Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
FYRIR HVAÐ STANDA ÞEIR?
Viðar Már Matthíasson
Viðar Már, prófessor við Lagadeild
Háskóla Íslands, var skipaður dóm-
ari við Hæstarétt síðastliðið haust
að tillögu Ögmundar Jónassonar
innanríkisráðherra. Hann tók sæti
Hjördísar Hákonardóttur sem beð-
ist hafði lausnar.
Viðar Már er bróðir Guðbjargar
Matthíasdóttur, sem á og rekur eitt
stærsta útgerðarveldi þjóðarinn-
ar, Ísfélagið og tengd félög, í Vest-
mannaeyjum. Guðbjörg er jafn-
framt aðaleigandi Morgunblaðsins.
Helstu samstarfsmenn hennar eru
jafnframt úr innsta kjarna Sjálf-
stæðisflokksins, Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson og Óskar Magnús-
son, útgáfustjóri Morgunblaðsins.
Einar Sigurðsson, sonur Guðbjarg-
ar og frændi Viðars Más, var milli-
stjórnandi í Glitni og starfar enn í Ís-
landsbanka.
Viðar Már hefur veitt stjórnvöld-
um sérfræðiálit, meðal annars um
samningsveð. Þar voru margvísleg
álitamál meðal annars um það hvort
unnt væri að veðsetja veiðiheimildir
með sjálfstæðum hætti. Framsal og
veðsetning veiðiheimilda er meðal
umdeildustu atriða kvótakerfisins
frá upphafi. Viðar Már taldi að ekki
væri hægt að veðsetja heimildir án
skips. Þess má geta að umtalsverðar
tryggingar bankanna liggja í veiði-
heimildum sem veðsettar eru með
beinum eða óbeinum hætti. Bæði
bankar og útgerðarmenn hafa því
mikilla hagsmuna að gæta í því að
halda kvótakerfinu óbreyttu.
Viðar Már hefur unnið sérverk-
efni fyrir efnahags- og viðskipta-
ráðuneytið sem starfandi hæstarétt-
ardómari fyrir tæpa hálfa milljón
króna.
Ólafur Börkur Þorvaldsson
Ólaf Börkur var skipaður hæstarétt-
ardómari 1. september 2003 af Birni
Bjarnasyni, þáverandi dómsmála-
ráðherra. Ólafur Börkur er náfrændi
Davíðs Oddssonar sem hafði verið
forsætisráðherra í 12 ár þegar Ólaf-
ur Börkur var skipaður hæstaréttar-
dómari. Ákvörðun Björns þótti geð-
þóttaákvörðun og sætti gagnrýni.
Einn umsækjendanna, Hjördís Há-
konardóttir, skaut málinu til kæru-
nefndar um jafnréttismál. Nefnd-
in komst að þeirri niðurstöðu að
Björn Bjarnason hefði brotið jafn-
réttislög með því að skipa Ólaf Börk.
Í raun varð ríkið að greiða Hjördísi
bætur fyrir embættisglöp Björns
með því að semja við hana um árs-
leyfi á launum síðla árs 2005. Vor-
ið 2006 neyddist Björn til þess að
víkja sæti þegar Hjördís sótti enn á
ný um embætti hæstaréttardóm-
ara. Í það skipti kom í hlut Geirs H.
Haarde, setts dómsmálaráðherra,
að skipa Hjördísi í embætti dómara
við Hæstarétt.
Ólafur Börkur lýsti sig vanhæf-
an til þess að fjalla um kærur vegna
kosninganna um stjórnlagaþing
þar eð Hervör Þorvaldsdóttir, systir
hans, situr í landskjörstjórn.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar var skipaður dóm-
ari í Hæstarétti 29. september árið
2004. Björn Bjarnason, þáverandi
dómsmálaráðherra, var vanhæf-
ur til verksins og því hljóp Geir H.
Haarde fjármálaráðherra í skarðið
og var skipaður dómsmálaráðherra
um stundarsakir meðan hann skip-
aði Jón Steinar. Skipanin vakti mikl-
ar deilur. Jón Steinar var og er alda-
vinur Davíðs Oddssonar, skóla- og
spilafélagi, en ári áður hafði Ólafur
Börkur, náfrændi Davíðs, verið skip-
aður hæstaréttardómari. Ráðningin
þótti bera merki kunningjaveldis og
blygðunarlausrar frændhygli.
