust í fas
og tilsvör annars fólks og þannig er
hún frábær skóli fyrir rithöfunda.“
„Hann hringdi á hverju kvöldi og
spurði hvort hann mætti koma til
mín. Ég sagði já í hvert einasta sinn,
þótt mig langaði oft að segja nei, og
vera ein heima í rólegheitunum.“
Tengdirðu þessa eftirgjöf með-
virkni?
„Nei, ég vissi ekki að þetta var
meðvirkni, en fannst þetta eitthvað
óeðlilegt, líka af því að ég fann að
það kostaði átök að segja nei. Ég var
viss um að maðurinn myndi hætta
að elska mig ef ég tæki ekki á móti
honum á hverju kvöldi. En ég var
auðvitað meðvirk löngu fyrr, strax á
barnsaldri, en þetta var fyrsta skipt-
ið sem ég skynjaði að eitthvað væri
að. Þetta tvöfalda líf sem sjúkdóm-
urinn býður uppá – þessi tvöföldu
skilaboð, að segja eitt og gera annað.
En merkilegt samt að finna í sér heil-
brigðið, að partur í mér var sjálfum
sér nægur og óhræddur við að vera
einn heima.“
Að laga fólk, stjórna því, hjálpa
því, bjarga því
Á hvaða hátt kom meðvirknin í veg
fyrir að þú lifðir „eðlilegu“, hamingju-
ríku lífi?
„Þá er hugurinn stanslaust upp-
tekinn af aðstæðum, fólki – ég treysti
ekki að hlutirnir gangi snurðulaust
fyrir sig, heldur verð ég að gera eitt-
hvað í þeim, fixa þá – laga fólk, stjórna
því, hjálpa því, bjarga því, hugsa um
það, þangað til ég hef ekkert pláss
fyrir sjálfa mig. Ég var komin með
vöðvabólgu og magabólgur af stressi
og kvíða sem meðvirkni mín olli.
Og geðræn einkenni – sjúk í viður-
kenningu annarra, nærðist á drama,
haldin ranghugmyndum, þetta er
eins og vímuefni þar sem raunveru-
leikinn hverfur. Og guð kemst ekki
að. Og ég framkallaði kvíða-vímu í
þessum sjálfskapaða heimi mínum.
Kvíðinn, áhyggjurnar og stjórnsem-
in framkalla vímu rétt eins og áfengi
og lyf. Í meðvirkni framkallaði ég
vímu úr mínum eigin boðefnum, ótt-
inn sennilega sterkasta aflið. Og svo
„góðsemin“, ég var svo góð, hann var
svo vondur. Allur heimurinn varð
líka svart/hvítur, hin fínni blæbrigði
fóru forgörðum.“
Hvernig tókstu á við meðvirknina
þegar þú gerðir þér ljóst að eitthvað
var ekki eins og það átti að vera?
„Ég leitaði til sálfræðinga, geð-
lækna og á námskeið, margt af því
var mjög fínt, en það gerði gæfumun-
inn að kynnast tólf spora samtökum
fyrir aðstandendur. Aðrir áttu alltaf
að laga allt fyrir mig, ég var fórnar-
lamb og alltaf að leita að utanaðkom-
andi lausn. Það hvarflaði ekki að mér
að ég gæti hjálpað sjálfri mér með
því að nota verkfæri eins og sporin
tólf, tengjast æðri mætti og félaga í
samtökunum. Æðri máttur er best-
ur, því þegar ég var meðvirk var ég
sjálf æðri máttur, tignaði mínar eigin
hugmyndir, fór eftir þeim og engum
öðrum.“
Endalausar skammir og
sjálfsniðurrif drepa í mér sálina
Meðvirkni getur lýst sér á margan
hátt, til dæmis með stjórnsemi eða
óeðlilegri þóknun við aðra, svo eitt-
hvað sé nefnt. Getur fólk verið með-
virkt á margan hátt – tekið á sig alls
konar hlutverk í meðvirkninni?
„Ég veit ekki um annað fólk, ég
veit bara um mína eigin meðvirkni.
