Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 21
Í blánorðrinu birtast afleiðingar hlýnunar jarðar langhraðast. Ís- þekjan minnkar og þynnist örar á norðurslóðum en vísindamenn töldu áður. Suður um allar norð- urslóðir hefur bráðnunin nú þegar leitt til gríðarmikilla breytinga. Þær undirstrika með dramatískum hætti hversu brýnt er að heimurinn grípi sameiginlega til róttækra ráðstafana gegn loftslagsvánni. Fyrir okkur Ís- lendinga er nauðsynlegt að skilja að breytingar í kjölfar bráðnunar geta haft veruleg áhrif fyrir okkur, jákvæð og neikvæð, þegar líður á öldina. Ísþekjan hopar Víðfeðm hafflæmi sem áður voru torsótt, eða ófær vegna ísþekju, munu opnast. Fast er sótt á nýtingu auðlinda, ekki síst olíu og gass und- ir hafsbotni. Ný tækifæri í veiðum gætu líka skapast. Skipaleiðir kynnu að opnast, að minnsta kosti hluta úr ári, milli Kyrrahafsins, um Íshaf- ið yfir til N-Atlantshafs. Í þessu felast margvísleg tækifæri fyrir Íslendinga á sviði þjónustu við mannvirkjagerð, vinnslu, hugsanlega veiðar og jafnvel ferðaþjónustu, á svæðum handan heimskautsbaugs. Við þurfum hins vegar að vera á varðbergi gagnvart háska sem fylgt getur auknum umsvifum norðan Ís- lands. Íslendingar verða því að beita sér fyrir skýrri og ígrundaðri stefnu gagnvart norðurslóðum. Hún þarf í senn að tryggja beina hagsmuni okk- ar, vernda viðkvæma náttúru norð- urskautsins og magna um leið slag- kraft Íslands í baráttu fyrir róttækum aðgerðum heimsins gegn loftslags- vánni. Skýr stefnumótun Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna árið 2009 lýsti ég yfir að málefni norðurslóða yrðu eitt af forgangs- málum Íslendinga. Síðan hefur ver- ið unnið sleitulaust að nýrri stefnu- mótun. Eftir síðustu áramót mælti ég svo á Alþingi fyrir tillögu að stefnu Íslands um norðurslóðir. Strax í kjöl- farið kynnti ég hana á stórri alþjóð- legri ráðstefnu í Tromsö í Noregi, þar sem ég og utanríkisráðherra Noregs reifuðum norðurstefnur frændþjóð- anna. Markmið Íslands er jafnræði allra ríkja á svæðinu um ákvarðanir um sameiginlega hagsmuni norðursins. Einu gildir hvort þær varða umhverf- isvernd, varúðarreglur um nýtingu, varnir gegn mengun og rányrkju, eða siglingaöryggi og viðbúnað til björg- unar þegar umferð um svæðið eykst. Stefna Íslands þarf að styrkja Norð- urskautsráðið sem vettvang umræðu og stefnumótunar um norðrið, en þar eigum við aðild ásamt sjö öðrum ríkjum sem liggja að norðurskautinu. Viðfangsefni ráðsins munu snögg- tum aukast næstu áratugi og það þarf aukna þyngd. Í anda herlausrar þjóðar hefur Ís- land sömuleiðis lagt sterka áherslu á andstöðu gegn hernaðaruppbygg- ingu í norðri. Við höfum líka tekið afdráttarlaust undir réttindakröfur frumbyggja á norðurslóðum. Ítrustu varúðarreglur Olíuslysið mikla í Mexíkóflóa setti í nýtt ljós nýtingu auðlinda undir hafs- botni Norðurhafa. Olía er náttúrulegt efni sem brotnar smám saman niður þegar hún sleppur út í umhverfið. Í fimbulkulda norðursins er niður- brot hennar miklu hægar en sunnar á hnettinum. Efnahvatar, sem hraða niðurbrotinu, eru gagnslitlir í helk- ulda blánorðursins. Ísland er á viðkvæmu svæði í þessu tilliti. Pólstraumar úr norðri ganga suður með landinu bæði að vestan og austan. Þannig má segja að Ísland sé í reynd staðsett í einu af útföllum Norður-Íshafsins. Íslend- ingar eru ekki á móti nýtingu á norð- urslóðum, en við þurfum að beita öllum mætti utanríkisþjónustunn- ar til að