Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 37
Fókus | 37Helgarblað 11.–13. febrúar 2011 Hvað er að gerast? n Draumurinn í Loftkastalanum Verslunarskólanemendur fara á kostum í uppfærslu sinni á Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespear. Verkið er flutt til nútímans á fjörlegan máta og dans og gleði í fyrirrúmi eins og svo oft áður. n Brák í Þjóðleikhúsinu Brák er einleikur í fullri lengd eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Verkið er sérstaklega samið fyrir Söguleikhúsið til sýninga á Söguloftinu á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Leikritið er saga Þorgerðar Brákar, fóstru Egils Skalla-Grímssonar og ambáttar Skallagríms Kveld-Úlfssonar, unnið upp úr Egilssögu, innblásið af sagnahefð sögualdar á Íslandi og sögum þeirra fjölmörgu kvenna sem hnepptar voru í ánauð og fluttar til Íslands á víkingaöld. n Páll Óskar á NASA Aðdáendur Páls Óskars geta glaðst yfir því að Páll Óskar spilar á afmælistónleikum á Nasa um helgina. Tónleikarnir eru hinir fyrstu í röð af mörgum á Nasa. Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 1.000 kr. n KK í Tjarnarbíói Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann er betur þekktur, heldur tónleika í Tjarnarbíói laugardaginn 12. febrúar. KK mun koma fram einn og óstuddur, en það er langt síðan KK hefur haldið tónleika með þeim hætti. í byrjun ferilsins var venjan sú að KK stæði einn á sviðinu og má segja að þetta verði smá afturhvarf til rótanna, þar sem listamaðurinn flutti lögin sín með gítarinn sér til aðstoðar n Gaman fyrir börnin Það er úr æði mörgu að velja fyrir barnafjöl- skyldur um þessar mundir í leikhúsunum. Í Tjarnarbíói er sýnt nýtt verk, Út í kött, ævintýraleikur með dansi og söng fyrir börn í leikstjórn Kolbrúnar Önnu Björns- dóttur. Í Þjóðleikhúsinu er svo Prinsessan á Bessastöðum í svakalegu stuði og börn sem fara á sýninguna lofa hana. 11 Feb Föstudagur 12 Feb Laugardagur 13 Feb Sunnudagur þá sennilega eina Ríkissjónvarpið í heiminum sem hefur það að yfir- lýstu markmiði að kaupa ekki inn- lendar íslenskar kvikmyndir. Þegar hann var síðan spurður út í það af hverju ekki væri fyrst reynt að skera niður í innkaupum á erlendu efni svaraði hann því til að það væri svo ódýrt miðað við það innlenda, sjónvarpið fengi þar mun fleiri mín- útur á lægra verði! Þetta eru voru rökin hans og þá spyr ég; er það stefna sjónvarps- stjóra að magn sé umfram gæði? Hver kannast ekki við íþrótta-, hunda- og fjölskyldumyndir frá Disney sem sýndar eru á „prime- time“ á föstudagskvöldum á RÚV? Myndir sem flestar eru framleidd- ar á árabilinu 1975–1987. Eða sömu hafnaboltamyndina aftur og aftur, bara með mismunandi leikurum í hvert skipti? Það hefur einfaldlega komið í ljós að stofnunin hafði keypt tvö til þrjú hundruð mynda pakka frá Disney, pakka sem fylgir með þegar RÚV kaupir eina góða mynd frá dreifing- arfyrirtæki. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi kvikmyndapakki var eins og poki fullur af illa lyktandi rusli! Það er ákveðin heimsvaldastefna í gangi af hálfu bandarísku dreif- ingarfyrirtækjanna, þau eigna sér útsendingarmínútur á sjónvarps- stöðvum með þessari leið, selja eina góða mynd og svo fylgir með ókeyp- is; stór poki fullur af rusli! Ég hefði haldið að þeim sem gegndi stöðu sjónvarpsstjóra RÚV ætti fyrst og fremst að vera umhug- að um íslenska menningu. Ef hon- um er umhugað um eitthvað ann- að set ég stórt spurningarmerki við það hvort viðkomandi eigi yfirleitt að gegna þessari stöðu. Samkvæmt okkar útreikningum hefur RÚV ohf orðið uppvíst að van- efndum upp á annað hundrað millj- ónir króna vegna kaupa á efni frá íslenskum framleiðendum. Þetta er lögbundinn þjónustusamning- ur sem stofnunin hefur ekki staðið við. Samningurinn er gerður sam- kvæmt Evróputilskipun og tilgreinir m.a. hvað stofnunin á að eyða miklu í kaup á innlendu efni frá sjálfstæð- um framleiðendum ár hvert. Segjum bara að þetta séu 200 milljónir, sem er góð tala, nú um áramótin kemur fram að rekstrar- afgangur stofnunarinnar sé 200 milljónir. Hæfur sjónvarpsstjóri hefði metið þetta á þann veg að núna í framhaldinu gæti hann loks uppfyllt þennan samning og sett þessa peninga í að kaupa íslenskt efni. Það sem sjónvarpsstjórinn gerði hins vegar í framhaldinu var að bjóðast til að kaupa sýningarrétt- inn vegna heimsmeistaramótsins í handbolta af Stöð 2, með viku fyr- irvara! Nota þennan rekstrarafgang til að ganga tímabundið í augun á þjóðinni! Hann vissi að þetta myndi aldrei ganga eftir, heldur var þetta bara svona innihaldslaus, pólitísk leikflétta.