Jú, meðvirkni tekur á sig mynd góð-
semi, hjálpsemi, stjórnsemi, hún tek-
ur á sig endalausar myndir þangað til
maður „ákveður“ að gefast upp og þá
er kannski þar fyrir innan lítið hjálp-
arvana barn, eða stútfullt af reiði, og
hvernig á ég að viðurkenna það? En
af því að ég hef félaga og þessi verk-
færi þá getur batinn hafist og batinn
er lykilatriði fyrir mér, að veita batan-
um athygli, hætta þessum endalausu
skömmum sem geta drepið í mér
sálina, og afhverju er ég endalaust
að skamma mig, kannski af því að ég
vil ekki tengjast annarri manneskju,
ég treysti ekki, og aftur kem ég að því
sama, ég verð að „ákveða“ að treysta.“
Hvernig gengur þér núna að tak-
ast á við meðvirknina?
„Með því að sækja fundi, þiggja
prógrammið sem er í boði, sem
grundvallast á sporunum tólf, fá mér
trúnaðarkonu, finna æðri mátt „sam-
kvæmt skilningi manns á honum“,
hjálpa öðrum. Það er grunnurinn,
svo er gott að taka lýsi,“ segir Elísabet
brosandi. „Og hugsa um líkamann.“
Get núna svarað blátt áfram,
áður þurfti ég að vera fyndin
fyrst eða sýna hvað ég vissi mikið
Er maður nokkurn tíma fullnuma?
Þarf ekki að vera meðvitaður um ein-
kennin og takast á við þau jafnóðum,
jafnvel daglega?
„Fyrir mér snýst þetta ekki um
að vera fullnuma heldur að láta sér
batna. Fyrir mér er meðvirkni sjúk-
dómur sem getur leitt til geðveiki eða
dauða.“
Hafa samband þitt og samskipti
við annað fólk breyst?
„Já. Og samskipti mín við sjálfa
mig hafa líka breyst. Ég sýni mér
meiri kærleika og skilning en áður,
leyfi mér að gera mistök, fyrir-
gef sjálfri mér, hlæ að sjálfri mér,
en stundum hlusta ég ekki neitt,
hneykslast og vil öllu ráða. Sam-
skipti mín við aðra eru eins og sam-
skipti mín við aðra. Ég get líka svar-
að blátt áfram, áður þurfti ég að vera
fyndin fyrst eða sýna hvað ég vissi
mikið. Alltaf að gefa ráð, það var
auðveldara en að sýna samhygð eða
hlusta. Þetta gengur upp og niður,
en málið er að ég er meðvitaðri, ég
finn hvernig mér líður, og ég tek ekki
alltaf slaginn.“
Hvað viltu ráðleggja fólki sem
þekkir einkennin en hefur enn ekki
tekist á við þau?
„Ekki neitt, fólk veit hvað það þarf
að gera.“
Sjúk í viðurkenningu annarra
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur heldur að hún
hafi fyrst fundið fyrir meðvirkni þegar hún var tvítug
og ástfangin í fyrsta sinn.
Elísabet Jökulsdóttir Var komin með vöðvabólgu og magabólgur af stressi.
Gerðir þú þér strax ljóst að um
meðvirkni væri að ræða?
„Nei, ekki fyrr en ég fékk upplýs-
ingar um meðvirkni, en það var fyrir
talsvert löngu. Í dag þjáist ég ekki af
meðvirkni í þeim mæli að það valdi
mér miklum erfiðleikum í samskipt-
um við aðra. Ég dvel ekki mikið í for-
tíðinni, líf mitt snýst mikið um að
vera í spennandi núi, enda getum við
ekki breytt fortíðinni þó við höfum
vonandi lært eitthvað af henni.“
Snýst um að breyta viðhorfinu
Þó Margrét Helga hafi lært að takast
á við meðvirknina stendur hún sig
stundum að því að gleyma sér.
„Þetta er eins og með með allt í líf-
inu, það er ekki nóg að læra hlutina
heldur þarf líka að nota þá í „praksís“.
