Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 19
Erlent | 19Helgarblað 11.–13. febrúar 2011 Blóðdemantar og Blóðþorsti taka kostaboði Olusegun Obasan- jo, þáverandi forseta Nígeríu, um að flytjast þangað og fá pólitískt hæli. Eina skilyrðið var, að hann mátti ekki snúa aftur til Líberíu. Lúxuslíf Taylor hefur ætíð verið þekktur fyr- ir íburðarmikinn lífsstíl. Í Nígeríu varð engin breyting þar á, en Taylor hafði farið mikinn við að hlunnfara ríkissjóð Líberíu í forsetatíð sinni og sankað að sér fúlgum fjár. En Taylor gat ekki flúið ofbeldisfulla valdatíð sína endalaust. Hinn sérstaki dóm- stóll sem var skipaður af Samein- uðu þjóðunum til að taka fyrir mál stríðsglæpamanna í Sierra Leone hafði gefið út ákæru á hendur Taylor í mars árið 2003. En það var ekki fyrr en núverandi forseti Líberíu, Ellen Johnson-Sirleaf, sendi inn formlega beiðni til nígerískra stjórnvalda um að framselja Taylor að hjólin fóru að snúast. Þann 26. mars samþykkti Obasonjo að afhenda Taylor. Það reyndist hins vegar erfitt í fyrstu, þar sem Taylor var horfinn. Hann fannst þó þremur dögum síðar við landa- mærin að Líberíu þar sem hann var handsamaður. Þangað reyndi hann að komast á Range Rover lúxus- jeppa, sem var stútfullur af seðla- búntum ásamt nokkrum kílóum af heróíni. Löng og flókin réttarhöld Ákærurnar á hendur Taylor má rekja til ályktunar Sameinuðu þjóðanna númer 1315. Árið 2000 ritaði þáverandi forseti Sierra Leone, Ahmed Tejan Kebbah, bréf til þáverandi aðalritara SÞ, Kofis Annan. Kebbah fór fram á að stríðsglæpamenn borgarastyrjaldarinnar yrðu dregnir til ábyrgðar en ályktun SÞ kvað á um að stofnaður yrði sérstakur dómstóll fyrir stríðsglæpamenn í Sierra Leone. Dómurinn hefur verið starfandi síðan árið 2002 og hafa réttarhöld farið fram í höfuðborg Sierra Leone, Freetown. Þegar kom að máli Charles Taylor var talið ljóst að ekki væri hægt að rétta yfir honum í Sierra Leone þar sem fylgismenn hans væru til alls vísir. Því þurfti aðra ályktun SÞ, númer 1688, til að flytja mál Taylors til Haag. Verði Taylor fundinn sekur, sem verður að teljast líklegt, mun hann aflpána fangelsisvist í Bretlandi. Málið gegn Taylor hefur verið þungt í vöfum og hafa mörg vitni verið kölluð til. Þeirra þekktast er sennilega ofurfyrirsætan Naomi Campbell, en það komst í heimsfréttirnar þegar hún þurfti að bera vitni í Haag því hún þáði eitt sinn poka fullan af demöntum, sem gjöf frá Taylor. Demantarnir reyndust vera blóðdemantar frá Sierra Leone. Kvikmyndaleikkonan Mia Farrow var einnig kölluð til, en hún var viðstödd þegar Campbell þáði gjöfina. Naomi Campbell Mia Farrow Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning- abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is Weleda vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænum Birkilaufum Inniheldur engin gervi-litar eða rotvarnarefni Þeir sem lagt hafa leið sína til Normandí eða Bretagne í Frakk- landi hafa vafalaust heimsótt hið heimsfræga klaustur á Mont-Sa- int-Michel. Klaustrið stendur efst á eyju sem er aðgengileg fótgang- andi, nema tvisvar á dag þegar flætt hefur að – en þá fer leiðin undir sjó. Mont- Saint-Michel er langvin- sælasti áfangastaður ferðamanna á svæðinu, en árlega er talið að um þrjár milljónir manna leggi leið sína að klaustrinu. Hefur það ver- ið á heimsminjaskrá Menningar og menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, allt frá árinu 1979 en nú á klaustrið á hættu að verða tekið af skránni. Ástæðan er metnaður Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands, um að gera Frakkland leiðandi í Evrópu á nýtingu vind- orku. Sarkozy vill láta reisa þrjár risavaxnar vindtúrbínur í námunda við klaustrið, og þar með spilla stór- kostlegu útsýni frá staðnum. Umdeild umhverfsvernd Frakkar hafa um áratugaskeið ver- ið háðir kjarnorku en því vill Sarko- zy nú breyta með hinni nýju orku- stefnu. Vindtúrbínur á að reisa víðs vegar við Ermarsund og sömuleiðis á vesturströnd Frakklands sem snýr að Atlantshafi. En þrátt fyrir góð- an ásetning Sarkozys um að leggja áherslu á græna orku til framtíðar eru það umhverfisverndarsinnar sem eru ósáttastir við þá ákvörðun að byggja túrbínur í námunda við Mont-Saint-Michel. „Myndum við byggja diskótek í námunda við Mont-Saint-Michel?“ spurði Jean-Louis Butré, forseti umhverfisverndarsamtakanna FED (Fédération Environement Dura- ble), í viðtali við franska dagblaðið Ouest-France. „Hægt er að sjá vind- túrbínurnar í 10 kílómetra fjarlægð og þá sérstaklega á kvöldin, þegar ljós þeirra blikka.“ Butré sagði að verkefnið væri runnið undan rifjum virkjunarsinna sem hafa lagt gífur- legan þrýsting á stjórnvöld, þar sem háar fjárhæðir séu í spilunum. Stendur óhaggaður Svo virðist sem Sarkozy láti sér fátt um finnast þó Mont-Saint-Michel missi stöðu sína á heimsminja- skránni. Hann ætlar sér að byggja upp orkuiðnað, sem á að lokum að vera svo sterkur að Frakkar geti flutt út orku til annarra landa Evr- ópu. Markmiðið er að rúmlega 600 túrbínur verði komnar í gagnið fyr- ir árið 2015 en nú þegar er búið að fjárfesta í verkefninu fyrir um 10 milljarða evra, eða sem samsvar- ar um 1.600 milljörðum íslenskra króna. n Ferðamannaiðnaðurinn og um- hverfissinnar eru æfir út í Nicolas Sar- kozy n Ætlar að byggja vind túrbínur í námunda við einn vinsælasta ferða- mannastað heims n Sarkozy vill byggja grænan orkuiðnað Mont-Saint-Michel af heiMSMinjaSkrá Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Myndum við byggja diskó- tek í námunda við Mont-Saint-Michel? Mont-Saint-Michel Einn vinsælasti áfangastaður ferðmanna í Frakklandi gæti verið tekinn af heimsminjaskrá UNESCO.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.