Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað
Loksins sér fyrir endann á réttar-
höldunum yfir Charles Taylor, fyrr-
verandi forseta Líberíu. Réttarhöld-
in hafa nú staðið yfir í næstum fjögur
ár, eða síðan í júní árið 2007. Taylor
er ákærður fyrir stórfellda stríðs-
glæpi, en þar á meðal má nefna
morð, limlestingar og nauðganir.
Það eru saksóknarar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna sem sækja málið
á hendur Taylor, en honum er gefið
að sök að hafa fjármagnað borgara-
styrjöld í Sierra Leone með viðskipt-
um með „blóðdemanta.“
Sierra Leone er nágrannaland
Líberíu en við landamærin, inn-
an Sierra Leone, er að finna miklar
demantanámur. Borgarastyrjöld-
in snerist að miklu leyti um þessa
demanta, en Taylor sveifst einskis til
að ná tökum á demantanámum ná-
granna sinna. Hann studdi Bylting-
arherinn svokallaða (Revolutionary
United Front) með ráðum og dáð,
en hermenn hans beittu morðum
og limlestingum til að skila Taylor
demöntunum sem hann þráði svo
heitt.
Lögmaðurinn gekk út
Verjandi Taylor, Courtenay Griff-
iths, gekk út úr réttarsal í vikunni til
að mótmæla því að dómarar í mál-
inu neituðu að taka við öllum þeim
skjölum sem Griffiths taldi skipta
máli fyrir málsvörnina. Segja dóm-
ararnir við dómstólinn að skjölin
hafi borist of seint, sem er reynd-
ar ekki óvenjulegt í þessu máli sem
einkennist mjög af töfum og mála-
lengingum hvers konar. Griffiths
brást illa við þessum úrskurði. „Ég
mun ekki veita þessum skrípaleik
lögmæti með viðveru minni,“ sagði
hann er hann skellti hurðinni á eft-
ir sér. „Hvernig munu komandi kyn-
slóðir meta trúverðugleika dóms-
ins, þegar 90 prósent af málsvörn
hins ákærða er ekki tekin til greina?“
spurði Griffiths fréttamenn sem
biðu fyrir utan salinn.
Dómararnir virðast gefa lítið
fyrir málflutning Griffiths og ljóst
er að dómur fellur í máli Taylors á
þessu ári. Munu þeir þá væntanlega
anda léttar þegar málinu er lokið og
Taylor kominn á bak við lás og slá.
Þess má geta að Taylor er nú að-
eins að svara til saka vegna aðildar
hans að borgarastyrjöldinni í Sierra
Leone, en Taylor hefur mun meira
blóð á sínum höndum.
Tók þátt í valdaráni
Það er óhætt að segja að Taylor sé
öllu vanur þegar kemur að blóðsút-
hellingum, styrjöldum og spillingu.
Hann komst fyrst til metorða í Líber-
íu þegar hann studdi valdarán Samu-
els Doe árið 1980. Doe og stuðnings-
menn hans myrtu þáverandi forseta
William R. Tolbert og hrifsuðu til sín
völdin. Sagan segir að Doe hafi myrt
Tolbert á meðan hann svaf, með því
að rista á honum kviðinn svo innyfl-
in lágu út um allt rúm. Næstu 10 daga
á eftir voru allir 13 ráðherrar í ríkis-
stjórn Tolberts teknir opinberlega af
lífi og voru líkin höfð til sýnis dögum
saman.
Ekki óvanur borgarastyrjöldum
Taylor fékk áhrifamikla stöðu í nýrri
stjórn Doe, en hann sá um öll erlend
innkaup á vegum Líberíu. Árið 1983
var hann hins vegar rekinn, eftir að
í ljós kom að hann hefði lagt stærst-
an hluta þess fjár sem hann hafði til
umráða inn á persónulegan banka-
reikning í Bandaríkjunum. Upphæð-
in var um ein milljón Bandaríkjadala.
Taylor flúði til Bandaríkjanna en var
handtekinn þar árið 1984. Ári seinna
tókst honum þó að flýja til Líbíu, en
enn þann dag í dag heldur hann því
fram að Bandaríkjastjórn hafi í raun
sleppt honum með það fyrir aug-
um að hann snéri heim til Líberíu og
rændi völdum, en þá hafi Bandaríkja-
menn verið orðnir langþreyttir á ógn-
arstjórn Doe.
