Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 39
Lífsstíll | 39Helgarblað 11.–13. febrúar 2011 WWW.GÁP.IS Ný sending af Infinti Þrektækjum. ALVÖRU TÆKI!!! HRIKALEGA FLOTTUR! INFINITI VG-40 Frábært fjöþjálfi hvort sem er fyrir þol eða fitubrennslu! Mjög sterkt, vandað mælaborð og einstaklega einfalt í notkun. INFINITI VG - 40 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR 111.000.- 148.000.- n Sumir keyra um á gljáfægðum drossíum sem virðast ekki einu sinni safna ryki n Aðrir eru ekki jafn séðir n Hver kannast ekki við úldin æfingaföt, gamalt bananahýði og klístraðar kvittanir? 1Ekki borða í bílnum. 2 Geymdu klúta og sprei í hanskahólfinu og strjúktu reglulega af mælaborðinu. 3Geymdu kort af Stór-Reykjavíkur-svæðinu í plastvasa í hanskahólfinu. Þá villistu ekki þegar þú ert að leita að íþróttamóti í Garðabæ eða álíka á síðustu stundu. 4Hafðu andlits-blautþurrkur fyrir börn í hanskahólfinu. Þær fást í apótekum og eru með ávaxtalykt. Nauðsynlegt til að þurrka sinnep, ís og fleira af litlum puttum og bílsætum. 5Bílaþrifdagur er einu sinni í viku, alveg eins og á heimilinu. Þá er gott að tæma rusl og allt dótið sem hefur safnast fyrir yfir vikuna. Ryksugaðu sæti og gólf og þurrkaðu rykið af (það er ótrúlegt hvað bílar geta safnað ryki) og skolaðu svo af bílnum. Það er svo æðislegt að geta farið fínn á hreinum bílnum í leikhús eða í helgarbíltúrinn. 6Ef bíllinn lyktar illa er hér eitt örþrifaráð: Stráðu matarsóda yfir sætin og nuddaðu inn í áklæðið og leyfðu að standa í hálftíma eða lengur. Þegar sódinn hefur legið og sogið í sig illa lyktandi agnir í svolítinn tíma geturðu ryksugað hann upp (og lyktina vonandi um leið). 7 Skipuleggðu skottið. Geymdu hanska hjá felgulyklinum. Hafðu stígvél og regnslá í skottinu líka. 8 Athugaðu hvort ekki sé sjúkrakassi í bílnum, það er nauðsyn! 9 Það er óþolandi að vera klinklaus og þurfa að leggja í miðbænum. Kauptu rúllu af 50 kr. peningum fyrir 2.000 kr. í bankanum og geymdu hana í bílnum. 10 Hafðu ruslapoka í bílnum. Og taktu hann með þér og hentu honum í lok dags. Bíllinn til prýði – 10 ráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.