tryggja ítrustu varúðarregl- ur. Þær verða að taka mið af fimb- ulkulda blánorðursins, fjarlægð frá byggðu bóli, og ofurviðkvæmri nátt- úru. Umræða | 21Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Elskar Frasi- er út af lífinu Handrukkarar sægreifanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir, blaðamaður og leikkona, mun fara með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttun- um Makalaus sem sendir verða út á Skjá Einum. Sjónvarpsþættirnir eru byggðir á samnefndri bók Þorbjargar Marinósdóttur, fyrrverandi samstarfs- konu Lilju Katrínar. Hver er maðurinn? „Ég er nóboddí úr Fellunum.“ Hvað heldur þér gangandi? „Það er tvímælalaust litla dóttir mín og kærastinn. Þau eru rosalega góð í því.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég er voða lítil morgunmatarmann- eskja en ef ég hef einhvern tíma elda ég mér hafragraut annars fæ ég mér bara banana eða Hámark, eða bæði.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Núna eru þeir frekar skrítnir dagarnir. Ég er á fullu í þessu makalausa verkefni og það tekur eiginlega allan daginn. Ég lifi annars mjög lítilfjörlegu lífi, ég kem bara heim og knúsa fjölskylduna mína og leggst upp í sófa til að horfa á sjónvarpið. Það er ekki flóknara.“ Hver er uppáhaldsþátturinn þinn? „Ég er rosalega mikill perri fyrir væmnum raunveruleikasjónvarpsþátt- um og svo elska ég Frasier út af lífinu þó að það sé hætt að sýna þá. Ég á þá alla á DVD.“ Ertu spennt fyrir þessu nýja verkefni? „Alveg svakalega. Þetta er algjör draumur.“ Samsamar þú þig persónunni? „Að vissu leyti eins og flest allar konur held ég. Að vera að leita að ástinni og laðast að einhverjum aumingja og vita ekkert hvað maður vill. Ég held að við séum samt þokkalega ólíkar eins og er núna í dag. Svarið hefði kannski verið öðruvísi fyrir fimm árum en leitin að ástinni er eitthvað sem ég virkilega finn mig í þarna.“ Undirbjóstu þig sérstaklega fyrir hlutverkið? „Ég las náttúrulega bókina. Ég er búinn að lesa hana tvisvar eða þrisvar. Maður undirbýr sig náttúrulega alltaf og sérstaklega eftir að ég fékk hlutverkið. Þá las ég bókina með öðrum augum og reyndi að pikka allt út sem hjálpaði mér. Eins og tónlist, ég spái í hvað þessi Lilja Sigurðardóttir gæti verið að hlusta á. Hvað kemur henni í gott skap og hvað kemur henni í vont skap – á hvað hún hlustar þegar hún er að deyja úr ástarsorg og ég vinn dálítið út frá því.“ „Nei, hef engan áhuga á því.“ Bjarki Long, 33 ára sölumaður „Nei, það geri ég ekki. Hef engan áhuga.“ Ingólfur Máni Hermannsson, 19 ára nemi „Já, ég fylgist eitthvað með því.“ Bryndís Thelma Jónasdóttir, 16 ára nemi „Ég fylgist ekkert sérlega mikið með því.“ Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, 16 ára nemi „Nei, ég fylgist ekki með.“ Fríða Þorsteinsdóttir, 16 ára nemi Maður dagsins Fylgist þú með Söngvakeppni Sjónvarpsins? Ókeypis hádegisverður Þessi vongóðu ungmenni biðu þolinmóð eftir að fá ókeypis hamborgara, franskar og kók á veitingastaðnum Prikinu um hádegisbilið á fimmtudag. „Þetta gerum við til þess að vera vinir litla mannsins,“ segir Finni, veitingamaður á Prikinu. Hann gerði ráð fyrir að gefa um fjögur hundruð hamborgara. Mynd SIGTryGGUr ArI JÓHAnnSSon Myndin Ísland og norðurslóðir Dómstóll götunnar „ Íslendingar verða því að beita sér fyrir skýrri og ígrundaðri stefnu gagnvart norður- slóðum. Kjallari Össur Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.