Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Bragi Garðarsson Prentari í Reykjavík f. 16.10. 1939, d. 3.2. 2011 Guðmundur Runólfsson Útgerðarmaður í Grundarfirði f. 9.10. 1920, d. 1.2. 2011 Bragi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrst í Vesturbænum en síðar í Hlíðunum. Hann stund- aði nám í setningu við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1962 og sótti námskeið við Odense Tekniske Skole sama ár. Bragi starfaði við Prentsmiðjuna Eddu á árunum 1958–65, við Prentsmiðju Tímans 1965–72, hjá Blaðaprenti hf 1972–82, á prentdeild Tímans, Nútím- ans og Tímans 1982–85, hjá Frjálsri fjölmiðlun við DV 1985–2002, hjá Út- gáfufélagi DV 2002–2001 og loks hjá 365 miðlum við Fréttablaðið frá 2003 og þar til hann lét af störfum. Bragi sat í trúnaðarmannaráði Hins íslenska prentarafélags í sex ár, í trún- aðarmannaráði Félags bókagerðar- manna í fjögur ár og var formaður Starfsmannafélags Blaðaprents hf 1974–78. Fjölskylda Bragi kvæntist 5.9. 1964 Auði Agnesi Sigurðardóttur, f. 10.3. 1942, d. 14.8. 1992, húsmóður. Hún var dóttir Sig- urðar Auðunssonar, f. 21.12. 1912, d. 13.12. 1999, og Birnu Guðrúnar Björnsdóttur, f. 27.3. 1914, d. 29.10. 1973. Bragi og Auður Agnes skildu. Synir Braga og Auðar Agnesar eru Garðar Bragason, f. 6.6. 1964, sjómað- ur í Reykjavík og er sonur hans Kristinn Bragi Garðarsson, f. 3.9. 1997; Bald- ur Bragason, f. 30.4. 1968, sölumað- ur í Reykjavík og eru börn hans Auð- ur Björg Baldursdóttir, f. 13.9. 1994, og Alex Snær Baldursson, f. 28.8. 2000. Bragi kvæntist 16.6. 1980 Ingi- björgu Fríði Leifsdóttur, f. 16.6. 1938, bókagerðarmanni. Foreldrar hennar voru Leifur Eiríksson, f. 3.6. 1907, d. 1.9. 2009, kennari í Harðangri á Rauf- arhöfn og í Garðabæ, og Sveinbjörg Lúðvíka Lund, f. 8.6. 1910, d. 15.8. 1977, húsmóðir. Bragi og Ingibjörg skildu. Sambýliskona Braga var Vilborg Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1937, húsmóð- ir. Hún er dóttir Guðjóns Jónssonar, f. 30.11. 1894, d. 29.2. 1952, og Jónínu Vilborgar Ólafsdóttur, f. 7.6. 1903, d. 8.3. 1970. Bræður Braga: Birgir Garðars- son, f. 5.8. 1935, d. 23.7. 2003, bifvéla- virki, var búsettur í Garðabæ; Baldur, f. 16.10. 1939, prentari, lengst af hjá Prentsmiðju Morgunblaðsins, búsett- ur í Reykjavík, en kona hans er Jóna Jónmundsdóttir, f. 27.7. 1934; Bergur, f. 1.9. 1950, prentari hjá 356 miðlum, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Braga voru Garðar Jóns- son, f. 25.3. 1909, d. 24.6. 1987, sjó- maður í Reykjavík, og k.h., Svava Jak- obsdóttir, f. 23.8. 1908, d. 23.12. 1979, húsmóðir. Ætt Garðar var bróðir Sveins, kaupmanns í Reykjavík, föður Jóns, yfirmanns lög- fræðimála Landsvirkjunar. Garðar var sonur Jóns, trésmiðs í Reykjavík, bróð- ur Guðmundar, b. í Neðra-Haganesi , langafa Jóns Guðmundssonar í BYKO. Jón var sonur Halldórs, b. á Stóra- Grindli Guðmundssonar. Móðir Hall- dórs var Kristín, systir Margrétar, lang- ömmu Kristínar Jónsdóttur listmálara. Kristín var dóttir Gísla, konrektors á Hólum Jónssonar, biskups á Hólum Teitssonar. Móðir Gísla var Margrét, systir Hannesar biskups, afa Stein- gríms skálds og Árna landfógeta Thor- steinsson. Margrét var dóttir Finns, biskups í Skálholti Jónssonar, ættföður Finsenættar. Móðir Jóns trésmiðs var Kristín Filippusdóttir, b. á Illugastöð- um Einarssonar, og Önnu Jónsdóttur, systur Guðrúnar, ömmu Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Móðir Garðars var Sigurlaug Anna Rögnvaldsdóttir, b. á Lambanesreykj- um í Fljótum Rögnvaldssonar. Móðir