Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 20
F áir vöktu jafnmikla athygli í vik-unni og skokkarinn í Hvera-gerði, sem ákvað að tukta til
unglingspilt í bænum. Lýsingin var
dramatísk. Alda hneykslunar reið yfir
landið þegar fréttist af því að hann
hefði tekið piltinn kverkataki og ýtt
honum í jörðina. Fáir tóku hins vegar
upp hanskann fyrir skokkarann.
H lið skokkarans hefur ekki heyrst. Maðurinn hafði komið frá höfuðborgarsvæðinu í þeim
tilgangi að láta sig fljóta um gangstétt-
ir hins friðsæla Hveragerðis. Hann
skokkaði framhjá þremur unglings-
piltum, sem ákváðu þá að hlaupa á
eftir honum og áreita hann.
Jónas Kristjánsson ritstjóri er einn fárra sem stigið hefur fram skokkaranum til varnar og segir
hann hafa veitt unglingnum „hæfilega
ráðningu“. „Það er úti af kortinu, að
gerð séu hróp að fólki á almannafæri,“
skrifaði hann á bloggsíðu sína. Jónas
vill að Hveragerðisbær fái skokkar-
ann í vinnu við að siðvæða börnin í
bænum. Jónas er af gamla skólanum.
Þegar hann var barn hefði þótt vera
skylda hvers uppalanda að berja barn
sem áreitti ókunnugan mann.
F yrir nokkrum vikum steig Mar-grét Pála Ólafsdóttir leikskóla-stjóri fram á Rás 2 og bað fólk
um að hætta að hrósa börnum fyrir
að gera hlutina illa. Hún vildi ekki
að þeim yrði hrósað fyrir að teikna
ljótar myndir sem þau leggðu engan
metnað í.
Margrét sagði síðan við Press-una að börnin væru búin að taka völdin af foreldrunum
á heimilinu. „Það var alveg óhugs-
andi hér áður fyrir að börn opn-
uðu munninn á meðan fullorðnir
töluðu, hvað þá þegar kvöldfrétta-
tíminn var í gangi. Nú er það orðið
þannig að barnið er komið í miðj-
una og foreldrarnir á jaðarinn þar
sem börnin voru áður. Nú þegir öll
fjölskyldan á meðan barnið talar.“
Margrét varaði við því að við vær-
um að ala upp kynslóð risastórra
egóista.
Auðvitað á maður ekki að berja börn. Barin börn læra sjálf að berja. En hvað á skokkari að
gera þegar unglingar elta hann með
hrópum og köllum? Svar nútíma-
samfélagsins er einfalt. Börnin eru
að koma – hlauptu hraðar!
Í pistli hér um daginn velti ég því fyr-ir mér hversu leiðinleg útvarpsdag-skrá mætti vera og fékk bágt fyrir hjá
starfsfólki Rásar 2, sem væntanlega
er hafið yfir gagnrýni. Í sama pistli
spurði ég að því hversu heimskum
þingmönnum leyfðist að vera. Og
svo kom svarið, með hreinni og tærri
núllstillingu, þegar dæmdur glæpa-
maður, Árni Johnsen, réðst að sjálf-
kjörnum verðlaunaþega RÚV, Eiríki
Guðmundssyni, eftir að Eiríkur hafði
vogað sér að gagnrýna störf skila-
nefndar Hæstaréttar. Og auðvitað
snýst deila þeirra kumpána um keis-
arans skegg einsog allt annað hjá keis-
aralausri og heimskri þjóð; þjóð sem
skiptist í heimska og heimskari; slef-
bera og rassasleikjur; siðleysingja og
siðblindingja. Keisarinn er ekki leng-
ur rónavernd við Hlemm, nú er okk-
ar fyrrverandi keisari blaðasnápur hjá
LÍÚ-tíðindum og hefur efni á að ráða
til sín dæmda glæpamenn til að sinna
slefburði. Og það tókst Árna Johnsen
með prýði. Hann náði að mæra Davíð
Oddsson. En það eitt er þrekvirki sem
er ekki á færi annarra en þeirra sem
komist hafa í kast við lögin.
Ef fyrirsögnin hér að ofan espir
þig ekki, kæri lesandi, þá ætla ég svo
sannarlega að vona að mér takist
að vekja þig með eftirfarandi setn-
ingu: Ég held því fram að við tilheyr-
um heimskustu þjóð veraldar. Ég gef
mér þetta rétt einsog trúaður maður
gefur sér það að Guð hljóti að vera til.
