Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Side 42
42 | Lífsstíll 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Það gefur vel í aðra hönd að vera frægur í Banda- ríkjunum hvort sem það er fyrir söng, leik eða hvað sem það nú er sem Kim Kardashian gerir. Hér að neðan er stutt innlit í bæjarhús leikkon- unnar Julianne Moore, glænýja glæsivillu fyrir- sætunnar Kim Kardashian og nýtt hús Jennifer Lopez sem hún keypti sér í Los Angeles. Glæsihús glæsikvenna Kim Kardashian Julianne Moore Jennifer Lopez Fín jólagjöf Kim Kardashian keypti þessa villu handa sjálfri sér í jóla- gjöf í desember. Hún kostaði upphaflega 5 milljónir dollara en hún fékk það á 3,8 milljónir. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, 4,5 baðherbergi og fullt af eldstæðum. Glæsileg stofa Inn af setustofunni á jarðhæðinni er glæsileg borðstofa. Arinn í eldhúsinu Eldhúsið er rúmgott og einn af fjölmörg- um örnum hússins er staðsettur þar. Flott útiverönd Útiveröndin þykir einstaklega glæsileg og auðvit- að er arinn þar. Hún er þó algjörlega opin og er treyst á góða veðrið í L.A. Margra milljóna dollara hús Leikkonan Julianne Moore hefur átt þetta glæsilega fimm hæða hús í þó nokkur ár. Árið 2006 var það metið á tólf milljónir dollara en hún vill ekki selja. Í húsinu eru sex svefnherbergi og á annarri hæðinni er garður. Húsið var byggt um 1880 en hefur margsinnis verið gert upp. Rúmgott eldhús Eldhúsið á þriðju hæðinni rúmar fjölda fólks og þeir þykja einkar flottir barstólarnir við eyjuna. Gott að sofa hérna Eitt af sex glæsi- legum svefnher- bergjum hússins – með arinn. Lestrarhestur Julianne Moore les mik- ið en á fjórðu hæðinni er hún með afrep fyrir sig þar sem hún les allt sem hún kemst yfir. Vildi að húsið glansaði Setu- stofan í nýja húsinu hennar Jennifer Lopez. Innanhúshönnuðurinn Michelle Workman sagði að Jennifer hefði viljað fá allt mjög fágað með skvettu af glans og glamúr. Eldhúsið glæsilegt Michelle Workman vildi gera eldhúsið sérstaklega flott enda Jennifer nýbúin að eignast börn. Borðstofa fyrir fjóra Þeir sem borða þarna verða ekki sviknir. Franskt svefnherbergi Jennifer vildi sofa í herbergi í frönskum stíl og hafði Michelle Workman lítið fyrir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.