Rögnvaldar var Ósk Þorleifsdóttir, b. í Mörk í Laxárdal Þorleifssonar, og Ingi- bjargar Jónsdóttur, b. á Skriðulandi Þorlákssonar, ættföður Ásgeirsbrekku- ættar Jónssonar, föður Halldóru, lang- ömmu Péturs, langafa Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra, föður Guðmundar alþm. Þorlákur var einnig faðir Ásgríms, langafa Áslaugar, lang- ömmu Friðriks Sophussonar. Móð- ir Sigurlaugar var Guðrún Jónsdóttir, systir Sæmundar, langafa Önnu, móð- ur Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöf- undar. Svava var dóttir Jakobs, b. í Fagrabæ Jónassonar, b. í Efri-Fagrabæ, bróð- ur Guðmundar á Nolli, langafa Matt- híasar Bjarnasonar, fyrrv ráðherra, og Magnúsar Snæbjörnssonar, b. á Grund, föður Helga Laxdal, fyrrv. for- manns Vélstjórafélags Íslands. Jónas var sonur Stefáns, b. á Nolli Eyjólfsson- ar, b. í Fagrabæ Arnfinnssonar. Móð- ir Jónasar var Lilja Oddsdóttir. Móðir Jakobs var Ingibjörg Indriðadóttir, b. á Breiðabóli á Svalbarðsströnd Jónsson- ar og Ingibjargar Helgadóttur. Móðir Svövu var Kristjana Kristj- ánsdóttir, b. á Fagrabæ Eiríkssonar. Útför Braga fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 15.2. kl. 13.00. Guðmundur fæddist í Stekkja-tröð í Eyrarsveit. Hann byrjaði tíu ára til sjós og var tvö sumur á skaki. Guðmundur fór aftur á sjóinn 1943, tók minnapróf hjá Skúla Skúla- syni í Stykkishólmi 1945 og stund- aði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1958–59. Guðmundur hóf formennsku á Svani 1946, var skipstjóri m.a. á Hring SI 34 1955–60 og Runólfi 1960– 68. Hann eignaðist fyrst bát í félagi með öðrum 1947, mb. Runólf SH 135. Annar Runólfur var byggður í Noregi 1960 og þriðji Runólfur hjá Stálvík 1974. Þá stofnaði Guðmundur frysti- húsið Sæfang með fleirum 1979. Guðmundur var formaður UMFG í tíu ár, formaður Útvegsmannafélags Snæfellsness, sat í stjórn Fiskifélags Íslands og sat í hreppsnefnd Eyrar- sveitar. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 27.12. 1947, Ingibjörgu Sigríði Kristjánsdóttur, f. 3.3. 1922, d. 9.10. 2008, húsmóð- ur. Foreldrar hennar voru Kristján Jóhannsson, bóndi á Þingvöllum í Helgafellssveit, og k.h., María Kristj- ánsdóttir húsfreyja. Börn Guðmundar og Ingibjargar eru Runólfur, f. 12.5. 1948, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Eddu Svövu Kristjánsdóttur og eru börn þeirra Vignir Már og María; Kristján, f. 13.2. 1950, vélstjóri í Grundarfirði, kvænt- ur Ragnheiði Þórarinsdóttur og eru synir þeirra Arnar og Þórarinn; Páll Guðfinnur, f. 27.7. 1952, netagerðar- maður í Grundarfirði, kvæntur Guðbjörgu Hringsdóttur og eru synir þeirra Hringur og Guðmundur; Ingi Þór, f. 9.5. 1955, netagerðarmaður í Grundarfirði, kvæntur Hjördísi Hlíð- kvist Bjarnadóttur og eru börn þeirra Ingibjörg Hlíðkvist, Davíð Hlíðkvist og Rebekka Hlíðkvist; Guðmundur Smári, f. 9.5. 1955, d. 4.12. 1955; Guð- mundur Smári, f. 18.2. 1957, fram- kvæmdastjóri í Grundarfirði, kvænt- ur Jónu Björk Ragnarsdóttur og eru börn þeirra Runólfur Viðar, Rósa og Ragnar Smári; Svanur, f. 3.11. 1959, sjávarútvegsfræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Guðmundsdóttur en sonur Svans með Elínu Theódóru Jóhannesdóttur er Jóhannes; Unn- steinn, f. 28.6. 1966, vélstjóri í Grund- arfirði, börn hans með Alexöndru Sólveigu Arnarsdóttur eru Örn Ingi, Rúna Ösp og Lydía Rós; María Magðalena, f. 28.6. 1966, húsmóðir í Grundarfirði, gift Eiði Björnssyni og eru dætur þeirra Karitas, Stefanía, Monika og stjúpdætur hennar María Helen og Sigurrós. Langafabörn Guðmundar eru nú orðin tólf talsins. Systkini Guðmundar, samfeðra: Þorkell Daníel, f. 16.12. 