“ Skilningsleysi Er að þínu mati viðvarandi skiln- ingsleysi meðal þingmanna og stjórnvalda gagnvart íslenskri kvik- mynda- og dagskrárgerð? Þú hef- ur velt upp dæmum sem sýna hvað þessi bransi getur skilað þjóðarbú- inu til baka í hreinum peningum. „Við niðurskurð á fjárlögum síð- asta árs, þegar við kvikmyndagerð- armenn fengum þetta stóra högg af hálfu stjórnvalda, 34 prósenta nið- urskurð, hlutfall sem engin önnur grein varð fyrir samkvæmt þágild- andi samkomulagi, fórum við bara í algjört sjokk. Í framhaldinu tilkynnti svo Páll Magnússon nýja dagskrár- stefnu RÚV, þannig að áfallið varð tvöfalt. Síðasta ár spurðu kvik- myndagerðarmenn á Íslandi sig af hverju þeir væru svona lágt metnir og fóru því í sjálfsskoðun og rann- sóknir á því hvað hefði farið úr- skeiðis. Menntamála- og menning- arráðuneytið gerði slíkt hið sama og lét gera úttekt á íslenskri kvik- myndagerð í fyrra, sem við gerðum reyndar einnig. Niðurstöðurnar komu öllum í opna skjöldu, líka okkur sjálfum. Veltan í íslenskri kvikmyndagerð er mun meiri en haldið var og það hlutfall sem ríkið fjárfestir í grein- inni er lægra en við töldum. Það er rétt innan við 18 prósent eða þar um bil. Þetta kemur fram í frumniður- stöðum um hagræn áhrif íslenskr- ar menningar sem kynntar voru núna í desember og verða gefnar út núna í mars. Allar þær rannsóknir og skýrslur sem unnar voru á síðasta ári sýna það einnig að fyrir hverja krónu sem lögð er fram af hálfu rík- isins í kvikmyndagerð verða til 5–8 aðrar krónur sem renna inn í hag- kerfið og er þá varlega áætlað. Þarna er ekki um að ræða lang- tímafjárfestingu ríkisins í menn- ingu heldur skila þessir peningar sér strax út í hagkerfið á framleiðslu- tímanum. Margfeldisáhrifin eru þess vegna gríðarlega mikil. Þær 250 milljónir sem skorið var niður um í fyrra og síðan aftur nú um þessi ára- mót hefðu getað skilað þremur til fjórum milljörðum inn í þjóðarbú- ið! Svo í lok árs kom í ljós að kvik- myndagerðin er stór hluti af hinum skapandi greinum, sem eru ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs samkvæmt frumniðurstöðum nýrr- ar rannsóknar á vegum helstu ráðu- neyta. Það er gott að fólk sé loksins að átta sig á að listamenn eru ekki afætur á íslensku samfélagi.“ Afleiðuáhrifin „Afleiðuáhrifin eru einnig merkileg, kvikmyndir eru til að mynda oft ástæða þess að ferðamenn ákveða að koma til landsins. Írar komust til dæmis að því að um 18 prósent þeirra ferðamanna sem velja Írland sem áfangastað gera það sökum kvikmynda. Ferðaþjónustan hér veltir um 150 milljörðum ár hvert og ef við gefum okkur að um tíu prósent komi til vegna kvikmynda getum við strax séð þann ávinning sem felst í því að fjárfesta í þessari grein. Ef við tökum þetta með inn í margfeldisáhrifin hljóta allir að sjá hversu rökin eru veik fyrir niður- skurði í íslenskri menningu, og þá sérstaklega hvað snertir það fjár- mögnunarmódel sem kvikmynda- gerð er, hún byggir á því til að geta komist af stað, til að hlutirnir fari að rúlla. Málið er nefnilega að kvik- myndaverkefnið fái fyrst úthlutað frá kvikmyndasjóði. Ef það gerist ekki er nánast ómögulegt að fá ann- að fjármagn að utan í kjölfarið. Fjár- festing ríkisins er því frumforsenda. Hér eru margir núna að gera kvikmyndir á hnefanum einum, gefa vinnuna sína, gefa afnot af tækjunum sínum, gefa allt frítt, vinna launalaust í langan tíma. Fólk er hreinlega örvæntingarfullt! Nú er hins vegar unnið að nýju samkomulagi milli ríkis og kvik- myndagerðar, vonandi til næstu þriggja til fjögurra ára, til að koma hlutunum í gott horf og íslensk- ir kvikmyndagerðarmenn eru von- góðir um að á fjárlögum næsta árs muni Kvikmyndasjóður ná aftur fullum styrk. Ég trúi ekki öðru nú þegar menn hafa allar þessar stað- reyndir málsins í höndunum, að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum þessa niðurskurðar. Við viljum sem þjóð styrkja sprotaverkefni og nýsköpun! Tök- um mig sem dæmi, ég er bara með- al handritshöfundur og leikstjóri sem hefur samt á rúmum áratug frumskapað verkefni sem hafa velt í kringum milljarði. Ég fæ hugmynd að sögu og skrifa síðan handrit. Ég ræð síðan fólk til starfa og bý til verkefni sem skilar síðan margfalt til baka inn í samfélagið og hag- kerfið! Kvikmyndagerð þarf enga umhverfisvottun, er náttúruvæn og tæknin og mannauðurinn til staðar. Þetta er frumsköpun, nýsköpun og var ekki til áður en mér datt það í hug!“ palli@dv.is „Ég fullyrði að málefnið „sjón- varp í almannaþágu“ sé mikilvægara en Icesave. Þjóð er menning og RÚV er stærsta einstaka menningarstofnun í okkar samfélagi. Pen- ingar koma og fara en menning er varanleg. „Hér eru margir núna að gera kvikmyndir á hnefan- um einum, gefa vinn- una sína, gefa afnot af tækjunum sínum, gefa allt frítt, vinna launa- laust í langan tíma. Fólk er hreinlega ör- væntingarfullt! Þjóðin á betra skilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.