Þjóð sem á hafsvæði sem telur hvorki
meira né minna en 758.000 ferkíló-
metra, er rík þjóð, því ef við deilum
þessu niður á íbúana, fáum við út að
2,5 ferkílómetrar koma í hlut hvers
og eins einasta Íslendings. Við erum
að tala um að hverju heimili í land-
inu tilheyri u.þ.b. 10 ferkílómetra haf-
svæði. Til samanburðar má geta þess
að landið sjálft er u.þ.b. 100.000 fer-
kílómetrar að flatarmáli. Og það sem
meira er, við erum að tala um að haf-
svæðinu fylgi auðlind; auðlind sem
örfáum er falið að græða á. Já, örfáum
er bókstaflega falið að græða á auð-
lindinni á sama tíma og verið er að
selja þökin ofan af þúsundum heimila
í landinu. Hafsvæði okkar getur svo
orðið enn stærra ef landgrunnskröfur
okkar verða samþykktar hjá Samein-
uðu þjóðunum.
Það er væntanlega heimskulegt
að spyrja, en ég spyr nú samt: Hef-
ur eitthvert ykkar komið auga á einn
þingmann sem við getum verið 100%
viss um að hafi ekki þegið mútur frá
Launasjóði íslenskra útvegsmanna?
Ef svo er þá væri gaman að fá það
skjalfest.
Þjóðin kann í þrætum hér
svo þreytt og lúin stefin
og henni tekst að haga sér
sem heimsk og illa gefin.
20 | Umræða 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað
„Ég efast bara um
að þær segi
okkur allar frá
því ef eitthvað
slíkt er í gangi.“
n Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir,
starfsmaður barnaverndar, um ungar
stelpur í eiturlyfjaneyslu. – DV
„Ég hélt við
værum félagar.
Við vorum bara
félagar.“
n Guðlaug Matthildur Rögnvalds-
dóttir, unnusta Hannesar Þórs
Helgasonar, um morðingja hans, Gunnar
Rúnar Sigurþórsson. – DV
„Ég get ekki leyft
mér nokkurn
skapaðan hlut.“
n Kristín H. Tryggvadóttir,
74 ára eftirlaunaþegi sem býr á Hrafnistu
í Hafnarfirði. – DV.is
„Þeir eru í öllum stærðum
og gerðum og allir fara
alla leið.“
n Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri um
uppfærslu nokkurra bænda á sýningunni
Með fullri reisn. – DV.is
Við áfrýjum
Nýja Ísland átti að snúast um gegnsæi. Almenningur átti að fá meiri upplýsingar en áður.
Sérstaklega um fjármál.
Á fimmtudag féll dómur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur, sem skyldaði und-
irritaðan til að borga Eiði Smára Guð-
johnsen fótboltamanni miskabætur,
vegna þess að birtar voru upplýsing-
ar um hundraða milljóna króna lán-
tökur hans hjá íslensku bönkunum.
Dómurinn hefur ákveðið að það sé
saknæmt að segja frá fjármálum Eiðs.
Það þýðir í reynd að bannað verður að
greina almenningi frá hundraða millj-
óna króna lántökum og fjárfestingum,
nema ef vera skyldi að gerendur í mál-
inu komi til viðtals um það.
Dómurinn velur á milli tvenns
konar hagsmuna. Annars vegar eru
það hagsmunir Eiðs Smára og bank-
ans, að enginn fái að vita þegar hann
tekur stórfelld lán hjá bankanum,
og hins vegar eru það hagsmunir al-
mennings, að fólk fái almennt upp-
lýsingar. Í því felst almennt málfrelsi,
sem heimilar blaðamönnum að gefa
fólki upplýsingar um fjármál, án þess
að hljóta refsingu fyrir. Dómurinn
valdi hagsmuni hins auðuga á kostn-
að upplýsingafrelsis almennings.
Afbrot fjölmiðlamanns er ekki að
fjalla um fjármál auðmanns. Afbrot
væri að gera það ekki. Skylda fjöl-
miðlamannsins á að liggja við ykkur,
við fólkið í landinu. Skylda dómstól-
anna ætti líka að liggja þar. Í túlkun
sinni á lögum eiga þeir að horfa til til-
gangs laganna og þeirra hagsmuna al-
mennings sem þeim er ætlað að gæta.
Undirritaður skrifaði leiðara
skömmu eftir hrun, þar sem boðuð
var harðari blaðamennska. Þar voru
færð rök fyrir því að blekkingin hefði
verið eitt höfuðmeina samfélags-
ins og ein af höfuðástæðunum fyr-
ir efnahagshruninu. Auk þess sagði
að fjölmiðlar hefðu átt að vera lækn-
ingin. Þeir hefðu átt að segja meira.