Jón Steinar var í Eimreiðarhópn-
um rétt eins og Gunnlaugur Claes-
sen en nánar er gerð grein fyrir þeim
valdahópi á öðrum stað. Þess má
geta að Ívar Páll, sonur Jóns Stein-
ars, er nú blaðamaður á Morgun-
blaðinu sem Davíð Oddsson rit-
stýrir. Jón Steinar og Ívar Páll eru
einlægir frjálshyggjumenn og hafa í
ræðu og riti haldið fast við gildi sér-
eignarréttar og einstaklingsfrelsis.
Jón Steinar hefur frá því Dav-
íð komst til valda varið kvótakerfið
og liðsinnt við breytingar á því sem
nauðsynlegar þóttu að mati Lands-
sambands íslenskra úvegsmanna
og forystu Sjálfstæðisflokksins.
Hann hefur meðal annars haldið því
fram að ákvæði í fyrstu grein laga
um stjórn fiskveiða samrýmist ekki
eignarréttarákvæði í 72. grein stjórn-
arskrárinnar. Jón Steinar telur með
öðrum orðum að aflaheimildir full-
nægi skilyrðum stjórnarskrárinnar
um friðhelgi eignarréttarins: „Eign-
arrétturinn er friðhelgur. Engan má
skylda til að láta af hendi eign sína
nema almenningsþörf krefji. Þarf
til þess lagafyrirmæli og komi fullt
verð fyrir,“ segir í stjórnarskránni. Af
þessu leiðir að Jón Steinar gefur lít-
ið fyrir lagaákvæði um sameign eða
þjóðareign á auðlindum.
Þetta áréttaði Jón Steinar í grein
sem hann skrifaði í Morgunblaðið
19. janúar árið 2004, áður en hann
var skipaður hæstaréttardómari af
flokksbræðrum sínum. Yfirlýsing
Jóns Steinars er birt í heild sinni á
öðrum stað í blaðinu.
Árni Kolbeinsson
Árni var skipaður í Hæstarétt árið
2000 að tillögu Sólveigar Péturs-
dóttur, þáverandi dóms- og kirkju-
málaráðherra, í umboði Sjálf-
stæðisflokksins. Hann var áður
ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu í tíð þeirra Þorsteins Páls-
sonar og Árna Mathiesen. Á þeim
tíma sem Árni starfaði sem ráðu-
neytisstjóri var kvótakerfið, með til-
heyrandi mannréttindabrotum, að
mati Mannréttindadómstólsins í
Strassborg og Mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna, fest í lög. Eft-
ir það tók hann við starfi ráðuneyt-
isstjóra í fjármálaráðuneytinu í ráð-
herratíð Geirs H. Haarde.
Árni sat þá einnig sem formaður
ráðgjafarnefndar sem mótaði tillög-
ur til laga um stjórn fiskveiða á ár-
inu 1988 og 1990. Kvótakerfið í þeirri
mynd sem við þekkjum það í dag
var niðurstaða þeirrar nefndar.
Á átakafundi á Ísafirði árið 1989
varði Árni kvótakerfið fyrir hönd
stjórnvalda, en Halldór Ásgrímsson,
þáverandi sjávarútvegsráðherra,
komst ekki á fundinn. Morgunblað-
ið greindi ítarlega frá fundinum
en þar mælti Árni með kvótakerfi:
„Ég held að enginn Íslendingur sé
þannig gerður að hann vilji nota
þessa auðlind til að þjóna illri lund
sinni, í öðrum tilgangi en að há-
marka hagsæld þjóðarinnar […] Það
er einmitt sveigjanleikinn í kerfinu,
það er sóknarmarkið, sem hefur
leitt til þess að kerfið hefur ekki hitt
í mark varðandi heildarafla. Ef litið
er til aflamarksskipanna, þá er ná-
kvæmlega, nánast, dreginn á land
sá afli sem kerfið ætlast til. Það er
sóknarmarkssveigjanleikinn sem
skapar þessi vandræði.“
Markús Sigurbjörnsson
Markús var skipaður hæstaréttar-
dómari árið 1994 að tillögu Þor-
steins Pálssonar, þáverandi dóms-
og kirkjumálaráðherra. Markús
var þá fertugur að aldri. Áður en
hann settist í Hæstarétt var hann
prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands auk þess að sitja í nefndum
á vegum hinna ýmsu ráðuneyta
sem hafði ýmsar lagasetningar og
breytingar til skoðunar. Eiginkona
Markúsar er Björg Thorarensen
lagaprófessor en bæði hafa þau
unnið margvísleg álit og trúnaðar-
störf fyrir stjórnvöld. Markús hefur
einnig gert það eftir að hann settist
í Hæstarétt, en orka kann tvímæl-
is að dómarar tengist hagsmunum
utan réttarins.
