Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað É g gat ekki skorast undan því að taka þetta hlutverk að mér,“ segir Unnur. „Ég var skíthrædd við að takast á við það en á sama tíma þá fylltist ég inn- blæstri meðan ég las verkið vegna þess að mér fannst innihald verksins skipta svo miklu máli.“ Þeir sem þekkja ekki verk breska leikskáldsins Dennis Kelly, Elsku barn, eða Taking Care of Baby, eins og það heitir á frummálinu skilja ef til vill ekki svo afgerandi afstöðu. En þeir sem þekkja það hafa fullan skilning á afstöðu Unnar sem hefur fengið ómælt lof fyrir góða frammi- stöðu í erfiðu hlutverki. Elsku barn er leikrit í heimildarleikhúsformi um móður sem er dæmd fyrir að hafa ráðið tveimur ungbörnum sín- um bana. „Er hún morðingi eða er hún hrikalegt fórnarlamb að- stæðna? Þessari spurningu er velt upp í leikritinu,“ segir Unnur. „En þetta er bara yfirborðið. Leikritið fjallar mikið um það afhverju við trúum fólki og deilir á falsið í sam- skiptum og í fjölmiðlum.“ Unnur þurfti að sökkva sér í óþægilega hluti í undirbúningi sín- um fyrir verkið. „Maður lifir frekar tilbreytingarlitlu lífi en þarna þurfti ég að setja mig inn í hræðilegustu hluti sem manneskja getur ímynd- að sér. Leikstjórinn Jón Páll Eyjólfs- son er mjög krefjandi og fer fram á að við setjum okkur fullkomlega í spor manneskjunnar. Þar sem ég sat fyrir framan tölvuna á kvöldin og leitaði mér fanga gat ég stund- um ekki meira. Ég þurfti að loka tölvunni og ég fékk heldur ekki af mér að sinna þessari vinnu seint á kvöldin. Það var of nöturlegt. Mað- ur er þakklátur fyrir góða andlega heilsu og þær kringumstæður sem maður er í dagsdaglega. Þær eru ekki sjálfgefnar. “ Við misnotum fólk Unnur gekk í gegnum sjálfskoð- un og samfélagsrýni í vinnu sinni. „Verkið fékk mig til að hugsa um fórnarlömbin í heiminum og hvernig við misnotum oft fólk sem á bágt. Hvernig við sem samfélag veltum upp úr harmleik fólks til að selja dagblöð eða sjónvarpsþætti. Því burtséð frá því hvort aðalsögu- hetjan sé sek eða saklaus þá er þetta ekki síður ádeila á það hvern- ig hún er misnotuð í kjölfarið. Því miður held ég að við gerumst oft sek um þetta. Erum við ekki enda- laust að taka viðtöl við fólk í geðs- hræringu sem er í engu standi til þess. Þetta verk örvaði mig til þess að hugsa um alla þessa hluti.“ Unnur segir verkið ennfrem- ur vekja upp áleitnar spurningar sem eigi erindi við íslenskt samfé- lag. „Við höfum ekki lært nógu mik- ið eftir efnahagshrunið. Við erum svo miklir sökkerar fyrir drama og afþreyingu. Fjölmiðlamenningin upphefur lágkúruna og við dýrkum slúður og ofbeldi. Þetta eru hlut- ir sem skipta engu máli, þeir eru verðlausir og við ættum að fjalla um eitthvað sem stendur okkur nærri og skiptir máli. Við erum enn að næra þessa tómhyggju sem ríkti fyrir hrun með þessarri lágkúru- dýrkun.“ Þurrausin Unnur viðurkennir að hún sé þurr- ausin eftir hlutverkið. „Þetta tekur á og maður þarf að gefa sig allan í þetta. En svo er það líka hluti af því að vera í leikhúsinu að maður vill ganga lengra en maður sjálfur heldur að maður geti.