Í Líbíu hitti Taylor fyrir einræðis-
herrann Muammar al-Gaddafi. Tayl-
or og Gaddafi urðu brátt hinir mestu
mátar og tók Gaddafi að sér að skóla
Taylor í byltingarfræðum og skæru-
hernaði. Árið 1989 sneri Taylor svo
aftur til Líberíu og stofnaði stjórn-
málaflokk, sem var í raun hern-
aðarsamtök, Þjóðernisher Líberíu
(NPFL). Með fjárstuðningi og vopn-
um frá Líbíu hóf Taylor borgarastyrj-
öld í heimalandi sínu, gegn fyrrver-
andi samherja sínum Samuel Doe.
Ári síðar hafði Taylor lagt undir sig
nánast allt landið, fyrir utan höfuð-
borgina Monróvíu.
Það kom í hlut fyrrverandi sam-
herja Taylors, Prince Johnson, að ná
höfuðborginni og handsama Doe for-
seta. Johnson var hershöfðingi í Þjóð-
ernishernum en stofnaði árið 1990
sinn eigin flokk. Þegar Doe var hand-
samaður var hann tekinn af lífi. Af-
takan var kvikmynduð og var hægt að
sjá hana í fréttum um allan heim. Þar
mátti til að mynda sjá Prince Johnson
gæða sér á bjórsopa í sömu andrá og
verið var að skera eyra af Doe.
„Hann drap mömmu,
hann drap pabba“
Eftir aftöku Doe hélt borgarastríðið í
Líberíu áfram til ársins 1996. Afleið-
ingarnar voru vægast sagt hræðilegar.
Voru þar framin voðaverk sem hægt
er að telja með þeim verstu í mann-
kynssögunni. Stríðið skildi eftir sig
rúmlega 200 þúsund fórnarlömb en
auk þess neyddist rúmlega milljón
manns til að flýja landið og hafast við
í flóttamannabúðum við landamær-
in í nágrannalöndum. Bjuggu þar
flóttamenn við ömurlegar aðstæður,
þar sem hungur, glæpir, nauðganir og
barnamisnotkun voru daglegt brauð.
Eftir að stríðinu lauk var boðað til op-
inberra forsetakosninga árið 1997, og
þar var Charles Taylor í framboði.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá sigr-
aði Taylor örugglega í kosningun-
um. Ekki er talið að brögð hafi verið
í tafli, en fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna voru á staðnum til að ganga
úr skugga um að allt færi vel fram.
Ástæðan var hins vegar einföld.
Fólkið kaus Taylor því það var orð-
ið þreytt á blóðugum átökum. Hefði
Taylor tapað, hefði hann einfaldlega
haldið stríðinu áfram. Engu breytti
þótt Taylor hefði boðið sig fram und-
ir slagorðinu: „Hann drap mömmu
mína, hann drap pabba minn. En ég
ætla samt að kjósa hann.“
Blóðugar hendur Taylors
Þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir
vopnahlé í borgarastyrjöldinni 1996,
þá háði Taylor ennþá borgarastríð í
Sierra Leone. Friðurinn entist held-
ur ekki lengi í Líberíu. Árið 1999 var
hafin önnur borgarastyrjöldin þar í
landi, en talið er að þá hafi ríkisstjórn
Gíneu stutt skæruliða í baráttu gegn
Taylor. Upp úr aldamótum fór fljót-
lega að halla undan fæti hjá Taylor,
en hann neitaði að játa sig sigraðan.
Borgarastyrjöldin ílengdist allt fram
á sumar 2003, þegar Taylor viður-
kenndi ósigur. Í seinni borgarastyrj-
öldinni í Líberíu féllu um 150 þús-
und manns, en eftir þennan ósigur
var ólíklegt að Taylor kæmist nokkru
sinni aftur til valda. Hann ákvað að
n Réttarhöld yfir Charles
Taylor, fyrrverandi forseta Líb-
eríu, hafa staðið yfir síðan árið
2007 n Hefur verið viðriðinn
þrjár borgarastyrjaldir n Fórn-
arlömbin orðin hálf milljón
Blóðdemantar
og Blóðþorsti
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Charles Taylor í Haag
Saksóknarinn lýsir Taylor
sem „blóðþyrstum og
valdagráðugum.“
„Hann drap mömmu
mína, hann drap
pabba minn. En ég ætla
samt að kjósa hann.
„Þangað reyndi
hann að komast
á Range Rover-lúxus-
jeppa, sem var stútfullur
af seðlabúntum ásamt
nokkrum kílóum af heróíni.