Markús lýsti vanhæfi til að
dæma um kærur í stjórnlagaþings-
málinu þar sem bróðursonur hans
var meðal frambjóðenda til þings-
ins. Hann vann meðal annars sér-
fræðistörf um fjármálafyrirtæki fyr-
ir efnahags- og viðskiptaráðuneytið
fyrir tæpar 300 þúsund krónur.
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg settist í Hæstarétt árið
2001 að tillögu Sólveigar Péturs-
dóttur, þáverandi dóms- og kirkju-
málaráðherra. Ingibjörg starf-
aði áður sem varadómari og síðar
dómari við Félagsdóm auk þess að
hafa verið stundakennari við laga-
deild Háskóla Íslands. Ingibjörg
var skipuð í Hæstarétt þegar hún
var fimmtíu og þriggja ára, hún er
fædd árið 1948. Hún var önnur ís-
lenskra kvenna til að vera skipuð
dómari við Hæstarétt Íslands.
Ingibjörg lýsti vanhæfi til að
dæma um kærur vegna stjórnlaga-
þingskosninganna vegna vensla
við einn fulltrúann í landskjör-
stjórn.
Gunnlaugur Claessen
Þorsteinn Pálsson, þáverandi dóms-
málaráðherra, skipaði Gunnlaug
Claessen hæstaréttardómara árið
1994. Gunnlaugur var áður ríkis-
lögmaður. Hann var flokksbund-
inn sjálfstæðismaður og meðlimur í
Eimreiðarhópnum svonefnda, frjáls-
hyggjuarmi Sjálfstæðisflokksins sem
til varð á áttunda áratug síðustu ald-
ar. Nánar er gerð grein fyrir Eimreið-
arhópnum á öðrum stað í blaðinu.
Í ágúst árið 2006, í fjarveru forseta
Íslands, tóku handhafar forsetavalds,
Geir H. Haarde þáverandi forsætis-
ráðherra, Gunnlaugur Claes sen þá-
verandi forseti Hæstaréttar og Sól-
veig Pétursdóttir þáverandi forseti
Alþingis, sér fyrir hendur að veita
flokksbróður sínum Árna John-
sen uppreisn æru. Árni hafði ver-
ið dæmdur til fangelsisvistar meðal
annars vegna mútuþægni. Hann var
aftur kjörinn á þing árið 2007.
Páll Hreinsson
Páll settist í Hæstarétt árið 2007 og
var hann skipaður að tillögu Björns
Bjarnasonar, þáverandi dóms- og
kirkjumálaráðherra. Hann starfaði
áður sem prófessor og deildarforseti
lagadeildar Háskóla Íslands. Hann
fór fyrir rannsóknarnefnd Alþingis
um aðdraganda og orsakir banka-
hrunsins en hann var skipaður í það
hlutverk ári eftir að hann settist í
Hæstarétt. Innan nefndarinnar fékk
hann fljótlega það verkefni að meta
Jóhann Hauksson
ritstjórnarfulltrúi skrifar johannh@dv.is
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Allir utan einn núverandi dómara við Hæstarétt eru skipaðir af ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins n Nokkrir þeirra hafa tekið opinberlega afstöðu með kvótakerfinu og gegn þjóðar-
eign á auðlindum n Tveir þeirra sem ógiltu kosningar til stjórnlagaþings voru í valdaklúbbi
með Davíð Oddssyni, Geir Haarde, Þorsteini Pálssyni og fleirum n Þriðji dómarinn er bróðir
Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum, eins stærsta kvótaeiganda í landinu