Þegar ég var lítil var ég ekki hjá for-
eldrum mínum mjög lengi og þegar
ég kom til móður minnar um ferm-
ingu var ég voða mikið að þóknast
henni. Ég var svo þakklát fyrir að
komast til hennar að ég var að þrífa
og bóna þegar aðrir voru farnir að
sofa.
Ég hef líka lent í vinnuferli þar
sem mikil stjórnsemi er í gangi og
meðvirknin allsráðandi. Aðstæðurn-
ar hreinlega bjóða upp á það, því í
leiklistinni felst gjarnan að aðrir hafi
með feril manns að gera. Þá er bara
að kyngja því. Það getur auðveldlega
orðið að meðvirkni, hins vegar get-
ur maður breytt svona aðstæðum í
starfsgleði. Í staðinn fyrir að segja
aumingja ég getur maður breytt við-
horfinu og verið þakklátur fyrir að
vera að gera eitthvað sem aðra gæti
hugsanlega langað að gera. Þetta er
eins og með glasið góða, er það hálf-
fullt eða hálftómt.“
Heimshryggðarkrossberar
Margrét Helga segist einu sinni á
lífsleiðinni hafa orðið mjög meðvirk
með nákomnum spilafíkli. „Þá þurfti
ég að leita mér aðstoðar.
Núna þarf ég alltaf að minna mig
á, að það þarf að liðka hugann ekki
síður en líkamann. Besta orð sem ég
hef heyrt yfir meðvirkni er í þýðingu
Eyvindar Eiríkssonar; heimshryggð-
arkrossberar. Það er hægt að vera
með allt á herðunum, ríkisstjórnina,
bankana, heimilin og alla neikvæðu
umræðuna í þjóðfélaginu. En það er
hræðilega óhollt.“
Margrét Helga segist hafa hlýtt á
fyrirlestur um meðvirkni þegar hún
dvaldi á heilsuhælinu í Hveragerði.
„Þetta var breskur sérfræðingur og
athyglisvert að heyra í þessum fyrir-
lestri meðvirkni tengda vefjagigt. Það
er hins vegar rökrétt. Þegar fólk tek-
ur sífellt inn á sig áhyggjur annarra
verða þessar áhyggjur að verkjum, já,
beinlínis líkamlegar. Þegar ég fór að
hugsa um fólk sem ég þekki sem er
mjög meðvirkt mundi ég að það var
einmitt illa farið líkamlega.“
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi
Margrét Helga undirstrikar að það að
vera umhyggjusamur og góður við
fólk eigi ekkert skylt við meðvirkni.
„Fólk má ekki rugla þessu saman.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi og
samhygð og gæska verður aldrei of-
metin. Það er eitt að standa með fólki
og styðja það, annað að taka inn á sig
alla þess vanlíðan. Þá hættir maður
að gera gagn. Hinn gullni meðalveg-
ur er samt alltaf vandrataður,“ segir
Margrét Helga.
„Sumir sem eru að vinna með
meðvirknina sína fara í hina áttina
og verða alveg ósympatískir. Það eru
hinar öfgarnar.
Maður þarf að æfa sig daglega,
því maður er svo fljótur að gleyma.
Muna að gefa af sér en ekki taka allt
inn á sig. Þetta er hægara sagt en gert.
Þetta hljómar ekki flókið en er það
engu að síður. Ég held að meðvirkni
sé mikil í þjóðfélaginu núna, í þeim
skilningi að fólk er hrætt um stöðu
sína og þóknast sínum atvinnurek-
endum meira en heilbrigt getur talist
af ótta við að missa vinnuna. Það er
sárgrætilegt.“
Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona segist þekkja meðvirkni. „Já,“ segir hún,
„ég held ég hafi fundið fyrir henni frá því í æsku. Maður fer í meðlíðan með öðrum,
svo rækilega að ef öðrum líður ekki vel tekur maður það inn á sig. Viðkomandi
einstaklingi líður þó auðvitað ekkert betur þó að maður engist með honum.
Margrét Helga Spurning um hvort glasið
er hálffullt eða hálftómt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi