Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 25
Nærmynd | 25Helgarblað 11.–13. febrúar 2011
að takast á við styrkjamálið svokall-
aða, þegar í ljós kom að FL Group
og Landsbanki Íslands hefðu styrkt
flokkinn upp á samtals 50 milljónir
króna á síðustu dögunum áður en lög
tóku gildi sem kváðu á um 300 þús-
und króna hámark styrkja og að öll
fyrirtæki sem styrktu stjórnmálaflokka
skyldu vera nafngreind í ársreikning-
um flokkanna.
Bjarni lýsti því yfir að hann teldi
alla ábyrgð vera hjá þáverandi fram-
kvæmdastjórum flokksins, sem hefðu
samkvæmt því átt að vita af styrkj-
unum. Það voru þeir Kjartan Gunn-
arsson og Andri Óttarsson. Síðar dró
hann til baka ummæli sín og sagði
fráleitt að draga nafn Kjartans inn í at-
burðarásina, hann hefði ekkert haft
með þessi styrkjamál að gera.
„Kjartan Gunnars-
son er hins veg-
ar full-
Formaður flokksins Bjarni
gekk þvert gegn afstöðu
sterkra hægriafla innan
Sjálfstæðisflokksins. Með því
er talið að hann hafi styrkt
stöðu sína sem formaður
flokksins. mynd Karl Petersson
fær um að svara því hvort þetta hafi
verið með þessum hætti eða ekki.
Þetta er að mínu áliti fráleitt, að draga
nafn Kjartans inn í þessa atburðarás
vegna þess að hann hafði ekkert með
þau mál að gera, sem tengdust þess-
um styrkjum. Samskipti vegna þessa
máls fóru fyrst og fremst fram milli
Andra Óttarssonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra, og Geirs H. Haarde,
fyrrverandi formanns flokksins, sem
tók ákvörðun um að veita styrkjun-
um viðtöku,“ sagði í athugasemd sem
Bjarni sendi frá sér vegna frétta af
styrkjamálinu.
Þrátt fyrir þessi mál og önnur sem
sköpuðu Bjarna litlar vinsældir var
hann endurkjörinn formaður Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundi hans í
lok júní í fyrra, sem haldinn var í kjöl-
far þess að Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir sagði af sér sem varaformað-
ur. Pétur H. Blöndal þingmaður bauð
sig fram gegn Bjarna á fundinum en
Bjarni sigraði með rúmlega 290 at-
kvæða mun. Fleiri buðu sig fram til
formanns en hlutu talsvert færri at-
kvæði.
skapaði ólgu innan flokksins
Seint verður sagt að Bjarni hafi lægt
öldurnar í flokknum en mikil ólga er
innan hans vegna ákvörðunar Bjarna í
Icesave-málinu. Einn viðmælenda DV
sem hefur löngum verið stuðnings-
maður flokksins segir að flestum inn-
an flokksins sé mjög brugðið. „Nú er
bara leitað að leiðum, hvað við eigum
að gera,“ sagði viðmælandinn. „Það er
öllum mjög brugðið, meira að segja
þeim sem studdu Bjarna.“ Viðmæl-
andinn segir að Bjarni hafi breytt um
skoðun af augljósri ástæðu, ekki verði
ráðist í aðgerðir í þágu skuldugra fyrir-
tækja fyrr en Icesave hafi verið afgreitt.
Félag fjölskyldu Bjarna, BNT, er í gjör-
gæslu hjá Íslandsbanka vegna mikilla
skulda fyrirtækisins og N1, dótturfé-
lag BNT, er í sjálfsskuldarábyrgð fyrir
félagið. Ef ekki verður ráðist í aðgerð-
ir í þágu skuldsettra fyrirtækja munu
þessi fyrirtæki að öllum líkindum ekki
lifa af.
„Það er svo sem ekki byrjað að leita
að nýjum formanni en fólk veltir því
fyrir sér hver geti tekið við af Bjarna,“
segir einn viðmælandi DV. Hann seg-
ir að sá stuðningur sem Bjarni hefur
fengið hafi komið úr tiltölulega litl-
um armi flokksins og að stuðnings-
mönnum Bjarna hafi verið smalað
á fremstu bekkina á opnum fundi
sem haldinn var í Valhöll, höfuð-
stöðvum Sjálfstæðisflokksins,
þar sem Bjarni kynnti afstöðu
sína í Icesave-málinu.
Skuldahalinn sem fylgir
Bjarna virðist vera áhyggjuefni,
að minnsta kosti hjá hluta sjálf-
stæðismanna. Eru nokkrir innan
flokksins sem telja Bjarna ganga
eigin erinda en ekki erinda
flokksmanna, og þjóðarinnar
allrar, í málinu. Ekkert er hægt
að fullyrða um það en Bjarni
sagði að hann hefði breytt um
skoðun í ljósi þess hversu hag-
stæður samningurinn væri og
óljóst er hvaða byrðar myndu
leggjast á Íslendinga yrði dóm-
stólaleiðin farin og málið tap-
aðist.
