Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 40
40 | Lífsstíll 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Fjórar leiðir til að sporna gegn kvefi: Bjóddu kvefinu birginn Þó að fæstir líti á kvef sem löggild veikindi þá eru kvefpestir einstaklega hvimleiðar og geta verið langvinnar ef fólk fer ekki vel með sig. Það kannast flestir við þær aðstæður að vera hálf- sljóir af kvefi, með æðaslátt í höfðinu og hvorki finna bragð né geta kyngt vegna hálsbólgu. Það er ekki vænlæg staða þó sjaldan sé hún afsökun fyrir því að liggja í rúminu. Nú þegar árs- tími kvefsins er í hámarki þá er við hæfi að minna á hvernig hægt er að sporna gegn kvefi eða komast í gegn- um pestina á sem fljótlegastan og þægilegastan hátt. 1Slakaðu áStress er einn versti óvinur ónæm- iskerfisins. Stress eykur ekki bara lík- urnar á því að þú fáir kvef, heldur gerir stressið það einnig langvinnara. Ein- faldir hlutir, eins og að fara í stuttar gönguferðir, geta gert kraftaverk. Þú tæmir hugann og slakar á. 2Borðaðu holltVarastu að borða mikið unninn og feitan mat. Ef þú finnur að kvefið er að læðast aftan að þér fáðu þér þá app- elsínur. C-vítamínið í appelsínunum er frábært náttúrlegt lyf við kvefi. 3 Drekktu nógEf kvefið nær tökum á þér er nauðsynlegt að drekka mikið, bæði af vatni og heitum drykkj- um. Gott er að sjóða saman engi- ferrót, sítrónusafa og vatn og bragðbæta með hunangi. Hun- angið róar hálsinn og slær á bólgur. Engiferið hefur bakteríu- drepandi áhrif og víkkar lungna- pípurnar svo auðveldara verður að draga andann. 4 Hvíldu þigHvíld er mikilvægasti þátt- urinn í baráttunni við kvefið. Líkamleg þreyta veikir ónæm- iskerfið ekkert minna en andleg þreyta og stress. Það er þó nauðsyn- legt að láta ekki síð- degisblund spilla nætursvefninum, því góður nætur- svefn er gulls ígildi. solrun@dv.is Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is | Borðapantanir Rómatísk ValentínusaRhelgi á geysi Aðalréttur Pönnusteikt andabringa með kartöfluköku og karríkókossósu Eftirréttur Tiramisu a la Geysir með jarðarberjum kr. 3.990,- FRá kl. 1800 Lifanditónlist frá kl. 1900á sunnudagskvöldingi gunnarspilar fyrir matargesti fyrir þreytta óbrigðul ráð3 1 Vatn Vatn nærir frumur líkamans og vekur hann til lífsins. Virkar miklu betur en þessi kaffibolli sem þú tilbiður. Hafðu vatnið kalt og þú hressist enn meir. 2 Stattu upp og teygðuúr þér Þú hefur heyrt þetta áður. En þetta virkar. Gerðu það að reglu að standa upp á klukkutíma fresti og ganga stuttan hring. Ganga í tvær til þrjár mínútur er nóg. Þú eyk- ur blóðflæðið og færð hjartað til að slá. Streitan lekur af þér og þú hressist. 3 Enginn sykur!Láttu sykurinn vera, hann étur orku! Veldu þér frekar brauð með grófu korni, prótín og grænmeti. Uppskriftin hér til hliðar bregst ekki. Að sitja á rassinum frá 9 til 5 getur ekki verið svo erfitt, er það? Hvers vegna geturðu þá ekki hætt að geispa? Sannleikurinn er sá að líkaminn þreytist jafnvel meira við kyrrsetuna. Hér eru góð ráð til að sigrast á þreytunni: Túnfiskpíta með kóríander: Túnfisksalatið: 3 msk. sýrður rjómi hnefafylli af kóríander örlítið cumin og garam masala krydd 1 tsk sterkt sinnep smá slurkur af tabasco-sósu 1- 2 soðin egg 1 dós túnfiskur í vatni 1/4 smátt skorinn laukur Smátt skorin gúrka eftir smekk Sett í gróft pítubrauð eða gróft brauð. Verði ykkur að góðu. „Það verður fatamarkaður frá klukkan 12 á Tjarnargötu 12 í Tjarn- arbíói og á sama tíma verður þar vígt nýtt kaffihús þannig að það verður hægt að kaupa sér bjór og fá sér brauðtertu og ýmislegt annað,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleið- andi og knattspyrnustjóri FC-ógn- ar. Knattspyrnufélagið FC-ógn er ekkert venjulegt knattspyrnufélag. Meðlimir eru allir harðkjarna stelp- ur, flestar úr leikhús- og listageiran- um og allar með áhuga á fótbolta. Á markaðnum selja þær tískuflík- ur og fallega fylgihluti enda all- ar glæstar konur. Liðsmenn hafa æft saman fótbolta í rúmt ár og eru komnir með búninga og styrki. Knattspyrnustjórinn, Rakel, er enda ekki þekkt fyrir annað en að taka allt alla leið. „Jú, við erum komnar í búninga, keppum í svörtum bún- ingum og með eyeliner enda mikl- ar pæjur. Þetta er alvöru því það er annað hvort að gera þetta af alvöru eða sleppa þessu.“ Rakel segir þær stelpur vera að fara í keppnisferða- lag til Sviss. „Við erum orðnar svo góðar að ég er að hugsa um að fara að selja liðið og leikmennina eins og góðum knattspyrnustjóra sæmir. Verst hvað þetta eru að verða gaml- ar kerlingar í liðinu, en það er alltaf von,“ segir Rakel og skellir upp úr. Gestir fatamarkaðarins eiga von á góðu því KK treður upp óraf- magnaður og dj sér um að halda uppi fjörinu. „Þetta er leikhús sem er að færa líf í hverfið og menning- arlífið, það má enginn missa af KK,“ segir Rakel. „Þetta verður sannköll- uð hverfishátíð og góð upphitun fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins.“ kristjana@dv.is Stelpurnar í FC-ógn halda fatamarkað í Tjarnarbíói á laugardaginn: Fótboltastelpur með fatamarkað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.