1894, d. 4.12. 1965, sjómaður á Fagurhóli í Grund- arfirði, kvæntur Margréti Gísladótt- ur; Jóhanna, f. 9.6. 1896, d. 27.5. 1972; Kristín, f. 21.2. 1898, d. 16.11. 1972, var gift Cecil Sigurbjörnssyni, sjómanni í Grundarfirði, móðir Soff- aníasar, útgerðarmanns í Grundar- firði; Páll Guðfinnur, f. 18.9. 1901, d. 5.12. 1929; Halldór, f. 14.2. 1904, d. 23.3. 1951, bóndi í Naustum í Grund- arfirði, kvæntur Halldóru Þórð- ardóttur; Sigurþór, f. 9.4. 1907, d. 3.12. 1970, vefari á Selfossi, kvæntur Ástbjörgu Erlendsdóttur; Lilja, f. 23.10. 1908, d. 31.5. 1909. Systkini Guðmundar, sammæðra, Guðmundarbörn, eru Gísli, f. 14.1. 1901, d. 22.7. 1981, skipstjóri á Suð- ureyri við Súgandafjörð, var kvæntur Þorbjörgu Guðrúnu Friðbertsdóttur; Magnús Þórður, f. 24.2. 1905, drukkn- aði af Agli rauða 27.1. 1955, sjómað- ur á Fáskrúðsfirði, var kvæntur Þór- laugu Bjarnadóttur; Móses Benedikt, f. 10.12. 1909, d. 24.12. 1936, sjó- maður í Reykjavík, var kvæntur Sig- urborgu Sveinbjörnsdóttir; Geir- mundur, f. 28.8. 1914, d. 25.6. 2005, verkamaður í Reykjavík, var kvæntur Lilju Torfadóttur. Foreldrar Guðmundar voru Run- ólfur Jónatansson, f. 2.1. 1873, d. 18.1. 1947, oddviti og verslunarstjóri í Grafarnesi, og Sesselja Sigurrós Gísladóttir, f. 18.4. 1880, d. 9.9. 1948, húsfreyja í Götuhúsum í Grafarnesi. Ætt Runólfur var sonur Jónatans, b. í Vindási í Eyrarsveit Jónssonar, b. í Svarfhóli í Miklaholtshreppi Jóns- sonar. Móðir Runólfs var Halldóra, dóttir Daníels, b. á Haukabrekku á Skógarströnd Sigurðssonar, bróður Sigurðar, langafa Daða, föður Sigfús- ar skálds. Móðir Halldóru var Halla, systir Kristínar, konu Þorleifs gamla í Bjarnarhöfn. Önnur systir Höllu var Kristín yngri, móðir Magnúsar Sigurðssonar í Miklaholti og Elísa- betar, konu Árna Þórarinssonar, pr. á Stóra-Hrauni. Halla var dóttir Sig- urðar, b. í Syðra-Skógarnesi Guð- brandssonar, bróður Þorleifs, föður Þorleifs gamla, læknis í Bjarnarhöfn. Móðurbróðir Guðmundar var Elís, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, afi Pál- ínu, kaupmanns, Elísar, skipstjóra í Grundarfirði, Hólmfríðar Gísladótt- ur, ættgreinis í Reykjavík, og Hjálm- ars Gunnarssonar, útgerðarmanns í Grundarfirði. Sesselja var dóttir Gísla, b. og sjó- manns á Vatnabúðum í Eyrarsveit Guðmundssonar, b. og sjómanns á Naustum í Eyrarsveit Guðmunds- sonar. Móðir Guðmundar var Guð- ríður Hannesdóttir, sjómanns á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi Bjarna- sonar og Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búðardal, langafa Kristínar, ömmu Gunnars Thoroddsen. Oddný var dóttir Ketils, pr. í Húsavík Jónssonar, og Guðrún- ar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móðir Sesselju var Katrín, systir Jóhönnu, ömmu Valdimars Indriða- sonar, útgerðarmanns á Akranesi. Katrín var dóttir Helga, b. á Hrafn- kelsstöðum í Eyrarsveit Jóhannes- sonar, og Sesselju Björnsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga Björnssonar. Móðir Sesselju Björnsdóttur var Elín Guðmundsdóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði í Gönguskörðum, langafa Val- týs ritstjóra og Huldu Stefánsdóttur skólastjóra, móður Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts. Útför Guðmundar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju, laugardaginn 12.2. kl. 14.00. Andlát Andlát Granít legsteinar Fylgihlutir Íslenskir steinar Ný glæsileg heimasíða 20%-50% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.