Glæsilíf í einkaþotu
Í Rannsóknarskýrslu Alþing-
is komu fram upplýsingar um
Bjarna og tengsl hans við ís-
lenskt viðskiptalíf á árun-
um fyrir hrun. Meðal þess
sem kom fram í siðfræðihluta
skýrslunnar var að Bjarni flaug
í einkaþotu Glitnis árið 2007,
löngu eftir að hann settist á
þing, til Skotlands. Svo virðist
sem ferðin hafi verið golfferð á
vegum Glitnis. Fjölskylda Bjarna
átti 7 prósenta hlut í Glitni ásamt
Milestone-bræðrum fyrir hrun-
ið. „Einungis nafn eins stjórnmála-
manns fannst á þeim listum. Bjarni
Benediktsson alþingismaður ferðað-
ist dagana 20.–22. september 2007 í
einkaþotu með Glitnismönnum til
Skotlands. Flogið var frá Reykjavík-
urflugvelli og lent á Prestwickflug-
velli við Glasgow. Í viðburðadagatali
Glitnis kemur fram að dagana 20.–22.
september hafi verið „golfferð fyrir-
tækjaþróunar,“ sagði í siðfræðihlut-
anum.
Athygli vakti að á listunum er tals-
vert um merkinguna „Unknown Pass-
enger“ og því ekki hægt að fullyrða
að Bjarni hafi verið eini stjórnmála-
maðurinn sem flaug um í einkaþot-
um bankanna fyrir hrun, þó að það líti
þannig út. Með Bjarna í ferðinni voru
aðrir lykilstarfsmenn N1 sem var í við-
skiptum við Glitni banka. Bjarni er tal-
inn hafa verið í ferðinni vegna tengsla
sinna við olíufélagið en ekki vegna
tengsla sinna við bankann, sem faðir
og föðurbróðir hans áttu stóran hlut í,
í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt Int-
ernational.
Í rannsóknarskýrslunni er einnig
talað um fund Bjarna í höfuðstöðv-
um eignarhaldsfélagsins Stoða, áður
FL Group, í aðdraganda bankahruns-
ins haustið 2008 og vegna skulda í ís-
lenska bankakerfinu sem námu 174
milljónum króna í ársbyrjun 2008.
Þetta sama fyrirtæki styrkti Sjálfstæð-
isflokkinn um tugi milljóna króna en
Bjarni hefur aldrei verið tengdur beint
við þá styrki.
Vafinn í milljarða flækju
Í rannsóknarskýrslunni var einnig
fjallað ítarlega um Vafningsmálið svo-
kallaða sem snéri að tugmilljarða lán-
um félaga í eigu föður og föðurbróður
Bjarna og viðskiptafélaga þeirra, Mile-
stone-bræðranna. Málið snérist um
30 milljarða króna lánveitingu Glitn-
is, 3,4 milljarða króna lánveitingu frá
Kaupþingi og 10 milljarða króna lán-
veitingu frá tryggingafélaginu Sjóvá
til tveggja félaga, Svartháfs og Vafn-
ings, í eigu fjölskyldu Bjarna og Mile-
stone-bræðranna. Peningarnir runnu
í gegnum þessi félög til bandaríska
fjárfestingarbankans Morgan Stanley
til að greiða niður skuld vegna hluta-
bréfakaupa. Áttu peningarnir að koma
í veg fyrir veðkall bandaríska bankans
í 7 prósenta hlut Þáttar International í
Glitni.
Bjarni var einn þriggja stjórnar-
manna frá eignarhaldsfélaginu BNT
sem skrifaði upp á umboð sem veitti
honum heimild til að veðsetja hluta-
bréf félagsins í eignarhaldsfélaginu
Vafningi þann 8. febrúar 2008. Hinir
tveir voru stjórnarmennirnir Gunn-
laugur Sigmundsson og Jón Bene-
diktsson. BNT er móðurfélag olíufé-
lagsins N1 sem er í meirihlutaeigu
fjölskyldu Bjarna.
Þessi staðreynd sýnir að Bjarni,
sem var stjórnarformaður BNT á þeim
tíma, tók þátt í þeirri ákvörðun að
skuldbinda BNT í Vafningsviðskipt-
unum.
Embætti sérstaks saksóknara hef-
ur lánveitingu Sjóvár til skoðunar en
Bjarni þvertekur fyrir að hafa verið yf-
irheyrður í tengslum við málið. Þeg-
ar DV hafði samband við hann fyr-
ir nokkrum vikum til að spyrja hann
hvort hann hefði verið yfirheyrður
varð hann reiður og hækkaði róminn
þegar hann neitaði að svara spurn-
ingu blaðamanns. adalsteinn@dv.is
Við tökum málin
í okkar hendur!
Sérsmíðum húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki
Íslensk hönnun – Íslensk framleiðsla í yfir 35 ár
Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is
Opnunartími
mán – fös: 09.00 -18.00
lau: 11.00 -16.00
„Skuldahalinn
sem fylgir Bjarna
virðist vera áhyggjuefni
að minnsta kosti hjá
hluta sjálfstæðismanna.
leiðtogahæfileikar
Æskuvinur Bjarna segir hann
hafa verið sterkan leiðtoga
strax í æsku. mynd siGtryGGur ari