Þeir hefðu átt að vera móteitur við
blekkingum stjórnmálanna og við-
skiptanna, en tóku þess í stað þátt í
þeim. Dómskerfið hefur nú úrskurð-
að að það sé saknæmt að gegna þessu
hlutverki. Við megum ekki segja frá
fjármálum, nema auðmönnum eða
bankamönnum þóknist að segja frá
þeim í viðtölum. Við eigum aftur að
bregðast skyldum okkar.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lög-
maður Eiðs Smára, sagði að dóm-
urinn í gær væri „Wake up call“ fyrir
fjölmiðla, eða vakning fyrir þá. Aug-
ljóst er hins vegar að dómurinn biður
fjölmiðla ekki að opna augun, heldur
loka þeim. Það er verið að biðja fjöl-
miðlamenn, með dómsúrskurði, vin-
samlegast um að fljóta aftur sofandi
að feigðarósi.
Við áfrýjum.
Leiðari
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Við megum ekki
segja frá fjármálum,
nema auðmönnum eða
bankamönnum þóknist að
segja frá þeim í viðtölum.
Heimskasta þjóð í heimi
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„ Já, örfáum er bók-
staflega falið að
græða á auðlindinni á
sama tíma og verið er að
selja þökin ofan af þús-
undum heimila í landinu.
Ummæli ársins
n Alþingismenn hafa verið sakaðir
um að stýrast af hrossakaupum, sér-
hagsmunum og tækifærismennsku.
Ólöf Nordal,
varaformaður
Sjálfstæðisflokks-
ins, varpaði nýju
ljósi á þankagang
þingmanna í
viðtali í Bítinu
á Bylgjunni í
vikunni. Hún
sagði Bjarna
Benediktsson, formann flokksins,
hafa stigið það „óvenjulega“ skref í
Icesave-málinu að „standa bara fyrir
því sem hann telur rétt fyrir þjóðina“.
Hún missti út úr sér merkustu
ummæli ársins og kom óvart upp
um mesta löst lýðræðisins.
Hirð Jóns stóra
n Afbrotafræðingurinn virti Helgi
Gunnlaugsson tjáði sig um „glam-
úrvæðingu“ ofbeldis á dögunum.
Fáum duldist að hann talaði þar um
Jón „stóra“ Hallgrímsson, sem hefur
verið áberandi í fjölmiðlum í kjölfar
misheppnaðra lögregluaðgerða
gegn honum og útgáfu bókar
fyrir jólin. Helgi sagðist óttast að
viðkvæmustu hópum samfélagsins
myndi þykja hann spennandi, ef
ekki væri fjallað um hann á gagnrýn-
inn hátt. Tekið hefur verið eftir því
að Jón stóri hefur fengið hundruð
„like“ frá viðhlæjendum þegar hann
hefur gert lítið úr ungum stúlkum á
Facebook-síðu sinni.
Bölvun á Hannesi
n Undanfarna daga hefur gengið
milli fólks á Facebook bölvun á
Hannesi Smárasyni, áður elskuðum
útrásarvíkingi.
Tilefnið er að
Hannes var
á þriðjudag
sýknaður af 400
milljóna króna
kröfu skilanefnd-
ar Glitnis vegna
sjálfsábyrgðar
á 3,5 milljarða
kúlulánum. Lesendur DV.is birtu
seið um Hannes á ummælakerfi við
fréttina. Hann hljóðar svo: Fyrirlít-
um þennan fýr/ finni hann aldrei
grið/ bölvun fylgi hvar sem býr/
brotni líf og fái ei frið.
Sterkur karakter
n Mörgum kom í opna skjöldu að
Jón Gnarr borgarstjóri skyldi vera
lagður inn á sjúkrahús í vikunni.
Jón hefur um mánaðaskeið kljáðst
við þráláta sýkingu í ennisholum,
sem veldur stöðugri þreytu og höf-
uðverk. Á sama tíma hefur líklega
enginn borgarstjóri lent í erfiðari
aðstæðum, enda hafa forverar
hans í borgarstjórn skilið borgina
eftir í fjárhagslegu svaði. Á stuttum
stjórnmálaferli hefur Jón orðið fyrir
mörgum persónulegum áföllum og
erfiðleikum. Hann missti tengda-
föður sinn í kosningabaráttunni í
fyrra, en hann varð bráðkvaddur
á heimili sínu. Á annan í jólum
missti Jón svo móður sína. Jóni
hefur hins vegar tekist að halda ró
sinni og eiga regluleg samskipti
við kjósendur þrátt fyrir mótlæti á
flestum sviðum.
Sandkorn
tRyGGVaGötu 11, 101 ReykjaVÍk
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Svarthöfði
Skokkari réttvíSinnar