“ Árið hefur verið ansi magnað hjá Unni og hún hefur verið á hlaup- um, ferð og flugi. „Ég þurfti aðeins að banka í öxlina á mér um daginn því ég hef verið á hlaupum allt þetta ár og líka hið síðasta. En þetta er samt búið að vera æðislegt ævintýri. Ég lék í rúmlega 40 sýningum í Faust í London síðasta haust og átti annasaman vetur. Ég lenti síðan í því í janúar að vera í fjórum rullum og þá komu upp rosa- legir álagspunktar.“ Slakar á í ræktinni Aðspurð um það hvernig hún hugsar um sjálfa sig segist hún gæta vel að heilsunni og því að eiga góðan tíma með fjölskyldu og vinum. „Þetta er mikið púsluspil en gengur upp með góðum stuðn- ingi fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að hrað- inn sé mikill og að leikarar vinni mikið á kvöldin þá fáum við mikinn frítíma á móti. Ég fæ gott sumarfrí og þá leyfi ég mér að njóta þess í botn. Þá fæ ég oft góðar stund- ir til að eyða tíma með fjölskyldunni og fjögurra ára syni mínum og ég trúi að uppeldi sé spurning um gæði en ekki tíma.“ Ég passa líka upp á svefninn til þess að vera örugglega einbeitt fyr- ir hvert leikrit fyr- ir sig. Þegar kemur að líkamsrækt vel ég nú frekar líkams- rækt þar sem slök- un er í fyrirrúmi. Það er næg líkamleg áreynsla í leikhús- inu og þess vegna fer ég í hot yoga og læt þreytuna líða úr mér í heita pottin- um.“ Úr ádeilu beint í farsa Unnur hefur hafið æfingar á farsan- um Nei, ráðherra sem verður frum- sýndur í lok febrúar. „Það er mjög athyglisvert að hendast úr verki eins og Elsku barni og í farsa. Ég var spennt fyrir því að blanda þessu saman því þetta hressir mann við.“ Til að ná sér niður eftir erfið- an dag getur Unnur ekki hugsað sér betri afþreyingu en að horfa á góða kvikmynd. „Ég er mikið kvik- myndanörd þannig að ég á mik- ið safn af kvikmyndum og ég horfi næstum því á eina mynd á kvöldi. Maður þarf að ná sér niður eftir leik og mér finnst gott að slaka á yfir mynd. Ég er alltaf að stúdera leikar- ana og kvikmyndagerðina. Ég reyni að horfa alltaf á aukaefnið um gerð myndarinnar og nota tímann til að örva sjálfa mig sem listamann.“ Bransinn er ekki erfiðari en lífið sjálft Unnur á góða vini í leikhúsinu og segir alrangt að í bransanum sé samkeppnin hörð og andrúmsloftið þrungið. „Það er alltaf verið að tala um að bransinn sé harður. Hann er það alls ekki. Ég á mína bestu vini og vinkonur í leikhúsinu og það rík- ir mikil eining og samheldni í leik- húsinu. Auðvitað erum við undir miklu álagi og þurfum að geta leik- ið í innilegum senum með hverju öðru og þá er nándin og traust- ið nauðsyn. Vináttan er líka mikils virði þegar lífið er erfitt. Þessi bransi er ekkert erfiðari en lífið sjálft.“ kristjana@dv.is Hlutverkið gekk mér nærri „Ég þurfti að loka tölvunni og ég fékk heldur ekki af mér að sinna þessarri vinnu seint á kvöldin. Það var of nöturlegt. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur fengið einróma lof fyrir leik sinn í hlutverki hinnar dæmdu móður í leikritinu Elsku barni sem er á fjölum Borgarleikhússins um þessar mundir. Hlutverkið gekk henni nærri en hún segist hafa lært mikið af því og finnst skila- boðin sem í verkinu felast eiga mikið erindi við Íslendinga í dag. Hún hugsar vel um sjálfa sig í öllu umstanginu og nærir sjálfa sig með samvistum við vini og fjölskyldu. Var skíthrædd Unnur segist hafa hræðst það að taka að sér hlutverkið en á sama tíma hafi hún fyllst innblæstri og ekki getað skorast undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.